Þjóðviljinn - 26.02.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.02.1964, Blaðsíða 5
▼ ▼ Miðvikudagur 26. febrúar 1964 ÞfóÐVILIINN SlÐA Skíðafélag Reykjavíkur ÁRA FRUMHERJI ÐAfÞRÓTTARINNAR Skíðafélag Reykjavíkur varð 50 ára 26. febrúar s.l. Skíðafélagið er brautryðjendafélag skíða- íþi’óttarinnar hér á landi, en aðalhvatamaðurinn að stofnun þess var L. H. Miiller kaupmaður. Stofnendur vcru samtals 30. ungir og vaskir Reykvíkingar, sem síðar urðu þekktir íþrótta- menn. Aðalhvatamenn að Körfuknattleiks* keppni í kvöld Keppni í körfuknatt- leik milli úrvalsliðs Reykjavíkur og úrvals- liðs Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli hefur staðið yfir í vet- ur og lýkur henni í kvöld í íþróttab. Kefla- víkurflugvallar. Alls hafa þessi lið keppt fjóra leiki í vetur og hefir vart mátt á milli sjá, hvort lið'ð er sterkara. Islenzka liðið hefir þó haft yfirhöndina, sigrað í þremur leikjum af fjórum. Sem dæmi um hörkuna í þessum leikjum, má geta þess að fyrsta íeunnn unnu Banda- ríkjamenn eftir framlengdan leiktíma, okkar menn unnu léik á Kétláv^Íkurflugvelli með stigatölunni 83:82 og síðasta leikinn sem fram fór á Háloga- landi vann íslenzka úrvalið 56:53. Allir hafa þessir leikir verið vel leiknir og skemmtilegir. Glæsilegur verðlaunagripur. Varnarliðsmenn hafa gefið glæsilegan verðlaunagrip, sem sigui-vegaranum í þessari keppni verður afhentur við hátíðlega athöfn að leik loknum í i- þróttahúsinu á Keflavíkurflug- velli á miðvikudagskvöldið. Aðgangur fyrir Islendinga Körfukn attleikssambandið hefur fengið leyfi til að selja •Jr Svíar og Norðmenn háðu landskcppni í hástökki inn- anhúss um síðustu heigi. Cr- slit urðu þessi í flokki full- orðinna: 1) Kjell Ake Nils- son (S) 2,11 m.. 2) Stickan Pettersson (S) 2,02 m. og 3) Odd Sandvik (N) 1,94 m. Drengjaflokkur: 1) Stein Slett- en (N) 2,05 m. (norskt innan- hússmet) 2) Bo Jonsson (S) 1,94 m. Sovézka meistaraliðið í knattspymu, Dynamo frá Moskvu, mun keppa fjóra Ieiki á Norðurlöndum meðan Krjústjoff forsætisráðherra verður í he'msókn í þessum löndum 1. júní til 1. júlí n.k. Markmaður Hðsins er hinn heimsfrægi Lev Jasín. Dyn- amo mun kcppa í Kaup- mannahöfn Arósum, Stokk- hólmi og Osló. Franski hlauparinn Mis- hel Jazy. ein helzta olpmpíu- von Frakka í ár, setti ný- lega heimsmct í 3000 m. hl. inítanhúss — 7.57,2 mín. aðgang að þessum leik á Kefla- víkurflugvelli. Verða aðgöng-j- miðar til sölu í Reykjavík og Njarðvík eftir helgina. Fjöldi aðgöngumiða verður takmark- aður og eru menn því hvattir til að kgupa miða tímanlega. Sölustaðir verða auglýstir í blöðum og útvarpi. Sætaferðir frá Reykjavík Sætaferðir verða á leikinn frá Bifreiðastöð Islands og verður lagt af stað kl. 18.30. Aðgöngumiðar á leikinn gilda sem vegabréf á flugvöllinn frá kl. 19 til 23 leikdaginn. Landsliðið keppir Leikmenn þeir sem keppa við flugvallarúrvalið á mið- vikudaginn hafa allir verið vaidir í landsliðið, sem kepp- ir , fyrir Islands hönd á Polar Gup mótinu í Helsinki 2Ó'.—22. marz n.k. Mun hér gefast sérstakt tækifæri til að sjá lán3sli"5ið keppá’, en liðið mun ekki keppa fleiri opinbera leiki fyrir utanför’na. Unglingakcppnin Á undan þessum leik meist- araflokksliðanna fer fram keppni milli pilta úr 3. fl. ÍR og pilta úr Gagnfræðaskólanum á Keflavikurflugvelli. Lið' þessi hafa mætzt einu sinni áður og sigruðu ÍR-ingar þá eftir höi'kuspennandi leik. Styrktarfélagar K. K. I. Styrktarfélagar KKI fá af- henta miða á leikinn gegn framvísun skírteina í miða- sölunum. stofn-un félagsins, auk L. H. | Múllers. voru þeir Axel V. Tulinius, forseti ISl, Guðmund- ur Bjömsson landlæknir, Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri og Ölafur Björnsson ritstjóri. Strax á fyrsta vetri fjölgaði meðlimum verulega, líklega í nær eitt hundrað. 1 dagblödun-um birtust til- kynningar um ókeypis skíða- námskeið, viðtal við Múller um skíðaferð úr Hvalfirði til Þing- valla, grein um fyrirhugaða skíðabraut í öskjuhlíð o. fl. Einhver skíðamót voru hald- in á næstu árum og t.d. 23. febrúar 1919 er auglýst skíða- mót og er síðasti liður þess: sýning í Þelamerkursveiflu og Kristjaníusveiflu, L. H. Múller. Mót þetta féll þó niður vegna snjóleysis. Þrátt fyrir áhuga Múllers var svo komið árið 1924 að félagsmenn sem ársgjald greiða eru aðeins taldir sjö, þ. e. tveir auk stjórnarinnar. Mun fyrri heimsstyrjöldin, samgöngubann vegna spönsku veikinnar og snjóleysi í ná- grenni bæjarins hafa haft sín áhrif á skíðaunnendur sem aðra, en eftir 1924 verður hér á stórbreyting. Árið 1925 fer Múller hina frækilegu Sprengisandsför sína við fjórða mann. Skíðaferðalög með bifreiðum hefjast fyrir al- vöru og á 20 ára afmæli fé- lagsins eru meðlimir taldir nær 250 og ári síðar 476, þar af 69 ævifélagar. Má vel nefna þessa öru fjölgun meðlima sem annan á- fanga í formannstíð Múllers, en byggingu Skíðaskálans í Hveradölum hinn þriðja. Raunverulegur undirbúning- ur að byggingu Skíðaskálans hefst strax árið 1932 þótt bygg- ingarframkvæmdir hæfust ekki fyrr en 1935, en Skíða- skálinn var vígður 14. sept- ember það ár. Þegar L. H. Múller baðst undan endurkosningu árið 1939, eftir 25 ára og 8 mánaða for- mennsku, varð hinn þekkti ferðagarpur og framkvæmda- stjóri Ferðafélags Islands, Kristján Ó. Skagfjörð, for- maður og er það t’l 1947, en frá þeim tíma hefur Stefán G. HM í handknattleik stefAn björnsson form. Skíðafélags Rcykjavíkur. Björnsson framkvæmdastjóri verið formaður félagsins. Flestir munu meðlimir hafa verið árin ‘43 og ‘44 nær 800, þar af um 100 ævifél., en hefur síðan fækkað í 300—400, enda viðhorfin ólík. þar sem flest íþróttafélögin hafa nú sjálf- stæðar skíðadeildir og sína e'gin skíðaskála. Margir erl. kennarar dvöld- ust hér áður fyrr og kenndu á vegum félagsins á meðan fátt var íslenzkra skíðakennara. Á þeim árum stóð félagið fyrir hverju stórmótinu af öðru, svo sem fyrsta Lands- móti skíðamanna 1937, ,,Thule”- mótunum 1938, 1939 og 1940 og Landsmótinu 1943. Á ,,Thule”-mótinu 1939, sem jafnframt var afmælismót fé- lagsins. var hinn þekkti skíða- kappi Birgir Ruud gestur fé- lagsins. 1 núverandi stjórn eru auk foi’mannsins, Lárus G. Jónsson, 1 Le'fur Múller, Jóhannes Kol- beinsson, Sveinn ólafsson, Brynjólfur Hallgrímsson og , Ragnar Þorsteinsson. íslendittgar mæta Egyptum 6. marz Það mun nú endan- lega útkljáð að það verða Egyptar sem ís- lenzka landsliðið mætir í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Nokkur Afríkuríki háðu for- keppni um réttinn til að keppa á heimsmeistaramótinu í Prag. Svo, var komið að aðeins var eftir að leika úrslitaleikinn, sem átti að vera milli Egypta og Senegal-manna í Vestur- Afríku. Nú flytja erlend blöð þær fréttir frá Alþjóða-handknatt- lekssambandinu að Senegal- menn hafi hætt við þátttöku og Egyptar komizt því án frekara erfiðis í sjálfa heims- meistarakeppnina. Islenzka og egypska liðið mætast til keppni fyrsta dag heimsmeistaramótsins, föstu- daginn 6. marz n. k. Bæði lið'n keppa í B-riðlinum á- samt Svíum og Ungverjum. Við vitum lítið sem ekkert um styrkleika Egypta í handknatt- leik en íþróttin hefur mjög rutt sér til rúms í Arabalönd- unum undanfarið. Búast má við því að Egyptar verði harð- ir í horn að taka, en við veðj- um á okkar menn. Daginn eftir, 7. marz, keppir íslenzka liðið v:ð Svía. Michcl Jesy Fyrra metið átti Siegfriecl Hermann, Austur-Þýzkalandi, — 7.58,7 mín. -A- 16 ára gamall Ástralíu- maður, Ian 0‘Brian að nafni, sctti nýlega beimsmet í 110 jarda bringusundi — 1,08,5 mín. á móti í Sydney. Eldra metið átti Bandaríkjamaður- inn Chet Jastremski og var það 1.1 sek. lakara, sett 1961. O'Brian hafði engan kcppi- naut þegar hann setti mctið. Það er engin furða þótt Ástr- alíumenn telji þennan pilt efnilcgasta olympíuþátttak- anda sinn í Tokíó. ★ Torgeir Brandtzæg varð norskur meistari f skíða- stökki fyrir nokkrum dögum. Brandtzæg varð þriðji i skíðastökki á vetrarolympíu- Icikunum í Innsbruck. Sjálf- ur olympíumeistarinn, Toralf Engan, varð að láta sér nægja annað sætið á norska meist- aramótinu. Engan hcfur að- eins einu sinni orðið Noregs- meistari í 'kíðastökki, það var 1961. utan úr heimi Skautahlaup KNUT J0HANNESEN YARÐ HEIMSM EISTARI Norðmaðurinn Knut Johannesen varð heims- meistari í skautahlaupi, en heimsmeistarakeppn- in fór fram í Helsinki um síðustu helgi. Johannesen var að vonum mjög glaður yfir sigrinum, en þetta mun verða kórónan á löngum og glæsilegum keppnis- ferli hans. Hann kvaðst mundu að vísu keppa á nokkrum stór- mótum enn í vetur, en síðan myndi hann ekki keppa fram- ar. Johennesen sigraði í 5000 m. á olympíuleikunum í Inns- bruck fyrr í vetur. Úrslitin á HM urðu sem hér segir: 500 m. K. Suzuki (Japan) 41.1 sek E. Matusevitsj (Sovét) 42.2 Lo Sín Huan (Kína) 42.5 J. Járvinen (Finnl) 42.6 Vang Ven-Sheng (Kína) 42.7 5000 m. K. Johannesen (Nor) 7.41.3 mín. F. A. Mairer (Nor) 7.42.4 Ant Antson (Sovét) 7.45.1 P.I. Moe (Nor) 7.45.4 R. Liebrechts (Holland) 7.49.6 1500 m. Nils Aaness (Nor) R. Liebrechts Ant Antson Matusevitsj V. Kositjkin (Sovét) 10000 m. K. Johannesen F.A. Mairer Kositjkin Liebrechts A. Antson 2.12.0 mín. 2.12.2 2.12.8 2.12.8 2.13.2 16.06.9 mín 16.16.2 16.17.3 16.20.3 16.24.0 Samanlagt Knut Johannesen (Nor) 182.798 Viktor Kositjik (Sovét 183.706 Rudi Liebrechts (Holl.) 183.642 Eduard Matusev. (Sov.). 183.642 Per Ivar Moe (Nor) 184.717 Norðmaðurinn Nils Aaness, fyrrverandi Evrópumeistari. og Viktor Kositsjkin Sovétmaðurinn Ant Antson, núv. Evrópumeistari, urðu fyr- ir því áfalli að detta í 500 m. hlaupinu, og misstu þeir þar með alla von um heimsmeist- aratitilinn í þetta sinn. Svíinn Jonny Nilsson, sern varð heimsmeistari í fyrra, keppti ekki í þetta sinn. Verkamenn óskast í byggingarvinnu við nýju lögreglustöðina við Snorrabraut. Upplýsingar hjá verk- stjóranum á vinnustað. Verklegar framkvæmdir h.f. Knut Johanncsen )

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.