Þjóðviljinn - 18.01.1964, Page 4

Þjóðviljinn - 18.01.1964, Page 4
4 SlÐA ÞlðÐVILIINN Laugardagur 18. janúar 1964 Otgefandi: Samemingarfloktur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.|. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófseon. Ritstjóro. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Fundiö fé A s'tæða er til að vekja athygli á því hversu rösk- ■^■lega Alþýðublaðið -tekur í gær undir þá álykt- un Þjóðviljans, að framtalsskýrslur hagstofunnar sýni að hér á landi séu mjög umfangsmikil skatt- svik stunduð af atvinnurekendum, kaupsýslu- mönnum, fjárplógsmönnum og öðrum forréttinda- hópum í þjóðfélaginu. Segir Alþýðublaðið að skatt- svik þessi nemi vafalaust mörgum hundruðum miljóna króna á ári og séu dæmi um sívaxandi fjárhagslega rotnun. i’C’nda þótt' orðin séu til alls fyrst þarf þessi nið- ^ urstaða Alþýðublaðsins sannarlega að birtast í verki án tafar. í desembermánuði síðastliðnum sömdu verklýðsfélögin um 15% kauphækkun. Að samningunum stóðu m.a. flest þau verklýðsfélög sem Alþýðuflokksmenn hafa forustu fyrir, þannig að sízf verður því haldið fram að með þessari samningsgerð hafi af pólitískum ástæðum verið grafið undan stjórnarstefnunni. Engu að síður linnir nú ekki hótunum um stórfellda hækkun á verðlagi til þess að hirða kauphækkunina aftur. Ráðherrar halda því fram að tryggja verði út- flutningsafvinnuvegunum aukið fjármagn, og þeir segjast ekki geta komizt yfir peninga með nokkru öðru móti en því að hækka söluskattinn um nokk- ur hundruð miljóna króna á ári, magna verðbólg- una enn og skerða raunverulegt kaupgjald. ¥»ama getur Alþýðublaðið bent stjórnarvöldun- "■ um á nærtækari leið til að finna þá upphæð sem þau telja sig þurfa. Skattsvikin, sem eins og hin væntanlega hækkun á söluskattinum, nema hundruðum miljóna króna á ári, eru enginn venju- legur, lögleyfður gróði, heldur siðlaus þjófnaður. Sú ríkisstjórn sem fer í vasa almennings en læt- ur þjófana halda ránsfeng sínum verður að sjálf- sögðu samsek lögbrjótunum, uppvís að því að stjórna þjóðfélaginu í þeirra þágu. Er þess sann- arlega að vænta að rítstjóri Alþýðublaðsins, al- þingismaðurinn Benedikt Gröndal, haldi þessu sjónarmiði sínu fast fram á þingi þegar efnahags- málin komast á dagskrá á næstunni, og eru þessi orð mælt í fullri alvöru en engu spotti. ¥»etta er þeim mun sjálfsagðara sem sú fjár- * hagslega rotnun sem Alþýðublaðið talar um er bein afleiðing af óðaverðbólgunni. Sú stöðuga fölsun á kaupmætti krónunnar sem leiðir a’f dýr- tíðarstefnunni, tryggir bröskurum og spákaup- mönnum hinn bezta jarðveg til iðju sinnar; hin efnahagslegu afbrot eru snar þáttur viðreisnar- innar. Verði söluskatturinn hækkaður stórlega er verið að taka nýja kollsteypu, sem að áhrifum 'jafngildir gengislækkun, og misindismenn efna- hagslífsins munu vissulega kunna að hagnýta sér þá þróun til enn meiri umsvifa. Þá mun þjófnað- urinn enn blómgvasf í svipuðu hlutfalli og hin rangláta skattheimta af almenningi; slíkt verður naumast samþykkt af þeim ágæta manni sem skri’far forustugreinar í Alþýðublaðið af heilagri siðferðilegri vandlætingu. — m. Alfreð Gísiason um Rafmagnsveitu Reykjavíkur á borgarstjórnarfundi: Óskabarnii, sem gert var ai dekur barni og er nú orðið vandræðabarn Rafmagnsveita Reykjavíkur, rekstur hennar og skipulag, hefur oft verið tilefni mikilla umræðna og deilna í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta stór- fyrirtæki kom nú síðast til umræðu í borgar- stjórninni á fundi hennar sl. fimmtudagskvöld, en þá flutti Alfreð Gíslason tillögu um skipun nefndar til að endurskoða reglur Rafmagnsveit- unnar, rannsaka skipulag hennar og rekstur og leggja síðan fram tillögur um endurbætur. Tillaga Alfreðs . um Raf- magnsveitu Reykjavíkur var svohljóðandi: „Borgarstjórnin samþykkir að skipa fimm manna ncfnd til þess að endurskoða reglugerð fyrir Rafmagnsveitu Reykja- víkur, rannsaka skipulag og rekstur Rafmagnsvcitunnar og Ieggja síðan fram tillögur um cndurbætur. f nefndinni eiga sæti einn maður tilnefndur af hverjum þeirra flokka, er fulltrúa eiga í borgarstjórn, en fimmta manninn tilnefnir borgarstjóri, og er hann formaður ncfndar- inar. í sambandi við pndusskoð- un þessa Ieggur borgarstjórnin áhcrzlu á að 1) athugað verði, hvort ekki sé tímabært að fela sérstakri nefnd stjórn Rafmagnsvcit- unnar í umboði borgar- stjórnar, 2) skipulagi Rafmagnsveitunn- ar verði sem fyrst komið í hagkvæmt horf og á fast- an grundvöll, 3) deildaskipting Rafmagns- veitunnar vcrði gerð sem eðlilegust, þannig að hún sé í meginatriðum sniðin eftir málaflokkum, og að 4) til þess skapist möguleikar að vinna að staðaldri að aukinni hagkvæmni í rekstri fyrirtækisins. Borgarstjórnin æskir þess, að nefndin hraði störfum sínum og skili áliti og tillögum þeg- ar að þeim loknum.“ Óskabarn og dekurbarn f framsöguræðunni lagði Al- freð Gíslason áherzlu á að Rafmagnsveitan væri stórfyrir- tæki, þar sem velt væri miklu fé borgarbúa og þeir hlytu því að láta sér rekstur fyrirtækis- ins máli skipta. Það ætti að vera sérstök ástæða fyrir Reykvíkihga, sagði ræðumað- ur, að líta á Rafmagnsveituna sem hjartfólgið fyrirtæki, fyrst og fremst vegna þeirrar birtu og yls sem hún flytur inn á heimili borgarbúa. Þessvegna ætti Rafmagnsveitan skilið að vera óskabam Reykjavíkur, en hún mætti þá ekki jafnframt verða dekurbam, því að dek- urbarnið verður oft áður en varir að vandræðabami. Ég Alfreð Gíslason álít sem sé, sagði Alfreð Gísla- son, að þetta fyrirtæki hafi um rnörg undanfarin ár verið Reykvíkingum vandræðabarn, sérstaklega að því er varðar reksturinn. Samanburður RR óhagstæður Ræðumaður minnti 3» að rekstur Raímagnsveitu Reykja- víkur hefði oft verið gagnrýnd- ur, eins og fleiri fyrirtæki borgarinnar; oftast hefði gagn- rýnin . komið frá borgarfulltrú- um minnihlutans. í sambandi við ýmis fyrirtæki hefði slík gagnrýni borið jákvæðan ár- angur. Rafmagnsveitan væri þar undantekning, því að engu væri líkara en rekstur þess fyrirtækis væri yfir alla gagn- rýni hafinn. Síðan drap Alfreð á nokkur einstök atriði í rekstri fyrir- tækisins sem betur mættu fara. Hann sagði, að erlendis væri algengt að tala starfsmanna fyrirtækja, sem sambærileg væru Rafmagnsveitu Reykja- vikur, væri 2 á móti hverjum 1000 íbúum. í Reykjavik koma 4 starfsmenn á hvert þúsund íbúa, þ.e. helmingi fleiri að tiltölu en almcnnt gerist ann- arsstaðar. Miðað við kílówattstundir væri erlendis, í borg af svip- aðri stærð og Reykjavík, einn starfsmaður rafveitu á hverja milljón kílóvattstunda, en hér eru starfsmennirnir 2 á hverja millón KWST. Framhald á 8. síðu. <•>- Draga verður úr siysum vegna sprenginga Á íundi borgarstjórnar í fyrrakvöld var samþykkt svo- hljóðandi, tillaga frá Úlfari Þórðarsyni: „Borgarstjórnin samþykkir að fela þriggja manna nefnd að gera tillögu um það á hvcrn hátt borgaryfirvöldin geti, um- fram það, sem nú er gert, dregið úr þeim slysum, er orð- ið hafa um undanfarin ára- mót fyrir gálauslega mcðferð sprengiefna. Borgarstjórnin beinir þcim tilmælum til Slysavárnafélags íslands, að það tllnefni full- trúa í nefndina, og verði hann formaður hennar, svo og óskar hún, að í nefndinni taki sæti lögreglustjóri og yfirlæknir Slysavarðstofunnar eða full- trúar, sem þeir tilnefna. Ósk- að er, a3 nefndin Iúki störfum innan sex mánaða". AUKIN FRÆBSLA UM BIND- INDIÁ ÁFENSIOS TÓBAKI ÍÞRÓTTIR Framhald af 5. síðu. ast með bæði lið sín í úrslit. Það bendir einnig til að Fram hafi mikið mannval, að C-liðið skyldi sigra B-liðið með mun betri leik, en C-liðinu var ; stillt upp á síðustu stundu þar sem Breiðablik sendi aðeins eitt lið en þá stóö á stöku. Á fundi borgarstjórnar Rvík- ur í fyrrakvöld var samþykkt tillaga frá frú Öddu Báru Sig- fúsdóttur, borgarfulltrúa Al- þýðubandalagsins, um aukna fræðslu í skólum um bindindi á áfengi og tóbak. Var tillag- an samþykkt með atkvæðum allra borgarfulltrúa. I framsöguræðu sinni fyrir tillögunni drap Adda bára fyrst í stuttu máli á þann vanda sem áfengisnautn meðal ung- linga og æskufólks jafnan er og minnti síðan á að tóbaks- nautn hefði aldrei verið jafn almennt á dagskrá í umræð- um manna á milli og á opin- berum vettvangi sem þessa dagana eftir að bandarísku krabbameinssérfræðingamir hefðu skilað áliti sínu um skaðsemi tóbaksnautnar. Víða erlendis hefðu stjórnarvöld hafizt handa um aðgerðir er verða mættu til þess að draga úr tóbaksnautn almennings, en hér i Reykjavík gerðist það á sama tíma að byrjað væri að auglýsa í kvikmyndahúsum tóbak, en slíkar auglýsingar hefðu ekki tíðkazt opinberlega um langt árabil. Ræðumaður kvaðst ekki ef- ast um vilja borgarfulltrúa Adda Bára Sigfúsdóttir að leita allra tiltækra ráða sem verða mættu til að draga úr áfengis- og tóbaksnautn unglinga og æskufólks og þess- vegna hefði tillagan verið flutt. Fyrri hluti tillögunnar, um notkun kvikmynda við bindindisfræðslu í skólum, væri miðaður við að virkja meir en gert hefði verið á- hrifamátt kvikmynda þegar um fræðslu sem þessa væri að ræða, en síðari liðurinn, að fá lækna til að taka þátt í þessu fræðslustarfi skólanna, hinsveg- ar byggður á því mikla trausti sem unglingar bæru að öllum jafnaði til þeirra sem óvéfengj- anlega byggju yfir mun meiri þekkingu um tiltekið efni en unglingamir sjálfir. Þórir kr. Þórðarson (í) lýsti fyllsta samþykki sínu við báða liði tillögu Öddu Báru í vandlega undirbúinni ræðu, en flutti síðan tvær tillögur um orðalagsbreytingar sem flutningsmaður hafði jafnframt fallizt á. Að umræðum loknum var tillaga Öddu Báru Sigfúsdótt- ur samþykkt með samhljóða at- kvæðum eftir að framangreind- ar orðalagsbreytingar höfðu verið gerðar á henni. Sam- þykkt borgarstjórnarinnar er svohljóðandi; „í því skyni að vinna gegn áfengis- og tóbaksnautn ung- linga ákveður borgarstjórnin að auka notkun kvikmynda við bindindisfræðslu í skólnm. Jafnframt felur borgarstjórn- in borgarlækni og fræðslu- stjóra að kanna möguleika á þvi að fá lækna til að taka virkan kerfisbundinn þátt í fræðslu skólanna um áfengi og tóbak“. ekkert heimili án húsbúnaðar X laugavegi tíö filmi 200 70 SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.