Þjóðviljinn - 26.02.1964, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.02.1964, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞJÓÐVILIINN Miðvikudagur 26. febrúar 1964 Dr. Heyde Framhald af 6. síðu. Heyde var nú öruggur um sjálfan síg og gaf sig ekki fram. Enda fékk hann brátt stöðu sem réttarlæknir í Slésvík. Þegar hann starfaði þar gekk sá orðrómur fjöllunum hærra, að hér væri stríðsglæpamaður á ferð, en ekkert var þó gert í málinú. Það er sannað. að báðir æðstu yf'rmenn hans höfðu fengið bréf um hver maðurinn væri. 5. nóvember 1959 barst yfir- irvöldunum bréf um, að vera kynni, að dr. Sawade væri sá hinn sami og dr. Heyde, sem lýst var eftir og ákærður var fyrir að hafa tekið þátt í drápi á 60.000 manns í ýmsum vit- firringahælum á árunum 1940—‘41. Þegar lögreglan kom til að sækja dr. Heyde var hann slopp'nn. Einn af kunningjum hans hafði aðvarað hann í tæka tíð. Viku síðar, 12. nóv- ember 1959, gaf Heyde sig fram við lögregluna í Frank- furt. Hylmað yfir glæpinn Sá sem skýrði yfirvöldunum frá hver Heyde væri í raun og veru hafði lengi vitað um það. Og raunar var hópurinn, sem þetta vissi, ótrúlega stór. Til dæmis kom hann til gamals kunningja úr fanga- búðunum. dr. Dietrich Ostert- un, og sagði honum upp alla söguna. Ostertun þessi var fyrr- verandi SS-foringi. Þegar hringt var í hann, til þess að biðja um meðmæli með Heyde, eitt sinn er jörðin brann und- ir fótum hans, lét hann ekki þar við sitja að lýsa því yfir, að Heyde væri fyrsta flokks læknir, heldur þaut til Kiel og grátbændi Heigl þenna, sem svo síðar ljóstraði upp um Heyde, ,.sem liðsforingja úr fyrstu heimstyrjöldinni að láta ekki félaga Heyde falla.” Blaðamaður nokkur, Hoff- mann að nafni. skýrði frá því, að Kai-Uwe von Hassel núverandi varnarmálaráðherra hafi verið einn þeirra, sem vissi hvar dr. Heyde var n'ður- kominn. Hann fór hins vegar frekar flatt á þessari ósvífni, því að von Hassel stefndi hon- um fyrir að bera á sig róg og vann málið. Hoffmann var dæmdur til , að greiða 2000 marka skaðabætur. Dómurinn skyldi síðan birtast í 6 dag- blöðum. Konan stundaði svindl Frú Erika Heyde, sem bjó i Munchen meðan mað-jr henn- ar var læknir í Flensborg, hafði þrátt fyrir að hún hitti mann sinn reglulega, verið svo frek að sækja um ekknastyrk. Þegar hneykslið upplýstist hafði hún þannig svikið út 65.000 þýzk mörk. Hún var dæmd í eins árs fangelsi. Stórstúkan Framhald af 7. síðu. á aldrinum 18-21 árs og geti það ekki leitt til annars en mjög aukinnar áfengisneyzlu þeirra. 6. Þessarr breytingartillögur eru efalaust til bóta. Virðingarfyllst f. h. framkvæmdanefndar Stórstúku Islands I.O.G.T. Ólafur Þ. Kristjánsson (sign.) Kjartan Ólafsson (sign.) Sveinn Helgason (sign.) Erfið sambúð milli Japans og Formósu TAIPEH 24/2 — Yoshida, forsætisráðherra Japans, kom í dag til höfuðborgar Formósu til óformlegra viðræðna við stjórn Sjangs Kajséks vegna erfiðleika í sambúð Iandanna sem stafa af auknum spmskiptum Japana við kíriversku alþýðustjómina. Fram hefur komið í mál- inu skaðabótakráfa á hend- ur á’kærðum Hauki Hvann- berg. Krafa þessi er sett fram af Hinu íslenzka stein- olíuhlutafélagi. Með bréfi, ds. 24. apríl 1962, til dóms- ins tilkynnir talsmaður fé- lagsins, að þar sem fjár- dráttur, sem ákærðum Hauki er gefinn að sök í ákæiu, hafi að langmestu leyti beinzt að eigum Hins íslenzka steinoliuhluta- félags, hafi Olíufélagið h.f. framselt því félagi rétt sinn til að krefja ákærðan Hauk um endurgreiðslu þess fjár, er hann hefur dregið sér frá Olíufélaginu hf. 1 samræmi við þetta var endanlega krafa- Hins ís- lenzka steinolíuhlutafélags sú, að ákærður Haukur yrði dæmdur til að greiða félag- inu þessar fjárhæðir: 1. $ 178.092.52 2. £ 11.079-11-08 3. Kr. 25.812.42. Endurgreiðslufjárhæðin er byggð á fjárdráttar-ákæru- liðunum. Fyi-irvari var gerð- ur um, að ef dómurinn teldi, að ákærður Haukur hefði skilað félögunum einhvei-ju af því fé’, sem hann teldist hafa dregið sér, lækkaði krafan að sama skapi. Þá var tekið fram, að ef ekki yrði talið unnt að dæma kröfuna með öðrum hætti en í islenzkum krónum, var því haldið fram, að krafan vegna f járdráttar í dollurum yrði reiknuð eftir gildandi kaupgengi fram til 28. maí 1958, kr. 16.26 fyrir hvern dollar. Var því og haldið fram, að dollarafjárdráttur- inn, sem framinn væri eftir 29. maí 1958, hafði farið fram af því fé, sem inn kom fyrir sölu til varnarliðsins. þannig að 29. gr. 1. nr. 33/1958 hafi tekið til þess gjaldeyr- is. Fjárdrátturinn í sterl- ingspundum er reiknaður með kaupgengi kr 45.55 fyr- ir hvert sterlingspund, að því er varðar 31. — 34 lið fjárdráttarákærannar, sam- tals £ 7.504-15-1, en með kaupgengi kr. 70.602,50 að þvi er varðar 31.—34. lið dráttarákærunnar, £ 3.574- 16-07. Loks var gerð krafa um 7 % ársvexti af dæmdum fjárhæðum frá 9. marz 1962, sem er útgáfudagur ákær- unnar í málinu. Með skírskotun til liða 1—3, 5—30 og 35 í fjárdráttar- kaflanum nr. VI hér að framan er talið sannað, að ákærður Haukur hafi dregið sér fé af eignum Hins ís- lenzka steinolíuhlutafélags og Olíufélagsins hf., sem nemur $ 176.492.52. Af þess- ari fjárhæð endurgreiddi á- kærður Haukur í júní 1953, eins og fram kemur i lið 20 í kafla VI hér að framan $ 28.345.00, og eftir að rannsókn málsins hófst í janúar 1959 endurgreiddi hann af reikningi sínum hjá General American & Domini- on Export Corporation $ 3096.98, er hann lét renna inn á reikning 4137, $ 6.698.81, sem hann lét eign- færa á reikning 4138, og loks með bréfi, ds. 3. janúar 1961, sendi hann eftirstöðv- arnar á reikningi sínum hjá General American & Dom- inion Export Corporation, $ 2.724.44, í formi tékka til Hins ísl. steinolíuhlutafélags. Samtals hefur þá ákærður Haukur endurgreitt $ 40.865.23. Samkvæmt þessu á þá Hið íslenzka steinolíu- hlutafélag kröfu á hendur ákærðum Hauki, sem nemur samtals $ 135.627.29. Eins og fram kemur af liðum 1. b., 4., 24, b. og c., í fjárdráttarkaflanum, nr. VI, hér að framan, hefur á- kærður Haukur verið sekur fundinn um fjárdrátt, sem nemur kr. 51.933.42. Ekki hefur ákærður Haukur skil- að nokkru af fjárhæð þess- ari. Hið íslenzka steinolíu- hlutafélag á því kröfu á hendur ákærðum, sem nem- ur kr. 51.933.42. Af liðum 31—35 í fjár- dráttarkaflanum, nr. VI., hér að framan, verður ráð- ið, að ákærður Haukur hafi dregið sér sterlingspund úr sjóðum félaganna, er nemur fjárhæð £ 11.079-11-08. Ekki hefur ákærður Haukur endurgreitt nokkuð af þess- ari fjárhæð. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag á því fjái-kröfu á hendur ákærð- um Hauki, sem nemur nefndri fjárhæð, £ 11.079- 11-08. Með skírskotun til þess, sem að framan er rakið, ber að dæma ákærðan Hauk til að greiða Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi $ 135.- 627.29, kr. 51.933.42, og £ 11.079-11-08, ásamt 7% árs- vöxtum frá 9. marz 1962 til greiðsludags. Dæma ber ákærðan til að greiða allan sakarkostnað þannig: Ákærður Haukur greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Benedikts Sigurjóns- sonar hrl., er þykja hæfilega ákveðin kr. 65.000.00. Ákærður Jóhann Gunnar, Helgi, Skúli, Ástþór, Jakob og Karvel, greiði in solidum þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ásmunds- sonar, hrl, er þykja hæfi- lega ákveðin kr. 55.000.00. Ákærður Vilhjálmur Þór greiði þóknun skipaðs verj- anda sins, Sveinbjarnar Jónssonar, hrl., er þykja hæfilega ákveðin kr. 25.000,- 00. Allan annan kostnað sak- arinnar, þar með talin þókn- un skipaðs sækjanda, Ragn- ars Jónssonar, hrl., er þykja hæfilega ákveðin kr. 80.- 000.00, ber hinum ákærðu að greiða þannig: Ákærður Haukur greiði 5/10 hluta kostnaðarins, ákærður Jó- hann Gunnar greiði 2/10, ákærðir Helgi, Skúli, Ást- þór, Jakob og Karvel greiði in solidum 2/10 og ákærð- ur Vilhjálmur Þór greiði 1/10 hluta. D ó m s o r ð : Ákærður Haukur Hvann- berg sæti fangelsi í 4 ár. Ákærður, Jóhann Gunnar Stefánsson greiði kr. 250- 000.00 í sekt til rikissjóðs, og komi varðhald 12 mánuði í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærðir, Hélgi Þorsteins- son, Skúli Thorarensen, Ást- þór Matthíasson, Jakob Frí- mannssön og Karvel Ög- mundsson, greiði hver um sig kr. 100.000.00 i sekt til ríkissjóðs og komi varðhald 7 mánuði i stað hverrar sektar verði sektirnar eigi greiddar innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærður Vilhjálmur Þór greiði kr. 40.000,00 í sekt til rikissjóðs og komi varð- hald þrjá mánuði í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Stjórn Olíufélagsins hf. greiði f.h. félagsins kr. 29.240.00 í ríkissjóð, ásamt 7% ársvöxtum frá 16. des- ember 1958 til greiðsludags. Stjórn Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags greiði f.h. félagsins kr. 251.586.00 í ríkissjóð, ásamt 7% árs- vöxtum frá 16. desember 1958 til greiðsludags. Ákærður Haukur Hvann- berg greiði Hinu íslenzka steinolíulilutafélagi $ 135,- 627.29, kr. 51.933.42 og £ 11.079-11-08, ásamt 7% árs- vöxtum frá 9 marz 1962 til greiðsludags. Ákærður Haukur Hvann- berg greiði skipuðum verj- anda sínum, Benedikt Sigur- jónssyni, hrl., málsvarnar- Framhald á 2. siðu. Fyrri hluti dómsniðurstaða héraðsdómara voru birtar hér í gær; nú kemur síðari hlut- inn og dómsorð. Á morgun verður hæstarétt- ardómurinn birtur — og er þá olíumálinu lokið. Til glöggvunar fyrir lesendur kvikmyndagagnrýninnar gcfum við hverri kvikmynd einkunn. Hæst gefum við sex stjörnur, en lægst er gefín ein stjarna. STJÖRNUBlÓ: Konungur skop- myndanna (Harold Lloyd). ***** Bandarísk kvik- mjoidalist hefur aldrei náð hærra að mannlegri hlýju og óviðjafnanlegu grini eins og á blómaskeiði þöglu myndanna á öðrum og þriðja áratugnum, þrátt fyr- ir tæknisigra síðar í banda- rískum kvikmyndaiðnaði. Þessi kvikmyndalist reis hæst með kvikmyndum Charlie Chaplin. Aðrir snill- ingar voru einnig á ferðinni og náði Harold Lloyd mikilli frægð á þriðja áratugnum. Harold Lloyd hefur leikið í tvö hundruð og fimmtiu kvikmyndum og er þessi skopmyndasyrpa tekin sem úrval úr níu beztu kvik- myndum hans, sem allar voru skapaðar á þriðja ára- tugnum. Er þetta elskuleg- asta grin, sem lengi hefur sézt á íslenzku kvikmynda- tjaldi. Harold Clayton Lloyd skóp persónu á hvíta tjald- inu á sínum tíma, sem var tákn bandarískrar æsku, — drengurinn með stráhattinn og kringlóttu gleraugun í kostulegum árekstrum við umhverfi sitt. Manngerðin var talin ekki ólík honum sjálfum í daglegu lífi. Eitt hatar hann öðru fremur. Það er trúhræsni samborgara sinna og virðist vera kveikitundrið í list hans. Hann er af skozkum og enskum ættum og fædd- ur í fyl'kinu Nebraska. Móðir hans ætlaði að verða leikkona og var til- neydd að hætta listaferli sinum vegna trúarofstækis foreldra hennar. Faðir hans var kaupsýslu- maður og þekktur sem hermikráka í sínum hópi og talinn svolítið upp á heim- inn. Eftir að Harold Lloyd hvarf frá vettvangi kvik- myndanna hefur hann gefið sig að góðgerðarstarfsemi og rekur meðal annars seytján sjúkrahús fyrir löm- uð börn í Bandaríkjunum. Harold Lloyd hefur fallið fyrir málverkinu og haldið sjálfstæða málverkasýningu. Þá er hann ákaflega hrifinn af hundum og heldur hundasýningar öðru hvoru um þver og endilöng Banda- ríkin, og ekki sízt hef- ur hann fengið þá flugu í kollinn að berjast fyrir upp- gangi handboltaíþróttarinn- ar og er nú líklega dapur þessa dagana eftir burstið við íslendingana um daginn. Kannski setur hann upp hinn fræga svip frá hvita t.jaldinu, þegar hann heyrir fslendinga getið. g.m. KÓPA YOGSBlÓ: Hefðarfrú í heilan dag Leikstjóri og framleiðand': Frank Capra. **** j leikskrá segir, að þessi mynd sé gerð eftir ,,skáldsögu“ Damon Runy- ons. Ekki er það nú alveg rétt, smásaga var það, heill- in. Efnið er í stuttu máli það, að elskulega fordrukk- in eplasölukona hefur eign- azt dóttur utan hjónabands og komið henni fyrir í klausturskóla á Spáni. Síð- an hefur gamla konan helg- að sig drykkjuskap, dóttir- in veit þó ekki annað en allt leiki í lyndi og boðar komu sina ásamt greifa nokkrum sem hún ætlar að giftast. Nú eru góð ráð dýr. Sprúttsali nokkur og vin- kona hans gangast í málið, gamla konan er dubbuð upp í „hefðarfrú i heilan dag“, og þrátt fyrir margvísleg vandkvæði tekst að bjarga öllu við. Dóttirin siglir burtu sæl og ánægð til að giftast greifanum sínum, en það er að sögn Óskars Wilde laun- in, sem litlar og fallegar bandarískar stúlkur hljóta, séu þær góðar og þægar. Efnið er prýðilega til kvikmyndunar falið, og leik- stjóranum Frank Capra hefur tekizt að gera hér bráðskemmtilega mynd. Bette Davis leikur eplakon- una afburðavel eins og við var að búast, Glenn Ford er ágætur í hlutverki sprúttsalans Dabba fína (Dave the Dude). Minni hlutverk eru að heita má öll vel leikin og sum ágæt- lega. Helzti gallmn á myndinni er sá, að hún er óþarflega löng og fullmikið teygt úr lopanum; einnig bregður fyrir nokkurri tilfiningasemi að bandariskum sið, en þó ekki til skaða. Þrátt fyrir þetta getur gagnrýnandinn vel mælt með þessari mynd, það er góða skemmtun og skemmtilega kvöldslund að hafa í Kópavogsbiói þessa dagana. J.Th.H. Ranghverfan á Rómaborg * Nýja Bíó sýnir ítalska sakamálamynd sem mun nokkuð komin til ára sinna. Kona er myrt og ýmsir sem gætu haft hag af dauða hennar og síðan er leitað að morðingjanum — þetta er gömul saga. Myndin er löng og fremur kauðalega byggð upp; geysimikill hluti henn- ar lýsir nokkrum heldur treggáfuðum lögreglumönn- um sem stunda mikinn akstr ur og kapphlaup og önnur læti á eftir ýmsum þráðum málsins. Pietro Germi er leikstjóri og leikur aðalhlut- verkið, Ingravallo lögreglu- mann samvizkusaman og duglegan og allt það (má aldrei vera að því að hitta stúlkuna sína, vegna anna) eins og gerist í slíkum myndum. Claudia Cardinale fer með hlutverk þjónustu- stúlku þeirrar myrtu og hefur farið mikið fram síð- an. Franco Fabrizi leikur þokkalega falslækni einn og dusilmenni. Það var nú það. A. B. tJr myndinni Konungur skopmyndanna, scm sýnd er í Stjömub.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.