Þjóðviljinn - 28.02.1964, Blaðsíða 4
SlÐA
ÞJÚÐVILIINN
Föstudagur 28. febrúar 1964
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fróttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði.
Niiurlægjandi
ástand
F'ullt'rúar stjórnarflokkanna hafa á þingi lýst
andstöðu sinni við þá tillögu Alþýðubandalags-
ins að Alþingi lýsi yfir því að kjarnorkuvopn skuli
aldrei heimiluð á íslandi. Komst utanríkisráðherra
svo að orði að íslendingar gætu ekki skuldbundið
sig þannig um aldur og ævi, alltaf gætu komið
upp þær aðstæður sem breyttu viðhorfunum.
Þannig á að halda opnum leiðum til kjarnorkuvíg-
búnaðar hér á landi, og ekki þarf að leiða neinum
getum að því hverjar aðstæður ráðherrann hefur
í huga; þær eru ákvarðanir bandarísku herstjórn-
arinnar og Atlanzhafsbandalagsins. Þannig eru
þær stofnanir æðri Alþingi íslendinga í hugum
ráðamannanna; þing okkar má ekki marka neina
þá stefnu sem geti bundið hendur hershöfðingjanna
jafnvel þótt um örlög íslenzku þjóðarinnar sé að
tefla. Raunar þarf þessi afstaða ekki að koma á
óvart; haustið 1962 var Bandaríkjunum heimilað
að hafa á Keflavíkurflugvelli vél.ar af, gerðinni
F-102, en þeim er sérstaklega ætlað að bera flug-
skeyti með kjarnorkuhleðslur. Þannig eru leiðir
tff kjarnorkuvígbúnaðar á íslandi ekki aðeins opn-
aðar í orði heldur og í verki.
FTmræðurnar um kjarnorkuvopn hér á landi eru
tengdar tillögunni um fullgildingu íslands á
Moskvusátímálanum um bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn. Stjórnarliðið kveðst fagna þeim!
sáttmála og sízt skal dregið í efa að það sé af
heilindum mælt, þótt ekki séu ýkjamörg ár síð-
an Morgunblaðið taldi kjarnorkutilraunir Banda-
ríkjanna sérstakt „fagnaðarefni". Áreiðanlega fyr-
irfinnst ekki heldur sá þingmaður í stjórnarliðinu
sem æski kjarnorkuvopna á íslandi. En ástæðan
til þess að íslendingar mega ekki lýsa einhuga
afstöðu sinni til kjarnorkuvopna er sú og sú ein
að okkur er ekki heimilt að víkja hársbreidd frá
ufanríkisstefnu Bandaríkjanna og Atlanzhafs-
bandalagsins. Við megum fullgilda þá samninga
sem Bandaríkin eru aðili að, en við megum í engu
hvika frá fordæmi þeirra, hversu augljósir og
óumdeilanlegir sem hagsmunir okkar eru. Við
höfum verið sviptir öllu sjálfsforræði í utanríkis-
málum, forustumenn okkar hegða sér ævinlega
eins og fjarstýrðar vélbrúður þegar þau mál ber
á góma.
F^etta ástand er niðurlægjandi fyrir hverja sjálf-
-*■ stæða þjóð, og slíkt frumkvæðisleysi smá-
þjóða stuðlar sízt af öllu að skynsamlegri þróun
alþjóðamála. Eigi friðsamleg sambúð að .styrkjast
á næstunni, þurfa smáþjóðimar að beita áhrifum
sínum á sjálfstæðan hátt og hafa áhrif á ste'fnu
stórveldanna í stað þess að fylgja henni í blindni.
Yfirlýsing íslendinga um að aldrei verði heimil-
uð kjarnorkuvopn hér á landi væri ekki aðeins í
samræmi við augljósustu baosnrani okkar. heldur
gæti hún og orðið öðr jm ssnárikjym hio gagn-
legasta fordæmi. — m.
TURLANDSÞINGMENN VIUA
STOFNA MENNTASKÓLA Á EIÐU
Séð heim að Eiðum. Myndin er nokkurra ára gömul.
Allir þingmenn Austurlandskjördæmis, þeir
Eystéinn Jónsson, Jónas Pétursson, Halldór Ás-
grímsson og Lúðvík Jósepsson, flytja í neðri
deild frumvarp um menntaskóla Austurlands.
ÞINCSJA ÞJÓDVILJANS
I frumvarpinu er gert ráð .aður við stofnunina og rekst-
fyrir að menntaskólinn verði ur skólans greiðist úr ríkis-
stofnaður á Eiðum og að kostn- sjóði og menntamálaráðuneyt-
ið hafi yfirst.iórn skólans á
hendi.
I greinargerð segja flutn-
ingsmennimir m. a.:
Það er eitt af skilyrðum þess,
að byggðin í landinu þróist
með eðlilegum hœtti, að ríkis-
valdið styðji sem víðtaekasta
starfsemi í hverjum lands-
fjórðungi og beiti sér fyrir
framkvæmdum i því skyni.
Miklu máli skiptir, að skólar
og aðrar menntastofnanir séu
Virkjunaraðsta&a í Naut-
eyrarhreppi sé rannsökuð
Tveir þingmenn úr Vestfjarðakjördæmi, þeir
Hannibal Valdimarsson og Sigurvin Einarsson,
flytja í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktun-
ar um að rannsökuð verði aðstaða til vatnsafls-
virkjunar í Nauteyrarhreppi.
Tillagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela raf-
orkumálaskrifstofunni að rann-
saka aðstöðu til vatnsaflsvirkj-
unar fyrir byggðina í Skjald-
fannardal í Norður-ísafjarðar-
sýslu og Langadalsströnd, nán-
ar tiltekið bæina Skjaldfönn,
Laugaland, Laugarás. Ármúla
I og II, svo og bæina Vona-
land, Melgraseyri, Haraar,
Hallsstaði, Hafnardal, Naut-
eyri, Rauðamýri og Tungu.
Skal rannsókn þeirri, er í
tillögunni greinir. vera lokið,
áður en næsta Alþingi kemur
saman.”
1 greinargerð segja flutnings-
menn:
Byggðarlag það, sem um
ræðir í tillögunni, er þannig
sett, að það mun tæpast geta
fengið raforku* frá samve'tu-
kerfi ríkisins. Þess vegna ber
að rannsaka hið fyrsta, hvort
hagkvæm skilyrði séú fyrir
hendi til vatnsaflsvirkjunar á
þessum slóðum eða ekki.
Frá leikmanns sjónar...i i
virðast virkjunarskilyröi vera
álitleg í utanverðum Nau'oyr-
arhreppi og koma þar ýmis
vatnsföll til greina.
&
SKIP4UTGCRÐ RIKiSINS
HEKLA
fer austur um land í hringferð
5. marz. Vörumóttaka árdegis á
laugardag og á mánudag til Fá-
skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar,
Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyð-
isfjarðar, Raufarhafnar og Húsa-
víkur. Farseðlar seldir á mið-
vikudag.
SKJALDBREIÐ
fer vestur um land til Akur-
eyrar 3. marz. Vörumóttaka til
áætlunahafna við Húnaflóa og
Skagafjörð og Ólafsfjarðar og
Dalvíkur á föstudag og árdegis
á laugardag.
BALDUR
fer til Rifshafnar, Krókfjarðar-
ness, Skarðsstöðvar, Hjallaness
og Búðardals á þriðjudag. Vöru-
móttaka á mánudag.
Sérfræðiathugun virkjunar-
skilyrða þarf í fyrsta lagi að
þeinast að því, hvert þessara
vatnsfalla hafi upp á hag-
kvæmust virkjunarskilyrði að
bjóða, í annan stað að skera
úr, hve mörg býii á þessum
slóðum geti fengið raforku frá .
sameiginlegri virkjun og í
þriðja lagi, hver þeirra e.t.v.<5>
bezt skilyrði til sérvirkjana. i—
Þá þarf sérfræðiathugun að
sjálfsögðu einnig að beinast að
kostnaðarhlið þessara virkjun-
arframkvæmda, ef til kæmi.
Þau vatnsföll, sem til greina
gætu komið til virkjunar fyrir
bæina í Skjaldfannardal, eru
einkum Traðarlækur og Bæj-
ará, e. t. v. saman þar eð á
milli þeirra eru aðeins 150 —
200 metrar. Þar er fallhæð á-
gæt. en vatnsmagn takmarkað.
öruggt má tel.ja, að þarna
sé n.æg orka fyrir bæina
Skjaldfönn, Laugaland og
Laugarás. Úr hinu þarf að
skera með athugun, hvort sú
virkjun gæti einnig séð bæjun-
um Ármúla I og II, Vona-
landi og Melgraseyri fyrir
nægilegri raforku.
Reynist vatnsmagn Traðar-
lækjar og Bæjarár ekki nægi-
legt, ber að rannsaka virkjun-
arskilyrði Selár hjá Selfossi.
Þar er orkumagnið ekki rann-
sóknarefni, heldur miklu frem-
ur leiðslukostnaður orkunnar.
Hraundalsá kemur sennilega
ekki til álita.
Auk þeirra vatnsfalla, sem
nú hafa verið nefnd, er það á-
lit flutningsmanna, að einnig
beri að athuga virkjunarskil-
yrði Kaldár, sem virðist hafa
góð miðlunarskilyrði í Kaldár-
vatni og ágæta fallhæð, svo og
virkjunarskilyrði Blævardals-
ár, sem kemur úr Mávavötn-
um og virðist einnig hafa upp
á líkleg virkjunarskilyrði að
bjóða. Sú á fellur til sjávar milli
bæjanna Hamars og Hallsstaða,
og kæmi til álita að virkja
hana fyrir þá bæi og Hafnar-
dal, eða jafnvel fyrir allan ytri
hluta Nauteyrarhrepps. Æski-
legt er, að einnig verði rann-
sökuð virkjunarskilyrði Hafn-
ardalsár, Þverár og Hvanna-
dalsár.
Á því svæði, sem um ræðir
í tillögu þessari. eru ýmsar
góðar bújarðir og sumar á-
gætar. Þá er í Skjaldfannardal
gnægð jarðhita, og hefur þar
nú verið reist garðyrkjunýbýli,
sem e.t.v. er hið nyrzta í heimi.
Jarðhiti er einnig á Langa-
dalsströhd. *
Með tilliti til þess, er nú yar
sagt, svo ,og álitlegra skilyjrða
til vatnsaflsvirkjana i þessu
byggðarlagi, leggja flutnings-
menn áherzlu á, að rannsókn
sú, er í tiilögunni greinir, verði
framkvæmd. áður en næsta
Alþingi kemur saman.
efldar í hverjum landshluta og
nýjum komið á fót.
Með skólalöggjöfinni, sem í
gildi er, var stefnt að því að
gera aðstöðu ungmenna til
framhaldsnáms hvarvetna á
landinu sem jafnasta,- þannig
að í kaupstöðum og hinum
fjölmennari héruðum landsins
gætu nemendur í skólum gagn-
fræðastigsins lokið prófi er gilti
sem inntökupróf í mennta-
skóla. Þetta hefur greitt götu
margra æskumanna á náms-
braut, þótt ekki háfi tekizt
alls staðar að ná settu marki,
þar sem orðið hefur sökum
þrengsla í héraðsskölúnum að
synja um skólavist allmörgum,
er sótt hafa um inntöku í þá
skóla. Þannig er því faríð um
hina merkiu menntastofnun
Austurlands, Eiðaskóla.
Skólaárið 1962—63 voru samt
við nám i Eiðaskóla 126 nem-
endur, I gagnfræðaskóla Nes-
kaupstaðar sátu 79 nemendur.
Og í unglingaskólum á ýmsúm
stöðum í Austurlandskjördæmi
stundaði þá nám 181 nernandi.
I þessum landsfjórðungi voru
þá nemendur á gagnfræðastig-
ihu samtals 386.
En æskumönnum á Austur-
landi gefst ekki kostur á
menntaskplanámi heima í
fjórðungnum. Allir þeir, er
sækja vilja um inntöku í
menntaskóla, verða að leita
þaðan burtu.
Að dómi flutningsmanna
þessa frv. er eðlilegt og rétt-
mætt, að stofnaður verði sém
fyrst menntaskóli á Austur-
landi, enda mjog mikilvægt. að
slík menntastofnun verði reist
og starfi í landsfjórðungnum.
1 1. gr. þessa frv. er syo, fyr-
ir mælt, að stofha skuli
menntaskóla Austurlands á
Eiðum og að kostnaður við
stofnun hans og rekstur .greið-
ist úr ríkissjóði. Að öðru léýti
eru í frv. almenn ákvæði um
starfsemi skólans, og eru þau
að öllu leyti hliðstæð ákvséðum
í gildandi lögum um mennta-
skóla.
SVEFNSÓFAR
- SÓFASETT
HN0TAN, húsgagnaverzlun
Þórsgötu I.
BÆNDUR!
HHSgrind er heimilisprýSi
Eigum jafnan hliðgrindur af stærðum 2x2 m
og 1x4 m. Einnig gönguhlið og staura. u'
Smíðum einnig eftir máli. ef óskað er.
Skrifíð, hrinfirið eða komíð. ,o
FJÖLIÐJAN H F.
við Fífuhvammsveg. Kópavogi. Simi 40770.