Þjóðviljinn - 26.02.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.02.1964, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. febrúar 1964 HÓÐVILIINN SÍÐA iskveiðiráðstefnan kemur saman á morgun LONDON 25/2 — Fiskveiðiráðstefnan kemur saman á nýjan leik í London í fyrramálið. í þetta sinn verður end- anlega gengið frá samningum, en þegar ráðstefnan kom saman í janúar var gengið frá samningsuppkasti, sem all- ir aðilar undirrituðu, nema Norðmenn og íslendingar. Danir undirrituöu með fyrirvara með tilliti til Færeyja og Grænlands. Haft er eftir fréttamanni NTB, að markaðs- málin verði á dagskrá. Á morgun kemur fiskveiðiráð-' stefnan saman á nýjan leik eft- ir tæpra tveggja mánaða hlé. Þegar henni var sliti-ð í janúar s.l. hafði verið gengið frá samn- ingsuppkasti, sem allar þjóðir á ráðstefnunni féllust á nema Nor- egur og Island. Danmörk undir- ritaði uppkastið að því er snerti fiskveiðilögsögu Danmerkur sjálfrar, en undanskildi nýlendur sínar Færeyjar og Grænland. Markaðsmálin Sá kvittur komst á kreik, þeg- ar ráðstefnan stóð yfir í janúar, að Norðmönnum hefði verið boðnar ýmsar ívílnanir, ef þeir féllust á að undirrita uppkast- ið, sem Bretland og Efnahags- bandalagið lögðu fram. Þetta uppkast var f þv£ fólgið, að gamla tilíagan, sem borin var upp á Genfarráðstefnunni um 6+6 mílna fiskveiðilögsögu er tek;n upp með þeim breytingum, að þær þjóðir, sem frá fomu fari hafi sótt á viss mið mega halda áfram að veiða inn að 3 mílum. Þótt Norðmenn geti ekki fellt sig við þetta uppkast er ekki loku fyrir það skotið, að þeir undirrituðu samninginn, ef þeir fengju viðunandi lausn á mark- aðsmálunum. Fréttamaður norsku fréttastofunnar NTB segir, að markaðsmálin verði á dagskrá ráðstefnunnar, sem hefst á morgun. Telur hann ólíklegt, að Norðmenn geti fallizt á neina málamiðlunartillögu og afsali sér þannig hluta fiskveiðilög- unnar. Námuslys í Sovét MOSKVA 25/2 — Skýrt var frá því í Prövdu í dag, að fjöldi manns hafi beðið bana við sprengingu er varð í kolanámu í Vorkúta, nyrst í Sovétríkjun- um. Árið 1959 varð einnig slys við þessa námu og var þá námu- stjóminni stefnt fyrir rétt. Stjórnin sendi aðstandendum hinna látnu samúðarskeyti í dag. Ný vitneskja um áhrif reykinga STOKKHÓLMI 25/2 — Hópur vísindamanna í Svíþ’jóð hefur undanfarið unnið að rannsóknum á því hvað verði um nikótínið í reyknum eftir að það er komið út í líkam- ann. Þeir hafa m.a. komizt að því, að nikótínið er horfið algjörlega úr líkamanum eftir 20—25 mínútur. SS-morðingjar fyrir rétti. Undanfamar vikur hafa mörg réttarhöld yfir str íðsglæpamönnum úr hcimsttyrjöldinni síðari farið fram í Vestur-Þýzkalandi. Síðast hófust réttarhhöld í Brunswick yfir nokkrum SS-foringjum. Myndin er frá réttarhöldunum og i fremstu röð frá vinstri eru Walter Dunsch og Walter Borns- chauer. Aftan við þá eru Kurt Wegener, Ilans- Walter Nenntwich og Franz Magill. Butler á afvopnunarráðstefnunni: Mikill hluti nikótínsins fer til heilans, þegar menn reykja. Hins vegar hverfur það mjög fljótt þaðan aftur. Eftir 20—25 mínútur er nikótínið horfið og þörfin fyrir að reykja orðin söm. Af þessari ástæðu taka margir upp á því að keðjureykja. Alþjóðaráðstefna Um þessar mundir er í Stokk- Vestur-Þjóðverjar métmæla nýjum þrælalögum. SÞ gegni stærra hlutverki við friðargæzlu hólmi saman komin alþjóðleg ráðstefna, sem hefur áhrif tó- baksreykinga á dagskrá sinni. Á ráðstefnunni gerðu þeir Carl G. Schmitelöw prófessor og að- stoðarmaður hans, Eskils Hans- son, grein fyrir niðurstöðunum á rannsóknum sínum, en það voru þeir, sem gerðu þessa upp- götvun. Höfðu þeir auk þess komizt að því, að nikótínið fer boðleið nið- ur í magann, þar sem það leys- ist upp í magasýrunum einum 5 mínútum eftir að reykurinn er tekinn. Líkaminn veitir eitrinu þegar í stað mótspyrnu og fljót- lega klofnar eiturefnið og verð- ur óskaðlegt. Reykíngar og hjartveikl Bertil von Ahn, sem lagt hef- ur stund á tengslin milli reyk- inga og hjartaveilu, gerði einnig grein fyrir árangri sínum á ráð- stefnunni. Sagðist hann hafa komizt að því, að verkur fyrir brjósti geti stafað af ofnæmi fyrir tóbaki. Maður, sem reykir mikið getur fengið verki, sem hlezt minna á hjartakrampa. Hins vegar stafi verkur þessi ekki frá hjartanu, en líklegast sé, að reykurinn erti á einhvem hátt hjartataugarnar og valdi eins konar hjartakrampa. Fólk í flestum,- bæjum Vestur-Þýzkalands hefur mótmælt frum- varpi stjórnarinnar í Bonn, sem miðar að því að veita henni enn meira svigrúm til þess að bæla niður alla mótspyrnu. I mörgum borgum voru mótmælaaðgerðirnar bannaðar — og þurfti ekki nýju Iögin til. Þessi mynd er frá Essen. Öryggisráð kem- ur saman í kvöld NEW YORK 25/2 — öryggis- ráðið kemur saman á ný seint í kvöld til að ræða Kýpurmálið. Haft er eftir meðlimum ráðsins, að samningum hafi ekkert mið- að áfram síðan ráðið kom saman síðast. Fyrstur á mælendaskrá er fulltrúi Marokkó í ráðinu og síðan mun utanríkisráðherra Kýpur taka til máls. Einnig kemur til greina, að U Þant framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna taki til máls. Bretar eru nú famir að búa sig undir kosningamar. Butler utanríkisráðherra lagði í dag fram tillögu á af- vopnunarráðstefnunni í Genf. Talið er, að hún sé einn liður í kosningabaráttunni. Leggur hann aðaláherzlu á, að þáttur Sameinuðu þjóðanna í varðveizlu heimsfrið- arins aukist. Tillaga í 9 liðum ! tillögunnar er, að Sameinuðu Áætlunin. sem lögð var fyrir Þjóðirnar öðlist nýtt hlutverk í dag er í 9 liðum. Aðalinntak I við gæzlu heimsfriðarins. 58 manns farast / flugslysi í USA ATLANTA 25/2 — Bandaríska flugfélagið Eastern Air- lines skýrði frá því í morgun, að farþegaflugvél með 53 manns um borð hafi hrapað og vonlaust sé taliö, að nokkur hafi sloppið lifandi. Þetta var þrýstiloftsflugvél af^- gerðinni DC-8 og í eign Eastern Airlines. Vélin hafði verið að hefja sig til flugs frá New Orleans, þegar hún skyndilega hrapaði niður í Pontshartrain- víkina. 1) Að afvopnunarráðstefnan komi betri skriði á málin. 2) Að nýjar tillögur komi fram um eftirlit með að ráð- stöfunum til afvopnunar verði framfylgt. 3) Tillögur um alþjóðlegt gæzlulið. 4) Athugunarstöðvar í löndum Atlanzhafsbandalagsins og Var- sjárbandalagsins. 5) Algjört bann við tilraun- um með kjarnavopn. 6) Bann við dreifingu kjama- vopna og upplýsingum um þau. 7) Víðtækari notkun kjarn- orku í friðsamlegum tilgangi. -8) Fjöldi eldflauga verði tak- markaður. 9) Vissar gerðir vopna verði eyðilagðar. Eins og sjá má af þessari upp- talningu kom fátt nýtt fram i þessari tillögu Breta enda mun hún ekki hafa átt að þjóna frið- inum einum saman. Tsarapkín fulltrúi Sovétríkj- anna ásakaði Butler fyrir að sökkva sér um of niður í tækni- leg smáatriði og hvatti ráðstefn- una til þess að láta ekki verða hlé á störfum, enda væri tími naumur. Rusk enn með hót- anir í garð Kúbu Hún var á leið frá Mexico City til New-York og hafði við- komu í New Orleans. 9 mínút- um eftir að hún hóf sig til flugs frá flugvellinum í New Orleans rofnaði sambandið við vélina og , _ , „ . ^ hún sást ekki íengur í ratsjánni.,herra Bandankjanna helt i dag ræðu um stefnu Banda- í fiugvéiinni var 51 farþegi og ríkjanna í utanríkismálum. Beindi hann máli sínu að- WASHINGTON 25/2 Dean Rusk utanríkisráð- 7 manna áhöfn. Þyrilflugmaður, sem sveimaði yfir víkinni kom auga á flakið þar sem það lá dreift yfir vatnsflötinn. Ekkert er vitað um orsök slyssins og mun vélin hafa sprungið annað hvort í loftinu, eða þegar hún snerti yfirborð sjávarins. allega gegn Kúbu, en minntist ekkert á orðróminn, sem barst frá Washington um, að Bandaríkin undirbúi skæruhernað í Norður-Víetnam. Utanríkisráðherran bar fram þungar ásakanir í garð Breta og annarra þjóða, sem verzla við 25% afsláttur — 25% afsláttur Vegna nýrra gerða af svefnherbergis-húsgögnum seljum við næstu daga eldri gerðir með 25% afslætti. SKEiFAN KJÖRGARÐI Sími 16-975. NÚ ER TÍMINN ----til þess að endurnýja gömlu húsgögnin. Tökum að okkur hvers konar bólstrun. MIKIÐ ÚRVAL ÁKLÆÐA. Bólsturverkstæði Skeifunnar. Kúbu. Sagði hann, að þetta kæmi í veg fyrir tilraunir hins frjálsa heims til þess að hindra óheillaþróunina í Suður-Amer- íku. Kvaðst Rusk mjög uggandi um ástandið í Suður-Ameríku og þá sérstaklega í Venezúela. Aðeins bráðabirgðastjórn Rusk lagði á það mikla á- herzlu, að Bandaríkin myndu aldrei breyta um stefnu gagn- vart Kúbu „á meðan stjórn Kastrós haldi áfram að ógna ör- yggi og jafnvægi frjálsra ríkja á vesturhveli jarðar". Þar að auki liti Bandaríkjastjóm á stjórn Kastrós sem bráðabirgða- stjórn. «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.