Þjóðviljinn - 17.04.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.04.1964, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞIÓÐVILJINN NN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja. Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Aðþrengdur Alþýðuflokkur að er segin saga þegar ráðherrum Alþýðuflokks- , ins finnst þeir orðnir aðþrengdir í íhaldsnetinu að Alþýðublaðið er látið bera fram 'tvær blekk-' ingahistoríur, sem eiga að sanna að fleiri séu, breyskir en ráðherrar Alþýðuflokksins í því að fara illa með verkamenn. í þeirra hópi séu bæði Hannibal Valdimarsson og Lúðvík Jósepsson og hafi það sannazt á vinstristjórnarárunum. í gær segir Alþýðublaðið þannig í leiðara að eitt fyrsta verk Hannibals Valdimarssonar sem ráðherra (því ekki vinstri stjórnarinnar allrar?) hafi verið að gefa út bráðabirgðalög um festingu kaupgjalds og verðlags. Þetta er tómt slúður. Kaupgjaldið var ekki „fest“ með þeim lögum sem hér er sennilega átt við. Það sem gerðist var þe’tta: i^ert var samkomulag við verkalýðshreyfinguna ^ umað falla frá kauphækkun sem nam sex vísi- tölustigum gegn því að tiltekin verðhækkun sem var að skella á, yrði einnig látin niður falla. Þau skipti virðast hafa verið talin hagstæð af verka- lýðsfélögununi, því samkomulagið var samþykkt af Alþýðusambandinu og af fjórðungssamböndum þess, öllum stærstu verkalýðsfélögum í landinu og á fundi stjórna allra verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Seinni áróðurshistoría hins aðþrengda Alþýðu- blaðs er sú, að haustið 1958 hafi Lúðvík Jós- epsson „gert baksamning við atvinnurekendur“ um að mæt’ti velta kauphækkun út í verðlagið. Hér er farið með rakalaus ósannindi. Lúðvík Jós- epsson gerði enga „samninga“ um verðhækkanir. Þvert á móti lýstu fulltrúar Alþýðubandalagsins og Framsóknar í Innflutningsskrifstofunni, sem verðlaginu réði, yfir eftir verkfallið að þeir væru reiðubúnir að standa gegn hækkuðu verðlagi. En 'fulltrúi Alþýðuflokksins lét sig hafa að samþvkkja þær ásamt íhaldinu. Og rétt á eftir myndaði Al- þýðuflokkurinn ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokkn- um, og lét það verða eitt si’tt fyrsta verk að lækka kaup verkamanna með lögum um 13,2%, og lýsti því yfir að kaupmátturinn hefði verið of mikill! Og kaupmáttur launanna ’frá vinstristjórnarárun- um var svo mikill, að Alþýðuflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn s'tofnuðu til stórfelldrar gengis- lækkunar til þess að rýra enn kaupmátt laun- anna sem samið var um haustið 1958. Það er von að málgagn þessa flokks þurfi að búa sér til sögu um að aðrir hafi verið að semja af verkamönnum og rýra kjör þeirra um þetía leyti. En Alþýðuflokkurinn á bágí um þessar mundir. Gerðardómsráðherrann Emil og gengislækk- unarráðherrann Gylfi og hernámsmálaráðherrann Guðmundur eru ekki beinlínis hátt skrifaðir hjá alþýðufólki. heldur ekki Alþýðuflokksmönnum eða öðrum fylgjendum flokksins. Og þá eru fisk- aðar upp þjóðsögurnar um Hannibal og Lúðvík. ekki til að sýna að ráðherrar Alþvðuflokksins séu góðir, heldur til þess ef verða mætti að fá ein- hvern til að trúa því að aðrir séu slæmir líka! | En bnp"- ^róðurshistoríur eru orðnar allt of brúk-; aðar til þess að nokkur taki mark á þeim. — s. | Fösfcudagur 17. apri. 1964 Myndin er írá Ngajim vatnsorkustöðinni sem reist hcfur verið við Lhasa- fljót, og hefur ekki einungis orðið til þess að sjá höfuðborginni fyrir raf- magni heldur hefur bygging hennar og rekstur orðið skóli fyrir verkamenn og iðnaðarmenn Tíbctbúa. I»essir tveir skólanemendur í Lhasa eru börn manns, sem var ánauðugur fyrir fimm árum. Kornframleiðsla í Tíbet eykst um 50% á 5 árum Hér er fjölskylda í Lhasa í heimsókn til vinafólks á há- tíðardegi. Bræður tveir sem myndin er af, voru ánauðugir þrælar á stórbúi. Með þeim er kona eldri bróðurins. Þau koma ekki tómhent í heimsóknina! □ Miklar breytingar ha’fa orðið í þ'jóðlífi og efnahagslífi Tíbet undanfarin fimm ár. Mik- ill hluti þjóðarinnar var fram til þess tíma ánauðugur og lifði í sárustu fátækt og van- þekkingu. □ Bændaánauðinni var a’f létt og vinnandi mönnum fengið land til eignar og ræktunar. Nýjum aðferðum hefur verið beitt við land- búnaðarstörf, og fimm undanfarin sumur ha’fa Tíbetbúar fengið góða uppskeru, kornfram- leiðslan hefur á þessu skamma tímabili auk- izt um 50%. □ í menntunarmálum og heilbrigðismál- um hafa einnig orðið miklar breytingar í framfaraátt þessi fimm ár frá því bænda- ánauðinni var aflétt. Verður varið 100 milj. meira til vega á jiessu ári en árið sem ieið? Nokkrar umræður urðu á kvöldfundi í sam- einuðu Alþingi í fyrradag um hina nýju vega- áætlun fyrir yfirstandandi ár, en samkvæmt henni er áætláð, að verja til vega- og brúarfram- kvæmda 242 miljónum króna en það er um 100 miljónum hærra en áætlað var á fjárlögum fyrir gömlum skuldum en ekki til framkvæmda á þessu ári munu margir vérða fyrir vonbrigð- um. Þeir sem treyst hafa á að nú yrði miklu meira unnið að þessum málum en áður var. Samgöngumálaráðherra hélt því hinsvegar fram, að hið aukna fé yrði notað til vega- mála og jafnt þó að það gangi til greiðslu á skuldum og því ekki um nein svik að ræða. En Lúðvík undirstrikaði að lokum að aðalatriði í þessu máli væri: aukast fram- kvæmdir? 1963 til þessara framkvæmda. Urðu orðaskipti milli Lúð- víks Jósepssonar og Ingólfs Jónssonar samgöngumálaráð- herra um greinargerð þá sem fylgir vegaáaetluninni. Benti Lúðvík á, að samkv. henni, væri við það miðað að verulegur hluti þessarar fjár- hæðar yrði á þessu ári notað- ur til að greiða gamlar skuld- ir vegagerðarinnar við Ríkis- sjóð og við einstök héruð. sem lánað hafa fé til að flýta fyrir framkvæmdum og til afborg- ana og greiðslu vaxta af 'ánum vegna Keflavíkurvegar. Skipta greiðslur þessar nokkr- um tugum miljóna. Loforð um auknar fram kvæmdir. Taldi Lúðvík, að þegar sam- þykkt var um síðast liðin ára- mót að hækka bezínskatt og þungagjald af bifreiðum um 100 miljónir króna á ári hafi því beinlínis verið Iofað að þessi aukna gjaldheimta skyldi renna til aukinna vegafram- kvæmda og mörg orð höfð um það að nú skvldi miklu stærri átök gerð en áður í vega- og bi'úarframkvæmdum. Sagði Lúðvík, að ef sú yrð' nú framkvæmd bessara mála að stór hluti þessa nýja fjármagn? verði notað til greiðslu «■ Afgreiðslumenn Duglegir menn óskast til afgreiðslustarfa í heild- söludeild okkar að Skú'lagötu 20. Nánari upplýs- ingar í skrifstofunni. SLÁTURFÉLAG SUflURLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.