Þjóðviljinn - 26.02.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.02.1964, Blaðsíða 6
▼ g SÍÐA HOÐVILIIKH Miðvikudagur 26. februar 1964 DR. HEYDE: ,Eí ég tala dreg ég fjölda þýzkra lækna í svaðið" Von Hassel varnarmálaráðherra einn þeirra sem hylmuðu yfir með Heyde. Heyde-málið í Vestur-Þýzkalandi er eitt stórkostlegasta hneykslismál sem upp hefur komið eftir stríð. Það ligg- ur ljóst fyrir, að samsæri hefur verið gert til þess að réttarhöldin yfir hinum svokölluðu „góðgerðamorðingj- um“ verði aldrei haldin. Einn þeirra, dr. Heyde, hengdi sig í fangaklefa sínum fyrir nokkrum dögum og nú er aðeins einn eftir á lífi. Werner Heyde. sem ákærður er fyrir morð á um 100.000 fá- ■vitum, geðveikisjúklingum og ólæknandi sjúklingum, er sá þriðji sem framið hefur sjálfs- morð á st'uttum tíma. Aðeins einn eftir Tveimur dögum áður en Heyde framdi sjálfsmorð kast- aði Friedrich Tillmann sér út um glugga á 8. hæð. Tillmann var forstöðumaður bamaheimil- is og ákærður fyrir fjöldamorð á stríðsárunum. Nýlega framdi einn af yfir- mönnum öryggisþjónustu Er- hards kanslara, Edwald Pet- ers, sjálfsmorð eftir að hann hafði verið handtekinn fyrir stríðsglæpi. Sá eini, sem eftir er af þeim sem ákærðir eru fyrir svoköll- uð euthanasia-morð (það er gríska og þýðir „góður dauö- dagi’’). er dr. Hans Hefelmann frá Miinchen. Hann hefur lokað —------------------------------«> Mótmæli gegn NA TO-afskiptum 600 griskumælandi Kýpurbúar sem búscttir eru í London stofnuðu til niótmælagöngu um götur | borgarinnar gegn afskiptum Atlanzhafsbandalagsins á Kýpur. HöfuSvitninu i sinwvændismáli / New York rutt úr vegi Glæpafélagið ,Cosa Nostra' talið að verki Höfuðvitninu í hneykslismáli sem vakið hefur mikla athygli í New York og skotið mörgum háttsettum mönn- um skelk í bringu hefur verið rutt úr vegi og leikur grunur á að glæpafélagið „Cosa Nostra“ hafi verið þar að verki. Lögreglan fann kolbrunnið lík vitnisins, hótel- eiganda að nafni Edmond Nugent, í logandi bíl hans. Edmond Nugent var 49 ára gamall. Hann var einn af höf- uðpaurunum í símavændishring sem starfaði í Mineola, einni útborga New York á Long Island, en flestar þær konur sem stunduðu vændi á vegum hringsins voru giftar mönnum í góðum og velUaunuðum stöð- um. Leystí frá skjóðunni Þegar upp komst um vænd- ishringinn, bárust böndin fljótt að Nugent. sem átti gistihús í nágrenni Mineola. Hann reyndi að koma sér í mjúkinn hjá lög- reglunni með því að leysa frá skjóðunni og gaf henni upp nöfn kvennanna sem starfað höfðu hjá hringnum og einnig llöfn nær tvöhundruð við- skiptamanna þeirra, sem allir eru sagðir vera kunnir og virt- ir borgarar í Mineola, þar sem einkum búa velefnaðir kaup- sýslumenn, læknar, lögfræðing- ar o.s.frv. Átti að bera vitni Lögreglan hafði ætlað að leiða Nugent sem höfuðvitni í málinu, en framburður hans við rannsókn málsins hefur ekki gildi, fyrst hann getur ekki staðfest hann fyrir rétti. Tveimur dögum eftir að lík Nugents fannst handtók lög- reglan mann að nafni Joseph Napolitano, sem sakaður er um að hafa átt þátt í dauða hans. Rannsókn hafði leitt í ljós að Nugent hafði hvorki dáið af slysförum né hafði hann stytt sér aldur. Hann var látinn áð- ur en eldurinn kom upp í bíl hans. Jafnframt því sem Napolit- ano var handtekinn gaf lög- i reglan í skyn að hún hefði í höndum sannanir fyrir þvi að glæpafélagið „Cosa Nostra" hefði staðið að vændishringn- j um. en víðtæk rannsókn á starfsemi glæpafélagsins stend- ur einmitt yfir í Bandaríkjun- um, eftir framburð eins af leigumorðingjum þess. Joseph , Valachi, fyrir einni af nefnd- um Bandaríkjaþings. Kennedy dómsmálaráðherra hefur fyrir- skipað að hert verði enn á rannsókn þess máls. Tuttugu húsmæður Vitað er með vissu að tutt- ugu húsmæður a.m.k. í Mine- ola voru á vegum vændis- hringstns. Þasr fengu frá 15— 1000 dollara fyrir hvert „stefnu- ! mót“, en greiddu af þvf fé ákveðnar prósentur til for- sprakkanna. 35 ára gömul frá- skilin kona annaðist milligöngu og er talið að hún hafi haft upp úr íjví 30.000 -doQara á ári. sig inni í íbúð sinni og neitar að tala við nokkurn mann. Heilsa hans er afar slæm, og ef hann deyr líka verður ekk- ert af réttarhöldunum. Bernh. Bohne, sem ákærður var fyrir sama glæp og Heyde og Hefelmann, tókst með að- stoð gamalla félaga úr nazista- flokknum að flýja til Suður- Ameriku. Karl Heinz Zinnal, saksókn- ari við réttarhöldin, lét svo um mælt: „Ég get gert mér i hugar- lund, að það séu margir lækn- ar, sem ekki hafa áhuga á, að nöfn sin séu birt eða starf- semi þeirra í þá'gu Þriðja rík- isins.“ Handtekinn f stríðslok Heyde innritaðist i nazista- flokkinn árið 1933 og brátt fékk hann inngöngu í SS. Hann var æðsti yfirmaður f aðgerð- um Hitlers, sem kallaðar voru „euthanasia-aðgerðir”. Þessar aðgerðir voru í því fólgnar, að 100.000 fávitar, geðsjúkir og ó- læknandi sjúklingar voru tekn- ir af lífi annað hvort með gasi eða sprautum, Þetta var gert 1940—41, en 1941 hætti Hitler því vegna þess að fjölda- morð þessi mættu svo harðri gagnrýni m. a. af hálfu mikils- metinna manna innan kirkj- unnar. 1 stríðslok var SS meðlimur nr. 276656, Werner Heyde, pró- fessor f geðlækningafræði f Wiirzburg. Einnig var hann yfirmaður taugadeildar há- skólans. Bandamenn handtóku hann og sat hann nokkurn tíma í fangabúðum. en tókst að flýja úr bifreið sem átti að flytja hann á milli. Dr. med. Sawadc Hann vann um hríð sem garðyrkjumaður í Mönkeberg og dag einn tókst honum að kaupa pappíra með nafninu dr. Fritz Sawade. Út á þessa papp- íra fékk hann passa og flutti til Flensborgar. Saksóknari ríkisins í Frank- furt, dr. Fritz Bauer, hafði þá fyrir löngu sent frá sér hand- tökuskipun og nafnið Heyde var á lista þeirra manna, sem lögreglan hafði lýst eftir. En dr. Heyde var , ekki lengur Heyde, heldur „dr. Sawade". íþróttalæknirínn í Flensborg Það var gamall félagi úr fangabúðunum, sem vísaði' honum á Flensborg. Hann sagði honum, að fþróttaskólinn f Flensborg væri á höttunum eftirlækni. Skólastjórinn, Perr- ey, sendi hann til borgarstjór- ans i Flenzborg, Drews. Heyde hélt því fram við yf- irhevrslumar, að hann hafi sagt borgarstjóranum frá mála- vöxtum, að hann lifði undir fölsku nafni og Bandaríkja- menn leituðu að sér. Drews veitti dr. Sawade stöðuna f desember 1949 og hóf hann nú feril sinn sem íþróttalæknir f landamærabæn- um Flensborg. Hálfu ári síðar leitaði Heyde ásamt konu sinni uppi prófess or Hans Gl&tzel f Flensborg, og skýrði honum frá leyndar- máli sínu. Þótt Glatzel vissi allt um Heyde fór hann með hann til dr. jur. Ernst-Sieg- fried Buresch, þáverandi for- manns tryggi’" í Slés- vfk, og mælti með honum sem geðveikralækni við fylk- isréttiim í Fleitóborg. Dr Hcyde. & Heyde hafði það á tilfinn- ingunni, að Buresch vissi þeg- ar allt um sig. og víst er það, að hann fékk allar nauðsyn- legar upplýsingar um hann síðar. Bréf Glatzel var eitt sinn í heim- sókn hjá Lorenz Bessel-Lorch ^ saksóknara og bað hann þá gestgjafann að fá að líta i listann yfir þá sem lýst var eftir. Hann fékk það og fann nafn Heyde meðal þeirra. Fór hann þá rakleiðis til Burosch og sagði honum alla sólarsög- una. Þann 16. nóvember 1954 kom bréf til Buresch frá fyrrverandi yfirmanni geðlæknadeildarinn- ar í Kiel, prófessor Creutz- feldt. Creutzfeldt hafði nokkr- um vikum áður hitt yfirmann taugadeildarinnar í Wiirzburg, Scheller að nafni, sem skýrði honum frá því, að geðsjúkl- ingamorðinginn Heyde hefði falið sig uppfrá hjá þeim í Slésvík, undir nafninu Sawade. Allt og Sumt Buresch kallaði dr. Sawade á sinn fund, er hann hafði fengið bréfið Dr ^qwade stað- festi að hvert orð væri satt er í bréfinu stóð. en neitaði þó að hafa verið háttsettur í þessum aðgerðum Hitlers. 1 stað þess að láta bréfið fara áfra” til saksnk"ara rík- isins, skrifaði dr. Buresch Creutzfeldt um hæl og sagði honum, að hann yrði að ganga sjálfur í málið, ef hann vildi hreyfa við máli dr. Heydes. Jafnframt ráðlagði hann Heyde að fara frá Slésvík-Holstein. Dr. Heyde gerðist nú óróleg- ur og fór til Witt lögfræðings í Flensborg. Hann skýrði lög- fræðingnum frá því, að hann lifði undir fölsku nafni. Lög- fræðingurinn ráðlagði honum að gefa sig fram, en fór síð- an rakleiðis sjálfur til Creutz- feldt og fékk hann til að að hann hreyfði ekki við þc. j máli. Framhald á 8. síðu. Meðai annarra tíðinda BLINDEZ — Slökkviliðs- maður hér reyndist vera brennuvargur. Hann heitir Gernot Munz og hefur á hann sannazt að hafa stað- ið fyrir þrettán íkveikjum, einkum 1 stórhýsum. Þeg- ar hann hafði kveikt 1, bjóst hann slökkvibúningi sínum heima og skundaði síðan á eldstaðinn. Það var nýfallinn snjór sem kom upp um hann: Slóð skelli- nöðru hans var rakin heim til hans. MEMPHIS — Prófessor í húðlækningum við háskól- ann í Tulane, dr. James Burks, fullyrðir að eftir eina öld eða svo verði all- ir menn sköllóttir, jafnt karlar sem konur. Hárlos færist stöðugt í aukana, enda þjóni höfuðhár ekki lengur neinum tilgangi, heldur sé aðeins til prýði. Tunku Abdul Rahman: Stríi gæti brotizt út hvenær sem er KUALA LUMPUR 24/2 — Tunku Abdul Rahman, forsætis- ráðherra Malasíu, sagði í dag að hvcnær sem væri gæti strið hrotizt út milli landanna í Suð- su»tur-Asíu. Samtímis var skýrt frá því í höfuðborg Malasíu, Kuala Lumpur, að Malasíustjórn hefði beðið stjómir Filipseyja og Ind- ónesíu að taka þegar i stað þátt í viðræðum um samning- inn um vopnohlé á Bomeó, en þar fari ástandið hriðversnandi. Rahman lorsætísraðherra sagði að ef Indónesía héldi áfram fjandskap sínum í garð Malasíu, þá gæti það endað með ósköp- um. Rahman kvaðst ýmsu hafa kynnzt á stiórnmálaferli sínum, en aldrei jafn óábyrgum mönn- um og réðu ríkjum handan Malakkasunds. Það var haft eftir háttsett- um embættismönnum í Djak- arta f dag að þvf aðeins yrði hægt að koma i veg fyrir að í odda skærisf. að þeir Súkamo, Macapagal, forseti Filipseyja, og Rahman hittist. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.