Þjóðviljinn - 22.02.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.02.1964, Blaðsíða 4
4 SÍÐA Ctgcfandi: Sameiningarílokkur alþýðu — feósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skóiavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Fiskverð Fprá því var skýrt í fiskimálaþætti Þjóðviljans * fyrir nokkrum dögum að nýtt fiskverð hefði komið til framkvæmda í Noregi um svipað leyti og það var úrskurðað hér á landi. Kemur í ljós að norskir útvegsmenn og sjómenn fá kr. 1.93 til 2,57 meira fyrir hvert kíló af þorski en greitt er hér á landi, en norska verðið er breytilegt eftir landshlutum. Þessi geysilegi munur á fiskverði er staðreynd sem í sífellu endurtekur sig. Sf jórnar- herrarnir komasf ekki hjá að. viðurkenna stað- reyndina, en þeir eiga enga skýringu á henni. T¥inn stór’felldi munur á fiskverði stafar ekki af því að framleiðni sé meiri í fiskveiðum í Nor- egi en hér; aflinn á úfhaldseiningu er miklu rneiri hér en í nokkru öðru landi. Ekki stafar munurinn Heldur a'f því að verkafólk í fiskiðnaði sé of vel haldið hér á landi; kaupgjald í Noregi er miklum mun hærra. Ás’tæðnanna er annarsstaðár að leita. Þótt fiskveiðar á íslandi séu látnar vera halla- rekstur á pappírnum, standa þær undir mjög stór- felldum gróða. Auðsöfnun kaupsýslumanna, iðn- rekenda, fjárplógsmanna og verðbólgubraskara er þaðan runnin, og allir þessir aðilar ganga svo nærri sjávarútveginum að hann- á í sífelldum örð- ugleikum. í annan stað er fiskvinnslan svo herfi- lega illa skipulögð á íslandi að hundruð miljóna króna fara árlega í súginn af þeim ástæðum; fjár- festing er fyrirhyggjulaus og oft neikvæð, nýting á vélakosti mjög léleg og vinnutilhögun öll með fomeskjulegu sniði, andstætf því sem tíðkast í Noregi. Stórfelldur gróði braskara annars vegar og skor’tur á verksviti atvinnurekenda hins vegar yeldur mismuninum á fiskverðinu. Hneykslismál Orlög niðurlagningarverksmiðjunnar á Siglufirði eru glöggt dæmi um stjórnleysi og fyrir- hyggjuleysi valdhafanna. Verksmiðjan ha'fði reyuzt vel, framleiðsla hennar vár góð og verðið fullkomlega samkeppnisfært. Engu að síður er verksmiðjunni lokað og talað um að kasta vöru- birgðum hennar í sjóinn. Sagt er að markaðir fyrirfinnist engir, enda hefur. verið slælega eftir þeim leitað, ekki sízt vegna þess að valdamesti ráðamaður síldariðnaðarins, Sveinn Benediktsson, he'fur ævinlega litið á verksmiðjuna sem óheim- ila samkeppni við vini sína í Svíþjóð. En þrátt fyrir þefta höfðu opnazt markaðir; Aust- ur-þjóðverjar höfðu boðizf til að kaupa birgðir verksmiðj unnar. En Alþýðublaðið segir í gser að þeir sem vilji selja þvílíkum mönnum niðurlagða síld „taki afstöðu með Austur-Þýzkalandi gegn íslandi". Þannig virðist það orðið austrænt hags- munamál að síld sé fullunnin hér á landi, og eru þvílíkar röksemdir gamalkunnar þegar valdhaf- arnir geta ekki stutt atferli sitt neinum málefna- legum rökum Atvinnuleysingjarnir á Siglufú’ðj eiga svo væntanlena að lifa á tilhugsuninni um fórnir sínar í þágu vestrænnar samvinnu. — m. | Laugardagur 22. febrúar 1964 um fer MNGSJÁ ÞJÓÐVILJÁNS Eins og skýrt hefur verið frá, hefur ríkis- stjórnin lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra laga um ferðamái, allmikinn lagabálk í fimm köflum og 40 greinum. I ýtarlegri greinargerð með frumvarpinu er greint frá að- draganda að lagasmíð þessari og meginatriðum frumvarpsins. Fara þessar athugasemdir hér á eftir með millifyrirsögnum Þjóðviljans. Samið af sérstakri nefnd Hinn 29. júní 1962 skipaði samgöngumálaráðherra, Ingólf- ur Jónsson, nefnd þriggja manna til þess að gera tillögur um framtíðarskipan ferðamála á Islandi og starfsemi ferða- skrifstofa, og semja frumvarp til laga um það efni. 1 nefnd- ina voru skipaðir: Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri, formaður, Sigurður Bjamason, f alþingismaður, og Þorleifur Þórðarson, forstjóri Ferðaskrif- stofu ríkisins. Nefndin aflaði sér ýmissa gagna varðandi skipan ferðamála í ýmsum Evrópulöndum og hafði til hliðsjónar í starfi sínu. Samdi nefndin frumvarp til laga um ferðamál, sem flutt var á síðasta þingi, en það fékk ekki fullnaðarafgreiðslu. Á s.l. sumri leitaði nefndin umsagna ýmissa aðila um frum- varpið. Svör bárust frá Félagi íslenzkra ferðaskrifstofa og annað bréf undirritað af því félagi svo og flugfélögunum báðum, Eimskipafélagi Islands h.f. og Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda og enn fremur barst ýtarleg umsögn Flugfé- lags Islands h.f. sér í lagi. Eru umsagnir þessara aðila prent- aðar sem fylgiskjöl með frum- varpi þessu. Umsagnir ýmissa aðila Eins og sjá má af fylgiskjöl- um þessum, eru umsagnir nefndra aðila yfirléitt jákvœð- ar, og eigi eru gerðar tillögur um grundvallarbreytingar um annað en varðar stöðu Ferða- skrifstofu ríkisins þ. e. að hún hafi einungis með höndum landkynningu en eigi almenn- an ferðaskrifstofurekstur. Að vel athuguðu máli hefur nefndin ekki séð ástæðu til þess að breyta frumvarpinu í þessa átt. Má á það benda í þessu sambandi, að ríkisstjóm- imar i Danmörku, Svíþjóð og Noregi hafa allar með höndum rekstur almennra ferðaskrifstofa í samkeppni við einstaklinga, og eru a.m.k. hinar dönsku og sænsku ferða- skrifstofur ríkisjámbrautanna jög umsvifamiklar. Hins veg- ar starfa í þessum löndum sérstakar ríkisreknar land- kynningarstofnanir, sem eiga að hafa með höndum ferða- skrifstofuviðskipti. Virðist um að rseða stigmun einan saman en eigi eðlismún, að almenn- ur ferðaskrifstofurekstur verði hér á landi f beinum tengslum við þá ríkisstofnun, sem ríkið felur að annast landkynning- una, þar sem sambærileg rík- ’srekin samgöngufyrirtæki eiu eigi til staðar. Þykir þvf eig! að svo stöddu ástæða til þess að binda starfsemi Ferðaskrif stofu ríkisins við landkynning- una eina, heldur heimila heniv áfram að starfa sem almenn aeröaskxifstafa með jafnri að- stöðu við aðrar ferðaskrifstof- ur. Frumvarp það, sem hér ligg- ur fyrir, er svo til samhljóða eldra frumvarpi um sama efni, er áður getur. Þó hefur ákvæði 5. gr., um setningu tryggingar- fjár, verið breytt þannig, að í stað kr. 200 þús. komi kr. 350 þús. Er talið að minni megi tryggingin ekki vera, ef hún á að ná tilgangi sínum, og vísast nánar um það efni til skýr- inga við einstakar greinar frumvarpsins. Þá hefur verið felld niður 1. mgr. 17. gr., þ.e. ákvæði um að Ferðaskrifstofa ríkisins fylgist með hvers kon- ar starfsemi f landinu varðandi móttöku ferðamanna, að því er snertir verðlag, gæði, þjónustu og viðurgeming, enda hefur slíkt eftirlit verið falið gisti- og veitingastaðaeftirliti ríkisins skv. lögum nr. 53/1963. Hér fara á eftir athuga- semdir þær og skýringar við einstakar greinar, er fylgdu frumvarpi því um þetta efni, sem lágt var fram fyrir síð- asta Alþingi. óbreyttar að öðru er því, sem leiðir af breyt- ingum þeim, sem gerðar hafa verið á frv. og gerð hefur ver- ið grein fyrir hér að framan: Um rekstur ferðaskrlfstofa Fyrsti kafli fmmvarps þessa, sem hér liggur fyrir, er efnis- lega svipaður norskum lögum um þetta efni frá 1950 með breytingu frá 1956. Rekstur ferðaskrifstofa er að því leyti frábrugðinn flestri annarri atvinnustarfsemi, að viðskiptamaðurinn greiðir þar oft fyrirfram fyrir þá þjónustu, sem ferðaskrifstofan veitir. Af því leiðir. að viðskiptavinurinn á það oft undir heiðarleika ferðaskrifstofunnar fyrst og fremst,, hvort hann fær þá þjónustu fyrir greiðslu sína, sem til er ætlazt og um var samið. Þegar við þetta bætist að ferðaskrifstofúr fá í lang- flestum eða öllum tilfellum gjaldfrest hjá skipafélögum, flugfélögum, hótelum og greiða- sölustöðum, liggur í augum uppi, að starfsemi ferðaskrif- stofa krefst ekki mikils rekst- ursfjár. Nokkur freisting er því fyrir hendi fyrir einstaklinga til þess að hefja rekstur ferða- skrifstofa í skjóli þessa. án þess að ráða yfir nægilegu fjármagni til þess að mæta óvæntum áföllum. I flestum löndum Evrópu hefur þvi verið talið nauðsyn- legt að setja lög til þess að vinna gegn þessu og vemda hagsmuni ferðamanna. Slík lög voru sett í Austurríki þegar árið 1935, í Grikklandi, Þýzka- landi og Italíu árið 1937, í Frakklandi og á Spáni 1942 og f Noregi 1948. I samskiptum landa gegna ferðaskrifstofur nú orðið miklu og vaxandi hlutverki. Fyrir því ber brýna nauðsyn til, að rekstur þeirra fyrirtækja, sem fást við að veita ferðamönnum þjónustu, sé með sem allra heilbrigðustum og skipulegust- um hætti. Árið 1952 var innan OEEC skipuð nefnd til þess að semja fyrirmynd að lögum um ferðaskrifstofur og stuðla á þann hátt að því að löggjöf hinna ýmsu landa um þetta efni væri samræmd svo sem verða mætti. Framhald á 8. síðu. Þingsályktunartillaga: Þyrihængjur séu staðsettará Komin er enn fram á Alþingi tillaga til þings- ályktunar um þyrilvængjur í þjónustu land- helgisgæzlunnar, samgöngubóta og sjúkraflugs á Vestfjörðum og Austfjörðum. Hannibal Valdi- marsson hefur flutt þessa tillögu þrisvar áður á þingi, en meðflutningsmaður nú er Hermann Jónasson, 1. þingmaður Vestfirðinga. TiIIagan er svohljóðandi: ..Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að festa kaup á tveimur þyrilvængjum til að- stoðar við landhclgisgæzluna. Skal önnur þyrlan að jafnaði staðsett á Vcstfjörðum og ann- ast þar farþegaflug, póstflutn- ing og sjúkraflug, að svo miklu Ieyti sem samrýmzt getur starfi hennar fyrir landhelgisgæzl- una, er jafnan skal sitja í fyr- irrúmi. Hin þyrlan skal vera staðsett á Austfjörðum og ann- ast sömu þjónustu á Austur- landi, auk höfuðhlutverks síns í þarfir Iandhelgisgæzlunnar.” I greinargerð segir: Fyrri flutningsmaður þessar- ar tillögu hefur ' þrisvar borið fram tillögu svipaðs efnis á Alþingi. Að þessu sinni hefur háttv. 1. þm. Vestfirðinga gerzt meðflutningsmaður að tillög- unni. Nú er, eins og á sein- asta þingi, lagt til að ríkis- stjómin festi kaup á tveimur byrilvængjum til aðstoðar við landhelgisgæzluna. Fyrir tveim árum voru gerðar tilraunir með þyrilvængju á þilfari varðskipsins Óðins, og er talið að sú tilraun hafi tek- izt ágætlega vel. Það er því bert að enn hafa sérfróðir menn það í huga að taka þyr- ilvængjur í þjónustu landhelg- isgæzlunnar, en samt verður ekki af framkvæmdum. Þessi tilraun var gerð með þyrilvængju sem vamarliðið á Keflavíkurflugvelli lánaði góð- fúslega til þessarar tilraunar. Oftar en einu sinni hefur komið fyrir að leita hefur orð- ið til vamarliðsins í alvarlegum sjúkdóms- og slysatilfellum um lán á þyrilvængju til að sækja fárveika sjúklinga á staði, þar sem venjulegum flugvélum varð eigi við komið. Er þessa skemmst að minnast, og er tal- ið. að aðrar leiðir hafi eigi verið færar til að koma hin- um sjúka manni nógu fljótt í sjúkrahús undir hendur fær- ustu lækna. Það getur naumast talizt vanzalaust, að Islendingar skuli ekki eiga a. m. k. eina þyrilvængju og þannig vera sjólfum sér nógir í slíkum neyðartilfellum. Keyptar verði tvær vélar Hér er lagt til, að tvær þyr- ilvængjur verði keyptar og sé aðalhlutverk þeirra gæzla land- helginnar í samstarfi við varð- skipin. Vitað er, að slíkar vél- ar hljóta að verða staðsettar í landi, og virðist þá eðlilegt, að það sé f þeim landshlutum, þar sem samgöngur eru erfiðastar og vélamar gætu haft brýnustu verkefni að gegna um farþega- flug, póstflutninga og sjúkra- flug milli einangraðra staða, svo og til hafna i þessum land- hlutum eða aðalflugvalla, eins og Isafjarðarflugvallar og Eg- ilsstaðaflugvallar. Fyrir nokkrum árrjm nutu allmargir staðir á Vestfjörðum reglubundinna flugsamgangna. Nú hefur áætlunarflug lagzt niður til Patreksfjarðar, Bíldu- dals, Þingeyrar, Flateyrar og Hólmavíkur. Sem stendur held- ur Flugfélag Islands aðeins uppi óætlunarflugi við einn stað á Vestfjörðum- nefnilega ísafjörð. Á liðnu ári tók fram- takssamur einkaflugmaður upp farþegaflug á smáflugvélum til nokkurra staða á Vestfjörðum, og er það til mikilla bóta frá' Því, sem var. En alger óvissa ríkir um, hvort því flugi verður Framhald á 8. síðu. Varðskipið Öðinn Þegar varðsskipið Óðinn var byggt var frá öndverðu gert ráð fyrir því, að þyrilvængja aæti haft lendingarstað á þil- fari skipsins. Þetta sýnir að irönnum var þá þegar ljóst, að þyrilvængjur gætu verið ó- metanlegar og enda sjálfsögð hiálpartæki til tryggingar góðri gæzlu landhelginnar. Enn sjálfsagðari er slík notkun þyrilvængju nú vegna þeirra miklu úrbóta, sem orðið hafa á seinustu árum á slíkura vétum. VDNDUÐ FALL£G ODYR )fautpárj6nsson &co 1' * t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.