Þjóðviljinn - 22.02.1964, Blaðsíða 8
g SlÐA
MÓDVILIINN
Myndin var tekin við flutning olíumálsins í Hæstarétti,
j
!
Hér fer á eftir fyrri hluti níunda kafla dóms-
ins, en hann fjallar um bókhaldsbrot; síðari
hluti kaflans verður birtur á morgun. Líður
nú að lokum þessarar dómsfrásagnar.
IX.
Bókhaldsbrot.
IÁður er gerð grein fyrir
• viðskiptareikningi Olíu-
félagsins h.f. nr. 6079 hjá
Esso Export Corporation.
Hinn dómkvaddi endurskoð-
andi málsins, Ragnar Ólafs-
son, segir í skýrslu sinni, að
hvorki reiknings 6079 né
færslna, sem færðar vora á
hann, er getið í bókum Olíu-
félagsins h.f. Stóð þetta á-
stand frá stofnun reiknings-
ins árið 1955 fram á árið
1959, er tekið var til að bóka
birgðirnar hjá Olíufélaginu
h.f. Er þetta allt rakið áður.
Um ábyrgð stjórnar Olíufé-
lagsins h.f. vísast til þess,
sem segir i kafla VII um á-
byrgð stjórnarinnar. Þar eð um
viðskiptin, sem um reikning
6079 fóru, var ekki getið í
bókun Olíufélagsins h.f. hafa
ákærðir Haukur Hvannberg,
Jóhann Gunnar. Helgi Þor-
steinsson, Skúli Thorarensen,
Ástþór Matthíassbn, Jakob
Frímannsson og Karvel ög-
mundsson gerzt brotlegir við
7. gr., sbr. 19. gr. 1. nr.
62/1938 um bókhald og 262
gr. hegningarlaga.
2 1 skýrslu endurskoðand-
• ans greinir frá því, að
í bókum Oliufélagsins h.f. sé
reikningur á nafni skrifstofu
Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga í New York. Voru
færðar nokkrar færslur á
hann árið 1953 og 1958. Eng-
ar af þeim færslum, sem
færðar voru á reikningi Olíu-
félagsins h.f. hjá skrifstofu
Sambandsins í New York, og
áður hefur verið gerð grein
fyrir, eru færðar á þennan
reikning skrifstofunnar hjá
Olíufélaginu h.f. Svo sem áður
er fram komið, hafði ákærð-
ur Haukur nokkur afskipti af
reikningi Olíufélagsins h.f.
hjá skrifstofunni og því bar
honum ásamt ákærðum Jó-
hanni Gunnari, að sjá svo
um, að færslumar, sem getið
var á reikningnum. væru
færðar á reikningi skrifstofu
Sambandsins hjá Olíufélaginu
h.f. Með þessari vanrækslu
hefur ákærður Haukur og á-
kærður Jóhann Gunnar brot-
ið gegn 7. gr., sbr. 19. gr. 1.
nr. 62/1938 og 262. gr. hegn-
ingarlaga.
3a. og b. I skýrslu endur-
• skoðandans er gerð grein
fyrir færslum þeim. sem
færðar voru af viðskipta-
reikningi Hins íslenzka stein-
olíuhlutafélags, 4137, hjá
Esso Export Corporation, inn
á reikning 4138 hjá sama
fyrirtæki. Ekki er færslna
þessara getið í bókhaldi Hins
íslenzka steinolíuhlutafélags.
Þá eru ekki færð í bókhaldi
Hins íslenzka steinolíuhluta-
félags þau viðskipti, sem
reikningur 4138 ber með sér,
svo sem kaupin á tækjunum
vegnk Keflav.flv.viðskiptanna
o.s.frv. Er þetta allt rakið
áður. Ákærður Haukur var
hér að verki og ber hann
því ábyrgð á, að vanrækt
var að færa þessi viðskipti.
Með þessu atferli hefur á-
kærður Haukur brotið gegn
262. gr. hegningarlaga og 7.
gr. sbr. 19. gr. 1. nr. 62/1938.
C) Áður getur um það,
hvernig farið var að því að
skjóta undan þessum $ 4 þús-
und, er mánaðarlega
runnu inn á re:kning 4138:
lítbúnir voru tveir reikning-
ar vegna dollaraviðskiptanna
v'ð varnarliðið yfir hverja
mánaðarlega innheimtu. Var
annar $ 4000.00 lægri en hinn.
Þessi lægri reikningur gekk
til bókhalds Hins íslenzka
steinolíuhlutafélags. Hinn fór
til Esso Export Corporation,
er innheimti hann, lagði inn
á reikning 4137 og af þeim
reikningi færði síðan yfir á
4138.
Með þessum hætti var bók-
hald Hins íslenzka steinolíu-
hlutafélags vísvitandi rang-
fært að staðaldri frá júní
1953 til að blekkja með í
lögskiptum. Var þetta gert.
samkvæmt fyrirlagi ákærðs
Hauks Hvannbergs.
Með þessari háttsemi hefur
ákærður Haukur brotið gegn
158. gr. alm. hegningarlaga
og 7. gr., sbr. 19. gr. 1. nr.
62/1938.
D) I skýrslu endurskoð-
andans greinir frá því, að á
árunum 1952 til 1955 hafi
verið færðar í bókhaldi Hins
íslenzka steinolíuhlutafélags
átta greiðslur, samtals að
fjárhæð $ 47291.18. Sam-
kvæmt fyrirlagi ákærðs
Hauks Hvannbergs voru
greiðslur þessar ýmist látnar
heita flutningsgjald, greiðsla
fyrir skoðun á eldsneyti (,,fu-
el-inspection’’) eða greiðslur
til amerískra verktaka á
Keflavíkurflugvelli (Metcalfe-
Hamlton-Smith-Beck). Ekki
voru neinar kvittanir til fyr-
ir greiðslum þessum, enda er
það viðurkennt af ákærðum
Hauki, að það sem raunveru-
lega átti sér stað var, að
gre'ðslur þessar voru settar
inn á reikning Hins íslenzka
steinolíuhlutafélags hjá skrif-
stofu Sambandsins í New
York. þaðan sem peningar
voru tekn’r út, eftir þörfum
í því skyni að bera fé á
menn. Hefur áður verið gerð
grein fyrir þessari frásögn á-
kærðs Hauks um ..hagsmuna-
fé” í kaflanum um fjárdrátt-
inn.
Hér hefur vísvitandi verið
rangfært bókhaldið til að
blekkja með í lögskiptum og
hefur ákærður Haukur því
gerzt brotlegur við 158. gr.
hegningarlaga og 7. gr. sbr.
19. gr. 1. nr. 62/1938.
Eins og ákæruskjalið
• greinir undir þessum lið
er ákærðum Hauki gefið að
sök að hafa vanrækt að láta
færa í viðskiptareikning
skrifstofu Sambands íslenzkra
samvinn-ufélaga í New York
hjá Hinu íslenzka steinolíu-
hlutafélagi fjöldann allan af
færslum.
Þessi ákæruliður er byggð-
ur á athugunum endurskoð-
andans í málinu. Áður hefur
verið greint frá því, að i bók-
um Hins islenzka steinolíu-
hlutafélags væri reikningur á J
nafni skrifstofu Sambands ís- ■
lenzkra samvinnufélaga í
New York. Reikningur þessi |
var opnaður 1949 og byrjað. J
á sömu færslu og reikningur |
Hins íslenzka steinolíuhluta- ^
félags hjá skrifstofu Sam- I
bandsins í New York. Debet- ^
færslurnar, sem vanrækt var ^
að færa í bókum Hins ís- k
lenzka steinolíuhlutafélags, en ^
gengið höfðu um reikninginn k
í New York. námu samtals "
$ 139.711.55 fyrir tímabiíið |
1950 til 1958.
Fjöldi þessara færslna var |
28. Á sama tíma voru færð- ^
ar færslur, sem námu samtals ^
$ 22.706.56. |
Kredit-færslurnar, sem J
vanrækt var að færa yfir |
sama tímibil voru að fjölda ^
til 48 og námu samtals $ I
140.513.93. en færslur, sem k
bæði voru færðar á reikning-
inn hjá Hinu íslenzka stein- fe
olíuhlutafélagi og skrifstofu 'I
Sambandsins í New York b
námu á sama tíma $ 9.573.04. ®
Þessi vanræksla ákærðs g
Hauks varðar við 262. gr. J
hegningarlaga og 7. gr. sbr. ■
19. gr. 1. nr. 62/1938.
a og b). Aður hefur ver- k
o ið gerð grein fyrir ráð- J
stöfun'nni á þeim $ 145.000.00, É
sem Olíufélagið h.f. var látið J
lána Sambandi íslenzkra |
samvinnufélaga. Samkvæmt k
skýrslu endurskoðandans hef- I
ur verið vam’ækt að bóka í k
bókhaldi Olíufélagsins h.f. ^
þetta lán til Sambandsins ár- k
ið 1954 og ennfremur þegar ^
lánið var endurgreitt í þrennu k
lagi árið 1956. Ákærðum Jó- ^
hanni Gunnari, sem fram- k
kvæmdastjóra Olíufélagsins "
h.f. og ákærðum Hauki, sem ■
pórkúruhafa fyrir Olíufélag- J
ið h.f. og framkvæmdastjóra ■
Hins íslenzka steinolíuhluta- C
félags, sem hafði með dollara- \
viðskiptin að gera fyrir bæði w
félögin, bar að sjá um, að |
færslur þessar væru færðar. k
Þessi vanræksla varðar því ^
ákærða refsingu samkvæmt k
262. gr. hegningarlaga og 7. ^
gr. sbr. 19. gr. 1. 62/1938. k
Þyrílvængjur
Framhald af 4. síðu.
haldið uppi lengur eða skemur.
Óvissa nokkur ríkir því í flug-
samgöngum til Vestfjarða. En
þar við bætist, að fjölmörg
byggðarlög á Vestfjörðum eiga
þess enga von sökum land-
þrengsla, að flugvellir verði
nokkum tíma byggðir í ná-
grenni þeirra. Þeirra þörf fyrir
flugsamgöngur verður því
aldrei leyst með öðru móti en
með þyrilvængju.
Það sem hér hefur verið
sagt um Vestfirði, á í flestum
tilfellum einnig við um Aust-
firð:
Nú kynni einhverjum að
þykja það óþarflega stórt í
sniðum að kaupa tvær þyril-
vængjur — ein mætti duga til
að gera slík tilraun. Og verður
því ekki neitað, að víst væri
það til bóta og spor í rétta
átt. Eftir það værum vér Is-
lendingar þó ekki á slíku bón-
bjargarstigi á þessu sviði gagn-
vart setuliðinu sem bKfi.rr
verið á til þessa,
Yfirburðir þyrilvæng,, .
Annars er slík reynsla þegar
fengin utanlands og innan af
þyrilvængjum, að tilrauna er
ekki lengur þörf með þessi
farartæki. Þeirra miklu yfir-
ourðir eru í því fólgnir að
þurfa enga flugvelli. Og þeir
yfirburðir eru nær ómetanleg-
ir í okkar strjálbyggða fjalla-
landi. — Verð 11 manna þyrlu
er ámóta og meðalfiskibáts.
Takmörkun þeirra er hins veg-
ar minni flughraði en annarra
flugvéla. Þó verða þyrlumar
nú óðfluga miklu hraðfleygari
en verið hefur til þessa. Til
dæmis keypti danska land-
helgisgæzlan nýlega tvær þotu-
byrlur (jet-helicopter). og eru
þær sagðar miklu hraðfleygari
,e venjulegar þyrlur.
Hraðinn sk ptir þó ekki
’mestu máli fyrir okkur. Hitt
er aðalatriðið, að þyrlur koma
að gagni við ýmisleg skilyrði,
bar sem engum öðrum flug-
vélum verður við komið. Þess
vegna geta íslendingar raunar
ekki án þess verið að eiga þyr-
ilvængjur. Og þó að ein væri
stórum betri en engin, þá er
sannleikurinn sá, að helzt
byrfti að kaupa þrjár þyril-
vængjur samtímis; eina stað-
setta á Vestfjörðum, aðra á
Austfjörðum og hina þriðju
staðsetta hér suðvestanlands.
Með því væri stórt skref stig-
:ð í öryggismálum vorum, land-
helgisgæzlan efld og þær um-
bætur orðnar í samgöngumálum
dreifbýlisns. sem geta ekki
orðið að veruleika með neinum
öðrum hætti.
------------——--- Laugardagur 22. febrúar 1964
Frumvarp um ferðamál
Framhald af 4. síðu.
Fyrsti kafli frumvarpsins
fjallar um almennar ferða-
skrifstofur. Efni hans er fyrst
og fremst skilgreint í hugtak-
inu ,,ferðaskrifstofa”, um heim-
ild til þess að reka ferðaskrif-
stofu og skilyrði þess að sú
heimild sé veitt. Er kafli þessi
algert nýmæli, þar á meðal það
ákvæði, að setja þurfi trygg-
ingu fyrir leyfi til reksturs
ferðaskrifstofu. Þetta ákvæði er
sameiginlegt með öllum þeim
fyrirmyndum að lögum um
ferðamál í öðrum löndum, sem
nefndin hefur haft til hliðsjón-
ar.
Um ferðamálaráð og sjóð
Annar kafli frv. fjallar um
ferðamálaráð, hlutverk þess og
hvernig það skuli skipað, en
fjórði kaflinn fjallar um ferða-
málasjóð, hlutverk hans og
stjóm.
Um efni þessara kafla hafa.
áður verið flutt frumvörp á
Alþingi, þ.e. frv. til laga um
ferðamál og landkynningu,
sem flutt voru af alþingismönn-
unum Gunnari Thoroddsen,
Magnúsi Jónssyni, Sigurði
Bjarnasyni og Jóhanni Haf-
ste'n á árunum 1954—1955, en
náðu eigi fram að ganga. Sam-
kvæmt þeim fiximvörpum
skyldi ferðamálaráð taka við
1 stjórn og rekstri Ferðaskrif-
stofu ríkisins, en í þessu frv.
1 er gert ráð fyrir að hún starfi
áfram á sama hátt og nú.
1 fjórða kafla frv. er að finna
ákvæði um ferðamálasjóð. Hér
er einnig um nýmæli að ræða,
en hugmyndina er hins vegar
að finna í frv. frá 1954, sem
áður getur, þótt hlutverk sjóðs-
ins sé verulega breytt frá því,
sem þar var ráð fyrir gert.
Samkváemt meðfylgjandi frv.
skal ferðamúlasjóður hafa það
eitt hlutverk að veita stofnlán
gegn ákveðnum skilyrðum til
byggingar gisti- og veitinga-
húsa í landinu. Til hans skal
árlega veita eigi lægri upphæð
en eina milljón króna á fjár-
lögum, en heimilt er honum að
taka lán með ríkisábyrgð, að
fengnu samþykki ráðherra, til
þess að endurlána vegna stofn-
kostnaðar gisti- og veitinga-
húsa. í fjárlögum þessa árs,
13. gr. F, XI, er veitt ein millj.
króna í þessu skyni.
Einkaréttur felldur niður
1 þriðja kafla frv. er skil-
greint, hvert vera skuli hlut-
verk Ferðaskrifstofu ríkisins.
Um hana hafa gilt lög nr. 33,
1. febr. 1936, en þeim var
breytt í nokkrum atriðum með
lögum nr. 20. 12. marz 1947.
Samkvæmt lögunum frá 1936
hafði Ferðaskrifstofan ein rétt
til þess að hafa með höndum
móttöku erl. ferðamanna, en
heimilt var þó ráðherra að
leyfa erlendum ferðaskrifstof-
um, sem áður höfðu starfað
hér á landi, að hafa umboðs-
menn hér á landi.
Meginrökin fyrir einkarétti
til handa Ferðaskrifstofunni
voru þau, að ella væri hætta
á óeðlilegri samkeppni um við-
skipti við erlenda ferðamenn,
sem meðal annars gæti komið
fram í því, að þeim yrði veitt
lakari þjónusta en efni stæðu
til, að tiltölulega fáir menn
hefðu reynslu af þeim störf-
um, sem unnin eru á almenn-
um ferðaskrifstofum, og að
ferðamannastraumur erlendra
manna til landsins væri enn
eigi svo mikill, að til skipta
væri fyrir margar ferðaskrif-
stofur. Að því er varðar tvennt
hið síðartalda. hefur mikil
breyting orðið á síðustu árum.
Upp hafa ris’ð ferðaskrifstofur,
sem skipulagt hafa fjölmarg-
ar ferðir til útlanda, og starfs-
menn þeirra öðlazt nokkra
reynslu. Ferðamannastraumur-
inn vex nú hröðum skrefum
og gistimöguleikar hafa aukizt
verulega, bæði með byggingu
nýn-a hótela og með því að
gerð hafa verið veruleg átök til
nýtingar skólahúsnæðis. Að
öllu þessu athuguðu er talið
tímabært að einkaréttur Ferða-
skrifstofunnar verði afnuminn,
en jafnframt gerðar strang-
ar kröfur til hæfni forstöðu-
manna almennra ferðaskrif-
stofa og þess freistað að tryggja
hagsmuni hinna fjölmörgu við-
skiptamanna slíkra ferðaskrif-
stofa, með skyldu til setningar
tryggingarfjár. Eru allir þeir
aðilar sem lagt hafa hönd á
plóg um samningu frv. þessa
sammála því meginefni þessa
frumvarps. sem hér um r?eðir.
Mun það og mála sannast, að
Ferðaskrifstofa ríkisins hafi
eigi haldið fast á þessum einka-
rétti sínum hin síðari ár.
Af niðurfellingu einkaréttar
Ferðaskrifstofu ríkisins sam-
kvæmt framansögðu leiðir það,
að veruleg útfærsla verður á
starfsemi annarra þeirra ferða-
skrifstofa sem hér hafa risið
upp á s. 1. árum.
Til nýmæla í þessum kafla
frv. má einnig telja, að gert
er ráð fyrir föstu framlagi á
fjárlögum til landkynningar, ó-
háðu rekstursafkomu Ferða-
skrifstofunnar í heild. Þar er
einnig það nýmæli upp tekið,
að Ferðaskrifstofa ríkisins skuli
vinna að hagnýtingu skólahús-
næðis í ríkisskólum til gisti-
halds og annars reksturs í
þeim, að fengnu samþykki
ráðherra. Ennfremur er það
nýmæli í hlutverki Ferðaskrif-
stofunnar, að hún vinni að
því í samvinnu við ferðamála-
ráð, að stofnuð verði ferða-
málafélög í þeim bæjum og
byggðarlögum, sem ferða-
menn sækja öðrum fremur, svo
og stuðla að útgáfu leiðarlýs-
inga fyrir innlenda og erlenda
ferðamenn. Að öðru leyti er
svo ráð fyrir gert, að Ferða-
skrifstofa ríkisins starfi á sama
hátt og hún hefur gert sam-
kvæmt lögum nr. 33, 1. febr.
1936, með öllum réttindum og
skyldum almennra ferðaskrif-
stofa öðrum en leyfi til rekst-
ur og setningar tryggingarfjár.
Tilboð óskast
I nokkrar fólksbifreiðar. Ennfremur Jeppabifreið
og Dodge Weapon bifreið, er verða sýndar í Rauð-
arárporti, mánudaginn 24. þ.m. kl. 1—3.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5
sama dag.
Sölunefnd varnarliðseig'na.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta, á efri hæð og rishæð húseignarinnar
nr. 31 við Skaftahlið, hér í borg, þinglesin eign Guð-
"úargar Guðmundsdóttur. fer fram á eigninni sjálfri
niðvikudaginn 26 febrúar 196) k' 'm/? s:gdegjs
Borgarfógetaeinbaettið í Reykjav:k.