Þjóðviljinn - 18.01.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.01.1964, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. janúar 1964 ÞJðÐVILIINN SÍÐA 7 Synir bandarískra hernámslið við Panamaskurð draga að hún bandaríska fánann yfir skólanum í Balbo, en það hleypti Seilabankinn innheimtir innstæðulausa tékka Eins og kunnugt er fór fram allsherjartékkauppgjör milli banka og sparisjóða í Reykjavík og nágrenni hinn 9. nóvember s.i. Leiddi það í ljós, að í um- ferð voru þennan eina dag 210 tékkar, sem ekki reyndist inn- stæða fyrir, og voru þeir að fjár- hæð samtals um 5,8 milljónir króna. Seðlabankinn tók að sér inn- heimtu umræddra tékka og krafði útgefendur þeirra um full innheimtulaun, auk tékka- fjárhæðar. Innheimtuiaunin urðu rúmlega 402.000,00 kr, og rann Villur í Skáldu Að fullprentaðri nýju af- mælisdagabókinni Skóldu haEa fundizt nokkrar villur, sem útgefendur telja betur en ekki að biðja dagblöðin fyrir leiö- réttingar á. Á bls. 151, í vísu Jakobs Thorarensens, 2. vo., stendur; auður og nauð — á að vera: auðn og nauð. Á bls. 163, f vísu Prjóna- Eiríks, l.vo., stendur: annar að — á að vera: amar að. Þá hefur orðið nafnarugling- ur með einhverjum hætti á tveim stöðum. Á bls. 377 stendur höfundar- nafnið Haraidur frá Barmi (þ.e. Haraidur Hjálmarsson, óð- ur á Sauðárkróki, nú á Siglu- firði) — á að vera Haraldur frá Kambi. Á bls. 396, 7.1.a.o., stendur: Látrum, N.-ls. — á að vera: Látrum, S-þing. Enda þó.tt þeir viðkomenda, sem lífs eru. hafi brugðizt drengilega við mistökum þess- um, þiðjum við eigendur bók- arinnar að taka þetta til vin- samlegrar athugunar. Bláfellsútgáfan. sú fjárhæð til Rauða Kross ís- lands, eins og skýrt var frá í fréttum útvarpsins um miðjan desember. Stóðu að því bankar og sparisjóðir í Reykjavik og nágrenni, Vegna áframhaldandi. mis- notkunar tékka, sem ekki hefur tekizt að stöðva, þrátt fyrir rót- tækar aðgerðir, hefur Seðla- bankinn tekið að sér að inn- heimta um óákveðinn tíma alla innstæðulausa tékka, sem inn- lánsstofnanir í Reykjavík og nágrenni eignast. Er ákveðið að þessi innheimla hefjist frá og með mánudeginum 20. þ.m. og munu þá allir slikir tékkar ganga beint til Seðlabankans, og hann innheimta þá fyrir hönd innlausnarstofnunar með fullum innheimtulaunum. Standa vonir til, að slik samræmd inn- heimta í hendi hlutlauss aðila muni hafa veruleg áhrif til að sporna við misnotkun tékka. Innheimtan mun fyrst og fremst beinast gegn útgefanda tékka, en óumflýjanlegt er, að fullur réttur sé áskilinn gagn- vart framseljendum. Jafnframt þessum innheimtu- aðgerðum mun allsherjartékka- upgjör verða látið fara fram við og við. Þess skal að lokum getið, að tilgangurinn með umræddum aðgerðum er að sjólfsögðu að sporna við misnotkun tékka og um leið að auka traust manna á þeim, svo að þeir geti gegnt því mikilvæga hlutverki, sem þeim er ætlað í viðskiptalífinu. Notkun tékka hefur aukizt gífurlega undanfarin ár. Má nefna sem dæmi, að samanlögð upphæð þeirra tékka, sem bank- ar og sparisjóðir skiptust á í ávísanaskiptum við Seðlabank- ann, nómu árið 1958 um 7,6 milljörðum krðna, en á síðasta ári 19,4 milljörðum króna. (Frá Seðlabankanum) Fyrsta áfallið í utanríkismál- um sem nýi forsetinn í Bandaríkjunum verður fyrii sannar ummæli sem fyrir renn ari hans lét eitt sinn falla á fundi með róðgjöfum sínum. „Rómanska Amerika er orðin mesta hættusvæðið fyrir okk- ur,“ sagði John Kennedy. Þetta fékk Lyndon Johnson að reyna um síðustu helgi, þegar blóð- bað við Panamaskurð minnti óþyrmilega á að uppreisn hálf- gerðra og algerðra nýlendu- þjóða gegn niðurlægingu og arðráni á sér ekki einungis stað í Asiu og Afríku held- ur ólgar hún einnig í Ameríku sunnan Rio Grande, árinnar sem skiptir löpdum með Tex- as og Mexíko. Bandaríkja- stjórn þóttist ætla að læra af byltingunni á Kúbu að taka yrði upp nýja sambúðarhætti gagnvart rikjum Rómönsku Ameríku Atburðirnir í Pan- ama sýna að látið hefur verið sitja við orðin ein. Blóð Pan- amastúdentanna sem banda- rískir hermenn vógu á landi sem að nafninu til er hluti af Panama hrópar hærra en all- ir þeir ræðuskörungar saman- lagðir sem sendir hafa verið frá Washington til að tala um jafnrétti og gagnkvæma sam- hjálp á fundum Framfara- bandalagsins svonefnda. 4þessu ári eru sextíu ár lið- in síðan öldungadeild Banda- ríkjaþings staðfesti sóttmál- ann sem ítök Bandaríkjanna á Panamaeiði byggjast á. Þá var ekki verið að fara í felur með nýlendustefnuna, enda sat að völdum í Was'hington Theo- dore Rooseveit, sem hafði lýst því skýlaust yfir að það væri „örlögbundið hlutverk“ Banda- ríkjanna að drottna yfir Róm- önsku Ameríku rétt eins og evrópsku stórveldin höfðu lagt undir sig Afríku. Atburðirnir sem gerðust 1904 áttu sér all- langan aðdraganda. Árið 1880 hóf franski verkfræðingurinn Lesseps, sá sem stjórnaði greftri Súesskurðar, skurðgröft þar sem eiðið er mjóst milli Atlanzhafs og Kyrrahafs. Þá var ekkert Panama til, land- ið sem nú ber það nafn var hérað í Kólumbíu. Brátt varð Lesseps gjaldþrota og vinna við skurðgröftinn lá lengi niðri. En þegar Theodore Roosevelt varð íorseti eftir morðið ó McKinley hófst hann tafarlaust handa að koma þessu hernaðarlega þýðingarmikla °g gróðavænlega mannvirki undir bandarisk yfirráð. Að- ferðirnar sem hann notaði eru sígilt dæmi um skefjalausa ný- lendustefnu stórveldis gagn- vart máttarminni nágrönnum. Byrjað var á samningavið- ræðum við Kólumbíu, enda hafði aldrei verið í efa dreg- ið að hún réði yfir skurðar- stæðinu. Stjórnin í Bogota krafðist 40 milljóna dollara greiðslu fyrir að veita Banda- ríkjunum rétt til að grafa skurðinn. Það fannst banda- ríska forsetanum alltof 'flýrt. Hann sendi vopn og menn til nýrzta héraðs Kólumbíu með þeim árangri að þar var gerð uppreisn og lýst yfir itofnun Panamaríkis. Bandaríkjastjórn tók hið nýja ríki tafarlaust undir vernd sína o.g fékk Kól- umbíustjóm ekken að gert. Síðan var gerður „samningur“ við stjórnina sem bandarískir erindrekar settu á laggirnar í Panama. Samkvæmt honum var látið af hendi við Banda- rikin ,,um alla framtíð" skurð- •W**eðið og s\»aeði meðfram Fánar Bandaríkjanna og Panama blakta saman við hún. honum beggja vegna. Fyrir landið kom 10 milljóna dollara greiðsla og 250.000 dollara leiga á órl hverju. „Ég tók eiðið“ sagði Roosevelt forseti 'hreykinn, og þóttist vel miða á framaferlinum sem hann hóf með því að afla banda- rískra ítaka á Kúbu, Skurðarsvæðið var gert að bandarískri nýlendu og þess vandiega gætt að forrétt- indi herraþjóðarinnar kæmu fram í hvívetna. Algerum að- skilnaði var komið á milli Bandaríkjamanna og Panama- búa sem þar bjuggu. í póst- húsunum voru til dæmis höfð tvö afgreiðslugöt, annað fyrir Bandarikjamenn og hitt fyrir innfædda. Bandarískir starfs- menn á skurðarsvæðinu fengu laun sín greidd í gulli en Pan- amamenn sín margfalt lægri laun í silfri. Sá háttur hélzt óbreyttur þangað til fyrir nokkrum árum að Eisenhower afnam hann eftir eitt uppþot Panamabúa gegn bandariskri af lúsum, sjúkdómum og skækjum sem kosta dollar, en það er aðeins fáeina metra handan við mörk skurðarsvæð- isins.“ Stjórnarfar og þjóðarhagur í Panama eru með svipuðu móti og í öðrum hálfnýlendum Bandaríkjanna í Mið-Ameriku. Frá því Theodore Roosevelt bjó ríkið til í því skyni að tryggja Bandaríkjunum alger yfirráð yfir þýðingarmestu samgöngu- leið Ameríku hafa völdin ver- ið í höndum fómennrar yfir- stéttar en meginþorri lands- manna býr við bág kjör. Ætt- irnar sem með völdin fara hafa síðustu áratugi tamið sér vandasama jafnvægislist til að varðveita forréttindi sín. Sá sem forseti er hverju sinni gerir sér far um að afla trausts Bandarikjanna að því marki að þau sjái honum fyr- ir fé og vopnum, jafnframt því sem hann þóknast löndum sínum með því að 5rmpra ann- að veifið á kröfum til aukinn- anna og Panama kærði Banda- ríkin fyrir Öryggisráðinu og Bandalagi Ameríkurikja. Ekki er enn séð íyrir endi þessa máls. — Chiari Pan- amaforseti hefur krafizt þess að sáttmálinn frá 1904 verði endurskoðaður og honum gerbreytt, enda sé þar um að ræða nauðungarsamning knú- inn fram með bandarísku of- beldi. Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna svarar því til að Bandaríkjastjórn taki ekki í mál að gera neinar tilslakan- ir sem hrófli við hernaðarað- stöðu hennar við Panamaskurð. Þjóðernissinnar í Panama krefjast þess að skurðurinn verði afhentur Panama til eign- ar eða þá settur undir sameig- inlega stjóm Ameríkuríkja, og Chiari hefur gert þessar kröf- ur að sínum í bili að minnsta kosti. Orð Rusks verða ekki skilin öðruvísi en sem afsvar við kröfunum. ítrekuð skothríð bandarísks herliðs á Panama- búa sem féllu tugum saman veldur því að heiftin í garð nýlenduveldisins er magnaðri en nokkru sinni fyrr. Á tökin á Panamaeiði koma á /V óheppilegum tíma fyrir Bandaríkjastjóm. Fyrsta meiri- háttar embættisveiting John- sons forseta var að gera Thom- as Mann að aðstoðarutanrík- isróðherra með valdi til að skipa öllum málum sem varða skipti Bandaríkjanna og Róm- önsku Ameríku. Mann er kunnur fyrir að halda því fram að Bandaríkjastjóm eigi ekki að hika við að beita fár- hagslegum þvinguínarráðstöf- unum til að tryggja aðstöðu bandarískra fyrirtækja í Róm- önsku Ameríku. Var skipun hans í embættið og viðtækt vald skýrt þannig að Johnson væri að hóta stjómum Argen- tinu og Brasilíu hörðu, en þær hafa gert sig líklegar til að þrengja kosti bandarískra auð- hringa. Það fylgdi sögunni að Íœwv-v' Frá atburðunum í Panama fyrir nokkrum dögum. yfirdrQttnun. „En misréttið hélzt óbreytt,“ segir banda- ríska fréttablaðið Newsweek. „Bandarískir ibúar skurðar- svseðisins, 22.000 hermenn og 15.000 óbreyttir borgarar, búa í vistlegum húsum, verzla í verzlunum þar sem þeir fá einir aðgang og hafa út af fyrir sig golfvelli, baðstrendur og næturklúbba, þar sem bjór- inn kostar tíu sent og viskí- sjússinn 25 sent... Yfirleitt halda bandarískir íbúar skurð- arsvæðisins sig frá nágrönn- um sínum af öðru þjóðerni, en flestir þeirra búa í þröngum hreysum bj'ggðum úr kassa- fjölum. Einhvern veginn tekst þeim að láta sem Þeir viti ekki af „Hollywood“, fátækra- hverfi írá Panamaborg fullu ar hlutdeildar Panama í tekj- um af skipaskurðinum og ó- tvíræðrar viðurkenningar af Bandaríkjanna hálfu á yfir- ráðarétti þess yfir skurðar- svæðinu. Ein af tilslökunum Eisenhowerstjómarinnar eftir átökin 1959 var að óheimilt skyldi að hafa uppi bandaríska fánann á skurðarsvæðinu nema Panamafáni blakti honum við hlið. Fánamálið varð tilefni á- takanna í síðustu viku. Þá storkuðu bandarískir skóla- nemendur Panamabúum með því að draga stjörnufánann einan að húni við skóla sinn. Af þessu hlutust blóðugir bar- dagar dag eftir dag, hús banda- rískra fyrirtækja vjða í Pan- ama voru brennd, stjórnmóla- sambandi var slitið milli rikj- Mann ætti að nota óskorað vald sitt yfir fjárveitingum úr sjóði Framfarabandalagsins til að knýja treg ríki í Rómönsku Ameríku til að fara að dæmi Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra sem slitið hafa stjórn- málasambandi við Kúbu og sett viðskiptabann á eyna. Bandarikjastjórn hefur hvað eftir annað reynt að rá ríki Rómönsku Ameríku til að skipa sér í fylkingu gegn Kúbu, en það hefur ævinlega strand- að á Brasiliu, Mexíkó og nokkram smærri rikjum. All- ar fyrirætlanir um nýja sókn Bandarikjanna gesn Kúbu innan Bandalags A ” '’-ia eru dauðadæmdar ,)rr, sinn vegna átaka- ama. . < .0.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.