Þjóðviljinn - 17.04.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.04.1964, Blaðsíða 1
Föstudagur 17. apríl 1964 29. árgangur — 87. tölublað. Heildarskipulagið í Borgarstjórn: Kvöldsölumál í bæjarstjórn Á fundi borgarstjórnar í gær var m.a. til umræðu tillaga frá Óskari Hall- grímssyni um að borgar- stjórn telji ástand það sem skapazt hefur í kvöld- sölumálunum óviðunandi og vilji leita allra ráðá'til að tryggja nauðsynlega þjónustu við neytendur. Var þess farið á leit í til- lögunni að borgarstjórn feli borgarstjóra að hefja viðræður við Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur og Kaupmannasamtökin um að tryggð verði ekki lakari þjónusta en var fyrir 1. apríl. Umræður stóðu langt fram eftir kvöldi og var allsendis ó- víst hvort tillagan næði fram að ganga og þá varla óbreytt. VARHUCA VIRT AÐ OFHLADA 19 DAGAR EFTIR Nú eru aðeins 19 dagar eftir þar til dregið verður í 1. flokki Happdrættis Þjóð- viljans 1964 en aðalvinning- urinn er sem kunnugt er Volkswagenbifreið og auk þess eru 12 aukavinningar, strauvél, vegghúsgögn, hræri- vél, kvenkápa, ryksuga. ferðaviðtæki, karlmannaföt, ljósmyndavél, háþurrku- hjálmur, bækur, brauðrist og gufustraujám. f dag er almennur skila- dagur hér í Reykjavík og er það von okkar að sem allra flestir hafi nú sam- band. við skrifstofuna að Týs- en hún verður opin kl. 9—12 f.h. og 1—7 e.h. Áríð- andi er að hraða skilum sem allra mest þvi að tíminn fram að drætti er farinn að styttast. Menn úti á landi geta annað hvort gert skil hjá umboðsmönnum Þjóð- viljans þar eða póstlagt skil- in til skrifstofu happdrætt- isins. Týsgötu 3 1 Reykja- vík. Sími skrifstofunnar er 17514. 1 dag birtum við nöfn um- boðsmanna happdrættisins í Norðurlandskjördæmi vestra og næstu daga höldum við áfram að birta nöfn um- boðsmannanna annars stað- ar á landinu. Siglufjörður: Kolbeinn Friðbjarnarson, Sauðárkrókur: Hulda Sigur- bjömsdóttir, Blönduós: Guð- mundur Theódórsson, Skaga- strönd: Friðjón Guðmunds- son, Hvammstangi Skúli Magnússon. MIÐB/FJARS VÆDID Á fundi borgarstjórnar í gærkvöld urðu miklar umræður um heildar- skipulag borgarinnar. Ágreiningur hefur orðið um málið í borgarráði og telur fulltrúi Alþýðubandalagsins, Guðmundur Vigfússon, að með hinu fyrirhugaða skipulagi sé verið að ofhlaða gamla miðbæinn. Á fundi borg- arstjórnar bar Guðmundur fram þá tillögu, að þetta atriði skipulagsins sé tekið til endurskoðunar og að tillögur að skipulagi miðist við sem allra minnsta aukningu frá núverandi heildarnýtingu miðbæjarins. Var sú tillaga felld með ellefu atkvæðum gegn fjórum. Tillaga Guðmundar var svo- hljóðandi; „Borgarstjórnin telur það mik- ils um vert, með tilliti til hag- kvæmrar uppbyggingar miðbæj- arins og sem greiðastrar um-1 arar og hýsir nú 107 þúsund ferðar, að fullrar varfærni sé gólfflatarmctra atvinnuhúsnæð- gætt við áætlun um bygging- ' is og 10 þúsund gólfflatarmetra armagn á þessu takmarkaða íbúðarhúsnæðis, eða 117 þúsund svæði, sem er aðeins 18 hekt-1 gólfflatarmetra alls. Borgar- GERIÐ SKIL! Rannsóknarstofnun í raunvís- indum er ai rísa af grunni ■ Háskóli íslands er nú að hefja byggingu á húsi, sem á að verða miðstöð fyrir vísindalegar rannsóknir á sviði stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði og jarðeðlisfræði. Grunn- urinn hefur þegar verið grafinn við hliðina á kvikmynda- húsi Háskólans og samningur gerður við Verklegar fram- kvæmdir h.f. um framkvæmd verksins. Undirbúningur rannsóknar- stofnunar þessarar hófst vetur- urinn 1960—’61, en þá skipaði háskólarektor, prófessor Ár- mann Snævarr, sex menn í nefnd til þess að gera tillögur um rannsóknarstofnun i raun- vísindum við Háskóla íslands. 1 tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir rannsóknarstofnun með 60—70 manns, þar af um 30 sérfræðingum í stærðfræði. eðl- isfræði, efnafræði og jarðfræði. Hæfilega stærð byggingar yfir stofnunína áætlaði nefndin 2500m2 að gólffleti. Á 50 ára afmæli Háskólans, baustið 1961, afhenti Banda- ríkjastjórn gjöf, að upphæð 5 miljónir króna, til styrktar hinni fyrirhuguðu rannsóknarstofnun. Þessi gjöf varð til þess að haf- izt var handa um undirbúning að byggingu fyrir stofnunina. Þó þótti ekki fært að byggja STE8NGRÍMUR PÁLSSON TEKUR SÆTI Á ALÞINGI r’ .xðtMMteb- fjarðakjördæmis lcyfi frá þing- störfum um tíma og tók Stein- grímur Pálsson sæti hans en hann er fyrsti uppbótarmaður Alþýðubandalagsins í Vest- f jarðak jördæmi. Steingrímur Pálsson er fædd- ur í Bandaríkjunum árið 1918, sonur hjónanna Páls Sigurðs- sonar prests og konu hans Þor- bjargar Steingrímssonar. Steingrímur er nú stöðvar- stjéri við símstöðina að Brú í Hrútafirði en vann áður um langt skeið á ritsímastöðinni í Reykjavík. Hann hefur verið í framboði 1 gær fékk Hannibal Vaidi- fyrir Alþýðubandalagið á Vest- marsson 5. þingmaður Vest- > fjörðum frá stofnun þess. stofnunina upp í einum áfanga, eins og nefndin hafði gert ráð fyrir. Hús það, sem nú er ver- ið að byrja á, verður um 540m2 að grunnfleti. á tveimur hæð- um og með kjallara, en gert er ráð fyrir, að síðar meir bætist við annar áfangi í öðru sambyggðu húsi, sem verður nokkru stærra. Arkitektarnir Sigvaldi Thord- arson og Skarphéðinn Jóhanns- s.on hafa teiknað bygginguna, en tækniráðunautar eru verk- fræð'ngar Almenna byggingafé- lagsins. Á neðri hæð hússins verða rannsóknarstofur fyrir eðlis- og efnafræði, en á efri hæðinni herbergi fyrir vinnu, sem ekki krefst rannsóknar tækja. Þar verður einnig bóka- safn og skrifstofa stofnunarinn- ar. Framkvæmdir þær, sem samið hefur verið um við Verklegar framkvæmdir h.f., miðazt við fullan frágang á útveggjum. I stjórnin telur þvi ógætilegt og varhugavert að miða tillögur að heildarskipulagi við að at- vinnuhúsnæði í fullbyggðum miðbæ geti aukist upp í 165 þúsund gólfflatarmetra, eins og gert er ráð fyrir í niðurstöðum fundahalda um heildarskiplagið í Kaupmannahöfn 16.—24. jan. s.I. og fundahalda í Reykjavík 2.—6. apríl s.I. sbr. bréf borgar- verkfræðings frá 7. apríl s.I. til borgarráðs. Borgarstjórnin óskar því eft- ir að þetta atriði skipulagsvinn- unnar verði tekið til endurskoð- unar og tillögur að skipulagi miðaðar við sem allra minnsta aukningu frá núverandi heild- arnýtingu miðbæjarsvæðisins.“ í ítarlegir framsöguræðu reif- aði Guðmundur þetta mál og færði að því rök, að með fyrir- huguðu skipulagi sé farið mjög ógætilega að, skipmlagslega sé gamli miðbærinn eitt viðkvæm- asta svæði borgarinnar en blind gróðahyggja virðist ráða fyrir- ætlunum meirihlutans í borgar- stjórn. Hér sé farið eftir einka- hagsmunum ýmissa .fésterkra aðila en ekki hagsmunum borg- arbúa,- Óskar Hallsrímsson, íulltrúi Alþýðuflokksins tók undir rök- semdir Guðmundar, en fulltrúar Framsóknarflokksins, þeir Einar Ágústsson og Björn Guðmunds- son studdu meirihlutann og bæði að utan og innan, og upp- hitun. Gert er ráð fyrir, að þeim áfanga ljúki snemma í desember n.k., og standa vonir I töldu nýtingu þessa bæjarhluta til, að byggingin verði fullbúin sízt Qf mikla með þessu skipu- seinni hluta ársins 1965. lagi. Auk borgarstjóra, Geirs (Frá Háskóla Islands). ' Framhald á 3. síðu. Deilt um sauMjár- hald í Reykjavík Eins og kunnugt er Iiggur nú fyrir Alþingi frumvarp til laga um búfjárhald í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Ak- ureyri og gerir það ráð fyrir heimild til handa viðkomandi bæjarfélögum til þess að banna allt búfjárhald í lögsagnarum- Frumvarp þetta hefur sætt mikilli gagnrýni frá félögum búfjáreigenda í Reykjavík og kaupstöðunum þremur og boð- uðu sauðfjáreigendafélögin á þessum stöðum til fundar í Skátaheimilinu í fyrrakvöld og buðu þangað nokkrum gestum, dæmum þeirra. Er frumvarpið m. a. flytjendum frumvarpsins flutt af tvefm borgarfulltrúum í Reykjavík, alþingismönnunum Auði Auðuns og Alfreð Gísla- syni. Sjá nánari frétt á öðrum stað í blaðinu um frumvarpið á ^þingi. og Hafliða Jónssyni garðyrkju- stjóra Reykjavíkur, er öll mættu á fundinum. Formenn sauðfjáreigendafé- laganna þriggja fluttu fram- Framhald á 3. síðu. Lögðu sveig við minnis- varðann Franska þyrlumóðurskipið Le Resolue kom hingað til Reykja- víkur í fyrramorgun og var það til sýnis almenning báða dagana. Skipið er 12000 tonn að stærð og getur tekið á þilfar 8 stórar þyrlur. Á skipinu eru um 800 sjóliðar og voru þeir mjög áberandi á götum borgarinnar þessa tvo daga. 1 gærmorgun fór flokkur skipverja fylktu liði upp í kirkjugarðinn við Suðurgötu og lögðu þeir blómsveig við minn- isvarða drukknaðra franskra sjómanna. Er myndin tekin af sveignum og varðanum. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Línuveiði aftur Húsavík, 16/4 — Allgóður afli hefur verið af loðnu undanfarið. Hefur henni verið beitt á línu með sæmilegum árangri. Afli netjabáta hefur verið rýr og hafa sumir byrjað með línu aft- ur. Þá hefur verið dágóð hrogn- kelsaveiði. Til dæmis stundar Frá fundi sauðfjáreigendafélaganna í fyrrakvöld í Skálaheimil inu. Alfreð Gíslason í ræðustólnum. (Ljósm. Þjóðv. A.K.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.