Þjóðviljinn - 26.02.1964, Side 2

Þjóðviljinn - 26.02.1964, Side 2
2 BlÐA .........■■--------------------------------- - HÓÐVILIINN 10 þúsund kr. fyrir Ijósmynd Ljósmyndasamkeppni Almenna bókafélagsins um Reykjavíkur- myndir fór þannig: Hæstu verð- laun, 10.000,00 krórrur, hlaut Rafn Hafnfjörð; 158 myndir bár- ust og hlutu fimm þátttakendur 9 verðlaim, sem veitt voru. Síðastliðið haust efndi Al- menna bókafélagið til verðlauna- samkeppni um beztu ljósmyndir frá Reykjavík. Var það gert til undirbúnings nýrri myndabók um Reykjavík, sem aetlunin er að gefa út í náinni framtíð og bætist í hóp fyrri landkynning- arbóka félagsms, en nýjust þeirra bóka er nú „Eldur í Öskju*, sem út kom á sl. sumri og hefur vakið mikla athygli hér og erlendis. f ljósmyndasamkeppninni tóku þátt 32 einstaklingar, bæði at- vinnuljósmyndarar og áhuga- menn, og bárust frá þeirri 158 ljósmyndir, þ.e. 71 svart-hvít og 87 litmyndir. Margar myndanna voru mjög athyglisverðar og vel Rithöfundar Framhald af 12. síðu. Loks flutti Benedikt frá Hof- teigi ítarlegt erindi byggt á at- hugunum sínum og skoðunum varðandi fyrstu byggð á Islandi, en þær niðurstöður hefur hann birt í bók sinni „Islendu", sem út kom á sl. ári. Urðu nokkrar umræður um erindi Benedikts að því loknu, enda efnið einstætt í sinni röð. Var gerður góður rómur að öllum þeim atriðum. sem þama komu fram, og hús- fyllir á fundinum. Er gert ráð fyTir að efna til annars sam- bærilegs fundar rithöfunda og almennings við tækifæri. Félagsfrœði Framhald af 12. síðu. aðar, í heild í bókinni...J lok hvers aðalkafla eru verkefni úr umhverfi og daglegu lífi nem- enda, einkum ætluð til þess að gera kennsluna líflegri og fjöl- breyttari. f bókarlok eru nokkr- ar leiðbeiningar til nemenda, þar sem reynt er að glæða sjálf- stætt námsstarf þeirra og hvetja þá til að temja sér skynsamleg vinnubrögð og góðar námsvenj- ur. Prentun bókarinnar annaðist Prentsmiðja Hafnarfjarðar hf. teknar, en . vonbrigðum olli þó, hve takmarkaðar svart-hvítu myndimar voru. Leiddi það til þess, að dómnefnd keppninnar taldi eigi fært að veita 1. verð- laim í þeim flokki, en keppnin var tvískipt. Verðlaun hlutu þeir, sem nú skal greina: Litmyndir 1. Rafn Hafnfjörð, Tunguv. 40; fyrir yfirlitsmynd tekna úr lofti, hitaveitugeymar á Öskjuhlíð fremst en síðan séð yfir hin nýju hverfi í austurhluta borg- arinnar og til fjalla. 2. 5.000,00 krónur: Stefán Nikulásson, Stigahlíð 36; fyrir mynd frá höfninni vestan Ægis- garðs. Þrenn aukaverðlaun, 1.000,00 króna verðmæti í AB-bókum hver: Gunnar Hannesson, Miklu- braut 7, tvenn verðlaun (skreið á trönum við sólarlag og Garð- ur í vetrarskrúða); Rafn Hafn- fjörð (Jólaljós í fjölbýlishúsa- hverfi). Nýlega er Iokið í borginni Novosibirsk í Síberíu fimleikakeppni Asíuþjóða. Rúmlega 200 þátttakendur voru í keppni þessari. í einstaklingskeppni kvenna sigraði þessi föngulega stúlka, sem myndin er af. Hún heitir Nina Postnikova og er frá Novosibirsk. Hér sést hún í æfingum á slá. Ráðherrann og sannleikurinn Benedikt Gröndal birti fyrir nokkrum dögum for- ustugrein um sannsögli Guð- mundar 1. Guðmundssonar utanríkisráðherra og taldi hana hafa sannazt sérstak- lega í sambandi við land- helgismálið. Við skulum rifja upp staðreyndirnar. 6. febrúar 1961 bar Lúðvík Jó- sepsson fram fyrirspurn um það á þingi, hvort það væri rétt hermt í enskum blöðum. að utanrikisráðherrar Bret- lands og Islands hefðu náð samkomulagi um landhelgis- málið í viðræðum sírtum fyr- ir jólin. Guðmundur 1. Guð- mundsson svaraði orðrétt: „I þessum viðræður, kom ekki fram nein tillaga, cða neitt tilboð af Islands hálfu um lausn málsins og höfnm við heldur ekki síðar sett fram neina siíka tillögu”. 1 fram- haldí bessari skýlausu yf- irlý , tilkynnti ráðherrann síðan Alþingi Islendinga að um landhelgismálið væri ekk- ert nýtt að segja. Þremur vikum síðar — 27. febrúar 1961 — var undanhaldssamn- ingurinn við Breta lagður fyr- ir Alþingi Islendinga. 5. marz 1961 birti Benedikt Gröndal — maðurinn sem nú skrifar ieiðara um sannsögli utanrík- isráðherrans — grein í Al- þýðublaðinu, þar sem hann rakti ýtarlega aðdraganda landhelgissamningsins og fjallaði sérstaklega um fundi utnrikisráðherranna dagana fyrir jólin. Benedikt Gröndal sagði orðrétt; ,,Tveir síðari fundír voru haldnir í utan- ríkisráðuneytinu í Downing Street, og á þessum fundum varð til sú lausn deilunnar sem nú er fjallað um.” 'Þann- ig höfum við orð Benedikts Gröndals — mannsins sem samdi leiðarann — fyrir því, að Guðmundur I. Guðmunds- son utanríkisráðherra hafi farið með vísvitandi ósann- indi á Alþingi íslendinga 6. febrúar 1961, hann hafi raun- ar verið með samninginn í vasanum þegar hann tilkynnti þingheimi að ekkert væri um málið að segja. Nú kynnu menn að vilja segja að ekki sé Benedikt Gröndal sjálfur þvílikt sann- leiksvitni að orð hans nægi til áfellisdóms um skaphöfn Guðmundar 1. Guðmundsson- ar. En eitt vitni enn hefur gefið sig fram. Þegar forsæt- isráðherra Bretlands, sir Alec Douglas Home, kom hingað til lands 9. febrúar s.l. sagði hann orðrétt við blaðamenn að sögn Morgunblaðsins: „Ég á mjög ánægjulegar endur- mínningar um samstarf okk- ar Guðmundar I. Guðmunds- sonar, því að við leystum landhelgísdciiuna milli Bret- lands og Islands.” Utanríkis- ráðherrann sem Guðmundur I. Guðmundsson ræddi við í Lundúnum fyrir jólin 1960 var einmitt sá sami Alec Douglas Home. Benedikt Gröndal segir í leiðara sínum að frásagnir um sambúð Guðmundar 1. Guð- mundssonar við sannleikann séu „persónulegar svívirðing- ar.” Persónuleg er sú gagn- rýni ein sem beinist að einka- málum manna, og skýrslur utanríkisráðherra á þingi eru sannarlega veigamikil opin- ber málefni. Hitt er rétt hjá Alþýðublaðinu að Guðmund- ur 1. Guðmundsson hegðar sér ævinlega eins og utan- ríkismál Islands séu einka- mál hans. — AuStri. I ! * k I í I ti I Svart-hvttar myndlr 1. 7.000.00 krónur. Ekki veitt. 2. 3.000.00 krónur Kristján Magnússon, Unnarbraut 28, Sel- tjamamesi; fyrir mynd frá sin- fóníuhljómleikum. Þrenn aukaverðlaun, 1000.00 króna verðmæti í AB-bókum hver: Haukur Kristófersson, Silf- urteig 3 (Vetur í Reykjavíkur- höfn); Stefán Nikulásson, tvenn verðlaun (Rauðmagakaup í Skerjafirði og Drengur að leik við Tjömina). Var dómnefnd sammála um ofangreindar verðlaunaafhend- ingar, enda þótt ýmsar fleiri myndir kæmu töluvert til álita — og munu einhverjar þeirra væntanlega verða birtar í áður- nefndri myndabók AB um Rvík. — 1 dómnefnd áttu sæti þeir Guðmundur W. Vilhjálmsson 'ögfræðingur og Sigurður Magn- 'sson blaðafulltrúi, auk fulltrúa rá Almenna bókafélaginu. Við -nat á myndunum var í senn l ekið tillit til efnis þeirra og uppbygggingar frá listrænu sjón- armiði, en samkvæmt reglum keppninnar skyldu myndirnar sýna einhverja þá þætti, sem telja mætti einkenn- andi fyrir Reykjavík — höfuð- borg Islands — og næsta ná- grenni hennar, vöxt borgarinnar og viðgang eða daglegt líf og störf í henni. Ekki er enn fullákveðið, hve- nær hin nýja myndabók um R- vík kemur út, en nú að ljós- myndakeppni þessari lokinni verður undinn bráður bugur að frekari undirbúningi. Olíumálið Framhald af 8. síðu. laun, að fjárhæð kr. 65.- 000.00. Ákærður Jóhann Gunnar Stefánsson, Helgi Þorsteins- son, Skúli Thorarensen, Ástþór Matthíasson, JakO'b Frimannsson og Karvel ög- mundsson greiði in solidum málsvamarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ásmundssonar, hrl., að fjár- hæð kr. 55.000.00. Ákærður Vilhjálmur Þór greiði málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns, Svein- bjamar Jónssonar, hrl., að fjárhæð kr. 25.000.00. Á- kærðir greiði einnig annan kostnað af sökinni, þar með talin málssóknarlaun skip- aðs sækjanda, Ragnars Jónssonar hrl. að fjárhæð kr. 80.000.00, þannig: Ákærður Haukur greiði 5/10 hluta kostnaðarins, á- kærður Jóhann Gunnar 2/10 hluta, ákærðir Helgi, Skúli, Ástþór, Jakob og Karvel greiði in solidum 2/10 hluta, og ákærður Vllhjáhnur 1/10 hluta. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Gunnar Helgason. Guðmundur Ingvi Sigurðsson. Stœrri býli Framhald af 1. siðu. þeirri meðalstærð búa sem af- urðaverð landbúnaðarvara er nú miðað við. 43 milijónir. Til þess að svo megi verða, en auka ræktun það þarf bygg- sagði ræðumaður, þarf meira ingar og aukin bústofn. Lúðvík minnti á að hann hefði nú bor- ið fram breytingartillögu við frumvarpið þess efnis, að ríkis- sjóður leggi fram á þessu ári allt að 43 milljónir króna, eins og gert var til framleiðn'aukn- ingar hraðfrystihúsanna, til að j stækka smábý’in í landinu þann- j ig að stefnt verði að því að ekkert bú á landinu verði undir j meðalstærð í dag. I Miðvikudagur 26. febrúar 1964 Asvallagötu 69. sími 33687, kvöldsimi 33687. TIL SÖLU: 3 herb. íbú'ð í nýlegu stein- húsi við Njálsgötu. Stór stofa, tvö svefnherb. Suð- ursvalir. 3 hæð. Lúxushæð í Safamýri. Verður seld fullgerð. Mjög glæsilegar innréttingar. Bílskúr. 3 herb. íbúð í háhýsi við Kleppsveg. 4 herb. efri hæð við Haga- mel. 4 herb. í risi ásamt snyrtiherbergi. Hagstætt verð. 5—6 herbergja glæsileg- hæð í háhýsi. Tvær lyft- ur. Tvennar svalir, bíl- skúrsréttindi. Övenju fall- egt útsýni út yfir sjóinn. 4 hcrb. íbúðir í Hlíðahverfi og á Teigunum. lBtÍÐIR 1 SMIEtUM I MIKLU ÚRVALI. Höfum kaupanda að 2ja herbergja nýlegri íbúð. Utborgun 3—400 þús. Höfum kaupanda að ein- býlishúsi í smíðum. Aðeins stórt hús kemur til greina. Höfum kaupanda að stórri íbúð Utborgun allt að 1.000.000.00 kr. Matareitrun Framhald af 1. síðu. en karlmenn og seinna að ná sér eftir veikina. H4,raðslæknir- inn telur mestar líkur til að eitrunin stafi af súrmat og kom í Ijós, að einn gestanna, sem Veiktist í hófinú neytti aðeins af súrmat, hval og súrum svið- um. Sýnishom hafa þegar verið send til Rannsóknarstofu Há- skólans hér í Reykjavík til frekari rannsóknar. Ekkert al- varlegt tilfelli hefur komið fyr- ir og sjóndepran mun lagast eft- ir því sem frá líður. íbúðir tíl söíu í fasteignasölunni. Tjarnargötu 14. 2ja herb. íbúð á hæð við Hringbraut. 2ja herb. íbúð á hæð við Ljósheima. 2ja herb. íbúð á hæð við Hjallaveg. Bflskúr fylgir. 2ja herb. íbúð í risi við Moegerði. 2ja herb. íbúð í kjaflara ! við Hörgshlíð. 3ja herb. fbúð á hæð við Stóragerði, nýleg fbúð. Herbergi fylgir i kjallara. 3ja herb. íbúð á hæð í stein- húsi við Hverfisgötu. Tvö herbergi fylgja í risi. 3ja herb. ibúð í kiallara í nýlegu húsi við Bræðra- borgarstíg. Sér hiti. Dyra- sfmi. — 96 ferm. fbúð. 4ra herb. íbúð á hæð f steinhúsi við Lokastíg. Laus til íbúðar strax. 4ra herb, ríshæð f timbur- húsi við Hrisateig. Bflskúr fylgir. Sér hiti. Sér inn- gangur. 4ra herb. flníðir á hæðum við Silfurtún og Kirkiu- te’g. Bflskúr fylgir báðum fbúðunum. 5 herb. efri hæð f Hlíðun- um. Bílskúr fylgir. 5 herb. ný og glæsileg íbúð á hæð við Asgarð. Sér hitaveita og sér þvotta- herb. 5 herb. íbúð á 2. hæð við Rauðalæk. Sér hiti. 5 herb. fbúð á 2. hæð við Kleppsveg. 6 herb. fbúð á 1. hæð 1 enda í sambyggingu við Háaleitisbraut. Ibúðin selst t'lbúin undir tréverk. Aflt sameiginlegt verður full- ger;. Hagstætt verð. 3ja ’ierb. nýstandsett oa nýmáluð fbúð á 4. hæð við Hringbraut. Latis til fbúðar strax, Fallegt ,,dtr.;. .. sýni. Finbvlishús i smfðum vfð Bröttubrekku, Ægisgrund | oi Lindarflöt. Sérstaklega | skemmtilegt hús. Sann- j gjamt verð. Fasteignasalan j Tjamargötu 14 Simar: 20625 og 23987. VONDUB F m i0 tSjgyxpórJónsson Jfafhaætmti h- Tæknifræðingur Þýzkmenntaður rafmagnstæknifræðingur með stúdentspróf frá Verzlunarskóla íslands óskar eft- ir atvinnu. Tilboð merkt „Tæknifræðingur“ send- ist blaðinu fyrir 3. marz n.k. Útsalan heldur áfram í dag, á lítið gölluðum brjósta- höldum og magabeltum. Lífstykkjabúðin h.f. Skólavörðustíg 3. # i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.