Þjóðviljinn - 14.01.1964, Side 6
g SlÐA
ÞJÚÐVILIINN
Þriðjudagur 14. janúar 1964
TOGBÁ TUR FRÁ A-ÞÝZKA-
IANDI VCKUR ATHYGLI
H Fyrir stuttu var skuttogbát af nýrri gerð
hleypt af stokkunum í skipasmíðastöðinni í
Boisenburg við Saxelfi í Austur-Þýzkalandi.
Þessi nýi togari hefur vakið geysimikla athygli
og sennilegt, að fyrst um sinn geti skipasmíða-
stöðin ekki annað hinni miklu eftirspurn.
Þetta er 160 lesta bátur
nettó, sem er með dísilvél og
búinn frystitækjum til djúp-
frystingar á fiski. Báturinn
getur þannig farið í næstum
mánaðartúra, þar sem rúm er
fyrir 130 lestir af djúpfryst-
um fiski ©g 30 lestir af nýj-
um. Togbáturinn verður senni-
Iega til sýnis í Kaupmanna-
höfn næsta haust. Báturinn
er smíðaður sérstaklega fyrir
veiðar við Island, Grænland og
á Eystrasaltinu.
Eftirsókn er mikil
Skipasmiðastöðin í Austur-
Þýzkalandi má vera hreykin
af þessum nýja báti, enda gæt-
ir stolts í yfirlýsingum for-
stjórans. er hann skýrir opin-
berlega frá þessu I fyrsta
sinni:
— Við urðum fyrstir til að
byggja slíkan togbát, og á því
er enginn efi, að kaupendur
verða margir, þegar fram-
leiðslan kemst í gang fyrir al-
vöru. Við erum nýbúnir að
hleypa honum af stokkunum,
en sú reynsla sem fengizt hef-
ur þennan stutta tíma vekur
góðar vonir....
— En hvað verður hægt að
byggja marga frystitogbáta á
ári?
— Boisenburg-skipasmíða-
stöðin er afar ný í sniðum. Við
getum byggt 5 togbáta, 20 eða
100, allt eftir því hvað þörf
er fyrir marga. Eins og stend-
ur tökum við þann kostinn að
framleiða mikið magn í einu,
til þess að fullnægja þörfinni
innan lands, svo að viðskipta-
vinir frá öðrum löndum verða
að bíða úti á tröppum á með-
an, þótt þeir séu auðvitað
mjög kærkomnir gestir.
Góður öry&gisút-
búnaður
Austur-þýzkir stálbátar hafa
fengið mjög gott orð á sig á
Norðurlöndunum og fengu sér-
lega góða dóma í Danmörku
fyrir skömmu, þegar gerð
var víðtæk rannsókn á
dönskum stálbátum, eins og
sagt var frá hér í blaðinu í
haust. Líkönin, sem skoðuð
voru í Danmörku voru flest
eitthvað gölluð, höfðu m.a. of
litla kjölfestu. Af þessu meðal
annars fórust margir danskir
stálbátar frá Danmörku í
fyrra.
Eftir að rannsóknin hafði
farið fram lét prófessor Pro-
haska. sem stjómaði tilraun-
unum, þau orð falla um a.-
þýzka og pólska stálbáta, að
þeir væm tryggastir þeirra
báta, sem hann hefði gert til-
raunir með. Sagði hann, að
öryggisreglurnar í sósíalísku
löndimum væm svo strangar,
að skipin fái ekki að fara úr
höfn nema kjáölfestan sé full-
komin og skipin séu þar að
auki rétt hlaðin.
Erfitt til að byrja með
Forstjóri skipasmíðastöðvar-
innar í Boisenburg sagði í við-
tali við Land og Folk. að það
væri rétt — öryggisreglumar
væru strangar og það væri
eitt af því, sem mest áherzla
væri lögð á. Þessar öryggis-
reglur gilda bæði um áhöfn-
ina, skipin og fanmana. Þessar
ströngu reglur, sem em sam-
eiginlegar fyrir öll sósíalísku
löndin, leggja mikla ábyrgð á
herðar tæknifræðingum okkar,
og þeir verða að vanda sig
meira en tíðkast annars stað-
ar. Það hefur verið erfitt að
sameina tvær kröfur, kröfuna
um ódýra togara og strangar
kröfur um öryggi, en þetta
hefur tæknifræðingunum okk-
ar þó tekizt.
Þeir sem þekkja eitthvað til
skipasmíða,draga enga dul á
hrifningu sína af a.-þýzkum
stálskipum. En það liggur
mikil vinna bak við þetta. Það
var erfitt til að byrja með. en
nú höfum við aflað okkur
staðgóðrar reynslu til þess að
byggja á,
Samband við sjómenn
Þessarar reynslu var aflað
á ýmsan hátt. Það er ekki nóg
að senda tilraunabáta á haf
út til þess að læra að byggja
góða stálbáta. Við urðum að
byggja stofnanir, sem höfðu
vandamálin til meðferðar
Upplýsingum var safnað sam-
an um lítil og stór skip, fljót-
andi fiskiverksmiðjur, flutn-
ingaskip og rannsóknarskip.
Á þessum upplýsingum ásamt
upplýsingum um nýtizku stál-
báta byggðum við svo reynslu
okkar, Einnig er alltaf mikil-
vægt að hafa samband við þá
menn, sem vinna á bátunum.
Þannig náðum við þeim góða
árangri, sem nú hefur komið
í ljós.
Markið enn hærra
Skipasmíðaiðnaðurinn í
Austur-Þýzkalandi hefur nú á
prjónunum stórkostlega áætl-
un, sem hefur gert það að
---------------------------3>
160 lesta bátur með frysti-
útbúnaði. Byggður
fyrir íslamfsmið
Átti að vitna með Ruby
Nektardansmær meS byssu í veskinu
Lögreglan í Dallas handtók um daginn unga stúlku
að nafni Karen Lynn Bennett, þar sem hún hafði ætl-
að að laumast inn í réttarsalinn, þar sem yfirheyrslur
fóru fram í máli Jack Rubys, með skammbyssu í veski
sínu. Ungfrú Bennett er nektardansmær og hafði unn-
ið í næturklúbb Rubys. Hún var kölluð fyrir réttinn
til þess að bera vitni með Ruby.
Réttarhöld þessi fóru fram í
tilefni þess að Ruby hafði lagt
fram beiðni um að vera látinn
laus gegn tryggingu, þangað til
réttarhöldin í máli hans hefj-
asL Lögreglan ákvað að láta
ekki leika á sig eins og í
fyrra sinnið, er Lee Harvey
Oswald var skotinn framan við
nefið á þeim og lét hún því
leita á öllum er kallaðir voru
fyrir réttinn.
Nektardansmær, Karen Lynn
Bennett sem áður starfaði við
Karen Lynn Bennett, nektar-
dansmærin með byssuna í
veskinu.
næturklúbb Rubys, Carousel,
var meðal vitnanna sem verj-
endur Rubys kölluðu fyrir rétt-
inn til þess að reyna að fá Ru-
by lausan gegn tryggingu. —
Kvenlögregluþjónn leitaði á
ungfrú Bennett áður en henni
var hleypt inn í salinn og
fann hún skammbyssu sem var
rækilega falin í veski dans-
meyjarinnar.
Ruby lék á alls oddi.
Jack Ruby tók réttarhöldun-
um auðsjáanlega eins og hverju
öðru gríni. Hann hló og sagði
fimmaurabrandara, stillti sér
upp fyrir ljósmyndurunum.
Ruby hafði 6 lögfræðinga, sem
önnuðust vöm hans. Henry
Wade var aðalsaksóknari.
Fyrir utan Little Lynn, eins
og hún kallar sig í auglýsing-
um, var ijósmyndarinn Bob
Jackson frá Dallas Time Her-
ald kallaður fyrir réttinn. Það
var hann, sem tók myndina
frægu af Jack Ruby, þegar
hann skaut Lee Harvey Os-
wald morguninn 24. nóvember.
Einnig var Will Fritz,
yfirmaður morðdeildarinnar
í Dallaslögreglunni, kallaður
fyrir réttinn. Hann á að gera
grein fyrir flutn. fangans Lee
H. Oswald, úr bæjarfangels-
insa í ríkisfangelsið. Það var á
þeirri leið, sem Ruby brauzt
gegnum þvögu af blaðamönn-
um og skaut Pswald.
Rétturinn heimilaði ekki, að
Ruby yrð látinn laus gegn
tryggingu yfir jólin.
Austur-þýzkur togbátur af þessari gerð er algcngur á
Norðurlöndum.
12.400 lesta flutningaskip. Með stærstu skipum, sem smíðuð
eru í Austur Þýzkalandi.
aðalmarkmiði að búa til betri
skip, sterkari skip búin full-
komnari tækni.
— Hér í Austur-Þýzkalandi
glímum við líka við að ná
sem fyllstri gernýtingu. Samt
ekki á sama hátt og í auð-
valdslöndunum.
Við höfum síðustu árin lagt
mikla áherzlu á, að hægt sé
að senda skipin út á sjó með
sem minnstri áhöfn. Þetta er
ekki hægt að gera nema með
þvi að endurbæta tæknina um
borð. Við ætlum að byggja<$>
skip, sem bjóða sjómönnum
upp á góð vinnuskilyrði, skip
sem flutt geta stóra farma ■—
en hvað spamaðinn snertirer
hann látinn víkja fyrir öryggi
áhafnarinnar. Hér þekkist
ekki, að skip sigli með of
litla áhöfn.
12.—15.000 lesta skip
— Hve stór slkip smíðið þið
í Austur-Þýzkalandi ?
— Stærstu skipin eins og
stendur eru 12—15.000 lesta
skip. Við höldum fast við þá
stærð, þótt við gætum byggt
miklu stærri skip. En við
sósáalísku löndin höfum eins
konar verkaskiptingu okkar á
milli, og hjálpumst þannig að
við að koma okkur upp stór-
um flota. Það eru önnur lönd,
sem byggja stór skip og við
skiptumst svo á. Okkar sér-
grein eru flutningaskip og
fiskiskip. Sovétríkin byggja
stór olíuskip, Pólland enn önn-
ur, o.s.frv.
— Smíðið þið ekki líka öll
tæki í skipin?
— Jú, næstum öll. Á und-
anfömum árum hefur risið
upp mikill iðnaður samhliða
skipasmíðastöðvunum. Við
smíðum t. d. siglingatæki, sem
við þurftiun áður að kaupa
erlendis. Nú getum við séð um
þá hliðina sjálfir.
Fjarstýrð skip
eftir 20 ár
— Og hvaða framíðaráætl-
anir eruð þið með á prjónun-
um?
— Næstu árin ætlum við
aðeins að reyna að ná betri
árangri í þessari iðnaðargrein.
Við viljum byggja betur og
hraðar, þótt segja megi að við
höfum þegar komizt furðu
langt. Og svo keppum við
eftir fullkomnari tækni um
borð í skipunum. Kannski ná-
um við svo langt einn góðan
veðurdag að smíða skip, er
sigla án áhafnar, og verður
stýrt úr landi. Bíðið bara ró-
leg. Ég held að eftir 20 ár
verði til fjarstýrð skip.
Já, það er áreiðanlega nóg
af verkefnum....
ERHÁRD í
FRIÐAR-
ÞÖNKUM
■QP
k\
iv -i z//..i
m
— Ég vil Iíka batnandi friðar-
horfur ....
Norrænn tón-
skáldastyrkur
Menntamálaráðherrar Norð-
urlanda sátu í dag fund í Hels-
ingfors. Var tekin ákvörðun
um það á fundinum að fela
Menningamefnd Norðurlanda
að veita tónskáldastyrk, sem i
nemur 50.000 dönskum krón- i
um.
Einnig studdi fundurinn til-
lögu Menningamefndarinnar
um að háskólapróf verði sam-
ræmd á Norðurlöndum.
Fundur verður aftur á morg-
un. I
.... og til þess þurfum við at-
ómvopn!