Þjóðviljinn - 22.02.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.02.1964, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. febrúar 1964 N6ÐVIUINN SÍÐA 5 HANDKNA TTlllK IDAC í dr t verður fyrri landsleikurinn í handknattleik við Bandaríkjamenn og hefst hann kl. 4 síðdegis í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli. Eins og fyrr hefur verið frá greint, er þetta fyrsti hand- knattleikslandsleikurinn innan- húss sem háður er hér á landi. 1950 var háður landsleikur v:ð Finna utanhúss í Reykjavík og varð jafntefli. Alla aðra lands- leiki sína, 17 að tölu, hafa ís- lenzkir handknattleiksmenn leikið erlendis, þar af 9 í heimsmeistarakeppni. Af þess- um 18 landsleikjum hafa ís- lendingar unnið 3 en tapað 13 en tveir urðu jafntefli. Landslcikir karla Ár Staður Lönd Úr*Iit Aths, 15.2 1950 Lundi ísland—Svíþjóð 7:15 19.2 1950 Kaupmannahöfn Island—Danmörk 6:20 23.5 1950 Réykjavík ísland—Finnland 3:3 27.2 1958 Magdeburg Island—Tékkósl. 17:27 H.M. 1.3 1958 Magdeburg ísland—Rúmenía 13:11 H.M. 2.3 1958 Magdeburg ísland—Ungvl. 16:19 H.M. 12.3 1958 Oslo Island—N or egu r 22:25 < 9.2 1959 Oslo Island—Noregur 20:27 12.2 1959 Slagelse Island—Danmörk 16:23 14.2 1959 Borás ísland—Svíþjóð 16:29 1.3 1961 Karlsruhe Island—Danmörk 13:24 H.M. 2.3 1961 Wiesbaden Island—Sviss 14-12 H.M. 5.3 1961 Stuttgart Island—Tckkósl. 15:15 H.M. 7.3 1961 Essen ísland—Svíþjóð 10:18 H.M. 9.3 1961 Homberg Island—Frakkl. 20:13 H.M. 13.3 1961 Essen Island—Danmörk 13:14 H.M. 16.2 1963 París Island—Frakkl. 14:24 19.2 1963 Bílbao Island—Spánn 17:20 Eftirtaldir menn hafa leildð oftast í landsliði: Gunnlaugur Hjálmarsson. Í.R. 15 leiki. Ragnar Jónsson, F.H. 15 leiki. E'nar Sigurðsson, F.H. 14 leiki. Karl Jóhannsson, K.R. 13 leiki. Birgir Björnsson, F.H. 12 leiki. Karl G. Benediktsson, Fram 11 leiki. Hjalti Einarsson, F.H. 11 leiki. Sólmundur Jónsson, Valur 9 leiki. Hermann Samúelsson, l.R. 8 leiki. Pétur Antonsson, F.H. 8 le'kir. Alls hafa 41 leikmaður leik- ið í landsliðinu í handknatt- leik. 1 liðinu, sem leikur gegn Bandaríkjamönnum í dag, eru tveir nýliðar: Hörður Kristins- son, Ármanni, og Sigurður Einarsson, Fram. Svíar unnu Rússa Rússar unnu Svía Svíar og Sovétmenn háðu tvo landsleiki í handknattleik nú í vik- unni. Svíar unnu fyrri leikinn — 23:16 en Rússar þann seinni — 25:20. Fyrri leikurinn fór fram í Stokkhólmi á þriðjudag, og unnu Svíar með allm klum yf- irburðum, en sænsk blöð segja að munurinn á liðunum hafi þó ekki verið eins mikill og markatalan. Bezti maðurinn á vellinum var Svíinn Kjell Jarlenius, sem skoraði 4 mörk. Rolf Almkvist skoraði 5 mörk, Gösta Karlsson 4 og Lennart Karrström 4. Sovézka liðið þótti harla misjafnt í þessum leik. Bezt- ir voru Tsertzdase, sem skor- aði 4 mörk, Usenko 5 og Matsezjinkas. Síðari viðureignin 1 síðari leiknum vonj það hinsvegar Sovétmenn sem hlutu sigurinn — 25:20 (13:9). Usenko skoraði 8 mörk í þess- um ieik og Juri Rezn kov 7. Fyrir Svía skoraði Rolf Alm- kvist 7 mörk og L. Kárr- ström. 5. Um 2000 áhorfendur voru á síðari leiknum. Samanlögð útkoma þessara tveggja leikja verður Svíum hagstæðari — 43:41. Badminton ÚRSUT ÍFIRMA- Þessi mynd er tekin í síðasta landsleik íslendinga, sem háður var gegn Spánverjum fyrir ári. Þá töpuðu íslendingar — 17:20. Hvernig fer í landsleiknum við Bandaríkjamenn í dag? Handknattleikur Unglingalands- liðið prófaí KTPPNI í KVÓLD Á undan síðari lands- leik íslendinga og Bandaríkjamanna í handknattleik, n. k. sunnudag, fer fram leikur milli unglinga- landsliðs og liðú sem nokkrir íþróttafrétta- ritarar hafa valið. Leik- urinn hefst kl. 14,30. Unglingalandsliðið; Jón Breiðfjörð, Val Einar Hákonarson, Víking Viðar Símonarson, fyrirliði Haukum Jón Ágústsson, Val Stefán Sandholt, Val Bergmann Gunnarsson, Val Jón Carlsson, Val Hilmar Björnsson, IC.R. Frímann Vilhjáimsson, Fram Gylfi Jóhannesson, Fram. Umsjónarmaður liðsins er Hjörleifur Þórðarson. „Pressuliðið": Árni Sigurjónsson, ÍR Sigurður Karlsson, Keflavik Gísli Blöndal, KR Sigmundur Þórisson, KR Gunnsteinn Skúlason, Val Rúnar Pálsson, FH Björn Einarsson, KR Þórarinn Ragnarsson, FH Ólafur Friðriksson, fyrirliði, Víking Gunnar Gunnarsson, Víking Georg Árnason, Keflavík Umsjónarmaður liðsins er Þórarinn Eyþórsson. Leikjum frestað Samkvæmt leikskrá fslands- mótsins í handknattleik áttu að fara fram tveir leikir í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik n.k. sunnudagskvöld. Vegna landsleiksins við Bandaríkjamenn verður þessu leikkvöidi íslandsmótsins frest- að, og fara leikirnir þess í stað fram 30. marz. Hér er um að ræða leikina Ármann — Fram og Víkingur — KR. Mikil aðsokn að landsleikjunum Eftirspurn eftir miðum á landsleikina við Bandarikja- menn á laugardag kl. 16,00 og sunnudag ki. 15,30 hefur ver- ið mjög mikil Má búast við að húsfyllir verði í iuróttahúsinu á Keflavíkurílugvelli. I gærkvöld voru nokkrir pentaðir miðar ósóttir, og verða þeir seldir í Bókabúðum Lár- usar Blöndal fyrir hádegi í dag. Ferðir á Keflavikurflugvöll verða frá B.S.Í. og hefjast kl. 14,00 á laugardag og kl. 13,30 á sunnudag. Vegna gfurlegrar umferðar til Keflavíkur er fólki ráðlagt að fara tímanlega af stað. Þeir fá líka OL-verðlaun Verðlaunaregn vetrarolymp- íuleikanna er ennþá ekki stytt upp. Nú er röðin komin að hin- um ýmsu starfsmönnum leikj- anna að þiggja viðurkenningu fyrir unnið erfiði. A .fundi austurrísku rikis- stjórnarinnar nýlega var á- kveðið að veita olympíuverð- laun til skipuleggjenda leik- anna og ýmsra sem hjálpuðu til við framkvæmd þeirra. Tillagan var borinn fram af hermálaráðherranum K. Schl- einzer, sem sá um að þúsundir hermanna voru teknir til þarf- legra starfa, sem sé að flytja snjó í skíðabrautirnar, en það var mikið starf og erfitt. Sækja varð snjóinn á bílum til Italíu og síðan að jafna honum í brautimar. Firmakeppni Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur stendur yfir um þessar mundir. Alls taka um 110 fyrir- tæki þátt í keppninni. Eins og áður er keppnin út- sláttarkeppni og falla þau fyr- irtæki úr, sem tapa leik. Hafa úrtökuleikir verið leiknir að undanförnu. og eru nú eftir 16 fyrirtæki ósigruð. Fer úr- slitamót fram í dag kl. 15.30 í íþróttahúsi Vels. Keppnin er með forgjafarsniði og eru leik- ir því mjög tvísýnir. Verður spennandi að fylgjast með keppninni í dag, en keppt er um fagran silfurbikar, sem sigurfyrirtækið fær nafn sitt letrað á og hefur í vörzlu sinni til næstu firmakeppni. Þá fær s:gurfyrirtækið silfur- bikar til eignar, svo og einnig það fyrirtæki, sem nær 2. sæti í keppn'nni. Núverandi hand- hafi farandbikarsins er Samlag skreiðarframleiðenda. Þessi fyrirtæki eru nú ósigr- uð og keppa til úrslita í dag: Ivornelíus Jónsson, verzlun, Völundur h.f., timburverzlun, Herradeild P&Ó, Málning h.f.. Veitingahúsið Naust, L. H. Möller, P. Jónsson & Co., Prentsmiðjan Oddi h.f., Sæl- gætisgerðin Víkingur, Pétur O. Nikulásson, umboðs og heild- verzlun, S. Árnason & Co.. Byggingávörur h.f., Vinnufata- gerð Islands h.f., O. V. Jó- hannsson & Co., Sjóvátrygg- ingafélag íslands h.f., Hús- gögn Co. Handknattleiksdómarar á fundi hjá Knudsen Danskí handknattleiksdómarinn Knud Knudsen hefur haldið tvo umræðufundi með íslenzkum hand- knattleiksdómurum síðustu dagana. Knudsen mun dæma landsleiki Islcndinga og Bandaríkjanna í dag og á morgun. Hann er í hópi kunnustu a Iþjóðadómara í handknattleik, m.a. dæmdi hann úrslitaleikinn í síðustu hcimsmeistarakeppni milli Rúmena og Tékka, cn þeim Ieik lauk mcð sigri Rúmena. Aformað er að Knudsen haldi enn einn fund á morgun meö handknattleiksdómurum, og vonandi hafa handknattleiksdómarar okkar g ott af Itynnum við svo reyndan og viðurkennda* J dómara. Myndin er tekin á fyrsta fundi Knndsens ,.I. fimmtudagskvöld. (Ljósm. Bj. Bj >.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.