Þjóðviljinn - 17.04.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.04.1964, Blaðsíða 6
SlÐA ÞIÓÐVILIINN Föstudagur 17. apríl 1964 Sjötíu ára ferill byltingarmanns Sú kynslóð sem lifað hefur og mótað stórfenglegustu umbrotatíma sögunnar, kyn- slóð tveggja heimsstyrjalda, mestu þjóðfélagsby4tinga, skjótustu framvindu mannlegr- ar þekkingar og hugvits, tíma einstæðra framfara en um leið sárustu niðurlægingar — sú kynslóð fer nú brátt að Ijúka göngu sinni. Því fer þó fjarri að sá maður þessarar kynslóð- ar sem hér skal minnzt sé orð- inn vegmóður. Hann stendur enn í miðjum þeim sviptibylj- um sem einkenna svo mjög alla sögu okkar aldar og ein- mitt nú, á þeim tímamótum ævi sinnar þegar flestum mun efst í huga að hvílast eftir eril áranna, biða hans á næsta leiti ákvarðanir sem trúlega eiga eftir að marka djúp spor í langri sögu. Það er fáum mönnum gefið að verða örlagavaldar þjóða sinna og það er gömul saga að sjaldnast er því spáð við vöggu þeirra. Nikita Serge- évitsj Krústjoff fæddist 17. ur og þremur árum síðar kominn á skrá keisaralögregl- unnar yfir hættulega undir- róðursmenn. Októberbyltingin var gerð tveimur árum síðar og árið 1918, þegar Krústjoff var 24 ára gamall, gekk hann í kommúnistaflokkinn. Saga hans næstu áratugina er æði svipuð og þúsunda annarra ungra manna úr öreigastétt sem voru viðbúnir þegar kall- ið kom, hvenær sem var reiðu- búnir að leggja allt í sölurn- ar fyrir þann málstað sem þeir höfðu kosið sér eða hafði útvalið þá. Hann barðist í borgarastríðinu þar til sigur vannst. f því höfðu verið drýgðar miklar hetjudáðir, en þó mun nærri sanni að þau verkefni sem við blöstu að því loknu og leysa varð ef allt átti ekki að glatast aftur hafi krafizt enn meiri stað- festu, enn meiri hugsjóna- tryggðar og hetjulundar. Hér er enginn staður til að rekja þá sögu og aðeins verður stiklað Krústjoff var lengi aðalritari flokksins í Moskvu, bæði fyrir og eftir stirið. Þar er myndin tekin 1936. april 1894 í þorpinu Kalinovka í Kúrskhéraði. Hann var af bláfátæku bændafólki, afi hans hafði verið. ánauðugur; jarðnæðislaus faðir hans flosn- aði upp frá átthögunum og vann allan aldur sinn í kola- námunum í Donéts. Nikita fylgdi á eftir föður sínum þangað þegar hann var fimmt- án ára. Hann vann sem lær- lingur í vélsmiðju og viðgerð- armaður námuvéla. Hann komst því fljótt í kynni við hina ungu en ört vaxandi verklýðsstétt sem þegar var vöknuð til vitundar um hlut- verk sitt og að sjálfsögðu hef- ur það ráðið miklu um lífs- ferjl hans. Það var kyrrt á yfirborðinu í Rússlandi keis- arans á þessum árum, bylt- ingin 1905 hafði verið kæfð í blóði, innlent lénsvald og erlent iðnaðarauðvald þóttust hafa öll ráð í höndum sér. En eldur byltingarinnar logaði undir og þessi dapurlegu ár bættust henni þeir iiðsmenn, sem áttu eftir að leiða mál- stað hennar til sigurs. Hinn ungi Nikita var einn þeirra. Átján ára gamall var hann orðinn lífsreyndur baráttumað- á stóru í æviferli Krústjoffs. Hann hvarf aftur til námuhér- aðsins í Donéts og að loknu starfi við eina námuna þar var hann sendur í verka- mannadeild Iðnaðarstofnunar héraðsins. Að námi loknu hófst langur ferill hans í þjónustu flokksins. Hann var kjörinn ritari flokksdeildar, fór til starfa fyrir flokksdeildina í Dpnétsk og tók síðar við trún- aðarstarfi í Kíeff. Hann sett- ist aftur á skólabekk 1929 í Iðnaðarakademíunni i Moskvu, þá 35 ára gamall. Hann í- lentist um sinn í Moskvu og fékk þar skjótan frama. 1931 varð hann ritari flokksdeildar í einu hverfi borgarinnar og fjórum árum síðar var hann kosinn ritari flokksins í Moskvuhérr.ði Á flokksþing- inu 1934 hafði hann verið kos- inn í miðstjórn flokksins og hann varð varafulltrúi í fram- kvæmdanefnd hennar 1938 og aðalfulltrúi 1939. Þetta voru erfið ár, þeir tim- ar sem reyna á þolri' manna. Sovétríkin voru risin úr ösku borgarastríðsins, verk- lýðurinn hafði af eigin ramleik og umsetinn af óvinum gert sjötta hluta jarðar sér undir- gefinn. Á tæpum áratug hafði klukku sögunnar verið flýtt um heila öld, grundvöllur ver- ið lagður að þeirri stóriðju sem er óhjákvæmileg forsenda velferðar og hamingju hverrar þjóðar á okkar tímum. En víst höfðu sigrarnir verið dýru verði keyptir og hörmulegast var það að mannlegum verð- mætum var sóað að þarflausu og reyndar i hrópandi mót- sögn við allt eðli og allan til- gang þeirrar baráttu sem ver- ið var að heyja. Martröð Stal- ínsdýrkunarinnar var hafin. Það er sagnfræðinga eða öllu heldur heimspekinga að þrátta um hvort hjá henni hefði mátt komast, og mun seint verða úr því skorið. Liðsmenn byltingarinnar, frurhkvöðlar hins nýja samfé- lags voru jafnframt hjól sem gangverk sögunnar knúði miskunnarlaust áfram. Þeir höfðu hver sitt verkefni að vinna og þá var hvorki stund né staður fyrir vangaveltur né siðrænar bollaleggingar. 1931 haíði Stalín gefið sovét- þjóðunum tíu ára frest til að koma sér upp stóriðju; að öðr- um kosti myndu fjandmennirn- ir ganga á milli bols og höf- uðs á þeim. Hann reyndist sannspár. Krústjoff hafði 1938 verið sendur til Úkraínu sem að- alritari flokksins þar. Og þar var hann þegar stríðið hófst. Sovétþjóðirnar urðu fyrir þungum áföllum í upphafi stríðsins, en nú uppskáru þær arðinn af erfiði og fórnum uppbyggingaráranna. Það vom hin nýju iðjuver austan Úral- fjalla sem gerðu gæfumuninn, þegar innrásarherinn hafði lagt undir sig nær öll iðnað- arhéruð hins evrópska hluta Sovétríkjanna. Krústjoff var öll stríðsárin hershöfðingi á víg- stöðvunum og hans er getið við tvær höfuðorustur striðs- ins, sem skiptu sköpum; Or- usturnar um Stalíngrad og Kúrsk. Hann átti einnig mik- inn þátt í skipulagningu skæruliðasveitanna að baki víglínu Þjóðverja í Úkraínu. Elzti sonur hans, Leoníd, féll í loftorastu árið 1943. Sovétríkin unnu frægan sig- ur í þessari grimmilegustu styrjöld sem sagan kann að greina frá. En hvílíkur sigur! Landið var flakandi í sárum, akrarnir brenndir, bústofninn eyddur, borgirnar brotnar, ó- taldar miljónir manna fallnar og aðrar örkumla. Aftur varð að hefjast handa að byggja allt upp að nýju. Krústjoff hafði snúið aftur heim til Donéts af vígvöllum borgara- stríðsins, og nú hvarf hann aftur heim til Kíeff til að stjórna endurreisnarstarfinu í Úkraínu. Einstök skipulagn- ingargáfa hans og óþrjótandi starfsorka komu þar í góðar þarfir og óvíða í Sovétríkjun- um mun endurreisnin hafa gengið betur en í Úkraínu undir hans stjórn fyrstu árin eftir stríð. 1949 fór hann aft- ur til Moskvu, þegar hann var kosinn einn af riturum mið- stjórnarinnar og aðalritari flokksdeildar Moskvuhéraðs. Hann var einn af framsögu- mönnum á 19. þingi flokksins 1952 og nokkrum mánuðum eftir andlgt Stalíns, í septem- ber 1953, varð hann aðalrit- ari miðstjórnarinnar. Sá ára- tugur sem síðan er liðinn hef- ’ir verið réttnefndur „tímabil Krústioffs" i sögu Sovétríkj- irma Það er að vísu langt “■rá bví að hann hafi verið einn um að móta stefnu sovézka Landbúnaðurinn hcfur jafnan átt athygli Krústjoffs óskipta og hann hefur m.a. vcrið mikill hvatamaður maísræktar. — Myndin er tckin á maísakri. kommúnistaflokksins þessi ár. En þær geysilegu breytingar sem þennan áratug hafa orðið á stjórnarháttum Sovétríkj- anna og högum landsmanna eru tengdar nafni hans öðrum fremur. Arfur sá sem Stalín lét eft- ir sig var mikill og mis- jafn. Sovétríkin voru stórveldi, enn risin úr ösku ófriðarbáls- ins eins og eldfugl ævintýr- isins, hernaðarmáttiur þeirra óvefengj anlegu r, iðnaðarfram- leiðsla önnur mesta í heirni og fór ört vaxandi. F.vrstu meg- inmarkmiðum byltingarinnar og frumbýlingsáranna hafði verið náð; þjóðfélagi sósíalism- ans hafði verið haslaður völl- ur og tilvera þess tryggð. En þau miklu umskipti í efnahag Sovétríkjanna sem orðið höfðu frá því að iðnvæðingin hófst höfðu gerbreytt öllum að- stæðum og því var þörf nýrra starfsaðferða. Háþróaður iðn- aður varð ekki lengur, ef vel átti að fara, keyrður í bönd skriffinnsku og valdstjórnar, sem ekki varð komizt hjá á fyrsta skeiði iðnvæðingarinn- ar. Upplýstum og menntuðum arftökum þess tötralýðs sem fyrst hafði hlýtt kalli bylting- arinnar varð ekki haldið í viðjum bókstafstrúar og ein- strengingsháttar sem voru kannski nauðsynlegt aðhald feðrum þeirra. Valdníðsla Stalínstímans, lítilsvirðingin fyrir lögum og rétti, skeyting- arleysið um afdrif einstak- lingsins voru í æpandi mót- sögn við sjálfan grundvöll þjóðfélagsins, við manngildis- hugsjón sósíalismans. Sovézkt þjóðfélag var þannig haldið ósættanlegum andstæðum, sem hefðu staðið allri framvindu þess fyrir þrifum. ef þeim hefði ekki verið rutt úr vegi af einbeitni og vægðarleysi. Ofan á þetta bættist að skip- an landbúnaðarméla var í ó- lestri. Hann hafði verið látinn sitja á hakanum á árum iðn- væðingarinnar og reyndar gert að bera allan kostnað af henni. Fyrsta verkefni Krústjoffs eftir að hann tók við stjórn flokksins haustið 1953 var að koma landbúnaðinum aftur á réttan kjöl með margvíslegum ráðstöfunum, m.a. hinum djörfu, og kannski fulldjörfu fyrirætlunum um nýrækt á geysilegum landflæmum í Vestur-Síberíu og Kasakstan. Sú nýrækt gaf mjög góða raun fyrstu árin, hvað sem síðar hefur orðið, og varð öllum efnahag landsins góð lyfti- stöng. Þótt mikið hafi áunn- izt er landbúnaðurinn enn veik- ur hlekkur í annars traustrí keðju sovézks atvinnulífs. p" hann hefur jafnan haft ó- skipta athygli Krústjoffs og sú stórfellda efling efnaiðnað- arins og áburðarframleiðslunn- ar sem fyrirhuguð er á næstu árum gefur fulla ástæðu til að ætla að nú verði brátt séð fyrir enda þessa vandamáls. Völd Krústjoffs jukust jafnt og þétt fyrstu árin eftir dauða Stalíns. Nánustu samstarfs- menn hans í stjórn flokks og ríkis munu flestir hafa verið sammála um að breytinga væri þörf, enda voru á þess- um árum stigin fyrstu sporin á þeirri braut sem síðar var farin. Krústjoff og ört vaxandi hópur fylgismanna hans, sem flestir voru af þeirri kynslóð sem varð fulltiða að bylting- unni lokinni, voru þeirrar skoðunar að gordíonshnútur- inn sem reyrður var um sov- ézkt þjóðfélag yrði ekki leyst- ur með varfærnum og hikandi handtökum; það yrði að höggva á hann. Það högg reið af þegar Krústjoff flutti „leyniræðu“ sína á 20. flokksþinginu í Moskvu í febrúar 1956. Upp- gjör hans við Stalínstimann, víxlspor fiokksins og misgerð- ir, var afdráttarlaust og hlífð- arlaust. Sagan á eftir að skera úr því hvort það hafi í alla staði verið réttmætt, en fá- ir munu lengur efast um að það hafi verið óhjákvæmilegt. hans og hafa Sert síðan. Krústjoff hefur bá lika siðan verið óumdeildur forystumað- ur Sovétríkjanna og það var staðfesting á því hlutverki hans, þegar hann tók einnig við embætti forsætisráðherra af Búlganín í marz'1958. Það er því eðlilegt að stórstígar framfarir sem orðið hafa í Sovétríkjunum þetta timabil séu tengdar nafni hans. Hag- ur sovézks almennings hefur stórum batnað; það nægir að nefna að á árunum 1958 til 1962 fluttu 50 miljónir manna i nýtt húsnæði, enda voru fá vandamál brýnni en húsnæðis- skorturinn. Hér er enginn staður til að rekja hagsögu Sovétríkjanna þessi siðustu árin, en gerbreytingar hafa orðið á stjórn og skipulagi at- vinnulifsins í þvj skyni að losa af því höft skriffinnsku og ofstjórnar og gera það hæf- ara til lausnar þeim verkefn- um sem nútmatækni býður. Sumir munu telja að enn mik- ilsverðari séu þau umskipti sem genbreytt hafa afstöðu hins sovézka rikisvalds til þegnanna; tryggt persónu- frelsi þeirra, hafið aftur til virðingar lögmál lýðræðis og heiðarlegs réttarfars, veitt mönnum síaukið svigrúm til orðs og æðis. Enginn heldur því fram að enn sé ekki í í sfriðinu var Krústjoff í hcrráðum á ýmsum vígstöðvum og hans er gctið við stórorusturnar um Kúrsk og Stalingrad. — Hér er hann á mynd mcð Ércmenko hershöfðingja. En þá voru ekki allir á þeirri skqðun; ári síðar var Krústj- off borinn ofurliði í forsæti miðstjórnarinnar, en vann al- geran sigur á andstæðingum sínum á miðstjórnarfundi í íúní 1957 og þeim var öllum vikið til hliðar. Þeir trúnað- ai'menn flokksins sem bez( Kekktu viðbröffð sovézkrar a1- 'iýðu vissu hvílíkan hljóm- grunn orð o? athafnir Krústi offs áttu i huga hennar. Þeir fylktu sér u-m hann og stefnu Sovétríkjunum margt sem þarf lagfæringar með, að enn eimi ekki víða eftir af misfellum fortíðarinnar. Hitt er höfuð- málið að hvar sem skyggnzt er um í sovézku samfélagi er stefnt fram á leið, til aukinn- ar hagsældar og betra lífs. Það var gæfa Krústjoffs að kunna að rata inn á þá braut; ’’að var lán sovétþjóðanna að 'ga mann af hans tagi þegar var þörf. ás.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.