Þjóðviljinn - 17.04.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.04.1964, Blaðsíða 12
Loftferðalög komin tii efrí deiidar ■ Frumvarp ríkisstjómarinnar var til þriðju umræðu í neðri deild Alþingis í gær og var samþykkt með ýmsum þreytingum, þar á meðal var samþykkt þreytingartillaga þeirra Péturs Sigurðssonar, Einars Olgeirssonar o.fl. um að 160. greinin falli niður, en hún kvað á um allharðar refsingar fyrir vanrækslu flugverja í starfi. Istvan Szatatsy, hljómsveitarstjóri. Sardasfurstinnan í Þjóðleikhúsinu Síðasta verkefni Þjóðleikhúss- ins á þessu leikári verður óper- ettan Sardasfurstinnan eftir Eímmerich Kálmán. Æfingar eru þegar hafnar og kom ungverski hljómsveitarstjórinn, Istvan Szatatsy, til landsin-s s.l. mið- vikudag, en hann verður einnig leikstjóri. Ungverska söngkon- an Tatjana Dubnovszky syngur sem gestur, en allir aðrir, er syngja og leika i óperettunni eru íslenzkir m.a. Guðmundur Jóns- son, Svala Nílsen og Eringur Vigfússon, en Erlingur hefur að undanförnu stundað söngnám á Ítalíu og kom til landsins í þessari viku. Hljómsveitarstjórinn Szalatsy er tiltölulega ungur maður. Hann stundaði lögfræðinám um hríð jafnhliða tónlistarnámi, en síð- an náði tónlistin alveg yfirhönd- inni og fyrir réttum 10 árum brautskráðist hann i hljóm- sveitarstjóm frá Liszt-Frenc- tónlistarháskólanum. Árið eftir var hann ráðinn hljómsveitar- stjóri Szegedy-leikhússins og hefur gegnt því starfi síðan. Óperettan Sardasfurstinnan er mjög létt og skemmtileg óp- Telpa bíöur bana í Vestmanna- eretta og má segja með sanni að hún sé eins konar þjóðar- leikur Ungverja. Fyrirhugað er að frumsýningin á Sardasfurst- innunni verði um miðjan næsta mánuð. Felld var breytingai-tillaga Sigurvins Einarssonar við sjö- undu grein, að í stað e—h liða kæmi e. Félagssamtök. hlutafé- lög svo og önnur félög með takmarkaðri eða ótakmarkaðri ábyrgð, enda séu að minnsta kosti tveir þriðju hlutar félags- manna íslenzkir ríkisborgarar, er eigi að minnsta kosti tvo þriðju hlutafjár eða félagseign- ar. Þá var samþykkt smávægi- leg breytingartillaga við 52. grein frá samgöngumálanefnd en síðan komu til atkvæða breytingartillögur þeirra Péturs Sigurðssonar, Einars Olgeirsson- ar, Jóns Skaftasonar og Sig- urðar Ingimundarsonar, sem birtar voru hér í blaðinu síð- astliðinn miðvikudag. Flugdómstóll: Já: 19, Neí: 20 A-og b-liðir fvrstu málsgrein- ar breytingartillagnanna voru felldir með 19 atkvæðum gegn 15 og 17 atkvæðum gegn 15. A-liður annarar málsgreinar var samþykktur samhljóða en b-liðurinn, um hámarks vinnu- tíma, hvíldartíma flugverja o.fl. var felldur með 19 atkvæðum gegn 15. Þriðja málsgreinin. um loft- ferðadómstól og rannsókn á flugslysum, var felld að við- höfðu nafnakalli með eins at- kvæðis mun (20—19) og komu því málsgreinar 4—8 ekki til atkvæða. • 9. málsgreinin, um að 160 grein frumvarjsins skyldi felld niður var aftur á móti sam- þykkt samhljóða. Viðstaddir Alþýðubandalags- menn og Framsóknarmenn greiddu atkvæði með öllum framkomnum breytingartillögum en stjórnarþingmenn, að undan- skildum Pétri Sigurðssyni og Sigurði Ingimundarsyni, á móti þeim sem felldar voru. Frumvarpið verður nú sent efri deild með áorðnum þessum breytingum. Islandsmet Sundmót KR fór fram í Sund- höllinni í gærkvöld og varð það helzt tíðinda að Guðmundur Gíslason setti nýtt íslandsmefi í 200 m baksundi. Tíminn var 2.25,1, en Andy Harrower varð næstur honum, 2.26,4. McGregor vann eins og við mátti búast 200 m skriðsundið á 2.02,3 (100 m tíminn var 56,10, eða betra en íslandsmetið). Davíð Valgarðsson varð í öðru sæti 2.09,5. Ann Baxter vann 200 m bringusund kvenna á 2.53,3. Næst heni varð Hrafnhildur Guðmundsdóttur 2.58.0. Föstudagur 17. apríl 1964 29. árgangur — 87. tölublað. Eru bændur grýlubörn? MÝVATNSSVEIT, 16/4 — Nokkrir bændur hér í sveit eru nú farnir að rýja rollur sínar og er þetta heklur betur brot á aldagamalli hefð. Gamla fólkinu þykir þetta óhuggulegt og röskun á hversdagslegri ró sveitalífsins. Hefði mátt bíða eftir Skerplunni að ósekju og rugla ekkj svona með sveita- verkin að óþörfu. Aðallega hafa verið rúnar veturgamlar ær og gemlingar og til þess notaðar rafmagns- klippur og virðist þetta gefa góða raun. Þetta er einskonar tilrauna- starfscmi á vegum búnaðar- félagsins hér í sveitinni og er ætlunin að koma við véltækni við rúningu. Rúning er mikil karlmennsku- raun á vorin með höndunum einum saman og er margur orðinn framlágur að kvöldi dags. Tildurrófa frá Akureyri var hér á ferð og vildi láta kalla þetta kindasnyrtingu eins og talað er um fisksnyrtingu í hraðfrystihúsum. Skelfing eru tveir aðalat- vinnuvegir þjóðarinnar farnir að fara í taugarnar á fólki. Bændur, sjó'menn og verkafólk eru að verða að einskonar grýlubömum hjá þjóðinni og þarf helzt að fela þá fjTÍr er- lendum ferðamönnum. Enda era þeir launaðir eftir því. Kapp við grásleppuveiðar Grimsey, 16/4 — Aldrei hef- ur grásleppuveiði verið stund- | uð af eins mikilli hörku í ! Grímsey eins og að undanförnu i og hefur veiði verið sæmileg. j Verð á söltuðum hrognum hef- ur hækkað mikið frá fyrra ári og fá menn tvö þúsund og fjög- ur hundruð krónur fyrir tunn- una. Er þessvegna kapp lagt á veiðamar. Hinsvegar er h'till þorskafli. Fuglabjörgin eru nú orðin fullsetin og fuglamergð mikil og varpið hefst áður en langt um líður vegna góðrar tíðar. Barnaskólanum er lokið í ár. Kennari var Jakob Pét- ursson og vorum við lánsöm að fá hann að skólanum. Sjálfvirkni færist í aukana eyjum í fyrrakvöld varð banaslys í ('estmannaey.jum. Lenti 5 ára itúlkubam undir vörubifreið og æið þegar bana. Litla stúlkan teitir Guðrún Ágústa Gunnars- lóttir til heimilis að Vestmanna- jraut 53. Slysið varð um sex leytið á Jestmar.nabraut. Stór vörubif- •eið ók austur götuna og kom itla stúlkan hlaupandi út á _göt- ma og gat ekki stöðvað sig á ilaupunum og lenti undir nnstra ' afturhjóli bifréiðarinnar. ákufnaðurinn varð ekki var við elpuna, en taldi sig hafa orð- ð varan við einhverja ójöfnu >g stöðvaði bifreiðina. I sama nund kallaði einhver til hans >g sagði hpnum að barn hefði )rðið fyrir bílnum. Lá telpan )á á .götunni fyrir aftan bif- 'eiðina og var þegar örend. Vopnafirði. 16/4 — Ilafinn er undirbúningur að næstu síldar- vertíð í Síldarverksmiðju Vopna- fjarðar. Hún seldi framleiðslu síðasta árs fyrir fjörutíu og fimm miljónir lcróna og greiddi í vinnulaun nokkuð á sjöttu miljón króna. Allar aðrar fram- kvæmdir hér í þorpinu eru bein afleiðing af tilkomu þessa fyr- irtækis. Verksmiðjan er fullkomin að öllum tækjum og hefur verið gert stórt átak á hverju ári til þess að svo mætti verða. Hún bræðir fimm þúsund mál á sólarhring. Öll viðreisnarárin hefur lánsfé vcrið nær ófáanlegt eftir venjulegum leiðum og nú er verksmiðjustjórninni neitað um leyfi til þess að taka er- lent Ián, sem hún á kost á sem stendur. Hafa því allar framkvæmdir orðið að miðast við eigin getu fyrirtækisins. A síðastliðnu ári nam fjárfesting í sambandi við nýjar vélar að ógleymdri byggingu á stórri mjölskemmu rúmar sex miljón- ir króna. I ár verða byggðar verbúðir og hús fyrir mötuneyti handa aðkomufólki eins og bændum og búaliði, sem vinna þar lengri eða skemmri tfma. Þá verður byggður úr stáli að- alstokkur frá tveimur löndun- arkrönum og sjálfvirkni aukin nokkuð. — G.V. Vantar aðeins derhúfurnar Sauðárkróki, 16/4 — Nýlega kom Skagfirðingur úr þriðju veiðiför og landaði hér 46 tonn- um af fiski. Er verið að vinna úr honum í fiskiðjuverin'u Mími. Þessi fyrirtæki voru stofnuð upp úr hinni frægu gjaldþrotasúpu á sínum tíma. Dauft hefur verið yfir atvinnulífinu hér á Krókn- um í vetur og hafa menn geng- ið með hendur í vösum og feng- ið úttekt í verzlunum upp á væntanlega vinnu. Vantar eigin- lega ekkert nema derhúfur kreppuáranna til þess að upplifa gamla tíð. Áhöfnin á m.b. Haraldi í Vestmannaeyjum á sjóstangaveiðimótlnu 1963. Talið frá vinstri: Magn- ús Valdimarsson, Rolf Johannessen, skipstjórinn á Haraldi, Axel Lárusson, Svcrrir Einarsson, vélamaðurinn á Haraldi (sitjandi), Bandaríkjamaður, Ilalldór Snorrason. AiþjóSa sjástanga- veiSimót hóS í Rvík ■ Fimmta alþjóðlega sjóstangaveiðimótið sem haldið er hér á landi verður háð í í Reykjavík dagana 28.—31. maí n.k. Þetta er alþjóðlegt keppnismót og er þegar vitað að það verður sótt af sjóstangaveiðimönnum úr mörgum löndum en víða erlendis er sjóstangaveiði mikils metin og mikið iðkuð íþrótt. rASHINGTON 15/4 Bandaríska tanríkisráðuneytið skýrði frá ví i dag, að Bandaríkin ætli að öðva allan útflutning á dísel- élum til bresks fyrirtækis, serr ;fur boðið Kúbumönnum krana l sölu. Það eru tiltölulega fá ár síðan íslendingar fóru að iðka sjó- stangaveiði og hafði Sjóstanga- veiðifélag Reykjavíkur fyrst og fremst forgöngu um það og það sér um framkvæmd þessa al- þjóðamóts. Er Birgir J. Jó- hannsson tannlæknir formaður félagsins. Mótið verður sett fimmtu- daginn 28. maí í Sigtúni af for- manni Sjóstangaveiðifélags ' Reykjavíkur og einnig mun borgarstjórinn j Reykavík, Geir Hallgrímsson, ávarpa gesti. Morguninn eftir kl. 9 verður haldið á miðin og komið aftur til baka kl. 5 síðdegis. Verður sami háttur á hafður hina dag- ana nema síðasta daginn verður komið að kl. 4 e.h. og þá um kvöldið fer fram verðlaunaaf- hending og mótsslit i hófi í Sig- túni. Verða veitt fölmörg verð- laun eða alls um 50. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt mót er háð hér í Reykja- vík en öll fyrri mótin fjögur að tölu hafa verið háð í Vest- mannaeyjum. Hafa þau öll verið fjölsótt. Þegar hafa um 30 kepp- endur látið skrá sig þótt enn sé ekki farið að auglýsa mótið og er búizt við mikilli þátt- töku. Til taks verða 12—15 30 til 50 tonna bátar og er gert ráð fyrir að 5—6 manns verði á hverjum báti. Verður fylgt al- þjóðareglum við alla framkvæmd mótsins. — Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Ferðaskrif- stofunnar Sögu fyrir 15. maí næstkomandi. Á mótinu munu keppa sveitir frá Reykjavík, Vestmannaeyjum. Keflavik og Akureyri en þar er nýstofnað Sjóstangaveiðifélag | og mun bað efna til innanlands- | keppni síðar i sumar. Framhald á 3. síðu. Bændur á uppleið í Vopnafirði VOPNAFIRÐI, 16/4 — Sú mikla atvinna, sem verið hefur á Vopnafirði síðan síldarverk- smiðjan kom til sögunnar varð þess valdandi, að búskapur í kauphininu hvarf smátt og smátt úr sögunni og markaður fyrir mjólk skapaðist bæði hjá þorpsbúu’m og sjómönnum. Var þá hafin bygging mjólkur- stöðvar, sem tók til starfa s.l. haust. Mikil eftirspurn er eftir mjólk yfir síldveiðitímann. Þetta verður mikil lyftistöng fyrir bændur í Vopnafirði og hafa þeir þegar hafið undir- búning til þess að fjölga kúm sínum og auka þannig fram- 'eiðslu sína. Sauðfé hefur ekki skilað sem beztum arði undan- farin ár og enginn bóndi treyst- ir sér til að leggja í þá mikln fjárfestingu, sem er því sam- fara að stórfjölga fé. Það hefur sannazt allstaðar þar sem bændur hafa nærtæk- an og góðan markað fyrir allar tegundir búsafurða, þá hefur þeim vegnað bezt. Blómlegt at- vinnulíf og næg kaupgeta al- mennings er bezta lyftistöng landbúnaðar. Eg hef haldið því fram áður, ef síldarverksmiðj- an hefði komið hér fyrir svona þrjátíu árum, þá væri hér ein af blómlegri byggðum á land- inu. — G. V. Fiskideyfð á Húnaflóa Hólmavík, 16/4 — Það er sama fiskideyfðin hér á Húnaflóa eins og áður og þykir gott að fá sex hundruð kíló í róðri. Eru það aðallega þrír bátar sem stunda netaveiði héðan. Far- sæll, Sigurfari og Hilmir, Vík- ingur ætlaði að slá í gegn og flutti sig til Skagastrandar og hefur róið þaðan. Hann hefui vart fengið bein úr sjó þar frek- ar en hér. Þá eru trillur byrj- aðar grásleppuveiði og hafa sótl eðallega að Þorkelsskeri og i BiPrnafjörð. Fremur er tregur afli á þeim slóðum. — S.K.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.