Þjóðviljinn - 22.02.1964, Blaðsíða 10
|0 SlÐA
ÞlðÐVIUINN
ARTHUR C. CLARKE
í MÁNARYKI
Laugardagur 22. febrúar 1964
SKOTTA
© Kln? Features SynJIcate. Ine.. 1963. World Hghts resemd.
Þetta er hnúður af gírstöng. — og er trúlofuð Jóa þessa dagana.
Leiklist á Dalvík
ekki hvers vegna, ég gizka á að
hitinn hafi eyðilagt hreinsunar-
kerfið. En skýringin skiptir i
rauninni ekki máli, því að við
getum ekkert gert við því. Hann
varð að stanza og draga annann
djúpt nokkrum sinnum áður en
hann gat haldið áfram.
— Og við verðum að horfast í
augu við þessar staðreyndir.
Andardráttarerfiðleikamir fara
vaxandi; höfuðverkurinn eykst
Ég ætla ekki að reyna að
blekkja ykkur. Björgunarleið-
angurinn nær ekki til okkar fyrr
en eftir sex stundir í fyrsta lagi
og við getum ekki beðið svo
lengi.
Einhver meðal áheyrenda tók
andköf; Hansteen varaðist að
b'ta á viðkomandi. Andartaki
síðar heyrðist hrota frá frú
Schuster; í annan tima hefði
það verið hlægilegt, en ekki
núna. Hún var ein hinna
heppnu; hún var þegar meðvit-
úndarlaus.
Geimsiglingaforinginn fyllti
lungun aftur; það var þreytandi
að tala.
— Ef ég gæti ekki fært ykkur
neina von, hélt hann áfram, þá
hefði ég ekki sagt neitt. En við
höfum eina von og við verðum
að leita á náðir hennar sem
fyrst. Hún er ekki sérlega að-
gengileg, en hinn kosturinn er
miklu verri. Ungfrú Wilkins
— viltu gera svo vel að rétta
mér svefnhylkin.
Það var grafarþögn — sem
ekki ekki var einu sinni rofin
af frú Schuster — meðan þem-
an rétti honum lítinn málm-
kassa. Hansteen opnaði hann og
tók upp hvítt hylki á stærð við
sígarettu og líkt að lögun.
— Trúlega vitið þið, hélt hann
áfram, að öll geimfarartæki eru
skyldug til að hafa þessi hylki
í lyfjakössum sínum. Þau eru
algerlega sársaukalaus og gera
mann meðvitundariausan f tíu
stundir. Það getur ráðið úrslitum
milli lífs og dauða, því að and-
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofa STEINC og DÓDÓ
Laugavegi 18 m. h. (lyfta)
SlMI 24616.
P E R M A Garðsenda 21
SlMI 33968. Hárgreiðslu- og
snyrtistofa.
Dömur! Hárgreiðsia við
allra hæfl.
TJARNARSTOFAN.
Tjarnargötu 10. Vonarstrætis-
megin. — SfMI 14662.
hArgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR.
(Maria Guðmundsdóttir)
Laugavegi 13 — SfMI 14656.
— Nuddstofa á sama stað. —
ardráttur mannsins er fimmtíu
prósent hægari þegar hann sef-
ur. Og þess vegna endist loftið
okkur helmingi lengur en ann-
ars. Nógu lengi til þess að
mennirnir frá Roris virki nái til
okkar.
— En nú er nauðsynlegt að
einn maður að minnsta kosti sé
vakandi til að hafa samband við
björgunarflokkinn. Og til ör-
yggis er rétt að þeir séu tveir.
Annar þeirra hlýtur að vera
skipstjórinn; ég held að það sé
ekki ágreiningsatriði.
— Og það mætti segja mér að
hinn maðurinn yrði þú, sagði
kunnugleg rödd.
27
— Mig tekur sárt til yðar,
ungfrú Moriey, sagði Hansteen
geimsiglingaforingi án þess að
sýna nokkur reiðimerki — því
að það var tilgangslaust að vera
að f jasa um atriði sem þegar var
fastákveðið. — Og til þess að
fyrirbyggja allan ’ hugsanlegan
misskilning —
Áður en nokkur gat áttað sig,
hafði hann þrýst hylkinu að
framhandlegg sínum.
— Ég vonast til að sjá ykkur
öll — eftir tíu tíma, sagði hann
mjög hægt en greinilega um leið
og hann gekk að næsta sæti.
Hann var ekki fyrr kominn
þangað. en hann féll í þungt
mók.
Nú átt þú leikinn, sagði Pat
við sjálfan sig þegar hann reis
á fætur. Sem snöggvast langaði
hann til að beina nokkrum vel
völdum orðum til ungfrú Mori-
ey; en svo gerði hann sér ljóst
að með þvi myndi hann eyði-
leggja lokaorð Hansteens.
— Ég er skipstjórinn á þessu
farartæki, sagði hann lágri en
einbeittri röddu. — Og héðanaf
gildir það sem ég segi.
— Ekki gagnvart mcr, hreytti
ungfrú Morley útúr sér og lét
engan bilbug á sér finna. — Ég
hef borgað farið mitt og ég hef
mín réttindi. Mér kemur ekki
til hugar að nota þetta.
Kvenmaðurinn lét sér ekki
segjast; Pat varð líka að viður-
kenna að hana skorti ekki kjark.
Hann sá sem snöggvast fyrir
sér hvemig næstu klukkustund-
imar yrðu, ef hún fengi að ráða.
Tíu klukkustundir með ungfrú
Morley einni og engan annan
að tala við . —
Hann leit á hjálparmennina
fimm. Næstur ungfrú Morley var
Robert Bryan, verkfræðingurinn
frá Jamaica. Hann sýndist fús
til þess að taka til hendinni, en
Pat vonaði enn að hægt væri að
komast hjá leiðindum.
— Ég kæri mig ekki um að
rökræða um réttindi, sagði hann.
— En ef þið lituð á farmiðana
ykkar mynduð þið sjá, að ég er
einráður hér, ef hætta steðjar
að. Og hvað sem því líður, þá
er þetta ykkur í hag og þæg-
inda. Ég vildi miklu heldur vera
sofandi en vakandi meðan við
bíðum eftir að björgunarieið-
angurinn komi hingað.
— Segjum tveir, sagði prófess-
or Jayawardene óvænt. — Eins
og geimsiglingaforinginn sagði,
þá sparar það andrúmsloftið, svo
að það er okkar eina von. Ung-
frú Wilkins — viltu fá mér eitt
af þessum hylkjum.
Þessi rólega rökvísi gerði sitt
til að lægja tilfinningahitann, og
sömuleiðis að því er virtist nota-
legt hvarf hans yfir í ríki
svefnsins. Tveir famir og átján
eftir. tautaði Pat með sjálfum
sér.
— Við skulum ekki sóa meiri
tíma, sagði hann upphátt.
Eins og þið getið séð er þetta
alveg sársaukalaust. 1 hverju
hylki er örsmár oddur og þið
finnið ekki einu sinni stunguna.
Sússa Wilkins var þegar far-
in að úthluta sakleysislegum
hylkjunum og nokkrir farþeg-
anna höfðu notað þau samstund-
is. Þama fóru Schusterhjónin
— Ivring hafði ýtt hylkinu að
handleggnum á sofandi konu
sinni — og hinn dularfulli herra
Radley. Þá voru fimmtán eftir.
Hver yrði næstur?
Nú var Sússa kominn til ung-
frú Moriey. Þar kom að því,
hugsaði Pat. Ef hún var ennþá
staðráðinn í að gera uppsteit ..
Hann hefði getað sagt sér það
sjálfur.
— Ég hélt ég hefði sagt það
afdráttarlaust, að ég vil ekki
nota þetta. Burt með það.
Robert Bryan fór að þoka sér
nær — en það var kaldhæðnis-
leg, brezk röddin í Davíð Barr-
ett sem réð úrslitum.
— Það sem ungfrúin hefur á-
hyggjur af, skipstjóri, sagði hann
og virtist njóta þess að segja
þetta, er að þú kunnir að neyta
færis meðan hún er varnarlaus.
Andartak sat ungfrú Moriey
mállaus af reiði og kinnar henn-
ar urðu smám saman glóandi
rauðar.
— Ég hef aldrei orðið fyrir
annarri eins móðgun á ævi —
byrjaði hún.
—Hvað mætti ég þá segja! greip
Pat fram i og bætti ekki úr
skák. Hún leit á andlitin i
kringum sig — flest alvarieg, en
mörg glottandi, þótt kringum-
stæðumar væru alvariegar — og
henni var Ijóst að hún hafði
ekki um neitt að velja.
Þegar hún lognaðist útaf í
sæti sínu, stundi Pat af fegin-
leik. Eftir þetta yrði naumast
um mótstöðu að ræða.
Þá sá hann að frú Williams
sem fengið hafði svolitla afmæl-
isveizlu nokkrum klukkutímum
áður, starði stjörf á hylkið í
hendi sér. Vesalings konan var
sýnilega dauðskelkuð og enginn
gat láð henni það. 1 næsta sæti
sat maður hennar sofandi; Pat
fannst það ekki beinlínis ridd-
aralegt að hverfa frá konu sinni
í vandræðum hennar.
Áður en Pat gæti nokkuð gert,
kom Sússa á vettvang.
— Fyrirgefið, frú Williams
— ég lét yður vist fá tómt hylki
i misgripum. Má ég ekki fá það
aftur ....
Þetta var svo fimlega gert að
það minnti á' töfrabragð. Sússa
tók — eða virtist taka hylkið úr
máttlausum fingrunum, en um
leið hlaut hún að hafa ýtt því
að hörundi hennar. Frú Willi-
ams hafði enga hugmynd um
hvað gerðist; hún lognaðist útaf
við hliðina á manni sínum.
Helmingur farþeganna var nú
meðvitundarlaus; Pat fannst
þetta eiginlega hafa gengið furðu
vel. Hansteen geimsiglinga-
fræðingur hafði verið of böl-
sýnn; skæruliðasveitin hafði
verið óþörf eftir allt saman.
En um leið tók hann eftir dá-
litlu sem varð til þess að hann
skipti um skoðun. Eins og vana-
lega virtist Hansteen hafa vitað
hvað hann var að gera. Það leit
út fyrir að ungfrú Morley ætl-
aði ekki að verða eini vand-
ræðagripurinn.
Það voru að minnsta kosti tvö
ár síðan Lawrence hafði komið
í fglú; sú var tíðin að hann
hafði verið ungur verkfræðing-
ur og unnið við byggingar og
vissi hvað það var að gista inn-
an slíkra veggja. Síðan þá höfðu
orðið á þessu miklar framfarir;
það var ekki lengur nein þrek-
raun að búa í heimkynni sem
hægt var að brjóta saman í
ferðatösku.
Þetta var eitt nýjasta módelið
— Goodvear tuttugu — og það
gat hýst sex menn í ótakmark-
aðan tíma meðan þeir höfðu nægi-
lega orku, vatn, mat og súrefni.
Iglúið sá fyrir öllu öðru — jafn-
vel skemmtunum, því að í því
var innbyggt mikro-bókasafn,
tónlist og sjónvarp. Þetta vai
enginn sérstakur munaður, þótt
ýmsum fyndist það. I geimnum
var hægt að deyja úr leiðindum.
Það tók kannski lengri tíma en
sumt annað, en var oft hvim-
leiðara.
Lawrence beygði sig til að
komast inn í loftganginn. Hann
mundi það að í sumum gömlu
módelunum þurfti bókstaflega
að skríða á fjórum fótum. Hann
beið eftir merkinu „Þrýstingur
jafn“ og fór síöan inn í aðal-
herbergið.
Það var eins og hann kæmi
inn í loftbelg; enda var það svo.
Hann sá aðeins hluta af inn-
volsinu, því að hreyfanleg skil-
rúm höfðu verið sett upp. (Þetta
var líka nýtt; í hans tíð hafði
þótt gott að geta haft tjald fyr-
ir saleminu.) Fyrir ofan hann,
þrem metrum frá gólfi, var
Ijósa- og loftræstigrindin, sem
hékk úr loftinu á eins konar
teygjuvef. Upp við íbjúgan vegg-
inn stóðu færanlegar málmgrind-
ur, hálfuppsettar. Bakvið næstu
hlíf heyrðist rödd þylja upp
af lista og önnur svaraði í sí-
fellu: — Athugað.
Lawrence fór inn fyrir skil-
rúmið og var staddur í svefn-
hólfinu. Rúmstæðin voru ekki
sett upp fremur en vegggrind-
umar; það var aðeins verið að
aðgæta hvort allt væri á sínum
stað, því að strax og allt væri
Framhald af 7. sfðu.
— Hefurðu að mestu unnið
við leikstjórn, síðan þú útskrif-
aðist úr Leikskóla Þjóðleik-
hússins?
— Já, svo til eingöngu feng-
izt við uppsetningu úti um
land, og tel ég það mjög þrosk-
andi hverjum leikstjóra, að
vinna úr hinum ýmsa efniviði,
sem áhusafélögin úti á lands-
byggðinni hafa upp á að bjóða.
— Hvaða leikrit hefurðu sett
upp?
— Þar má t.d. nefna Tengda-
pabba, Vængstýfða engla, Þrjá
skálka og Bör Börsson, sem ég
set nú upp í þriðja skipti.
— Hvar hefurðu sett hann
upp áður?
— Á Suðurlandi var hann
fyrst frumsýndur í Keflavík
1962, þar sem Sigurjón Vil-
hjálmsson, óreyndur leikari,
gerði honum ógleymanleg skil.
— Var hann sýndur oft?
— Alls 16 sinnum, og þar
af tvisvar í Iðnó í Reykjavík.
— Settirðu hann upp víð-
ar?
— Já, stuttu seinna setti
ég hann upp Biskupstungum,
og urðu þar alls 11 sýningar.
— Hvernig hefur samstarf-
ið verið á hinum ýmsu stöð-
um?
— Þvi er fljótsvarað. Þó það
að vísu sé dálitið misjafnt, þá
hefur niðurstaðan í alla staði
orðið hin jákvæðasta.
— Hvað um uppsetninguna
hér?
— Ég er ekki alls ókunn-
ugur Leikfélagi Dalvikur, þar
sem ég setti hér upp í fyrra
„Vænestýfða engla“. Og sam-
starfið hefur í alla staði ver-
ið hið ókjósanlegasta.
— Hvað er langt síðan æf-
ingar hófust hér á Bör?
— Þær byrjuðu 12. janúar
s.l., og tel ég að Hjálmar Júlí-
usson, sem fer með titilhlut-
verkið, muni verða skæður
keppinautur fyrirrennara
sinna.
— Hvað um leikritið sem
slíkt?
— Þetta er sprenghlægileg-
ur gamanleikur, sem jafnframt
er nöpur ádeila á hina nýríku
„gróssera“ seinni stríðsáranna,
og mun vart finnast það byggð-
arlag, sem ekki á sinn „Bör“.
— Þú hefur reyndan mann
þér til aðstoðar við útrétting-
amar, Kristján, þar sem er
Páll nefndarformaður, sem er
einn af stofnendum félagsins
og hefur verið gjaldkeri og
hvíslari samfellt í 15 ár.
— Já, það er hverjum leik-
stjóra mikill fengur, samstarf
við slíkan mann.
— Hvað eru leikendur marg-
ir í Bör?
— Það eru l’? persónur, sem
dansa i kringum júníórinn
sjálfan.
— Hvað um frumsýning-
una?
— Hún er ákveðin laugar-
daginn 22. febrúar n.k.
— Nokkuð að lokum, Kristj-
án?
— Já, um leið og ég færi
leikendum, formanni og öllu
samstarfsfólkinu beztu þakk-
ir fyrir samstarfið, vil ég flytja
Lefkfélagi Dalvíkur mínar
beztu árnaðaróskir á 20 ára
leikafmælinu og vona að það
haldi áfram að blómgast.
Næst er ég heyri í Kristj-
áni er hann farinn að gefa
leikurunum „ordrur", svo að
ég hef ekki meira af honum
að segja.
Annars er Kristjári' Jónsson,
að þessu verki loknu hér, að
fara og setja „Bör Börsson“
upp á Bíldudal, og verður það
því fjórða sviðsetning hans á
þessu leikriti, og má því með
nokkrum sanni segja að hann
sé einskonar „Bör-sérfræðing-
ur“.
Alltaf finnst mér nu
skemmlilcgt að koma á þetta
veitingnhús. Maður fær fulla
skál af miðum sem segja til
um framtíðina. Hvað ætli
standi á þessum miða? „Bráð-
Iega liggur leið þín yfir vatn“
Næsti miði: „Bráðlega ligg-
ur Ieið þín yfir vatn.“
Þriðji miðinn: „Bráðlcga Það cr ckki að undra þótt
liggur leið þín yfir vatn.“ allir £«)ádómar komi fram!
H. K.
SVEFNSÓFAR
- SÓFASETT
HNOTAN, húsgagnaverzlun
Þórsgötu 1.