Þjóðviljinn - 26.02.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.02.1964, Blaðsíða 12
Launalög fró Alþingi Hús verkamanna og sjómanna * Upplestrarfundur rithöfunda Sunnudag í fyrri viku gékst Rithöfundafélag íslands fyrir al- mennuin upplestrarfundi, sem Miðvikudagur 26. febrúar 1964 — 29. árgangur — 47. tölublað. Tröð. Er formaður, Halldóra B. Bjömsson, hafði sett fundinn og boðið gesti velkomna, tók Stefán Jónsson rith. við fundarstjóm. Eftirtaldir höfundar lásu síðan úr verkum sínum. Guðrún P. Helgadóttir skóla- stjóri las úr hinni vinsælu bók sinni ,,Skáldkonur fyrri alda“, sem kom út sí. haust. Fulltrúi nútímaljóðlistar á fundinum var Jón frá Pálmholti, og las hann nokkur frumsamin ljóð. — Því næst las Sigríður Einars frá Munaðamesi upp úr þýðingu sinni á finnska ljóða- bálkinum „Kalevala", en það féll í hennar hlut að ljúka þýð- ingunni á þvi stórverki að Karli Isfeld látnum. Framhald á 2. siðu Sinfóníutónleikar á næstunni Irski hljómsveitarstjórinn | efnaskrá þeirra tónleika verða Proinnsias 0‘Duinn er kominn m. a. verk eftir Nielsen, Ber- aftur til landsins fyrir nokkr- wald. Sæverud, Wagner o. fl. Verkalýðshreyfingin í Reykja- vík hefur eignazt góðan sama- stað í húsi Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Sjómannafélags Reykjavíkur að Lindargötu 9. ■ Félögin hafa nú flutt skrif- stofur sínar í húsið en unnið er enn að þeim gerbreytingum á húsinu sem breytir þessu fyrr- verandi verksmiðjuhúsi í hin vistlegustu félagsheimkynni reykvískra verkamanna og sjó- manna. um dögum og mun stjórna næstu tónleikum Sinfóníunnar 5. marz n. k. 1 dag og á morgun mun Píanókonsert nr. 3 eftir Beet- hoven verður á efnisskránni 19. marz og einleikari með hljóm- O'Duinn stjóma femum æsku- sveitinni píanóleikarinn Alfred lýðstónleikum sveitarinnar og, Brendel. auk þess aiþýðutónleikum sem1 ___________________________________ fííkisútvarpið gengst fyrir á næstunni. Á tónleikunnm 5. marz verður flutt sinfónía í c-dúr eftir Bizet og sinfónía nr. 7 í d-moll eftir Dvorak. Einsöngvari á tónleik- unum verður norski óperusöng- varinn Olav Eriksen og syngur hann Den bergtekne eftir Grieg og Kung Eriks visor eftir Rang- ström. Æskulýðstónleikamir hefjast síðan aftur í dag og verða tví- teknir í dag og á morgun í Há- skólabiói. Stjómandinn er ODu- inn. Á þessum tónleikum kem- ur fram ungur einle kari á pí- anó. Anna Áslaug Ragnar, dótt- ir Ragnars H. Ragnar á Isa- firði og nemandi hans og Árna Kristjánssonar. Hún leikur til- brigði um stef úr Don Giovanni eftir Mozart. önnur verk á efnisskránni eru forleikur úr óperunni Italska stúlkan í Algier eftir Rossini, Hnotubrjóturinn og lagasyrpa úr Carmen. Alþýðutónleikarnír verða sjálf- stæðir tónleikar og teljast ekki með í tónleikaröð Sinfóníunnar. Stjómandi á þessum tónleikum verður einnig O'Duinri en þar vérða flutt atriði úr ýmsum frægum söngleikjum og munu íslenzkir söngvarar flytja þau með sveitinni. Ekki er enn á- kveðið hvaða dag alþýðutónleik- amir verða haldnir. Bandaríkjamaðurinn Igor Buk- etoff verður nassti stjómandi Sinfóníunnar þ. e. 19. marz og 9. apríl næst komandi. Á verk- ■ Á föstudaginn var voru tekn- ir niður vinnupallarnir utan á húsinu, svo nýja útlitið nýtur sín til fulls. — (Ljósmyndari Þjóðviljans A. K.). Frumvarpið um laun forseta Islands var afgreitt sem lög frá Alþingi í gær að lokinni þriðju umræðu í efri deild. Hækka laun forsetans nú f krónur þrjátíu og fimm þúsund á mánuði og eru skattfrjáls. Auk þess er all- ur kostnaður forseta vegna reksturs embættisins greiddur úr ríkissjóði og hann hefur ókeypis húsnæði, Ijós og hita og er undanþeginn öllum opinberum gjöldum. Þá var frumvarpið um laun Alþingismanna einnig afgreitt sem lög úr sömu deild. Verða laun þingmanns nú krónur ell- efu þúsund á mánuði en áður var greitt dagkaup. Voru bæði þessi frumvörp afgreidd umræðu og breytingalaus. Janúar og febrúar nú í ár hlýrri en dæmi eru um? ■ Þjóðviljinn átti í gær stutt tal við Pál' Bergþórsson veðurfræðing um góða veðrið og sagði Páll þá að allar líkur bentu til þess að janúar og febrúar í ár yrði hlýrri hér í Reykjavík en dæmi eru til um áður síðan hitamæl- ingar hófust hér á landi árið 1847. Það sem af er þessum tveim mánuðum samanlagt hefur með- alhiti þeirra nú verið 3,5 stig og ekki virðast horfur á því að það breyti til kulda næstu daga. Hlýjustu janúar og febrúar sem dæmi eru til um áður voru árið 1929 en þá var meðalhiti þeirra samanlagt tæplega 3 stig. Var veturinn 1929 annálaður fyr- ir vetrarblíðu. Þriðja árið í röð- inni er 1932 en þá var meðal- hiti þessara tveggja mánaða um 2,5 stig. Febrúar 1932 var sá langhlýjasti sem komið hefur í Reykjavík en janúarmánuður var þá aftur á móti kaldari en nú. Þessi mynd er eftir þýzka meistarann Albrecht Durer og nefn- ist „Ungur maður“. Eftirprentanir frá Dresden sýndar hér Næstkomandi fimmtudag verð- ur opnuð sölusýning í Bogasal Þjóðminjasafnsins á eftirprent- unum frá hinu fræga Iistasafni í Dresden. Það er þýzk-íslenzka menningarfélagið, sem að sýn- ingunni stendur. Listasafnið í Drenden, sem þekktara er undir nafninu Zwinger-safnið, er eitt frægasta listaverkasafn heirnsins. Eftir- prentanir þær, er hér verða sýndar, eru þrjátíu talsins. Er Ný útgáfa af félagsfræði Fyrir nokkrum árum kom út á vegum Ríkisútgáfu námsbóka Félagsfræði handa unglingum Síldarbótar hœttir veiðum Síldarflotinn mun nú vera hættur veiðum að mestu og eru bátar óðum að tínast í heima-. hafnir. Mikil loðnuganga gengur i nú yfir á síldarmiðunum á Meðal- j allandsbugt og virðist vonlaust að stunda s'ldveiöar í þeim aðstæð- j um. Kynning ungra bókmennta Listafélag Menntaskólans í Reykjavík starfar með miklum myndarbrag í vetur að kynningu listamanna og verka þeirra. f fyrpakvöld var kynning í íþöku -Arf^Bpflfe. ~ á verkum Geirs Kristjánssonar, í gærkvöld talaði Ww 4 - Mac Anna leikstjóri þar um írsk leikhús og annað fmí kvöld mun Sigfús Daðason skáld tala um Sartre og flfté . \ verk hans. VSmmí Kynning á Geir Kristjáns- syni hófst með því að Ólafur •Tónsson ræddi um rithöfund- inn og verk hans en síðan lásu þrir nemendur skólans upp: Jón Sigurðsson las sög- una „Hótelgestir", Þorsteinn TTelgason „Borgaravamir“ og Sigríður Magnúsdóttir las úr '-vðingum Geirs á ljóðum Púskins. Að lokum las svo Geir söguna ,.Að eiga kött“. Aðsókn að kynningunni var talin góð og undirtektir ágæt- ar. BRECHT KYNNING Á NÆSTUNNI Þá mun Listafélagið hafa í hyggju að kynna Bertolt Brecht, en ekki hefur enn verið ákveðið hver fenginn verði til þess. Listafélag M.R starfar i fjórum deildum: bókmenntadeild, tónlistar- deild, leiklistardeild og mynd- listardeild. Forseti félagsins er Kristín Gísladóttir. Sigfús Daðason. eftir Magnús Gíslason náms- stjóra. Þetta er önnur útgáfa. Áður hafði bókin verið gefin út sem handrit. Þessi nýja út- gáfa er mikið aukin og breytt. Allmárgar breytingar eru byggð- ar á bendingum kennara, sem kennt hafa bókina til reynslu tvo undanfarna vetur. Bókin er 160 bls. i Skírnis- broti, prýdd 53 teikningum eftir Þröst Mapnússon teiknara. Einn- ig eru í bókinni 42 liósmyndir, einkum úr atvinnulífi þjóðar- innar, og þrjár litmyndasiður með skjaldarmerki fslands, þjóð- fánanum, ríkisfánanum og helztu umferðarmerkjum. Aðalkaflar bókarinnar eru þessir: Fjölskyldan og heimilið — Ó- skrifuð lög — Skólinn — Tóm- stundir — Stofnun heimilis — Réttindi og skyldur þegnanna — Hollar lífsvenjur — Samgöngur og umferð — Póstur og sími — Lög og reglur þjóðfélagsins — Peningar og fjármál — Stjórn- skipun og stjómarfar — Bæjar- félög og sveitarfélög — Kirkj- an — Fjölskylda þjóðanna — Atvinnuhættir og atvinnnv°r'i>- — Starfsval — Þjóðfáninn oc skjaldarmerki íslands. Auk eru stjórnarskrá Lýðveldípínc fc lands og Mann"^**'"-’ ing Sameini'^» ’ nre»l Framhald á 2. síðu hér um að ræða ýmga. fraegustu málara sögunnar, og má af handahófi nefna Rembrandt, Durer, Rafael, Vermeer, Gaug- in, Holbein, Degas og Monet. Er ekki að efa það, að margan mun fýsa að sjá sýningu þessa, en auk þess er hér tilvalið tæki- færi til að eignast eftirprentun af fögru málverki fyrir sann- gjamt verð, enda tími til kom- inn að fólk geri sér það Ijóst, að góð eftirprentun getur verið góð eign. Sýningin í Bogasalnum stend- ur í fjóra daga, eða til sunnu- dagskvölds. Sýningin er opin daglega frá kl. hálf tvö til tíu. Leikrit og tímarit frá Helgafelli Blaðinu hafa borist tvær út- gáfur frá Helgafelli. Tímaritið lörð, annað hefti — en það inni- heldur alllanga grein um skáld- sögu Giuseppe di Lampedusa, Hlébarðinn sem út kom hjá Al- menna bókafélaginu. Tveir há- skólastúdentar, Þorsteinn Gylfa- son og Sverrir Hólmarsson rit- stýra tímaritinu en þeir hafa þann sið að einkenna ekki grein- ar sínar. Auk þess kemur út hjá for- laginu leikritið Gestagangur eftir Sigurð A. Magnússon — þetta fyrsta leikrit höfundar var sýnt f Þjóðleikhúsinu fyrir h.u.b. tveim árum, en Sigurður hefur einnig sent frá sér Ijóða- bækur og skáldsögu. Leikritið er prýtt myndum frá sýningum í Þjóðleikhúsinu. Síðastliðinn föstudag féll mað- ur af hestbaki á Nýbýlavegi i Kópavogi og slasaðist alvarlega. Maðurinn heitir Guðmundur Magnússon til heimilis að Kleppsvegi 2. Guðmundur var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.