Þjóðviljinn - 22.02.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.02.1964, Blaðsíða 7
ÞJÖÐVILJINK SlÐA 7 Laugnrdagur 22. febrúar 1964 DALVÍK DALVÍK 14. febrúar — Leikfélag Dalvík- ur er um þessar mundir að hefja sýningar á leikritinu ,,Bör Börsson", sem Thoralf Sandö hefur fært í leikbúning eftir sam- nefndri sögu Johans Falkbergets, en marg- ir munu kannast við söguna vegna eftir- minnilegs flutnings Helga Hjörvar á henni í útvarp fyrir allmörgum árum. Sigurður Kristjánsson hefur íslenzkað leikritið. LMUST Á ÐAL VÍK 20 ára afmælis leikfélagsins þar minnzt með sýningum á ,Bör Börsson' Leikfélag Dalvíkur, sem nú á 20 ára afmæli, heldur þannig upp á afmæli sitt með sýning- unni á Bör Börssyni. f tilefni af þessu átti frétta- maður blaðsins á Dalvík við- töl við 4 af þeim, sem einna mest standa að þessu. Fara þau hér á eftir: Tvö leikrit á ári Fyrstan hittum við að máli formann leikfélagsins, Rúnar Þorleifsson. Þorsteinsson fyrsti formaður, eins og ég gat um áðan, og svo ég núna. — Manstu um aðra stjórnar- meðlimi á þessu tímabili? — Ja, Páll Sigurðsson hefur verið gjaldkeri samfleytt í 15 ár og á hann miklar þakkir skilið fyrir óeigingjarnt starf fyrir félagið. Gjaldkerar í 1 ár hver hafa verið: Sævar Sigtýsson, Klara Arnbjörns- dóttir, Svanhildur Björgvins- dóttir og Helgi Jónsson, núver- andi gjaldkeri. Og ritarar hafa Atriði úr 6. sýningu, frá vinstri: Níels á Furuvöllum (Bragi Jónsson), Lára ísakscn borgardama (Svanhildur Björgvins- dóttlr), Bör Börsson (Hjálmar Júlíusson) og O. G. Hansen sýslumanns fullmektugur (Ingólfur Jónsson). Hvenær var leikfélagið stofnað, Rúnar? — Það var stofnað 19. 'janú- ar 1944. — eiginlega upp úr sýningur. á Skugga-Sveini, sem Ungmennafélagið hér sýndi þá, og stofnendumir voru fá- einir áhugamenn um leiklist. — Hvernig var fyrsta stjóm- in skipuð? — í henni voru: . tarinó Þor- steinsson formaður, Páll Sig- urðsson gjaldkeri og Friðjón Kristinsson ritari. — Hverjir hafa nú gegnt formannsembættum þessi 20 ár? — Friðsteinn Bergsson hef- ur verið formaður lengst af, eða alls 11 ár, og er vert að geta hans sérstaklega í þessu tilefni, þvi að ef hans hefði ekki notið við væri Leikfélag Dalvikur ekki það sem það er f dag, enda ^efur hann manna mest stuðlað að fram- gangi þess Sigtýr Sigurðsson hefur verið formaður í 3 ár. Vilhelm Þórarinsson i 1 ár, Gylfi Biörnsson í 2 ár. Hjálm- ar Júlíusson í 1 ár, Marinó verið: Friðjón Kristinsson í 5 ár, Vilhelm Þórarinsson 8 ár, Sigtýr Sigurðsson 2 ár, Bjarni Frímannsson 1 ár, Bragi Jóns- son 1 ár. Kolbrún Amgríms- dóttir 1 ár og Halla Jónas- dóttir 1 ár. — Hvernig er svo stjórnin skipuð núna? — Rúnar Þorleifsson for- maður, Bragi Jónsson vara- formaður, Halla Jónasdóttir rit- ari, Helgi Jónsson gjaldkeri op Friðsteinn Bergsson meðstjórn andi. — Hvaða leikritum manstu eftir, Rúnar, sem félagið hef- ur fluti — Þau eru nú orðin nokkuð mörg: Lénharður fógeti, Dreng- urinn minn, Kjnmorka og kvenhylli, Kinnahvolssystur. Alt Heidelberg, Tárin, Ævin- týri á gönguför, Vængstýfðir englar, Biðlar og brjöstahöld. .Teppi á Fjalli, Þrír skálkar oa Fróðá, svo nokkuð sé nú nefnt — Hvemig héfur starfsemir verið yfirleitt? — Við höfum leikið 2 leikrit á ári, flest árin, eitt stórt leik- rit og svo annað minna. Atriði úr 8. sýningu Iciksins, það scm gcrist á Hótel Norðurpól. Frá vinstri: Þjónustustúlk- an (Sigríður Jónsdóttir), hcimsdaman Ida Olsen (Sigurbjörg Gestsdóttir) og Bör (Hjálmar Júlíusson). Þau Ida og Bör eru þama rétt nýkomin úr kampavínsveizlu. — Hverjir hafa nú verið helztu leikstjórar? — Flestum leikritum fé- lagsins hefur Steingrímur okk- ar Þorsteinsson stjórnað og flytjum við honum, við þetta tækifæri, okkar beztu þakkir. Aðrir Dalvíkingar sem stjórn- að hafa hjá okkur eru Marinó Þorsteinsson og Sigtýr Sig- urðsson Aðfengnir eru: Kristj- ján Jónsson, Steinunn Bjarna- dóttir, Eiríkur Eíríksson og Einar Kristjánsson Freyr. — Nokkuð sem þú vilt segja að lokum, Rúnar? — Við reynum að vanda til þessarar sýningar núna, eins og unnt er í tilefni þessa 20 ára afmælis félagsins okkar. Ég held að stofnendur félags- ins hafi varla dreymt um að eiga eftir að sitja 20 ára af- mæli þess félags, sem stofnað var til af veikum mætti 1944 Að sjálfsögðu átti télagið erf- itt uppdráttar fyrstu árin og mætti misskilningi frá mörg- um, en ég held að félagslíf og annað sem að þessu lýtur væri öðruvísi í dag, ef Leikfélag Dalvíkur væri ekki 20 ára gamalt. Stórbætt skilyrði Ég þakka Rúnari samtaiið og labba áleiðis niður í samkomu- stjóranum, sem ég tel mið- punkt leikstarfsins. — Hefur leikstjórinn unnið að þessu eitthvað utan æfinga? — Já, það hefur hann gert, og að mínu áliti meira en honum ber, — svo sem við smiði leiktjalda, lagfæringar á búningum o.fl. o.fl. — Hvernig heldur þú að leikurinn komi út, Páll? — Ég er bjartsýnn á það, af þeirri reynslu, sem ég hef haft af leikstjóranum og leik- urunum yfirleitt. Mér finnst að allir- geri sitt bezta, miðað við að þetta er nú aukastarf. ólaunað og unnið mest á kvöld- in, enda margir þreyttir sem á æfingu koma. — Er ekki mikill undirbún- ingur fyrir heila leiksýningu? — Jú, það er að vísu, og við erum ekkert óvanir þvi. En nú i þetta skipti erum við sér- staklega heppnir, því að við fengum leiktjöld og búninga leigða frá Leikfélaginu Stakki í Keflavík, fyrir milligöngu leikstjórans, og það er geysi- legur munur, þótt sumt þurfi lagfæringa við. — Húsið hér hefur tekið miklum stakkaskiptum við breytingamar á dögunum. Er ekki mikill munur á aðstöð- unni til leikstarfsemi nú frá því sem var? — Breytingin er stórkostleg Mörg hlutverk í 25 ár Æfingin stendur sem hæst og ég bíð færis að ná tali af Hjálmari Júlíussyni, sem fer með hlutverk Börs Börson- ar. Ég næ honum rétt sem snöggvast er hlé verður á æf- ingunni: — Ég er örvæntingarfullur, er það fyrsta sem Hjálmar segir við mig. — Er þetta ekki stórt og mikið hlutverk, Hjálmar? — Jú, þetta er veigamikið hlutverk, — það orðflesta sem ég hef átt við. — Þú ert búinn að leika mikið, er það ekki? — O, jú. Ég hef fengizt við þetta í um það bil 25 ár. Þá byrjaði ég fyrst i smáhlut- verkum hér á Dalvík. — Mitt fyrsta hlutverk var hjá kven- félaginu hér. — Þetta er tví- mælalaust erfiðasta hlutverkið. sem ég hef fengizt við. — Er leikstjórinn strangur? — Já, hann er alveg -að drepa mig, en við erum nú mestu mátar, er æfingunum sleppir. — Hver eru önnur minnis- stæð hlutverk, sem þú hefur leikið? — Þau eru nú orðin æði mörg. T. d. hef ég leikið Harald í Skugga-Sveini, Jeppa á Fjalli Grænu lyftunni, sem Ragn- hildur Steingrimsdóttir stjórn- aði. . . . (Mér þykir þetta nú kom- ið nokkuð, og mest allt aðal- hlutverk). Og ég spyr: — Hvert er þitt uppáhald af þessum hlutverkum? — Ég hafði mest gaman af prinsinum i „Alt Heidelberg", — annars gleymist þetta nú fljótt, — já, þetta fellur allt í gleymskunnar djúp, — minn- ingin. — Lýst þér þetta hlutverk, sem þú ferð með núna, ekki vel, þrátt fyrir allt? — Já, ætli maður' „sullist ekki og buslist“ gegnum þetta svona „pró og kontra“, eins og hann Bör segir. Nú hefur leikstjórinn upp- götvað það, að Hjálmar hef- ur enn einu sinni stungið af og hann kallar Bör á sviðið tafarlaust, því að enginn tími er fyrir blaðasnápa. — Og Hjálmar fer í loftinu upp á sviðið. — „Þakka þér fyrir Hjálmar", kalla ég á eftir bonum, Ákjósanlegt samstarf Leikstjóri þessarar afmælis- sýningar er Kristján Jónsson úr Reykjavík. Þó erfitt væri að ná tali af Bör, þá er hálfu verra að ná leikstjóranum á eintal. Hann er á ferð og flugi um sviðið og salinn að undirbúa 8. sýn- inguna, gefa leikurunum holl ráð og „ordrur“ og fleira, sem leikstjórum er tamast. Og svo hefst æfing án þess að ég nái tali af honum. Hann stöðvar æfinguna, því að honum líkar eitthvað ekki fyllilega: — Já, nú skulum við byrja aftur — þið eruð að koma úr kampa- vínsveizlu, athugið það, og . . . . „Setjum skrúfuna í gang“, segir hann .... Loksins má hann vera að því að segja við mig nokkur orð. Og ég byrja að hugsa upp spumingar, og leita í hugskot- inu að spurningum, sem léggj- andi eru fyrir leikstjóra. — Þú ert Yestfirðingur, ekki svo, Kristján? — Jú, ég er fæddur á Pat- reksfirði og lék þar fyrstu hlutverk mín. — Þú hefur lært sérstak- lega til leikstjórnar, er það ekki? — Nei, eiginlega ekki til leikstjómar, það er ekki kennt í íslenzkum leiklistarskólum. Hins vegar hafði ég tækifæri til að kynnast leikstjórn og uppsetningu leiksýninga er ég fór til Englands s.l. sumar. — Varstu í leiklistarskóla hér heima? — Já. ég var 2 vetur í leik- skóla Ævars Kvaran, og út- Frá vinstri: Kristján Jónsson lcikstjóri. Fáll Sigurðsson nefndarformaður, Hjálmar Júlíusson sem leikur Bör Böríson, Rúnar Þorleifsson formaður Lcikfclags Dalvíkur og Friðsteinn Bergsson, scm gegnt licfur formannsstörfum í Leikfélagi Dalvikur Icngur en nokkur annar. — Ljósm. Heimir Kristinsson. hús, þar sem verið er að æfa Bör Börsson. Formaður leiknefndar er Páll Sigurðsson, og næ ég tali af honum, þar sem hann er að útrétta og snúast kringum æf- inguna. — Heyrðu Páll, hvert er hlutverk leiknefndarinnar? — Ja, það er nú svo að hú> sér um leikritið. og ber b>>n»'’ undirbúningsins, ásamt leik- að minu viti og skilyrði til leiksýninga stórbætt, sem og til allrar starfsemi í húsinu. — Nokkuð að lokum. Páll? — Ég þakka leikstjóra Kristjáni Jónssyni, og öllum sem að þessu standa fyrir vel unnið og óeigingiarnt starf — Þakka þér fyrir, Páll, o» ég óska ykkur í leikfélagim ti! hamingju með 20 ára af mælið. í samnefndu leikriti, Kúrt i Þrír skálkar, Geira í Húsfreyj- an á Hömrum, prinsinn í Alt Heidelberg, Herluf í Ævintýri á gönguför. svclumanninn > Lénharði fógeta, svo eitthvað sé nefnt, — jú ég ætla að nefna hann Jósep i Vængstýfð- ir englar. Þar a? auki lék ée > tveimur leikjum á Akureyri. - Ókunna manninum undir stjórn Ágústs Kvaran og skrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1960. — Þú hefur leikið sjálfur? — Já, meðan ég var í Leik- skóla Þjóðleikhússins hafði ég tækifæri á að vera með í sýn- >ngam, og má þar til nefna: Blóðb>->'>ðv0,ln — Júlíus Cæsar, — Undraglerin og Kardi- mommubæinn, svo eltthvað sé nefnt. Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.