Þjóðviljinn - 18.01.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.01.1964, Blaðsíða 10
/ SÍÐA ÞlðÐVILJINN Laugardagur 18. janúar 1964 arth, nokkurs konar minjagrip- ir frá stríðsárunum. Hún hló og svo sagði hún: — Auðvitað segir Dave að hann muni mæta erf- íðleikum vegna litarháttarins. Rétt eins og hann sjálfur. En ég veit ekki — kannski hefur fólk líka gott af erfiðleikunum. Stundum draga þeir fram það bezta í fólki. Að minnsta kosti hefur það orðið þannig með Dave. Mollie kinkaði kolli. — Ég býst við að það sé alveg rétt. Grace sagði: — Ég verð að segja þér hvað presturinn sagði um hann — það var alveg voða- legt. Hann er svo skrýtinn ná- ungi, hann herra Kendall — segir þá undarlegustu hluti, meira að segja í sjálfum ræðu- stólnum. Ætli það sé ekki þess Vegna sem hann er bara prestur í smáþorpi, að þeir hafi ekki viljað láta hann fá betra brauð. Jæja ég bað hann að koma og líta á bamið fyrir skírnina, vegna þess að ég hélt kannski að honum líkaði ekki á þvi lit- urinn og hann kom og ég spurði hann. Og hann sagði að hann væri svipaður á litinn og böm í mið-austurlöndum, í Palestínu og á þeim slóðum og svo bætti hann við að hann væri álíka á litinn og Jesús Kristur. Og svo sagði hann, að fyrst Jóhannes skírari hefði ekkert haft á móti því að skíra Jesús, þá hefði hann ekkert á móti því að skíra hann Davíð litla. Finnst þér ekki voðalegt að segja þetta? Hann er svo skrýtinn fugl hann herra Kendall. Ég býst ekki við að hann verði nokkum tíma biskup. Á neðri hæðinni var Tumer að spyrja um Duggie Brent. — Honum líður ágætlega, sagði svertinginn. — Hann kemur við é mánudögum og fimmtudögum og tekuV alltaf frá góðan bita Hárgreiðsloit Hárgreiðsln og r snyrtistofa STEINO og DÖDO r Langavegi 18 111. h. flyftai SÍMl 24616. P E R M A Garðsenda 21 SÍMl S3968. Hárgreiðsin- oe snyrtistofa. Dömnr! Hárgreiðsla við allra hæfl ' TJARNARSTOFAN. ' TjarnarcötD 10. Vonarstrætls- megln. — SfMl 14662. HARGREIÐSLDSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria GuðmnndsdótHr) Laugavegi 13 — SfMI 14656 •— Nuddstofa á sama stað. — handa okkur. Grace kaupir allt kjöt af honum. Það er betra kjöt og ódýrara en hún getur fengið í Trenarth eða Penzance. Auðvitað, sagði hann íhugandi, — býst ég við að hann sé lið- legur við okkur, vegna þess að eigfnlega var það okkur að þakka að hann fékk vinnuna, skilurðu. Herra Tumer spurði: — Hvernig stóð á því? Það kom í ljós að Badcock sirkusinn hafði komið til Penz- ance haustið áður en Dave og Grace höfðu farið þangað og þau höfðu horft á Helreiðina og þar var enginn annar en Duggie Brent, rauðhærður á hörkuspani kringum skálina á mótorhjóli og stóð í lokin í botn- 58 inum og hneigði sig meðan smá- peningum rigndi yfir ökumenn- ina. Þau höfðu hitt hann eftir sýninguna og verið kynnt fyrir konunni hans sem átti von á bami innan skamms. Þau höfðu öll farið saman í veitingahús að fá sér drykk og þeim hafði sam- ið svo vel að á sunnudaginn, þegar engar sýningar voru, höfðu Brenthjónin komið til Trenarth að drekka te með Lesurierhjónunum. — Það var rétt eftir að Da- víð okkar fæddist, sagði svert- inginn. — Þau öfunduðu okkur af því að eiga heimili, þótt það sé ekki merkilegt. Phyllis vildi helzt hætta í sirkusnum vegna bamsins og Duggie — já, — sá var nú orðinn leiður á Helreið- inni. En hann kunni ekkert ann- að nema hvað hann hafði unnið hjá föður sínum, og það var búið að selja sláturhúsið hans í Romsey. Jæja þau héldu á- fram í sirkusnum, en við vomm stundum að velta þessu fyrir okkur og tala um hvað það væri gaman ef þau gætu komið í ná- grennið, vegna þess að Grace og Phyllis kom svo ágætlega saman. Og svo þegar ég frétti að herra Sparshatt í Cambome væri að hugsa um að gera út kjötvagninn sinn aftur — ogþað var ekki vanþörf á! Það er vandræðaástand í kjötsölumálum hér, þótt þetta sé hér uppi í sveit. Jæja, Grace kannast við Jane Sparshatt, því að þær voru saman í skóla, skilurðu. Og svo talaði Jane við pabba sinn og ég skrifaði Duggie á eitthvert gistihús í Edgware og sagði að hér væri atvinna handa honum ef hann vildi og hann kom eins og skot og herra Sparshatt réð hann til að aka kjötvagninum. Og nú er hann með vagninn á ferðinni alla vikuna, selur kjöt- ið en fer heim til Camborne á hverju kvöldi. Hann segir að þetta sé miklu skemmtilegra en Helreiðin og Fallhlífarhersveitin líka. — Á hann svo hús í Cam- borne? — Já, já. Og þau eiga litla dóttur, Julienne Phyllis. Og annað á leiðinni. Hann er bú- inn að koma sér vel fyrir. Það mætti segja mér að hann tæki við fyrirtækinu þegar herra Sparshatt hættir. — Það var gaman að heyra, sagði herra Turner. — Við höf- um þá allir orðið ofaná eftir allt saman. Það hefði maður ekki haldið árið 1943, ha? — Nei, sagði svertinginn. — Við vorum hálfgerðir vandræða- gripir, allir upp til hópa um það leyti. Hann leit á herra Tumer. — Þér hefur þá gengið ágæt- lega líka? — Já alveg prýðilega, sagði herra Turner. Hann hikaði and- artak og bætti svo við: — Ég lenti í hálfgerðum vandræðum fyrst eftir að ég kom af spítal- anum, en eftir það vegnaði mér vel 'hjá fyrirtækinu. Ég á indælt hús í Watford, skuldalaust, og er í góðri vinnu. Ég hef verið reglulega heppinn þegar á allt er litið. — Það var gott að heyra, sagði Lesurier. — Og angrar þetta sár þig ekki neitt? — Ekki teljandi, sagði herra Turner stuttur í spuna. — Það dunkar stundum dálítið í því, en það skiptir ekki máli. Lesurier vildi ekki spyrja nánar út í þetta. Honum sýndist gesturinn vera sjúkur maður) hann var magur og gráfölur og blökkumanninum fannst það ekki spá góðu, og hann virtist eiga bágt með að beita hægri hendinni. Hann sagði: — Það var hreinasta kraftaverk að þér skyldi batna. Á spítalanum j bjuggust þeir eins við að þú myndir hrökkva uppaf. — Fæddur til að hengjast, sagði Tumer hressilega. — Þannig er það. Konumar komu niður og Grace Lesurier bjó til nýtt te meðan Dave og Mollie þvoðu upp eftir máltíðina á undan. Síðan sátu þau og spjölluðu saman í klukkustund. Loks risu Turnerhjónin á fætur. — Það var reglulega gaman að hitta þig aftur, kapteinn, sagði blökkumaðurinn. — Það var verst að Duggie Brent skyldi ekki vera héma líka. — Það er allt í lagi sagði herra Turner. — Fyrst ég veit að honum líður vel, þá er ég ánægður. Ég sá hann aldrei, skilurðu. Ég var allur reifaður þá. Ég heyrði bara röddina hans. Ég myndi ekki þekkja hann þótt ég sæi hann. — Að hugsa sér ......... sagði Grace. — Ég skal segja honum frá þér og Morgan þegar ég hitti hann næst sagði svertinginn. — Hann verður sjálfsagt glaður að heyra, að ykkur hefur vegn- að svona vel. Við höfum stund- um verið að gera okkur áhyggj- ur út af ykkur og segja sem svo að við ættum að reyna að gera eitthvað til að ná sambandi við ykkur. Okkur fannst það næst- um því ósanngjarnt að við skyldum lifa hér í vellystingum en reyna ekkert til að fá fréttir af þér og Morgan. Og svo eruð þið enn betur settir en við! Flugmaðurinn í Burma, sagði Tumer, — hann er bezt settur af okkur öllum samanlagt. Þau kvöddust við dyrnar. — Láttu okkur vita ef þú kemur aftar á þessar slóðir, sagði svert- inginn. — Heldurðu kannski að það verði bráðum? — Ætli ekki það, sagði herra Turner. — Ég kem hingað stöku sinnum. Kannski næsta sumar. Grace sagði: Þið megið til með að líta inn. Þau settust inn í litla bílinn og óku af stað til Penzance. Við stýrið sagði Mollie: — Af hverju sagðirðu að við kæmum hingað aftur, Jackie? — Eitthvað verður maður að segja, sagði hann dauflega. — Sagðir þú henni nokkuð? — Nei, sagði hún lágt. Ég hélt kannski að þú kærðir þig ekki um það. — Það er satt, sagði hann. — Það er óþarfi að koma fólki í geðshræringu útaf hlutum sem það getur ekkert ráðið við. Hann þagnaði og kom svo með eftirlætisathugasemd sína. — Það kemur út á eitt eftir hundr- að ár, sagði hann. — Það segi ég. Þau óku inn í Penzance. ELLEFTI KAFLI Eftir leyfið í Comwall, hrak- aði herra Tumer býsna ört. Þau komust heilu og höldnu til Wat- ford aftur, en hann var þreyttur eftir ferðalagið; þegar konan hans stakk upp á því að hann lægi í rúminu daginn eftir, andmælti hann því ekki. Hann fékk morg- unverðinn i rúmið. Eins og greifi eins og hann tók til orða — og svo leit hann á mynda- sögumar í blaðinu, einkum Jane, en hann átti nú orðið erfitt með að lesa nema allra stærsta letur og hann hætti fljótt við Mirror. Konan hans færði honum út- varpið upp og hann lá og hlust- aði á það, meðan hún tók til í húsinu og þvoði upp eftir morg- unverðinn. Síðan fór hún út að j kaupa inn og þegar hún kom j heim aftur um hálftólfleytið, sá j hún að hann hafði slökkt á út- j varpinu og lá í rúminu og gerði í hreint ekki neitt. Meðan hún klæddi sig úr kápunni, sagði hún: — Kærirðu þig þá ekkert um útvarpið? Hann sagði: — Ég slðkkti á því. Það hindrar mann í að hugsa. Hún settist andartak á rúmið áður en hún færi niður að elda miðdegisverðinn. — Um hvað hefurðu þá verið að hugsa? Hann sagði: — Um hitt og þetta. Það er eins og ég hafi aldrei fyrr haft tíma til að hugsa, til að brjóta hlutina til mergjar, skilurðu. Ég hef skemmt mér ljómandi vel. Ég hefði átt að verða svoná veikur fyrir löngu. — Eins og hvað, Jackie? — Ég veit ekki. Hann þagnaði og sagði svo: — Ég er alltaf að hugsa um hvað ég er feginn þvi að þessir náungar skuli hafa bjargazt svona vel, hver einasti þeirra. Og allir hafa þeir eign- azt böm. Allir upp til hópa. Það bætir það næstum því upp að við höfum engin eignazt, finnst þér ekki? — Ég býst við því, sagði hún með hægð. — Kannski gerir það það. Hann sagði. — Þú ert ekkert leið yfir því að við erum bam- laus, er það? — Ég veit ekki, sagði hún. — Stundum finn ég fyrir því. — Ég er feginn þvi, sagði hann. — Eins og allt er í pott- inn búið og þú verður að fara að vinna aftur og allt það, þá er ég feginn. En þegar ég ligg svona og velti þessu fyrir mér, þá er ég líka feginn því að þess- ir náungar skuli ekki hugsa SKOTT/I Þarna losnuðum við loksins við þetta leiðinda skrölt sem verið hefur í bílnum undanfarið. LIFIÐ EFTIR DAUÐANN heitir efnið, sem Svein B. Johanscn talar um í Aðvent- kirkjunni sunnudaginn 19. ja. kl. 5 sd. Kirkjuk&rinn syng- ur, einsöngvari: Anna Johansen. Tvísöngur: Anna Johansen og Jóru Hj. Jónsson. ALLIR VELKOMNIR. Aðstoðarstúlka óskast á tannlækningastofuna Efstasundi 84, frá 1. eða 15. febr. n.k. — Upplýsingar á staðnum í dag kl. 2—3. HALLUR HALLSSON, tannlæknir SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN, húsgagnaverzlun Þórsgötu 1 Bifreiðaleigan HJÓL flverfisgötu 82

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.