Þjóðviljinn - 22.02.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.02.1964, Blaðsíða 12
VÍKJA SKIPASMÍÐASTÖDVARNAR FYRIR BRÝGGJUM í HÖFNINNI? □ Nauðsyn aukins bryggjurýmis og bættra af- greiðsluskilyrða fiskiskipaflotans í Reykjavíkur- höfn bar mjög á góma á fundi borgarstjómar Reykjavíkur í fyrrakvöld, er til umræðu var til- laga um hafnarmál frá Guðmundi Vigfússyni borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins. Umrædd tillaga Gudmundar var svohljóðandi: „Borarstjómin ályktar að fela hafnarstjórn að láta hefja nauðsynlegan undirbúning að aukningu á bryggjurými í höfninni. Sérstaka áherziu Iegg- ur borgarstjórnin á að aukin verði og bætt hið bráðasta af- greiðsluskilyrði fiskiskipaflotans með nýjum bryggjubyggingum, þar sem skilyrði eru hagkvæm- ust í vesturhöfninni. Jafnframt beinir borgarstjórn því til hafn- arstjómar að taka nú þegar til athugunar, hvort ekki sé orðið tímabært að rýma að einhverju eða öllu leyti það athafnasvæði hafnarinnar, sem slippfélögin hafa á leigu, en sjá þeim í þess stað fyrir aðstöðu annars stað- ar“. Fiskiskipaflotinn stækkar I framsöguræðu sinni minnti I mjög ört stækkandi á undan- I fömum árum, fjöldi skipanna j ekki einungis vaxið heldur skip- | in jafnframt orðið æ stærri. I Þessi þróun kallaði á aukið hryggjurými og bætta hafnarað- stöðu. Guðmundur kvaðst viss um, að fæstir teldu gömlu höfnina það vel nýtta að ekki mætti enn auka bryggjurýmið þar, t.d. með því að smíða bryggju við norðurgarð hafnarinnar, undan Faxaverksmiðjunni og í krikanum við Fiskiðjuverið og Hraðfrystistöðina. Einnig væri athugandi að fá skipasmíðastöðv- unum athafnasvæði annarsstað- ar, þannig að ýmsir umtals- verðir möguleikar væru enn fyrir hendi varðandi betri nýt- ingu Vesturhafnarinnar. Hreyfing á hafnarmálin Guðmundur Vigfússon benti á Thorolf Smith sem- ur rit um Kennedy Guðmundur Vigfússon á, að að forystan i hafnarmálum fiskiskipaflotinn sem gerður væri , Reykjavíkur hefði verið um of út frá Reykjavík hefði farið ■ seinlát og sofandi á undan- Frá vesturhöfninni. fömum árum. Þennan sofanda- hátt væri ekki unnt að afsaka með féleysi hafnarsjóðs, því á árinu 1962 hefði t.d. orðið 10 milljón króna reksturshagnaður hjá Reykjavíkurhöfn og hand- bært fé hennar þá hefði num- ið 7,2 milljónum króna. Tillöguna kvaðst Guðmundur flytja fyrst og fremst til að freista þess að koma hreyfingu á hafnarmálin og ýta við hafn- armálayfirvöldum. 40árvið síma Aljsingis Ríkisstjórnir hafa lioinið — og fallið, stjórnmálamenn og jafn- vel heilir stjómmálaflokkar horf- ið af sjónarsviðinu en Ingibjörg Pétursdóttir — einhver bezta kjölfesta Alþingis — situr enn við símann með bræði alls póli- tísks svindilbrasks í höndum sér. Hún var ráðin að skipti- borðinu 18 dag febrúarmánað- ar árið 1924 eða rúmum mánuði áður en ráðuneyti Jóns Magn- ússonar var myndað og þegar lýðveldi var stofnað á íslandi átti hún tveggja áratuga starfs- feril að baka og bendir ekkert til að hún sitji ekki af sér eins og eina viðreisnarstjórn enn. Ingibjörg er fædd og uppalin í Ólafsvík og ættuð af Snæ- íellsnesi í föðurætt; i móður- ætt er hún úr Árnessýslu, syst- urdóttir séra Áma Þórarinsson- Vísað til hafnarstjórnar Geir Hallgrímsson borgarstjóri tók undir það álit Guðmundar Vigfússonar að umtalsverðir möguleikar væm á betri nýt- ingu gömlu hafnarinnar og ein- mitt á þeim þrem stöðum sem tillögumaður benti á i ræðu sinni. En borgarstjóri kvaðst vilja leggja áherzlu á að að undirbúningi nýrra bryggjufram- kvæmda hefði verið unnið að undanfömu og væri unnið. Lagði hann til að tillögu Guð- mundar yrði vísað til hafnar- stjómar til athugunar og um- sagnar. Fleiri tóku til máls og töldu tillögu Guðmundar tímabæra og þarfa. en að umræðum loknum var henni vísað samhljóða til hafnarstjórnar. ÞJÓÐVILJINN fékk þær upp- lýsingar í gær frá forstjóra Setbergs , Ambimi Kristinssyni, að bókaútgáfan myndi á þessu ári gefa út myndarlega ævi- sögu John F. Kennedys, hins látna Bandaríkjaforseta, samda af Islcndingi fyrir íslenzka Ics- endur. Forlagið hefur ráðið Thorolf Smith fréttamann til þess að rita ævisöguna, en hann er kunnur og vinsæll útvarpsmað- ur ,og rithöfundur, m.a. fyrir bók sína um Abraham Lincoln, sem út kom árið 1959. Thorolf Smith hefur kynnt sér ýtarlega ævi og störf John F. Kennedys og er að öðru leyti vel heima í sögu Bandaríkjanna. Forstöðumaður upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna hér á landi, Raymond J. Stover hefur að sögn Arinbjöms Kristins- sonar reynzt mjög hjálplegur við útvegun heimildarrita og hefur góðfúslega lofað frekari aðstoð við öflun gagna og Ijós- mynda úr lífi forsetans. í fjölmörgum löndum munu á þessu ári koma út bækur um John F. Kennedy, en fyrir nokkru hóf Thorolf Smith að rita ævisögu hins ástsæla for- Frú Ingibjörg Pétursdóttir, elzti starfsmaður Alþingis, við skiptiborðið. ar. Ingibjörg er tvígift: Fyrri mann sinn, Brynjólf Einarsson símaverkstjóra. missti hún árið 1917 eftir aðeins þriggja ára sambúð en giftist aftur 1944 Alfons Oddssyni sjómanni. * Þjóðviljinn óskar Ingibjörgu til hamingju á þessum tímamót- um og Alþingi þess, að mega njóta starfskrafta hennar um Nemendatónleikar frú Maríu Markan □ Næstkomandi mið- vikudag efnir María Markan óperusöngkona til fyrstu opinberu tón- leika söngskóla síns en um þessar mundir eru tvö ár liðin síðan hún hóf söngkennslu hér í Reykjavík. Tónleikarnir verða haldnir í Gamla Bíói og hefjast kl. 7. e.h. Átta af nemendum Maríu munu koma fram á tónleikun- um og allir syngja einsöng, fjögur lög hver. Þetta eru fimm stúlkur, (fjórar sópranraddir og ein sópran colorature) og þrír karlmenn: bassi, hár baryton og tenór. Þetta verða fyrstu opin- beru nemendatónleikar frú Maríu. Fallegar raddir í viðtali við blaðamenn í gær, sagði María, að hér væru til mjög fallegar raddir og merki- legt hve góðum árangri mætti ná miðað við allar aðstæður. Hún sagði að nú væru um það bil 20 nemendur hjá sér en margir á biðlista. f allt kvaðst hún hafa kennt um fjörutíu manns meira eða minna í þau Framhald á 7. síðu Thorolf Smith. seta og er ætlunin, að bókin komi út f októbermánuði n.k. Verður þetta allstór bók. á fjórða hundrað baðsíður og að auki prýdd um 100 myndum. Verzlunin London opnar nýja dömu- deild í dag I dag opnar verzlunin London nýja dómudeild að Austurstræti 14, þar sem raftækjaverzlunin Hekla var áður til húsa. Gerðar hafa verið gagngerðar endur- bætur á húsakynnum og hefur Birki h.f. annast innréttingu sem er hin smekklegasta. Eigandi verzlunarinnar er Ketill Axels- son en verzlunarstjóri verður Fanney Helgadóttir. Þama verður á boðstólum alls- konar kvenfatnaður að skóm undanteknum. Hið nýja verlun- arhúsnæði eru 50 ferm. og er verzlunin þá orðin alls 130 ferm. Hin uphaflega dömudeild London við Pósthússtræti verður tengd þessari verzlun og verður inn- angengt á milli þeirra, svo og verzlunarinnar í kjallara húss- I dömudeild London verðui allt kapp lagt á að hafa til- búinn innfluttan fatnað . FÍB sýnir fræisiumyndir um umferðamál s Samla Bíói Fyrir rúmum fjórum árum benti Félag íslenzkra bifreiða- eigenda á að umferðarslys væru mikið og vaxandi vandamál í þessu þjóðfélagi og þörf á margháttuðum ráð- stöfunum til þess að draga úr þeim. Ein slík ráðstöfun er fræðsla um umferðarmál. því mestur hluti slysanna or- sakast af vangá og vankunn- áttu bifreiðarstjórans' sjálfs, en með fræðslu um þessi mál er talið fullvíst, að unnt sé að ná verulegum árangri og eru kvikmyndir einhvert bezta fræðslutækið. Félag ís- lenzkra bifreiðaeigenda hefur áður efnt til kvikmyndasýn- inga um umferðarmál við mjög góðar undirtektir og að- sókn félagsmanna og annarra, sem átt hafa þess kost að sækja þessar sýningar. Nú er ákveðið að efna til fræðslusýninga er verði með nokkuð öðrum hætti en áður, einkum að því leyti að auk umferðarmyndanna verða sýndar myndir um tæknileg efni. Bifreiðaeigendum verð- ur þar gef; kostur á að Iæra á mjög anðveldan og auðskilinn hátt ýms atriði i sambandi við vél bilsins og starfsemi hans. Skýringartext- ar á islenzku verða með öll- um tæknimyndunum. Slik fræðsla stuðlar að auknu ör- J"Sgi, og veitir bifreiðaeig- endum möguleika á auðveld- ari og hagkvæmari nýtingu á tækjum þessum. Tæknimynd- irnar hefur félagið fengið Iánaðar hjá Iðnaðarmálastofn- un íslands og kann það stofn- uninni beztu bakkir fyrir. Sýningar þessar verða i Gamla Bíói laugardagana 22. og 29. febrúar. í da<g verða sýndar tvær umferðarmynd- ir, önnur sýnir aðferðir, sem beita skal við akstur í hálku, af ísingu, snjó eða á sleipum vegi, en hin fjallar um um- ferðarvandamál á fjölförnum leiðum. Tæknimyndirnar verða tíu stuttar myr.dir og verða nmm beirra sýndar fyrri 'augardaginn. en fimm hinn síðari, hver tæknimynd tekur tæpar tiu minútur; vilj- um við því vekja atbygli íé- lagsmanna á því að til þess að sjá allar tæknimyndirnar er nauðsynlegt að sækja kvikmyndasýninnnrnnr bóða laugardagana. Kvikmyndasýningar þessar eru fvrst og ■f-"°mst ætlaðar fyrir félaV'”- nn. en utanfé- Iagsm'i'inum verður einnig gefinn kostur á að sjá mynd- irnar eftir bvi íem húsrúm leyfir. FlB flytur beztu þakk- ir til þeirra aðila, sem veitt hafa aðstoð í sambandi við þessar sýningar, viljum við einkum nefna tryggingafélö-g- in, Iðnaðarmálastofnunina brezka sendiráðið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.