Þjóðviljinn - 28.02.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.02.1964, Blaðsíða 2
! 2 SÍBA HðÐVUJINN FBstudagttr 28. febrúar 1964 75 ARA afmælishátíðahöld Glímufélagsins Ármanns I Háskólabíói laugardaginn 29. febrúar 1964 kl. 9 síð- degis. SKEMMTISKRA: Ávarp. Dr. Gylfi Þ. Gísla- son. menntamálaráðherra. GIíma. Leikfimi stúlkna — Rytm- iskar æfingar. Stjómandi frú Guðrún Lilja Hall- dórsdóttir. Leikfimi drengja. Stjóm- andi Skúli Magnússon. Avarp. Gísli Halldórsson, forseti l.S.I. Karlakórinn Fóstbraeðnr syngur. Stjómandi Ragn- ar Bjömsson. Svavar Gests og hl jómsveit skemmta. HLÉ Avarp. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. Einsöngur. Guðm. Guðjóns- son óperusöngvari. Undir- leikari Skúli Halldórsson. Júdó. Stjórnandi Sigurður Jóhannsson. Leikfimi stúikna — Æfing- ar með smááhöldum. Stjómandi frú Guðrún Lilja Halldórsdóttir. Leikfimi piita — Tvíslá. Stjómandi Þórir Kjartans- scrn. Leikfiml stúlkna — æfing- ar á dýnum. Stjómandi frú Guðrún Lilja Hall- dórsdóttir. Leikflmi pilta — Svifrá. Stjómandi Þórir Kjart- ansson. Glimumenn sýna foma leiki. Leifcfimi pilta — Æfingar á dýnu. Stjómandi Þórir Kjartansson. Aðgöngumiðar eru seldir í bókabúðum Lárusar Blön- dal, Skólavörðustíg 2 og Vesturveri og kosta kr. 40.00. Bókamarkaður Bóksalafélags íslands Síærri og fjöl- breyttari en nokkru sinni fyrr. Bókamarkaðurmn Listamann-v khiqnur Bókamarkaðurinn er hafínn 1 gær klukkan brjú var opn- aður bókamarkaður í Lista- mannaskálanum. Er það Bók- salafélag lslands sem að mark- aðinum stendur, en alls verða um 2500 bókatitlar á boðstólum. Allmikill afsláttur er á vel- flestum bókanna, hæstur 50—60%. Þá er og þess að gæta að bókarverð hefur hækkað með hverju ári sem og verð á öðr- um nauðsynjum. Gömul bók, sem seld er nú á upprunalegu Preslvikurflug SAS takmarkað LONDON 27/2 — Viðræður um rétt SAS til millilendinga i Prestvík á flugi yfir Norður- Atlanzhaf báru ekki árangur og eru nú allar horfur á að félagið fái ekki að láta flugvélar sínar lenda þar oftar en þrisvar í viku í stað sjö áður. Þetta var í fjórða sinn sem röynt var að semja um þetta ágreiningsmál. SAS var fúst að fallast á 5 milli- lendingar vikulega. en Bretar vildu ekki bjóða fleiri en fjórar. verði er því í raun margfalt ó- dýrari. Á bókamarkaðnum kennir að vanda margra grasa og er tækifæri til að gera góð kaup, einnig er hér að fá margar bækur, sem ófáanlegar hafa verið undanfarið. Má t.d. nefna sjö eintök af ævisögu Gunnars Ölafssonar í Vestmannaeyjum, verð kr. 105 í góðu bandi, 20 eintök af Vísum Þuru í Garði og kostar bókin aðeins 35 kr. í alskinni. Þá má nefna 12 eintök af Sigurði Guðmundssyni málara og fáein eintök af Merkum Mýr- dælingum Eyjólfs Guðmundsson- ar á Hvoll, en sú bók hefur ver- ið með öllu ófáanleg. Fundust nokkrar arkir af bókinni og voru settar í band. Bókamarkaðurinn stendur alla næstu viku og verður opinn dag hvem til sex. Þeir Bóksala- félagsmenn láta í ljósi óánægju sína með það að mega ekki hafa opið lengur fram eftir kvöldi, segja sem er, að með þessu móti sé vinnandi íólki gert nær ó- kleift að koma á markaðinn nema síðari hluta laugardags og á suimudag. Slíkt leyfi hefur hinsvegar ekki fengizt. BREZKIR DREIFA FRÆÐSLUM YNDUM ■ Á landinu er staddur erindreki hins þekkta brezka fyrirtækis The Rank Organisation og heitir sá Francis. Hann starfar við framleiðslu og dreifingu á fræðslumynd- tnn hjá fyrirtækimi og ræðir hér við forstöðumenn fræðslumyndasafns ríkisins og aðra fulltrúa fræðslukerf- isins um aukin viðskipti. Merkar myndir úr Zwinger-safninu í gaer var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins sölusýning á eftirprentunnm frá únu fræga Zwinger-llstasafni í Dresden Það er Þýzk-íslenzka menning- arfélagið, sem að sýningrmni stendur. Zwinger-listasafnið er löngu heimsþekkt. Eftirprentanir þær, er nú verða sýndar. eru einar hinar vönduðustu, sem hér hafa sést. !>að myndi egna óstöðug- an að telja upp alla þá málara, sem þarna eisa málverk.nefna má af handahófi Dúrer, Rembr- ant van Rijn, Rafael, Mpnet og Degas. Hér gefst' því tækifæri til að eignast fyrir sanngjarnt verð fallega eftirprentun, en auk þess eru myndimar hið mesta augnayndi. Sýninsin stendur að- eins til sunnudagskvölds, og ættu menn ekki að láta hjá líða að bregða sér í Bogasalinn. Flófti frá vanda Framhald af 1. síðu. að lækka aldurstakmark til áfengiskaupa og áfengisneyzlu niður í átján ár. Að nú ætti að taka upp strangara eftirlit og gera mönnum skylt að bera vegabréf dró ræðumaður mjög í efa að mætti treysta og minnti á að ákvæði um vegabréfa- skyldu er í fyrri lögum en bef- ur aldrei verið framfylgt. fsafirði 26/2 — Afli línubáta hefur verið ákaflega rýr i vet- ur. Nokkrir bátar eru nú byrjað- ir með net og hafa þeir aflað heldur betur. Tíðarfar er með eindæmum gott, — HÓ. Francis sagði að nú þegar væru f umferð á íslandi einar þrjátíu kvikmyndir til kennslu frá Rank og hafði að sjálfsögðu áhuga á að þeim fjölgaði. Við- komandi aðiium hefur hann sýnt þrjár nýjar kvikmyndir — ein fjallar um Holland, önnur um ýmis undirstöðuatriði raffræð- innar og hin þriðja um London, séða með augum skálda og rit- höfunda og var myndunum vel tekið. Hann sagði ennfremur frá því. að Rank hefði byrjað mjög snemma á gerð kennslumynda eða 1922. Framleiðsla þeirra Já niðri styrjaldarárin, en hófst aftur 1946. Þá voru aðeins 8000 16 mm talmyndasýningarvélar í skólum á Bretlandseyjum og markaður því þröngur svo að hætta varð framleiðslunni 1952, og lét firmað sér nægja í all- mörg ár að laga fræðslumynd- ir frá Encylopedia Britannica Film brezkum þorfum, en þær myndir voru gerðar í Bandaríkj- unum. En fyrir skömmu var svo komiö i Brellandi að allir 1 m!ð.skólar voru komnir með nauðsynlegan útbúnað til sýn- inga oe hnT,n iskó’ar á góðri leið og hóf bá Rank f’-amleiðsUina aftur. Francis ræddi allmikið um stóraukna notkun kvikmynda og skuggamynda við kennslu og er þessi þróun í Bretlandi tengd bæði jákvæðum árangri í skól- um og skorti á kennurum og mættu lslendingar ganga betur fram f þessum málum. Honum þótti það einnig undarlegt hve sextán millimetra filmur væru hér lítið notaðar fyrir utan heimilda- og fræðslumyndir og sagði Rank eiga mikið safn af leiknum myndum til skemmtun- ar f sveitahéruðum, i sjúkra- húsum, f fangelsum og víðar og kvaðst hann heim kominn hafa hug á að leita möguleika á að koma einhverju af þessu safni Rank Organisation á framfæri í íslenzku dreifbýli. Þá sagði hann ennfremur að lönd, héruð og borgir í Evrópu sem hefðu áhuga á sumarferða- mönnum frá því vota Englandi, hefðu þann hátt á að koma kynningarmyndum fullum af sólskini til Rankfirmans sem síðan iánaði þessar myndir út til kvenfélaga, klúbba, á kvöld- vökur o.s.frv. og uppskæru þeir mikinn fjárhagslegan ágóða af slíkri auglýsingu og þyrftu ís- lenzkír túristafrömuðir að hofn sama hátt á. Þess skal getið að umboð fyr- ir Rank á íslandi er í höndum Radíó- og raftækjastofunnax á Óðinsgötu. Enga framleiSni aukningu í landbúnaði Frumvarpið um stofnlánadeild landbúnaðarins var afgreitt til þriðju umræðu í Neðri deild í gær en áður voru allar breyt- ingartillögur stjórnarandstöðunn- ar felldar. Meðal þeirra var til- laga Lúðvíks Jósepssonar að: Á eftir 64. gr. laganna komi ný grein, sem verði 65. grein, svo hljóðandi: Ríkissjóður legg- ur fram 43 milljónir króna á árinu 1964, er verja skal til framieiðniaukningar í landbún- aði. Fjárhæð þessi skal sérstak- lega varið til stækkunar á þeim búum í landinu, sem undir stærð meðalbúsins eru. Nýbýlastjóm skal setja regl- ur um ráðstöfun fjársins, en ráðherra staðfestir reglumar. Þjóðviljinn hefur áður rakið greinargerð flutningsmanns fyr- ir þessari tillögu. Nafnakall var viðhaft við af- greiðslu hennar og var hún felld með atkvæðum íhalds og krata en þingmenn Alþbl. og Framsóknar greiddu henni all- ir atkvæði — nema B.-jörn Páls- son, og iiggur enn ekki ijóst fyr- ir hvað hann hefur á móti smá- bændum eða framleiðni. Sala þjéðjarða Framhald af 12. síðu. lega dæmi af jörðum sem mörg systkini erfa og eru svo dýrar að ekkert eitt þeirra hefur efni á að eignast jörðina og halda henni í ábúð. Einnig tók hann dæmi af þeim mörgu jörðum þar sem gamalt fólk verður að reyna að hjara og þræla sér um megn vegna þess að þvi tekst ekki að losna við hana á því verði sem sanngjamt er — nema að ein- hversstaðar sé spræna og í henni silungur eða lax og iörðin verði þannig leikfane einhvers ríkis- bubbans1 Sagði Einar að breyta yrði eignarforminu f landbúnaðinum og þá helzt þannig að jarðimar yrðu þjóðnýttar með erfðaábúð. Atkvæöagreið&hi í málinu var frestað. HP S Asvallagötu 69. sími 33687, kvöldsími 33687. TIL SÖLU: 2 herb. íbúð við Hjallaveg. 3 herb. íbúð í nýlegu stein- húsi við Njálsgötu. 3. hæð. Ein íbúð á hæðinni. Suðursvalir. 3 herb. íbúð á jarðhæð við Kvisthaga. Rólegur stað- ur. 3ja herb. kjallaraíbúð i sambýlishúsi á hitaveitu- svæðinu. Selst tilbú- in undir tréverlc. Sameign fullgerð. 4 herb. skemmtileg kjall- araíbúð i Vogunum. Lítið niðurgrafin og vönduð 1- búð. 3 herb. íbúð í sambýlishúsi við Kleppsveg 4. hæð. innrétting, teppalögð. 5 herb. íbúð í sambýlishúsi við Kleppsveg. 4 hæð. Mikið útsýni, sólarsvalir. 3 svefnherbergi. Glæsilegar íbúðir í sambýl- ishúsi í Háaleitishverfi. Arkitekt: Sigvaldi Tord- arson. Sambýlishús þetta er í algjörum sérflokki og notkun á strengjasteypu gefur þessum snjalla húsa- meistara nýja möguleika. Ibúðimar eru 159,2 ferrn. og 125 ferm. Svalir með fram endilangri suður- hlið. Svefnherbergi með baðklefa. Sér þvottahús í hverri fbúð. „Lobby” á jarðhæð, með snyrtingu. Bifreiðageymslur í kjall- ara. íbúðirnar seljast til- búnar undir tréverk og málningu. Athugið aö eng- inn milliveggur er steypt- ur 1 þessum fbúðum, svo miklir möguleikar eru f ipnréttingu. Góð geymsla fylgir hverri íbúð. Togarastrand Fraonhald af 1. síðu. mun háfa tekið niðri á sjötta timanum i gærmorgun og urðu Eyjabátar varir við rakettur á lofti frá togaranum og kom varðskip skömmu síðar á vett- vang. Rétt eftir að togarinn tók niðri hallaðist hann skyndilega og hrukku þá tveir menn út- byrðis og drukknaði annar þeirra, en hinn náðist mikið meiddur um borð. Stjómleysi virðist hafa ríkt um borð og fóru átján menn frá borði í skipsbáti og tveimur gúmmíbát- um, þrátt fyrir aðvaranir frá varðskipinu um að halda kyrru fyrir um borð. Níu menn urðu bó eftir og var bjargað í land með seiflutningi í björgunar- stól og steig sá' síðasti á land um hádegi. Á öðrum stað í blaðinu er við- tal við Truman Kristensen for- mann Slysavamadeildarinnar á HvolsvelH og einnig við frú Ásu Guðmundsdóttir um að- hlynningu skipbrotsmanna á Hvolsvelli. Tuttugu og þrír af áhöfninni komu á sjöunda tímanum til Reykjavíkur í gærkvöldi og er birt viðtal við fyrsta vélst.jóra hér í blaðinu. íbúðir tilsölu I fasteignasölunní. Tjamargötu 14. 2ja herb. fbúð á hæð við Hringbraut,. 2ja herb. fbúð á hæð við Ljósheima. 2ja herb. íbúð á hæð við Hjallaveg. Bílskúr fylgir. 2ja herb. íbúð í risi við Moegerði. 2ja herb. fbúð f kjailara við Hörgshlíð. 3ja herb. íbúð á hæð við Stóragerði, nýleg íbúð. Herbergi fylgir f kjallara. 3ja herb. fbúð á hæð f stein- húsi við Hverfisgötu. Tvö herhergi fylgja í risi. 3ja herb. fbúð f kjailara i nýlegu húsi við Bræðra- borgarstfg. Sér hiti. Dyra- sími. — 96 ferm. íbúð. 4ra herb. íbúð á hæð í steinhúsi \nð Lokastfg. Laus til fbúðar strax. 4ra herb. rishæð f timbur- húsi við Hrfsateig. Bflskúr fylgir. Sér hiti. Sér inn- gangur. 4ra herb. fbúðir á hæðum við Silfurtún og Kirkju- teig. Bflskúr fylgir báðum fbúðunum. 5 herb. efri hæð i Hlíðun- um. Bflskúr fylgir. 5 herb. ný og glæsfleg fbúð á hæð við Asgarð. Sér hitaveita og sér bvotta- herb. 5 herb. fhúð á 2. hæð rið Rauðalæk. Sér hiti. 5 herb, fbúð á 2. hæð við Kleppsveg, 6 herb. fhúð á 1. hæð f enda f sambyggingu við Háaleitisbraut. Ibúðin selst tflbúin undir tréverk. Allt sameipinlegt verður full- gei i. Hagstætt verð. Sja herh. nýstandsett og nýmáluð fbúð á 4. hæð við Hringbraut. Laus til fbúðar strax. Fallegt út- 'sýni. Efnhýlishús f smfðnm við- Brðttubrekku, Ægisgrund oi Lindarflöt. Sérstaklega skemmtflegt hús. Sann- giamt verð, Fasteignasalan Tjarnargötu 14 Shnar: 20625 og 23987- 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltalif Hæstu vlnningar 1/2 milljón krónur. Leegstu 1000 krónur. Dreoið 5. hvers mánaðar. buoin Klapparstíg 26. VONDUÐ FALLE6 ODYR Sjcpupórjártsson &co 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.