Þjóðviljinn - 18.01.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.01.1964, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞIÓÐVILIINN Hverjum gerfihnettinum af öðrum verður skotið næstu árin /R RÓLEGRAR SÓLAR Á miðnætti 31. desember hófst „ár rólegrar sólar.“ Þús- undir vísindamanna frá meir en 50 löndum munu hefja augu sín til sólarinnar, sem er undirstaða lífs okkar á jörðunni. Sólin er kölluð „róleg“, þegar sólblettirnir eru fæstir. Næstu tvö árin ná sólblettirnir lágmarki, og vísindamenn eru afar spenntir fyrir að fylgjast með afleiðingum þessa. „Ár rólegrar sólar“ er sem sagt ekki eitt ár, heldur tvö. Hinum yfirgripsmiklu runnsóknum jurðeðfis- fræðiársins huldið úfrum „Róleg sól“ Allt u-ndir sólinni er afstætt, og jafnvel á rólegri sól er líf í tuskunum. Inni i sólinni fara fram heiftarlegar vetnisspreng- ingar, sem í milljónir ára hafa veitt jörðunni kraft og munu halda því áfram í margar milljónir ára i viðbót. Yfir- borð sólarinnar er á eilífri hreyfingu. Glóandi lofttegund- ir rótast til og frá og stundum gýs ægilegur logi út frá sól- inni — svokallaður sólkyndill, sem stígur margar jarðbreidd- ir út frá yíirborði sólarinnar. Blettirnir eru 10 sinnum stærri en jörðin Hamagangurinn á sólinni eykst til mu«a við sólblett- ina. Venjulega hafa blettir nei- kvæð á'hrif: blettir á bílrúð- unni spilla útsýninu, blettir á lampa deyfa birtuna o.s.frv. En þannig er þessu ekki farið með sólblettina. Þeir líta að vísu út eins og dökkir dílar á log- andi yfirborði sólarinnar, en í staðinn fyrir að deyfa birtu hennar, magna þeir áhrif sól- arinnar. Blettirnir koma róti á umhverfi sólarinnar, og þar sem við erum nálægt sólinni verðum við vör við þessi á- hrif. Sólblettur byrjar eins og fjöldi smábletta, sem dragast saman í einn samfelldan díl, inn varð íyrir vonbrigðum. Á þessu ári voru fleiri sólblettir en menn hafa nokkru sinni séð í þau 200 ár, sem fylgzt hefur verið með sólblettum. „Rólega árinu“ flýtt Síðan 1958 hefur blettunum á sólinni fækkað jafnt og þétt og dregið úr starfsemi hennar að sama skapi. Á næstunni munu blettirnir ná lágmarki — og þetta verður reyndar fyrr en búizt hafði verið við. Upp- haflega var reiknað með, að láta „ár rólegrar sólar“ hefj- ast 1. apríl, en vísindamönn- Ijp ' Segni ánægður WASHINGTON 16/1 — Antonio Segni, forseti ítaliu, lauk í dag opinberri heimsókn sinni í Washington, en á laugardag heldur hann heim aftur. Hann hefur átt viðræður við Johnson forseta, og segir í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra, að þær hafi verið mjög vel heppnaðar. A-Þýzkaland viðurkennir Zanzibarstjórn ZANZIBAR 15/1 — Austurþýzka stjómin hefur ákveðið að við- urkenna byltingarstjórnina í Zanzibar sem tók völdin þegar soldáninum var steypt af stóli. Taki Zanzibarstjórn upp stjórn- málasamband við Austur-Þýzka- land yrði hún fyrst Afríkuríkja til þess. Bandaríkjastjórn er enn sögð bíða átekta þar til frekari frétt- ir hafa barizt af valdatökunni í Zanzibar. Talsmaður hennar sagði í dag að enn hefðu ekki verið staðfestar frásagnir banda- rískra stjómarerindreka um að einkennisklæddir Kúbumenn heíðu stjómað sveitum uppreisn- armanna þegar soldáni var steypt af stóli. Sólblettir 26. júlí 1946. Misjöfn veiði Nítján bátar stunda línuveið- ir fró Akranesi og þrír bátar j ;ru í útilegum. 1 fyrradag los- jðu 17 bátar 98 tonn á land. i Reyndist aflinn frá 2 tonn til 10 tonn á bát. Landlega var hjá Akranesbát- um í gær. Aftur á síld Ellefu skip veiddu samtals >50 tunnur á Skeiðarárdýpi í 'rrinótt. Þungur sjór var á liðunum og suðaustan gola. Tveir bátar frá Akranesi hafa á misst þolinmæðina og eru omnir aftur á síld. Eru það áraldur og Höfrungur II. Akranesbátar voru hættir síld- i eiðum. sem svo minnkar og hverfur. Okkur virðist sólbletturinn líða eftir yfirborði sólarinnar, vegna þess að sólin snýst lika um sjálfa sig, eíns og jörðin (hún hefur hins vegar þann óskiijanlega eiginleika að mið- baugur snýst hraðar en skaut- in). Slíkur blettur, sem virðist skyggja á birtu sólarinnar, er enginn fiugnaskítur — hann getur orðið 150.000 km. að þvermáli, en það er meira en 10 sinnum þvermál jarðarinn- ar. 11 ára skeið Á sólinni eru alltaf blettir, aðeins mismunandi margir. Á ellefu ára fresti ná þeir há- marki, á næsta 5Vs ári fækkar þeim og tekur síðan aftur að fjölga Þegar sólblettirnir eru sem flestír geta þeir verið 100 sinnum fleiri en þegar þeir eru fæstir. Alþjóðlega jarðeðlisfræðiárið var ekki valið frá 1957—58 vegna þess að það hentaði hinum 10.000 þátttakendum bezt. Þetta voru einmitt þeir mánuðir, sem sólblettirnir Afctc «ð vera flestir — og eng- um, sem taka þátt í rann- sóknunum þessi ár, leizt ekkert á hve skeið sólarinnar er ó- reglulegt og vildu ekki láta tækiíærið ganga sér úr greip- um. Þessvegna flýttu þeir þvi um nokkra mánuði og hófst það um áramótin. Hvað er sólblettur? Enginn getur útskýrt hvers vegna sólblettirnir sveiflast til með einmitt 11 ára millibili, en menn hafa hugmynd um hvað þeir eru. Efnið undir yf- irborði sólarinnar rótast til í sífellu, eins og grautur, sem hrært er hraustlega í. Við hreyíinguna skapast segulsvið. Menn hafa látið sér detta í hug, að sólblettirnir séu svæði þar sem segulsviðin hefta hreyfingu efnisins og þar af leiðandi sé hrært hægar £ gló- andi efnum þar en annars staðar. Og þess vegna eru sól- blettirnir dökkir. Fyrr eða síðar dvina segul- sviðin, en sá ógnarkraftur, sem fólginn er í sliku sviði hverfur ekki þegjandi og hljóðalaust. Hann brýzt út í ógurlegu „sól- gosl“. Þess vegna verður sólin óróleg, þegar sólblettirnir eru margir. Og þar af lelðir að í ár verður sólin róleg, þar sem sólblettirnir verða fáir. Milli heimskauta á tæpri sekúndu Þegar sólgos verður þeytist geysilegt efnismagn út í geim- inn. Efniseindirnar rekast á með voðakrafti og við árekstr- ana myndast röntgengeislar, sem rekast á jörðina með hraða ljóssins. í efsta lagi andrúms- loftsins, jónasferunni, klofna rafeindir frá frumeindunum. Við það verður til eins konar endurvarpsspegill, sem liggur yfir jörðunni og gerir okkur kleift að útvarpa á langbylgj- um. í kjölfar röntgengeislanna fylgir mikið magn af efnis- eindum, sem ó nokkrum klukkustundum komast til jarðarinnar — ef hún á annað borð verður á vegi þeirra. Þessar efniseindir skella i sí- fellu á van Allen beltunum, geislabeltum, sem umkringja jörðjna í nokkurra jarðar- breidda fjarlægð. Bandarískur vísindamaður, van Allen að nafni, uppgötvaði þessi belti í sambandi við rannsóknir jarðeðlisfræðiársins og var sú uppgötvun sennilega merkasti árangurinn af jarðeðlisfræði- árinu. Rafeindir koma þjótandi á fleygiferð inn í segulsvið jarð- ar og dansa í segulsviðinu milli heimskautanna. Rafeind- irnar fara á milli heimskauta á tæpri sekúndu og um leið og þær snúa við til þess að halda áfram brjálæðislegu ferðalagi sínu til þess skauts, sem þær voru að koma frá, birtast þær sem glæsilegar norðurljósarákir, sem bylgjast yfir næturhimininn. Veðrið og nætur- Ijósið dularfulla Ofsalegir atburðir í efri lög- um andrúmsloftsins gera einn- ig usla ó örðinni, rugla meðal annars segulsvið jarðar. Við sjáum greinilega afleiðinguna á jörðinni — segulnálin kipp- ist til. Þetta er kaliaður seg- ulstormur. Straumar af vetniskjörnum, sem kastast til jarðarinnar síðast endurvarpast frá segul- sviði jarðar og upp í and- rúmsloftið rétt hjá heimskaut- unum. Þar kemst ruglingur á endurvarpsspegilinn. Afleiðing þessa er það, sem kallað er á vísindamáli „polar black out“, sem kemur í veg íyrir lang- bylgjuútvarpssendingar um skeið. Gizkað hefur verið á, að samband sé milli veðursins ó jörðunni og óróleika á sólinni. Margir vísindamenn eru for- vitnir að vita, hvort sólblett- imir hafi nokkra þýðtngu fyrir næturljósið. Næturijósið er einkennileg birta, sem hvíl- ir yfir jörðunni á næturnar, en hún er svo veik, að venju- lega er ekki hægt að skynja hana nema með sérstökum tækjum. Sólgos cða sólkyndill Sólgos er banvænt fyrir geimfara Eitt eru allir sammála um: Fyrir geimfara er sólgos ban- vænt. Ef geimfar kemur inn fyrir áhrifasvæði slíkrar sprengingar, verður farþeginn fyrir geislun, sem hann lifir ekki af. Nauðsynlegt er að verja geimförin einhvernveg- inn gegn þessari hættu. En stjörnufræðinga skortir enn þekkingu til þess að vara við sólgosi í tæka tíð. Áætlanir um að senda menn út í geim- inn geta komið til með að standa eða falla með því, hvort stjörnufræðingar finna hvað það er, sem kemur sólgosi af stað. Unnt að fylgjast betur með gosunum „Ár rólegrar sólar" verður ekki aðeins daufur skuggi af „alþjóðlega jarðeðlisfræðiár- inu“. Það segir sig sjálft, að sú mikla þekking, sem aflað var jarðeðlisfræðiárið öðlast ekki fullt gildi fyrr en hægt verður að bera hana saman við það efni, sem safnað verð- ur næstu tvö árin. Jarðeðlisfræðiárið var sólin Laugardagur 18. janúar 1964 næstum of óróleg. Það var erfitt að sjá hvar áhrif eins gossins hættu og annars byrj- uðu. Á næstu tveim árum verður unnt að fylgjast með áhrifum hvers goss mjög ná- kvæmlega. Miklar framfarir síðan 1958 Þar að auki hefur tækninni fleygt íram þessi fimm ár, sem liðin eru síðan jarðeðlisfræði- árinu lauk. Tækin eru orðin fjölbreyttari og flóknari, og það er að miklu leyti árangur jarðeðlisfræðiársins. Rannsókn- arstöðvar hafa verið byggðar þar sem fyrir fimm árum var ekkert. Gerfihnettirnir fengu sina eldskírn einmitt jarðeðlisfræði- árið. Nú eru þeir komnir á hátt stig, og bæði Bandaríkin og Sovétrikin senda mikið af gerfihnöttum næstu tvö árin. Bandaríkjamenn einir ætla að senda 10 gerfihnetti á árinu 1964 og yfir 20 á árinu 1965. Við fáum að heyra um tvær nýjar gerðir af gerfihnöttum á næstu tveim árum: sólarat- hugunarstöðvar og jarðeðlis- fræðistöðvar, sem mæla hryðj- urnar frá sóiinni, sýnilegt ijós, últraf jólublátt ljós, röntgen- geislun, o.s.frv. Þessir gerfi- hnettir verða færir um að gera athuganir, sem ómögulegt er að gera frá jörðunni. Grænland verður mik- ilvæg athuganastöð Danir tóku þátt í jarðeðl- isfræðiárinu og taka einnig þátt í rannsóknunum næstu 2 árin. Sérstaklega er það Grænland, sem verður mikil- vægur staður. Ljósmyndir verða teknar af næturhimninum á fimm stöðum með einnar min- útu millibili, til þess að fá yfirlit yfir norðurljós. Og á fjórum stöðum verða látnar fara fram segulmælingar. .Tónasferuathugunarstöðin á Grænlandi mun fylgjast með og mæla einkennilegt blíst- urshljóð, sem heyrast stundum í útvarpinu. Þau myndast þeg- ar eldingar afhlaðast á suð- urhluta hnattarins, og hreyf- ingar þeirra gegnum jónasfer- una geta gefið mikilvægar upplýsingar um bilið milli efniseindanna í jónasferunni. <$>- Pauling vill skíra upp alfa-eindirnar Linus Pauling hefur ekki gefið vísindaleg vandamál upp á bátinn þótt hann hafi hlotið tvenn Nóbelsverðlaun. Um daginn birtist bréf frá lesanda í brezka vísindarit- inu Nature. Þessi lesandi var enginn annar en Linus Pauling og vildi hann koma á framfæri tillögu um nýtt nafn á alfaefniseindunum svokölluðu. Linus Pauling vill skíra upp alfa-efniseindimar, en það er sú fyrsta mynd geisla- virkunar, sem menn komust á snoðir um. Alfa-efniseindimar eru í rauninni það sama og atómkjarnarnir í frumefninu helium. Þær eru byggðar upp af tveimur prótónum og tveim- ur nevtrónum. Til hægðarauka er sérstakt nafn fyrir atóm- kjarnann í „þungu vetni“, sem hefur tvö prótón og annað nafn fyrir kjarnann í „extra þungu vetni“, sem hefur þrjú prótón. Þessi nöfn eru deu- teron og tríton. Af sömu á- stæðum teiur Pauling ástæðu til þess að skíra heliumatóm- kjarnann, eða alfa-efniseindina. og vill láta hana heita helíon. Þetta er ekki i fyrsta sinn, sem Linus Pauling kemur þessu orði á framfæri. Fyrir nokkru stakk hann upp á, að sjálft frumeínið helíum yrði skirt helíon, vegna þess, að efna- flokkurinn, sem þessi göfuga Línuc Pauling lofttegund tilheyrir ber nöfn, sem öll enda á -on i'i) eru. neon, argon, kryptnr, • veon. Þessi tillaga var hins vegar felld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.