Þjóðviljinn - 14.01.1964, Síða 8
T
g SÍÐA
ÞJÖDVILIINN
Þriðjudagur 14. janúar 1964
INNHEIMTAN Á
ÚTFLUTNINGSTOLU
Víð íslendingar lifum að
stórum hluta á fiskveiðum og
útflutningi fiskafurða. I slíku
þjóðfélagi, þar sem afkoma öll
veltur að mestu á góðri sölu
og greiðum afskipunum afurða
okkar, hefði maður getað hald-
ið að frá opinberri hálfu væri
gert allt sem hægt er til að
greiða fyrir þessum mikilvæga
útflutningi. 1 reyndinni er
þessu þó engan veginn þannig
varið, því að fáránlegar regl-
ur, sem úreltar eru orðnar í
viðskiptabúskap, eru á þessu
sviði í fullu gildi, og ekki frá
þeim vikið. Sá sem flytur út
fiskafurðir verður nefnilega að
greiða útflutningstoll af þeim
áður en hægt er löglega að
ganga frá farmskírteini.
Þar sem útflutningstollur
fiskafurða er jafn hár og raun
ber vitni hér, þá er þetta fyr-
irkomulag alveg óhafandi.
Ýmsir útflytjendur hafa ekki
alltaf handbært stórfé í toll-
inn, áður en greiðsla fyrir við-
komandi fiskafurðir hefur ver-
ið innt af hendi af kaupanda
í banka hér. Af þessum sök-
um eru dæmi til, að fiskaf-
urðir, sem seldar voru úr
landi, urðu að bíða hér á hafn-
arbakka í hálfan mánuð, á
meðan fiskframleiðandinn var
að skrapa saman peninga til
greiðslu á tollinum, og þó var
komin ábyrgð frá kaupanda
í banka hér.
Allir sæmilega gefnir menn
hljóta að sjá, að svona fyrir-
komulag er óhafandi. Það fyr-
irkomulag, sem taka þarf upp
á þessum vettvangi er. að út-
flutningstollur sé greiddur um
leið og útflutningsvaran er
greidd hér í banka. Og ein-
faldast og réttast væri að
framkvæma þetta á þann hátt,
að starfsmaður í bankanum
dragi tollinn frá söluverði
vörunnar, og þangað gæti toll-
stjóraskrifstofan sótt það sem
hénni ber að lögum, í sinn
hlut.
Þó viðskiptamálaráðherra
hafi { mörgu að snúast þá
verður því ekki trúað að ó-
reyndu, að hann kippi þessu
ekki í lag, þegar á agnúana
hefur verið bent, sem gildandi
fyrirkomulagi eru samfara.
Enda verður að gera kröfu til
þess. að núverandi viðskipta-
málaráðherra, sem er doktor
í hagfræði, hafi á þessu máli
fullan skilning. En fáránlegra
fyrirkomulag en nú gildir í
þessum efnum, verður varla
upphugsað.
Hvað er að?
Þegar þessi þáttur er skrif-
aður 11. janúar hefur ekki
ennþá samizt um verð á nýj-
um fiski fyrir árið 1964. Vél-
bátar eru byrjaðir á línuver-
tíð í ýmsum verstöðvum og
afli verður að teljast mjög
sæmilegur þegar gefur á sjó,
en sjómenn og útvegsmenn
sem selja fiskinn upp úr bát,
vita alls ekkert um það enn-
þá hvaða verð kemur í þeirra
hlut.
AF INNLENDOM
VETTVANCl
Eins og allir hljóta að sjá,
þá er þetta ófært. Tilkynnt
hefur verið að ekkert sam-
komulag hafi náðst á millí
kaupenda og seljenda í verð-
lagsráði, og var málinu því
vísað til úrskurðar yfimefnd-
ar samkvæmt gildandi lögum
þar um. Hvenær dómur yfir-
nefndarinnar fellur veit eng-
inn þegar þetta er skrifað.
Hinsvegar er það vitað mál,
að mikið ber á milli í tillög-
um kaupenda og seljenda.
Það verður að gera ófrá-
víkjanlega kröfu um, að fisk-
verð, sem gilda á yfir vetrar-
vertíð, liggi ekki síðar fyrir
en um áramót. TJtvegsmenn,
sem selja fiskinn upp úr bát.
þurfa strax í byrjun vertíðar
að vita hvaða verð þeim er
fyrirhugað. Þá er það ekki
síður nauðsynlegt fyrir sjó-
menn að vita fiskverðið fyrir-
fram, þar sem vertíðarkaup
þeirra grundvallast á fisk-
verðinu.
Heimatilbúin kreppa
Þrátt fyrir miklu lægra hrá-
efnisverð hér heldur en í Nor-
egi, sem selur fiskafurðir
sínar á sömu markaði, jafn-
hliða hærra kaupgjaldi við
fiskvinnslu á sl. ári, þá hefur
Sölumiðstöðin kvartað um tap-
rekstur freöfiskframleiðenda á
sl. ári. Ég miða í þessum sam-
anburði við raunverulegt kaup-
verð nýja fisksins án verðupo-
bóta frá norska rikinu.
Sé um raunverulegan tap-
rekstur að ræða hjá þeim,
hraðfrystihúsum, sem eru það
stór í sniðum og vel upp byggð
frá tæknilegu sjónarmiði að
rekstursgrundvöllur þeirra sé
að því leyti tyggður, og þessi
hús hafi -jafnframt ekki skort
hráefni til vinnslu á sl. ári,
þá er alvara á ferðum. En
hinsvegar bendir sú saga ekki
til tapreksturs, ef sönn er, að
hlutabréf í einu af stóru hús-
unum hafi nú nýlega verið
seld á hundrað og tvítugföldu
verði. Hinsvegar er það vitan-
legt, að fjölda smáfrystihúsa
hefur verið komið upp á hin-
um ólíklegustu stöðum, þar
sem grundvöllinn til hagstæðs
reksturs vantar.
Að sömu leyti stafar þessi
vöntun á rekstursgrundvelli
af því, að þessi hús skortir
hráefni stærri hutann úr ár-
inu og jafnhliða eru þau van-
búin tæknilega til hagstæðs
reksturs. Eigi að tryggja hag-
stæðan rekstur þessara húsa
á hverjum tíma, þrátt fyrir
skort á hráefni og tæknileg-
um búnaði, þá verður afleið-
ingin sú, að stóru húsin, sem
eru tæknilega vel uppbyggð
og búa við nægjanlegt hráefni
meginhluta ársins, þau fá 6-
eðlilega mikinn gróða í sinn
hlut. Afleiðingin verður svo
sú, að hráefnisverðinu er hald-
ið niðri til tjóns fyrir sjómenn
og þá útvegsmerm, sem selja
fiskinn nýjan upp úr bát.
Það eru fleíri verk-
unaraðferðir til
Sú regin viDa að alltaf og
allsstaðar sé hagkvæmast að
vinn fiskaflann í freðfiskflök,
er búin að valda íslenzkum
sjávarútvegi óútreiknanlegu
tjóni á sl. áratug. Það eru
aðrar verkunaraðferðir til sem
oft geta gefið eins mikið af
sér og stundum meira, heldur
en freðfiskurinn. Af þessum
sökum má ekki gleyma þess-
um verkunaraðferðum eins og
nú er gert, þar sem mikill
hluti þess hráefnis sem til
þeirra fellur, er ýmist úrgang-
ur frá frystihúsunum, eða ef
um gott hráefni er að ræða,
þá er það í flestum tilfellum
selt hálfunnið úr landi, eins
og allur saltfiskaflinn, sem er
í hæfu standi til þess.
Þetta skammarlega ráðslag
hefur orðið þess valdandi. að
okkur hefur dagað uppi í öll-
um tæknilegum framförum i
saltfiskverkun og geymslu.
Jafnhliða höfum við týnt okk-
ar saltfiskmörkuðum fyrir
fullverkaðan fisk, af þeirri
einföldu ástæðu að við verk-
um engan saltfisk sem hæfur
er á góða markaði. Sama eða
líkt er hægt að segja um okk-
ar skreiðarframleiðslu, þar
sem mikill hluti þess hráefn-
is sem í hana er notaður er
úrgangsfiskur frá frystihúsun-
um. 1 ýmsum tilfellum hefði
þó gott hráefni, sem notað
hefði verið í skreið, getað gef-
ið meiri arð heldur en til hrað-
frystingar. Staðreyndin er
nefnilega sú, að það er hægt
að gera skreiðarframleiðsluna
árvissari heldur en hún er í
dag hér hjá okkur, með þvf
að kosta örlitlu til. En það
verðjr varla farið að leggja
í mikinn aukakostnað á með-
an ekki er notað betra hrá-
efni en raun er á. En aukinn
kostnaður við skreiðarverkun
verður aðeins borinn uppi svo
hagkvæmt sé, með því að nota
úrvalshráefni sem er fært um
að tryggja verðmikla gæða-
vöru. <
En þrátt fyrir allt
En þrátt fyrir ýmsa van-
kunnáttu og vankanta sem eru
um of ráðandi í okkar fisk-
frameiðslu í ýmsum tilfellum,
þá hefur þessi framleiðsla
þrátt fyrir allt sem ábótavant
er, getað greitt hærri vexti af
rekstrarlánum sínum heldur
en nokkur önnur fiskfram-
leiðsla í heiminum. En hún
hefur gert meira, því að á
sama tíma hefur hún orðið
að greiða margfalt hærri út-
flutningstoll heldur en þekkist
í víðri veröld, og búið þó á
sama tíma við heimatilbúna
verðbólgu sem hækkað hefur
allar rekstrarvörur úr hófi
fram. Að þetta hefur verið
framkvæmanlegt, er í fyrsta
lagi að þakka hinum óvið-
jafnanlega dugnaði íslenzkra
fiskimanna. og í öðru lagi
þeirri staðreynd að íslenzki
fiskurinn er í eðli sínu að
stærsta hluta óviðjafnanlega
gott hráefni.
En náttúrulega hafa þessar
gegndarlausu álögur orðið þess
valdandi að hráefnisverði hef-
ur verið haldið niðri, og eins
kaupgjaldi við framleiðsluna,
enda mun bað hafa verið
megintilgangur valdhafanna,
sem settu þessar leikreglur. En
nú virðist svo komið, að fisk-
framleiðendur vilji ekki una
þessu sínu hlutskipti sem ó-
neitanlega hefur orðið þyngra
þeim í skauti, sem lengra hef-
ur liðið á valdatíma viðreisn-
arinnar. Spumi-ngin í dag er
því þessi: Fá fiskframleiðend-
ur rétt hlut sinn í gegnum
lækkað fiskverð? En hækki
hráefnisverð ekki frá sl. ári
í samræmi við hækkað mark-
aðsverð, þá þýðir það lækkun
á raunverulegu verði.
Eða sprengja þeir þann víta-
hring sem viðreisnin hefur ver-
Framhald á 9. síðu.
I sunnudagsblaðinu voru rakin nokkur
helztu atriði skýrslu Kristjáns Pétursson-
ar lögregluvarðstjóra og Guðjóns Valdi-
marssonar Iögreglumanns frá 26. nóvem-
ber 1958. Niðurlag lögregluskýrslunnar
fer hér á eftir, en skýrslu þessa gáfu þeir
lögreglustjóranum á Keflavíkurflugvelli.
8 1 gær þ. 25. nóv. 1958,
• keypti annar okkar hjá
benzínafgreiðslustöð ESSÓ
við gamla sjóhersflugvé'la-
skýlið hér á flugvellinum 1
kassa af ATLAS frostlegi. og
voru þetta 6 gallon. Gallon-
ið var selt á kr. 144.00, en
það er rétt útsöluverð skv.
ísl. verðgæzlulöggjöf, eftir því
sem bezt er vitað. Frostlög
þennan flutti ESSÓ inn íil
landsins með m’/s TRÖLLA-
FOSSI í febrúarmánuði sl.,
og var frostlðgur þessi allur
afhentur af vöruafgreiðslu
Eimskipafélags Islands h.f.
þ. 17/2 og 18/2 1958. „Con-
signee“ eða viðtakandi vöru
þessarar skv. ,,Keflavík Air-
port Manifest nr. 5“ var Ice-
land Air Defence Force og
sendandi ESSÓ Export Oil
Co. í U.S.A.. Það skal tekið
fram að á ofangreindu farm-
skírteini var nafn Olíufé-
lagsins h.f., en ekki ESSÓ
hér á Islandi, og ennfremur
skal þess getið að nafn Olíu-
félagsins h.f. er á kassa þeim,
sem keyptur var, og sömuleið-
is skammstafanir viðtakanda
á Islandi I.A.D.F.. Til sönn-
unar þessu látum við hér
fylgja með Ijósmyndað afrit
af reikningi þeim, er við
fengum vegna kaupa á of-
angreindum frostlegi, samt.
að upph. kr. 864.00. Til frek-
ari skýringar á því að- rann-
sókn okkar varðandi upp-
runa frostlagar þessa hafi við
rök að styðjast, skal þess
getið að fyrir fulltingi hr.
tollgæzlustjóra Unnsteins
Beck í Reykjavík, léði hann
okkur aðgang að farmskír-
teini þessu og munum við fá
það í hendur síðan í þágu
áframhaldandi rannsóknar
þessa máls, svo og munum
við fá í hendur öll farmskír-
teini vegna innflutnings
ESSÓ og Olíufélagsins h.f. á
vegum vamarliðsins fyrir ár-
in 1957 og 1958. Þá skal þess
að lokum getið, að greint
farmskírteini var stimplað
af P.O.L, foringja vamarliðs-
ins, sem að ofan er nefndur
og þess getið að varningur
sá, er farmskírteinið greindi.
væri innfluttur vegna þarfa
og til notkunar fyrir vam-
arliðið. Undir yfirlýsingu
þessa ritaði og sami foringi
með eiginhandarundirskrift
sinní.
9Þá er okkur ennfremur
• kunnugt um, að sl. sum-
ar hafi verið flutt frá
,,NICHOL“-hverfi til Reykja-
vikur mikið magn af ,,white
spiritus", en vamingur þessi
var upphaflega fluttur inn til
landsins til notkunar fyrir
Hedrick Grove, þá það félag
var staðsett hér á landi við
bygginga- og verktakastarf-
semi fyrir Corps of Engineers
US Army.
WOkkur hefur ennfrem-
• ur verið tjáð af áreið-
anlegum heimildum, að viku-
lega undanfarin ár hafi
verið flutt benzín frá „NIC-
HOL“-hverfi, nr. 88, flugvéla-
benzín, tii Reykjavíkur, til
notkunar við flugskólann
ÞYT og vegna starfrækslu
sjúkraflugvélar Bjöms Páls-
sonar, P.O.L. foringi vamar-
liðsins tjáði okkur í ofangr.
samtali okkar við hann, að
eftir því sem hann bezt vissi,
fyrirfindist ekki annars stað-
ar en hér á flugvellinum síð-
ast nefnd tegund flugvéla-
benzíns.
UOfangreindar upplýsing-
• ar eru byggðar á mjög ná-
kvæmum athugunum gerðum
af okkur að undanförnu, og
er ofangreint hið helzta sem
okkur þótti rétt að tilkynna
yður, herra lögreglustjóri, um
að svo stöddu máli. Ýmissa
frekari upplýsinga höfum
við hins vegar aflað okkur
og erum ekki enn hins veg-
ar búnir að vinna úr. þannig
að hægt sé að setja það á
þessu stigi í skýrsluform,
Haldið er áfram að afla gagna
og frekari sannana á breið-'
um grundvelli varðandi alla
starfsemi os viðskipti ESSÓ
hér á flugvellinum við varn-
arliðið allt frá fyrstu tíð til
þessa dags“.
1
1
i