Þjóðviljinn - 17.04.1964, Blaðsíða 2
2 SIÐA
ÞJðÐVILJINN
Föstudagur 17» april 1964
Olgeir Lúthersson:
Stofnlánadeildin
og hagur bænda
I 3. tölublaði Búnaðarblaðs-
ins „Freyr” 1964, birtist grein
eftir Magnús Jónsson banka-
stjóra, um uppbyggingu land-
búnaðarins. Það hefur dregizt
lengur fyrir þeim, sem þetta
skrifar. að gera nokkrar at-
hugasemdir við nefnda grein.
Næstum 1 upphafi máls síns,
segir bankastjórinn: „Margt er
að sjálfsögðu landbúnaðinum
nauðsynlegt, en fyrir alla
framþróun þessa atvinnuvegar
eru tvær meginforsendur ó-
hjákvæmilegar: hagkvæmt
lánsfé, til nauðsynlegrar fjár-
festingar og sá arður af bú-
rekstrinum, er geri fært að
standa straum af lánunum og
veita því fólki viðunandi kjör,
er að landbúnaðinum starfar.”
Og síðar í greininni segir
hann: ,,En þótt tryggja þurfi
nauðsynleg stofnlán til fram-
kvæmda i landbúnaði, þá má
skuldasöfnun auðvitað aldrei
fara fram yfir það mark að
búreksturinn fái undir árgjöld-
um risið, og stjórn Stofnlána-
deiidarinnar er að sjálfsögðu
skylt að gæta þess eftir föng-
um, að öruggar tryggingar séu
fyrir lánum deildarinnar".
Þegar véltæknin kom til
sögunnar í landbúnaðinum,
gerði hún kröfur til þess, að
flestir bændur stækkuðu jarð-
ir sínar mjög mikið. Flestar
iarðir í landinu voru með lít-
il tún og lítið véltækt land.
Þessvegna þurftu bændur að
ræsa fram votlendið, girða
það og rækta. Kaupa margs-
konar vélar og tæki, byggja
yfir búfé. fóður og áburð og
stækka bústofninn. Og þetta
gerist einmitt þannig að stækk-
un bústofnsins kemur síðast,
því það er ekki hægt að stækka
hann fyrr en fóður og bygg-
ingar eru fyrir hendi.
Þannig gerist það að bónd-
inn stofnar til mikilla skulda
sem afrakstur búsins stendur
ekki undir, fyrr en tekizt hefur
að stækka bústofninn.
En þegar stjórn Stofnlána-
deildarinnar fer að bera sam-
an skuldir og bústofn og tekj-
ur bóndans, getur útkoman
orðið mjög slæmt hlutfall, og
samkvæmt reglum deildarinn-
ar um „örugga tryggingu”
fyrir lánunum því ekkert vit
að veita þessum eða þessum
bónda meiri lán, jafnvel þó
vottorð komi frá hlutaðeigandi
héraðsráðunaut um að bónd-
anum sé hagkvæmt og nauð-
synlegt að gera nýjar fram-
kvæmdir.
Ef allt væri með felldu, ætti
Stofnlánadeildin stöðugt. að
hafa örugga tryggingu fyrir
lánum sínum til bænda, því
þar sem þau nema ekki helm-
ingi kcstnaðarverðs fram-
kvæmdanna, ættu þær að vera
örugg trygging í hækkuðu
verði jarðarinnar. En hví er
þá stjórn Stofnlánadeildarinn-
ar svona hrædd? Það er vegna
þess að hún álítur landbúnað-
inn ekki eiga framtíð fyrir
sér, þótt hún láti það ekki
uppi opinberlega, — að bænd-
ur muni flosna upp í vax-
andi mæli og Stofnlánadeildin
sitja eftir með jarðimar í
auðn.
Enda hafa nú þær raddir
verið uppi að landbúnaðurinn
sé byrði á hagvexti þjóðfélags-
ins og að 1/5 hluti bænda
gæti gegnt þvi hlutverki • i
þjóðfélag'nu, sem stéttin öll
gegnir nú.
En það má hughreysta stjóm
Stofnlánadéildarinnar með |>ví
að bændur ætla ekki að gefast
upp. Einmitt nú er í þeim
vaxandi uppreisnarhugur gegn
hinu heimskulega vanmati á
gildi bændastéttarinnar í
þjóðfélaginu. Bændur viður-
kenna ekki að þe’r hafi verið
eða séu ómagar á þjóðfélaginu.
Það er mikil skömm fyrir
Merki-
legt nýmæli
Sigurður Ingimundarson
gegndi í fyrradag störfum
sem forseti sameinaðs þings
Og tók þar upp mjög merki-
legt nýmæli við afgreiðslu
þingmála. Hann neitaði að
bera upp tillögu Alþýðu-
bandalagsmanna um utanrík-
isstefnu íslendinga, en lét
sér nægja að bera upp fyrstu
setninguna, svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að lýsa yf-
ir því, að þessi eru
grundvallaratriði íslenzkrar
stefnu-“. Allir þingmenn her-
námsflokkanna felldu síðan
að grundvallaratriðin skyldu
vera „þessi", og því næst
kvað Sigurður óþarft að bera
unp eitt einasta efnisatriði úr
tillögunni.
Ekki er að efa að þetta
snjalla nýmæli verður hag-
nýtt í ríkum mæli, þegar til-
lögur um viðkvæm mál koma
fram á alþingi. Ef erfitt
verður að fella fyrstu setn-
inguna, getur forseti borið
fyrsta orðið undir at.kvæði
og skipað þinsmönnum að
láta í ljós skoðun sína á því
hvort hægt sé að samþykkja
tillögu sem hefjist á þvílíku
orði Einnig getur hann tek-
ið stafina eftir hentugleik-
um, og þingmenn geta látið í
ljós andstöðu sina við bók-
stafina a, b, d, e, f, g. o.s.frv.
þar til stafrófið þrýtur. Og
svo að tilbreyting fáist get-
ur hann einnig borið grein-
armerki undir atkvæði ann-
að kastið, semikommur og
punkta og tvípunkta og
gæsalappir.
í þessari tilhögun felst
ekki aðeins stóraukið hag-
ræði á alþingi, heldur á þetta
nýmæli einnig að auðvelda
þingmönnum starfið meðal
kjósenda um allan helming.
Nú þurfa þeir ekki að leggja
það á sig framar að hafa
einhverja stefnu og semja
málefnalegar ræður rneð rök-
semdum. en þvílik iðja hef-
ur ævinlega samrýmzt illa
heilastarfsemi háttvirtra her-
námsþinemanna Hér eftir
geta þeir spurt kjósendur
hvort þeir aðhyllist frekar
orðið „þessi" eða orðið
.,hinn“. hvaða stafi i stafróf-
inu þeir felli sig bezt við, ,
ng hvnrt beir séu mpð
móti kommum. — Austri
þjóðfélagið að bændur, sem
hafa unnið stórvirki í landinu,
skuli hafa lægstar meðaltekjur
allra vinnustétta landsins.
Það spáir að vísu ekki góðu
fyrir bændur, að fyrirhuguð
er af stjórn Stofnlánadeildar-
innar takmörkun á stofnlán-
um til bænda, jafnframt þvl
sem verðlagi á landbúnaðar-
framleiðslunni er haldið neðan
við framleiðslukostnaðarverð
og bændur því orðið að eyða
af sínu lága kaupi í fram-
leiðslukostnaðinn. Sexmanna
nefnd bænda og neytenda virð-
ist ekki þeim vanda vaxin að
verðleggja landbúnaðarvörur
á réttlátan hátt og hefur verð-
lagningin tíðum orðið handa-
Olgeir Lúthcrsson
hófsverk vegna ósamkomu-
lags í nefndinni. Fulltrúar
neytenda í nefndinni hafa ver-
ið sinn frá hvorum stjómmála-
flokki og enginn þeirra hefur
þorað að standa með réttmæt-
um kröfum bænda, því hinir
hefðu umsvifalaust bent á
þennan pólitíska andstæðing
sinn. og hrópað um alla
Heykjavík og víðar að hann
hefði svikið hagsmuni neyt-
enda!
Ég vil ákveðið vara stjóm
Stofnlánadeildarinnar við þvi
sjónarmiði, sem felst í eftir-
farandi málsgrein i grein
Magnúsar Jónssonar, banka-
stjóra: „Því er ekki að leyna
að ýmsar jarðir eru nú orðn-
ar svo hlaðnar skuldum, að
ekki er auðið að veita að sinni
hærri stofnlán til þeirra. Raun-
ar er í mörgum tilfellum erfitt
aó meta, hvenær því marki er
náð. vegna mjög mismunandi
raunverulegs verðgildis jarða,
eftir staðsetningu þeirra. En
ekki verður þó hjá því komizt
að reyna að framkvæma slíkt
mat.” (Leturbr. min. O.L.).
Út frá þessu vil ég benda á,
að á undanförnum árum hafa
verið auglýstar margar jarðir
til sölu í einu bezta búnaðar-
héraði landsins, Eyjafirðinum,
sumt af þehn kostajarðir og
hafa ekki selzt Svalbarðs-
strönd og Kaupangssveit við
Eyjafjörð munu vera einar
beztu sveitir landsins til nú-
tímabúskapar. Að baki þeim
liggur Vaðlaheiðin, en austan
hennar Fnjóskadalurinn, harð-
býll og erfiður til búskapar.
Þar hefur þó byggðin enn
haldið velli. En hvað yrði ef
bændur austan Vaðlaheiðar-
innar ættu að njóta hærri
stofnlána en bændur austan
hennar? Væri þá ekki bein-
línis verið að vinna að því að
búskapur í Fnjóskadal yrði úr
sögunni?
Um gjald það sem bændum
var gert að greiða af fram-
leiðslu sinni til Stofnlána-
deildarinnar. hefur orðið mik-
511 ágreiningur. Jafnframt lög-
leiðingu bessa stofnlánagjalds
versnuðu vaxtakjör stofnlán-
anna veiulega — en þess gat
Magnós Jómsnon ekki í grein
sinni í ,.Frey”.
En þetta hvorttveggja er
þungur baggi sem gerir bænd-
um eim erfiðara en ella að
rísa undir stofnkostnaði bú-
skaparins. I sambandi við
stofnlánasjóðsgjaldið má einn-
ig geta þess, að fjöldi bænda
í landinu nýtur aldrei neins
af þessu gjaldi, heldur verða
þeir að færa það sem fórn til
stéttarbræðra sinna og fram-
tíðarinnar. Það er ekki rétt-
læti.
Og nú er það komið nýtt
til sögunnar að bændur þurfa
að skrifa lánsumsókn til Stofn-
lánadeildarinnar löngu fyrir-
fram, eða fyrir 15. aprfl ár
hvert. Jafnframt er héraðs-
ráðunautum gefinn íhlutunar-
réttur um athafnir bænda og
jafnvel neitunarvald gegn þeim.
Um þetta er það aö segja,
að hér norðanlands er yfir-
leitt mjög erfitt, eða ekki hægt
fyrir bændur, að ákveða fyrir
15. apríl framkvæmdir sinar
á komandi sumri. Þar getur
tíðarfarið að vorinu ráðið öllu
ura. Fyrsta til fimmtánda júní
væri nógu snemmt fyrir bænd-
ur hér nyrðra að segja um
þetta.
En um hlut ráðunautanna
að þessu máli vil ég segja: að
á meðan bændur búa þessum
dreifða e'nkabúskap og bera
alla áhættu og ábyrgð af hon-
um, þá sætta þeir sig ekki við
nema mjög takmörkuð af-
skipti af athöfnum sínum.
enda hafa þeir ' ekki vanizí
því fram að þessu að annara
forsjá væri þeim hollari en
þeirra eigin.
Grein Magnúsar bankastjóra
í Frey er mjög þörf því hún
sýnir berlega hvert stefnir
með landbúnaðinn ef ekki
verður að gert, en það er til
stöðnunar fyrst og síðan til
hruns.
Uppbygging bænda í land-
búnaðinum hefur orðið þeim
ófarsæl á margan hátt. Vél-
tæknin hefur breytzt svo ört
með gæði og afköst að þeir
hafa orðið að leggja til hliðar
vélar og tæki sem ónýta hluti,
sem ekki svöruðu lengur kröf-
um tímans, um vinnugæði og
afköst.
Gras af hinu erlenda fræi
hefur ekki dugað við íslenzk
skilyrði og mjög mikil mistök
hafa orðið með notkun til-
búins áburðar, sérstaklega eft-
ir að hinn innlendi köfnun-
arefnisáburður kom til sög-
unnar. Af þessum sökum hef-
ur heyfóðr'ð orðið gallað og
það leitt til mikilla vanhalda
á búfénu. Búfræðin í landinu
er þess ekki enn umkomin að
segja bændum hvað sé rétt
og hvað sé rangt í þessu efni
og vísindalegar rannsóknir í
þágu landbúnaðarins eru mjög
hægfara. Á þessum tímum ný-
breytni og tækni hafa því
bændumir orðið að þreifa s’g
áfram gegnum mistökin og
hagur landbúnaðarins borið
alls þessa vitni.
Er það bændanna sök hvern-
ig þetta hefur gengi'ð til, og
eíga þeir að gjalda þess? Eru
það ekki einmitt bændumir,
sem aldrei hafa raisst kjark-
inn, og með þrotlausu starfi i
og nægjusemi gert allri þjóð-
inni gott?
Og megum við nú ekki
vænta þess að framundan sé
skeið meiri þekkingar að
byggja á. og þar af leiðandi
minni mistaka? Og megum við
ekki vænta þess að bændur
beri svo úr býtum við land-
búnaðinn að þeir verði ekki að
vonlausum skuldaþrælum? Þó
að bóndinn sé á margan hátt
frjáls við starf sitt og njóti á-
nægju af margskonar þáttum
búskaparins og samlífinu við
náttúruöflin, bá bjargar bað
ekki sál bóndans, eftir að
hann er orðinn vanskilamaður
fjárhagslega. Þessvegna þarf
kaup bóndans að hækka, ann-
aðhvort með be'nni hækkun á
framleiðslu hans eða með
lækkun á kostnaði hans, svo
sem vöxtum. helztu rekstrar-
vörum o.fl. Nái ekki þessi
réttmæta krafa framgangi með
sanngjörnum samningum,
benda allar líkur til. að bænd-
ur muni einhliða sækja rétt
sinn með allsberiar samtökum.
Vatnsleysu 13/4 1964.
Vínuppskera
Þeir tímar eru nú Iiðnir. þegar Ungverjar höfðu ekkert annað
upp á að bjóða til útflutnings en reyktar pylsur, papríku, sig-
aunatónlist og vín, Nú er Ungverjaland hröðum skrefum að
breytast í iðnaðarland, en eins og þessi mynd sýnir kunna
Ungverjar enn að gera vín, og þau þykja ekki af verri tegund-
inni. — Hér eru íbúar Nagyrédeþorpsins að flokka vínberja-
uppskeruna.
SVISSNESKT
0 R
FRÁ
GoriéBert
ER VEL VALIN
FERMINGARGJÖF.
GEFIÐ GJAFIR FRÁ
SILFURBÚÐ
I
NNI
Laugavegi 13 — Sími 11066.
Verttöarfólk
Okkur vantar karla og konur til fiskvinnu nú
þegar. — Mikil vinna. — Mikil tekjuvon.
Upplýsingar gefur Einar Sigurjónsson, í símum
1100 — 1101 og 1102.
ÍSFÉLAG VESTMANNAEYJA.
Lögtak
Samkv., úrskurði uppkveðnum í dag verða lögtök látin
fara fram eftir kröfu Ríkisútvarpsins á kostnað gjald-
enda, til tryggingar gjaldföllnum og lögtaksháefum af-
notagjöldum af útvarpi að liðnum átta dögum frá birt-
ingu þessarar auglýsingar.
Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 15. apríl 1964,
KR. KRISTJÁNSSON.