Þjóðviljinn - 28.02.1964, Blaðsíða 10
10 SÍÐA
ÞJÖÐVIUINN
Föstudagur 23. fsbrúar 1931
hefði sjálfur á tímabili athugað
þann möguleika að flytja útbún-
aðinn upp í fjöllin til að komast
hjá hinu leiðinlega slefi yfir
Hafið. Því miður reyndist það
ógemingur. Það var enginn ör-
uggur lendir.garstaður nógu
nærri sjávarmáli; stallurinn
sem hafði verið svo hagkvæmur
Spenser var of hátt uppi til að
koma að gagni.
Yfirverkfræðingurinn var ekki
viss um að honum væri um þá
hugmynd að hver hreyfing hans
væri mynduð með aðdráttarlins-
um uppi í fjöllunum — ekki svo
að skilja að hann gæti neitt gert
í málinu. Hann hafði þegar þver-
neitað málaleitan um að mynda-
vél væri sett á skíðin — Milli-
hnattafréttum til mikils léttis,
þótt Lawrence vissi það ekki, og
öðrum fréttastofum til sárrar
gremju. Svo gerði hann sér ljóst,
að það gæti verið gagnlegt að
hafa skip í nokkurra kílómetra
fjarlægð. Það gæti lagt til við-
bótar upplýsingarás og ef til vill
væri hægt að notfæra sér það
á fleiri vegu. Það gæti jafnvel
hýst einhverja, þar til hægt væri
að ferja íglúin út til þeirra.
Hvar var teinninn? Nú ætti
hann að fara að sjást! Sem
snöggvast óttaðist Lawrence að
hann hefði sokkið og horfið nið-
ur í rykið. Það myndi auðvitað
ekki hindra þá í að finna Sel-
enu, en það gæti tafið þá um
; fimm eða tiu mínútur þegar
hver sekúnda var dýrmæt.
Hann stundi af feginleik; hann
hafði ekki komið auga á mjóan
teininn þar sem hann bar við
fjöliin. Stýrimaðurinn hafði þég-
ar komið auga á hann og breytti
nú ögn um stefnu.
Skíðin námu staðar sitt hvor-
um megin við teininn og um
leið var hafizt handa. Átta geim-
klæddar verur hófu að afferma
stór hylki með miklum hraða og
leggja þau niður eftir sérstöku
mynztri. Flekinn fór að taka
á sig mynd þegar málmgrindin
var fest á hylkin og létta fíber-
glergólfið lagt yfir hana.
Aldrei fyrr í sögu Tunglsins
höfðu jafnmörg augu fylgzt með
framkvæmdum þar, og það var
hinu vakandi auga í fjöllunum
að þakka. En um leið og menn-
imir fóru að vinna, steingleymdu
þeir milljónunum sem fylgdust
með athöfnum þeirra. Allt sem
máli skipti var að koma flekan-
um fyrir og setja upp tækin
sem áttu að fylgja hinum hola,
lífgefandi bor niður að markinu.
Á fimm mínútna fresti talaði
Lawrence við Selenu og lét Pat
og McKenzie fylgjast með að-
gerðum. Hann vissi naumast af
því að hann var líka að gefa
milljónunum upplýsingar.
Loks að tuttugu mínútum liðn-
HARGREIÐSLAN
■
Hárgrelðslu og
snyrtistofa STEINU og DÓDÓ
Langavegl 18 m. h. (Iyfta)
SlMI 24616.
P E R M A Garðsenda 21
SlMI 33968. Hárgreiðslu- og
snyrtistofa.
Dömur! Hárgreiðsla ”10
allra hæfl.
TJARNARSTOFAN.
Tjamargötu 10. Vonarstrætis-
megin. — SlMI 14662.
hArgreiðsldstofa
ADSTURBÆJ AR,
(Maria Guðmundsdóttir)
Laugavcgi 13 — SlMI 14656.
— Nuddstofa á sama stað. —
um var borinn tilbúinn, fyrstu
fimm metra hlutinn mundaður
eins og skutull sem varpa skyldi
í hafið. En þessi skutull átti að
flytja líf, ekki dauða.
— Við erum að koma niður,
sagði Lawrence. — Fyrsti hlut-
inn fer niður núna.
— Þið verðið að flýta ykkur,
hvíslaði Pa. — Ég þoli þetta
ekki öllu lengur.
Það var eins og allt væri í
þoku fyrir honum; hann mundi
varla eftir öðru en þessari þoku.
Hann hafði þyngsli fyrir brjóst-
inu en honum leið ekki beinlínis
illa — var bara ólýsanlega
þreyttur. Hann var rétt eins og
vélmenni að vinna verk sem
hann vissi ekki lengur til hvers
var, hafi hann þá nokkum tíma
vitað það. Hann hélt á skrúf-
lykli í hendinni; hann hafði. tek-
ið hann úr verkfærakassanum
fyrir löngu, því að hann vissi
að hann myndi' þurfa á honum
að halda. Kannski myndi hann
minna hann á hvað hann átti að
gera þegar þar að kæmi.
Úr mikiUi fjarlægð heyrði
hann óm af samræðum sem ekki
voru ætlaðar eyrum hans; ein-
hver hafði gleymt að stilla tæk-
ið.
— Við hefðum átt að hafa bor-
inn þannig að hægt væri að
skrúfa hann af ofanfrá. Ef hann
er nú of máttlítill til þess.
— Við urðum að taka áhætt-
una; hitt hefði tafið okkur um
klukkutíma í viðbót. Fáðu
mér —
Svo þagnaði samtalið; en Pat
hafði heyrt nóg til að reiðast
— eða ef hægt var að tala um
reiði hjá manni i hans ástandi.
Hann skyldi sýna þeim — hann
og vinur hans doktor Makk —
Makk — hvað? Hann mundi
ekki lengur hvað hann hét.
Hann snéri sér í sætinu og leit
í kringum sig í ömurlega útlít-
andi klefanum. Hann gat ekki
strax greint eðlisfræðinginn úr
þessum hópi líkama; svo sá hann
að hann kraup hjá frú Williams
sem virtist ætla að eiga sitt
banadægur á afmælisdegi sín-
um. McKenzie hélt súrefnisgrím-
unni yfir andliti hennar, án þess
að gera sér Ijóst að ekkert suð
heyrðist lengur frá geyminumog
mælirinn var fyrir löngu farinn
.að sýna núll.
— Við erum að koma, sagði
útvarpið. — Þú ættir að heyra
hann snerta á hverri stundu.
Svona fljótt? hugsaði Pat. En
auðvitað væri fljótlegt að reka
•niður þunga stöng. Honum
fannst hann mjög snjall að finna
þetta út.
Bang! Eitthvað hitti þakið. En
hvar?
— Ég heyri í því, hvíslaði
hann. — Þið eruð komnir.
— Við vitum það, svaraði
röddin. — Við finnum að hann
tekur niðri. En þú verður að
sjá um hitt. Geturðu sagt okkur
hvar borinn kemur við? Er hann
á auðum bletti á þakinu eða er
hann yfir leiðslunum? Við skul-
um hækka hann og lækka
nokkrum sinnum til að hjálpa
þér.
Pat var hálf gramur yfir
þessu; honum fannst það mikið
óréttlæti að hann skyldi þurfa
að taka svo mikilvæga ákvörð-
un.
Bang, bang, bang, söng borinn
við þakið. Þótt hann ætti lífið
að leysa (Af hyerju fannst hon-
um þetta svona viðeigandi setn-
ing?) gat hann ekki áttað sig
almennilega á hljóðinu. Jæja,
Jæja, þeir höfðu engu að tapa...
— Áfram, tautaði hann. —
Það er í lagi. Hann varð að
endurtaka þetta tvisvar áður en
þeir skildu hvað hann sagði.
Um leið byrjaði borinn að
nísta sundur yzta lagið — þeir
voru fljótir að átta sig þama
uppi. Hann heyrði borhljóðið
greinilega — það var fegurra en
nokkur tónlist.
Hann komst gegnum fyrstu
hindrunina á minna en mínútu.
Hann heyrði hljóðið þagna. Síð-
an jækkaði starfsmaðurinn bor-
inn nokkra sentimetra að innra
laginu og hann fór aftur að
snúast.
Nú var hljóðið miklu greini-
legra og auðvelt að staðsetja
það. Pat uppgötvaði sér til nokk-
urs angurs, að það var býsna ná-
lægt aðalrafmagnsleiðslunum í
miðju loftinu. Ef hann færi þar
í gegn....
Hægt og slagandi brölti hann
á fætur og gekk á hljóðið. Hann
var kominn að upptökunum,
þegar ryk féll ofanúr loftinu.
neistar flugu í allar áttir — og
það slokknaði á ljósunum.
Til allrar hamingju logaði enn
á neyðarljósunum. Pat var lengi
að venjast hinni daufu, rauðu
birtu; svo sá hann að málm-
stöng stóð niður úr loftinu. Hún
þokaðist hægt niður unz hún
var komin hálfan metra inn í
klefann, þá stóð hún kyrr.
Það glumdi í útvarpinu bakvið
hann og það var að segja eitt-
hvað sem hann vissi að var mik-
ilvægt. Kann reyndi að átta sig
á því meðan hann festi skrúf-
lykilinn utanum endann á stöng-
inni.
— Losaðu ekki endann fyrr en
við segjum til, sagði þessi fjar-
læga rödd. — Við höfðum ekki
tíma til að festa öryggisspeldi
héma megin — pípan er opin
út í tómið héma megin. Við
segjum þér til strax og við er-
um tilbúnir. Ég endurtek —
losaðu ekki endann fyrr en við
segjum til.
Pat óskaði þess eins að mað-
urinn hætti þessu þvargi; hann
vissi nákvæmlega hvað hann átti
að gera. Ef hann legðist af öllu
afli á skrúflykilinn — svona —
þá myndi borhausinn losna af og
hann gæti aftur andað.
Af hverju haggaðist þetta
ekki? Hann reyndi aftur.
— Guð minn góður, var sagt
úr talstöðinni. — Hættu þessu!
Við erum ekki tilbúnir! Þið
missið allt loftið!
Bíddu hægur, hugsaði Pat, og
lét sem hann herði ekki trufl-
unina. Það er eitthvað bogið við
þetta. Skrúfa getur snúizt í þessa
átt — eða hina. Ef ég er nú að
herða á í stað þess að losa?
Þetta var hræðilega flókið.
Hann horfði á hægri hönd sína,
síðan á þá vinstri; hvorug gat
hjálpað. (Og ekki heldur þessi
vitlausi maður sem æpti í út-
varpið). Jæja, hann skyldi reyna
að snúa í hina áttina og vita
hvcrt það gengi betur.
Með miklum myndugleik sner-
ist hann hringinn í kringum
stöngina meðan hann hélt í hana
með annarri hendi. Síðan féll
hann á skrúflykilinn úr hinni
áttinni og hélt í hann með báð-
um höndum til að missa ekki
jafnvægið. Andartak hvíldi hann
upp við hann og laut höfði.
— Tökum fast á, tautaði hann.
Hvað í ósköpunum þýddi þetta
eiginlega? Hann hafði ekki hug-
mynd um það, en hann hafði
einhvern tíma heyrt þetta og
honum fannst það viðeigandi.
Hann var enn að velta þessu
fyrir sér, þegar borhausinn fór
að losna undan þunga hans,
hratt og auðveldlega.
Fimmtán metrum ofar stóðu
. I.awrence yfirverkfræðingur og
menn hans sem snöggvast næst-
um lamaðir af skelfingu. Þetta
hefði engum þeirra dottið í hug;
þeir höfðu gert ráð fyrir alls
konar óhöppum, en ekki þessu.
— Coleman — Matsui! hvæsti
Lawrence. — Tengið súrefnis-
pípuna við í guðs bænum.
Meðan hann var að hrópa til
þeirra, vissi hann að það yrði
um seinan. Enn átti eftir að gera
tvær tengingar, áður en súrefn-
ishringrásin kæmist í lag. Og
það voru skrúfutengingar en
ekki hraðtengingar. Eitt af þess-
um smáatriðum sem venjulega
skiptu máli, en gátu nú ráðið
lífi og dauða.
Eins og Samson í myllunni
rölti Pat í kringum stöngina og
ýtti á undan sér handfanginu á
skrúflyklinum. Þetta var auð-
velt, jafnvel fyrir hann í þessu
ömurlega ástandi; nú hafði haus-
inn færzt niður um meira en
tvo sentímetra — hann hlyti
bráðum að losna af....
Jæja, — þetta var að koma.
Hann heyrði dauft suð sem
hækkaði óðum meðan hann
sneri. Þetta var auðvitað súr-
efni að streyma inn í klefann.
Eftir andartak gæti hann andað
aftur og öll vandræði væru á
enda.
Suðið var orðið að uggvæn-
legu hvæsi sem hækkaði með
hverju andartaki, og nú fór Pat
að velta fyrir sér hvort hann
væri í rauninni að gera það sem
hann átti að gera. Hann hætti,
horfði hugsi á -skrúflykilinn og
klóraði sér f höfðinu. Hann gat
ekki fundið neitt athugavert við
athafnir sínar; en ef útvarpið
hefði gefið honum fyrirskipanir
á þessari stundu, hefði hann
kannski farið eftir þeim, en
Q D
Z á
o !
l/l 1
IXI 9 X
cá s
Q 1
áZ'.’Tr 5
<#]
; #!
,
Þetta er nýr hattur, klæðir
hann mig ekki vel?
Hann sýnir mér allavega
fram á nokkuð kæra Andrés-
ín<k
Virkilega? Hvað er það?
Að það sé guðsþakkarvert, að
þú ert eir.s og þú ert .......
..... hvemig í ósköpunum
færi ef þú hefðir tvö höfuð?
Þcgar pabbi notar símann, velur hann númerið, segir það
sem hann nauðsynlega þarf og skellir síðan á — Mundir þú
GETA Icikið þaá eftir?
TRÉSMIÐIR
TRÉSMIÐIR
Nokkrir ósóttir aðgöngumiðar á árS'hátíðina eru
seldir á skrifstofu félagsins í dag.
Skemmtinefnd.
Skrá yfír íslenzk
skip 1964
miðað við 1. janúar 1964, ásamt skrá yfir skip í
smíðum, er komin út, og er til sölu á skrifstofu
Skipaskoðunar ríkisins, Hamarshúsinu, Reykjavík.
Skipaskoðunarstjóri.
FRAMKVÆMDASTJÓRA
VANTAR
Framkvæmdastjórastaða í Múlalundi, öryrkja-
vinnustofum S.Í.B.S. í Ármúla 16, er laus til um-
sóknar. Stofnun þessi hefur um 60 öryrkja að
vinnu, er vel vélvædd og hefur vaxtarskilyrði.
Upplýsingar hjá Þórði Benediktssyni, Bræðraborg-
arstíg 9. — Engar upplýsingar gefnar í síma.
VERKAMANNAFÉLAGIÐ
DAGSBRÚN
ABaífundur
verður haldinn í Iðnó sunnudaginn 1. marz 1964
klukkan 2 eftir hádegi.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Breytingar á reglugerð Styrktarsjóðs
Dagsbrúnarmanna.
3. Önnur mál.
Félagsmenn eru beðnir að fjölmenna á fundinn
og sýna skírteini við innganginn.
Stjórnin.
4
4