Þjóðviljinn - 09.05.1964, Síða 2

Þjóðviljinn - 09.05.1964, Síða 2
2 SlÐA ÞlðÐVIUINN Laugardagur 9. maí 1964 Skýrsla menntamálaráðherra um undirbáning íslenzks sjónvarps Hinn 22. nóvember sl. fól menntamálaráðuneytið útvarps- ráði og útvarpsstjóra að gera tillögur um, með hverjum hætti sem fyrst verði efnt til islenzks sjónvarps á vegum Ríkisútvarps- ins. Óskaði ráðuneytið eftir ná- kvæmum áætlunum um stofn- kostnað sjónvarpsstöðvar og kostnað hvers áfanga í dreifi- kerfi. Ennfremur óskaði ráðu- neytið tillagtia um starfrækslu síikrar sjónvarpsstöðvar, dag- legan senditíma fyrstu starfsár- in og skipulag dagskrárstjórnar. Var þess sérstaklega óskað, að athuguð yrðu skilyrði til hag- nýtingar sjónvarps í þágu skóla. Jafnframt var þess beiðzt, að gerð yrði áætlun um árlegan reksturskostnað sjónvarpsins. Og að síðustu var óskað tillagna um fjáröflun til greiðslu stofn- kostnaðar og árlegs rekstrar- kostnaðar. f útvarpsráði áttu sæti þessir menn: Benedikt Gröndal, Sig- urður Bjarnason, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Þórarinn Þórarinsson og Björn Th. Björnsson. Þegar nýtt útvarps- ráð var kjörið á þessu þingi voru allir þessir menn endur- i kjömir nema Björn Th Björns- son, en í stað hans kom Þor- steinn Hannesson, Óskaði ráf'u- neytið þess þá, að Björn Th. Björnsson héldi áfram aðild sinni að athugun á málinu jafn- framt því sem Þorsteinn Hann- esson bættist í hópinn. Þessir menn ásamt Vilhjálmi Þ Gíslasýni, útvarpsstjóra, unnu síðan áfram að málinu og skii- uðu náðuneytinu ítarlegri skýrslu hinn 25. marz s.l. Varð- andi t.æknileg atriði veitti Lands- sími fslands mikilsverða aðstoð, sérstaklega Gunnlaugur Briem. pósVög simamálastióri. Sieurð- ur Þorkelsson, forstióri og Sæ- mundur Óskarsson. deildarverk- fræðingur. Athuguð var og skýrsla um sjónvarp á fslandi, sem Stefán Biarnason. verk- fræðingur. gerði vorið 1963. og ræddi nefndin við hann. Þá athugaði nefndin gaum- gæfilega ýmsar upplýsinear. sem Ríkisútvarpið hefur aflað und- anfarin ár, fyrst og fremst skýrslu frá Georg Hansen, vfir- verkfræð'ngi European Broad- casting IJnion Qg Eurovision. Nýrra upplýsinga aflaði nefnd- in frá fjölmörgum aðilum er- lendis, sérstaklega útvarpsstjór- um Norðurlanda og fyrirtækj- um í Bretlandi, Bandarikjunum og fleiri löndum. Fjárfesting Þessi skýrsla hefur undan- farnar vikur verið til athug- unar í ríkisstjórninni. Efni hennar hefur ekki verið sert opinbert fram að þessu, enda hefur ríkisstjórnin ekki tekið fullnaðarákvarðanir i málinu. svo sem ekki hefur verið við að búast með hliðsjón af því, hversu stuttur tími er liðinn síðan ríkisstjórnin fékk i hend- ur niðurstöður þeirra itarlegu athugana og víðtæku rannsókna. sem sjónvarpsnefndin annaðist. En þar eð liðið er nærri þing- lokum þykir mér rétt að skýra hinu háa 'Alþingi frá megin- niðurstöðum og tillögum sjón- varpsnefndarinnar, en hún var á einu máli um niðurstöður sín- ar og tillögur. Nauðsynieg fjárfesting vegna stofnunar íslenzks sjónvarps er þrenns konar: (1) Húsbyggingar. (2) Tæki til að afla sjónvarps- efnis. undirbúa það og flýtja, og (3) sendistöðvar til að sjón- varpa um landið. Taiið er að byggja þurfi sér- stakt 4000 rúmmetra hús fyrir sjónvarpsstarfsemina Er það talið mundu kosta um 10 milj. kr Nauðsynleg dagskrártæki. sem kaupa yrði begar i upphafi. mundu kosta aðrar 10 miijónir króna Er þó talið rétt að byrja með aðeins einum sjónvarps- sai af lítilli eerð, ásamt þular- stofu, um 200 ferm. Endurvarp Eitt mikilsverðasta atriðið í dagskrárundirbúningi islenzks sjónvarps yrði að gera texta við erlendar fréttamvndir, fræðslumyndir og annað kvik- myndaefni, svo og að setja texta við íslenzkar kvikmyndir. Er gert ráð f.vrir góðum útbún- aði til þeirra verka. Gert er og ráð fyrir. að islenzkt sjónvarp ráði þegar einn kvikmvndatöku- mann til að taka fréttamvndir innanlands og hafa samband við aðra kvikmyndatökumenn Gert er ráð fyrir þvi, að sjón- varpið fái aðstöðu til fullkom- innar kvikmyndagerðar. Hín.4 vegar er ekki gert ráð fyrir kaupum þegar í upphafi á myndsegulbandi, enda er bar um mjög dýr tæki að ræða Ekki er heldur gert ráð fvrir bví að kaupa þegar í upphafi tæki tiT að sjónvarpa viðburð- um utan siónvarpshúss. Á þriðja starfsári sjónvarpsins er þó gert ráð fyrir kaupum á slíkum tækjum. Sjónvarpsbylgjur eru að þvi leyti eins og ljósbylgjur, að þær stefna beint og þurfa að hafa tálmunarlitla loftlínu frá sendi til móttökutækis. Af þessum sökum er sjónvarp um fialla- land erfitt Til þess að koma mvndinni áleiðis verður því að nota endurvarpsstöðvar. Sjón- varp hefur marga sömu eiein- leika og þráðlaust simasamband Hefur því verið talið sjálfsagt að hagnýta þá reynslu, sem Landssimi íslands hefur öðlazt á undanförnum árum og hafa áætlanir um dreifingu sjón- varps um landið bess vegna ver- ið gerðar af verkfræðingum Landssímans. f bessum áætlun- um er gert ráð fyrir þvi. að dagskrá siónvarpsins verði flutt i Reykjavík eða næsta ná- grenni, en aðalsendistöð reist á Skálafelli. þar sem þegar er Opinber stofnun óskar að ráða karl eða konu til birgðabók- halds nú þegar. Umsækjandi þarf að vera vanur skrifstofu- störfum. Starfið er algjörlega sjálfstætt. — Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 15. þ.m. merktar „Birgðabókhald“. miðstöð þráðlausa símakerfisins. Er þar gert ráð fyrir 5000 watta sendistöð, en hún mundi ná um Suðumes, mestallt Suðurlands- undirlendi, Borgarfjörð og sunnanvert Snæfellsnes og jafn- framt til endurvarpsstöðva 1 Stykkishólmi. Húnaþingi, Skaga- firði og Eyjafirði. Þessi eina stöð á Skálafelli myndi væntanlega ná til meira en 60% þjóðarinnar. Þá er gert ráð fyrir lítilli móttökustöð að Björgum í Hörgárdal og myndi hún endurvarpa yfir Eyiaf.iörð upp á Vaðlaheiði, þar sem reisa þyrfti 5000 watta stöð. Hún mundi ná yfir alla byggð Evja- fjarðar, til Siglufjarðar, þar sem reisa yrði litla endurvarns- stöð, 100 wött, til Narfastaða- fells í Suður-Þingeyjarsýslu og til Fjarðarheiðar, þar sem reisa vrði stöð fvrir norðanvert Aust- urlarid, 5000 wött Frá stöðinni á Fjarðarheiði yrði síðan ým- ist endurvarps- eða siónvarps- iína til byggða á Austfjörðuin. en endurvarpsstöðvar vrðu á Norð-Austurlandi. Endurvarpsstöð við Blönduós mundi taka við dagskrá beint frá Skálafelli og endurvarpa til stöðva á Tunguhálsi í Skaga- firði svo og til Skagastrandar. en þaðan yrði þá endurvarpað til Stranda. 5000 watta stöð í Stvkkis- hólmi myndi ná til alls Breiða- fjarðarsvæðisins með endur- varpsstöð á Sandi, en auk þess gæti hún varpað dagskránni á- fram til Vestfjarða. Slík stöð mundi ná til stöðva á Patreks- firði. Hrafnseyri fyfir Bíldudall og Þinge.vri beint. svo og til eridurvarpkstöðvar á Mélgras- eyri, sem þá mundi varpa til stöðvar á Arnarnesi, og gæti sjónvarpið r,áð til byggðar við D.jÚp, þ.á.m fsafiarðarkaupstað- ar. Streng þyrfti þó að leggja til Flateyrar og Suðureyrar. Stofnkostnaður f Vestmannaeyjum yrði að reisa sérstaka endurvarpsstöð, bæði fyrir kaupstaðinn, upp- sveitir Árnes- og Rangárvalla- j sýslu og til að ná austur á I bóginn. Önnur stöð yrði að vera j á Hjörleifshöfða til að koma dagskránni eins og þráðlausa símanum til Hornafjarðar og : þaðan um sunnanvert Austur- : land. | Þetta eru grundvallaratriðin I í sjónvarpskerfi, sem tekið gæti j til alls landsins. Verkfræðing- I arnir taka þó skýrt fram, að j reynsla af fyrstu stöðvunum geti haft áhrif á síðari fram- kvæmdir, enda erfitt að segja fyrir um rneð fullri vissu, hvernig sjónvarpssendingar tak- ist hér á landi. Höfuðstöðvar kerfisins fimm, sem gert er ráð fyrir að verði á Skálafelli, í Stykkishólmi, á Vaðlaheiði. á Fjarðarheiði og Hjörleifshöfða, verði 5000 wött að styrk, og eru þær taldar kosta 8.5 til 9.5 miljónir króna hver. Minni stöðvarnar yrðu ýmist 50fl wött, og kosta slíkar stöðvar 4—5 milj. kr.„ og örsmáar ptöðvo- 1—10 wött, sem kosta allt að hálfri milj kr. hver. Til þess að menn geti gert sér grein fyrir styrkleika þessara stöðva má geta þess. að siónvarpsstöð varnarliðsins á Keflavíkurflue- velli er 250 wött. Nauðsynlegt er að geta þess, að flestar stöðv- arnar eru fyrirhugaðar á stöð- um, þar sem Landssíminn hefur þegar komið f.vrir mannvirkium vegna þráðlauss síma, og er það raunar gert vfirleitt alls staðar, sem því verður við kom- íð Sparar það að sjálfsögðu mikinn kostnað. þar sem vegir T9 rafmaen hefur þeear verið ’“*tt til slíkra símastöðva ’t" ®at þess áðan. að stofn- vegna sjónva-n^húss i oe dagskrártækja væri talinn um 20 miljónir króna. 500 watta 1 sendir í Reykjavík, þ. e. a. s. helmingi sterkari sendir en nú er starfræktur í Keflavík, mundi kosta 4 milj. kr. Stofnkostnaður sjónvarps. sem eingöngu tæki til Reykjavkur og næsta ná- grennis, mundi því verða um 24 milj. kr. Bygging aðalsendis á Skála- felli, 5000 watta sendis, mundi hins vegar kosta 9 milj. kr. og mundi bví stofnkostnaður ís- lenzks sjónvarps, sem nær yfir Suðurnes, mestallt Suðurlands- undirlendi, Borgarfjörð og sunn- anvert Snæfellsnes eða u. þ. b. 60% þjóðarinnar verða um 33 milj. kr. Síðan færi kostnaður- inn auðvitað vaxandi eftir því sem sjónvarpinu væri ætlað að ná til stærri landsvæða. Alls 171 milj. kr. Endurvarpsstöðvakerfi, sem taka myndi til Norðurlands og Norð-Austurlands og Vestmanna" eyja mundi að meðtöldum nauð- synlegum kostnaði við út- breiðslumælingar kosta 39,5 mili. kr. til viðbótar, eða alls 72.5 miljónir króna Nauðsyn- legur stofnkostnaður í Revkja- vík, ásamt stofnkostnaði aðal- sendistöðvanna fimm, sem ná mundu í stórum dráttum til alls landsins. mundu að meðtöld. um nauðsvnlegum kostnáði við útbreiðslumælingar verða 71.5 milj. kr. Bygging minni endur- varnsstöðva og lagning strengs til þess að tryegja öllum lands- raönmim afnot af sjónvarpi mundi kosta 99.5 milj. kr. til viðbót.ar. þannig að heildar- stofnkostnaður íslenzks sjón- varps. sem næði til allra lands- manna, mundi verða 171 milj. kr. Þó ekki sé gert ráð fyrir bví, að íslenzkt sjónvarp þyrfti að eignast tæki til þess að kvik- mynda sjónvarpsdagskrá utan- húss né myndsegulband þegar i upphafi, myndi það þurfa að vera mjög fljótlega, en slík tæki eru talin kosta 9 milj. kr. Hef- ur því heildarkostnaður íirlenzks sjónvarps, sem tæki til alls landsins, verið áætlaður 180 milj. kr. Nú má að sjálfsögðu hugsa sér röð framkvæmda við bygg- ingu endurvarpskerfisins með ýmsum hætti. í skýrslu sión- varpsnefndarinnar eru gerðar tvær framkvæmdaáætlanir. Báð- ar eru við það miðaðar, að öll- um undirbúningi verði lokið 1966 og geti framkvæmdir haf- izt það ár Fyrri áætlunin er miðuð við að Ijúka byggingu sjónvarpskerfis fyrir allt land- ið á fimm árum eða árunum 1966—1970. Síðari áætlunin er við það miðuð að ljúka fram- kvæmdunum á s.iö árum eða á árunum 1966—1972. Ég sé ekki ástæðu til þess að rekja þessar framkvæmdaáætlanir í einstök- um atriðum. Þó má geta þess, að í fimm ára áætluninni er gert ráð fyrir því að koma upp á árunum 1966—1968 nauðsyn- legri aðstöðu í Reykjavík, byggja aðalsendistöðvar á Skála- felli, Vaðlaheiði, Stykkishólmi og Fjarðarheiði og endurvarps- stöðvar á Blönduósi, Vest- mannaeyjum og Patreksfirði, framkvæma nauðsynlegar út,- breiðslumælingar og kaupa myndsegulband. Mundi kostnað- ur við þennan fyrst aáfanga verða 74.5 milj. kr. Kostnaður á árinu 1969 er í þessari áætl- un áætlaður 53.5 milj. kr. og er þá gert róð fyrir að byggja fimmta aðalsendirinn á Hjör- leifshöfða en auk þess endur- varpsstöðvar á Njarfastaðafelli, Melgraseyri. Arnarnesi, Tungu- hálsi, Siglufirði, Þór'höi'm VsVí- firði og Þingeyri, auk nokkurra smástöðva og strengjalagning- ar Á árinu 1970 er gert ráð fyr- | ir stöðvarbyggingum á Horna- firði, Hrafnseyri, Skagaströnd. Kelduhverfi, Raufarhöfn, Vopna- | firði. Arnarstapa, Sandi, Aust- ur-Horni og Papey, auk margra smástöðva og strengjalagningar, og er þetta áætlað að mundi kosta 52 milj. króna. f sjö ára áætluninni er gert ráð fyrir sömu röð á fram- kvæmdum, en þeim dreift á tveggja ára lengri tíma. Varðandi rekstrarkostnað ís- lenzks sjónvarps er það að segja, að hann skiptist í þr'já liði: byrjunarkostnað, fasta- kostnað og dagskrárkostnað. í 9kýrslu sjónvarpsnefndarinnar er gert ráð fyrir því, að sam- ið verði við erlenda aðila um margvíslega tækniaðstoð í sam- bandi við nndirbúning íslenzks sjónvarps. Ef endanleg ákvörð- un er tekin nú á næstunni um að koma á fót íslenzku sjón- varpi, mundi vera hægt að hefja íslenzkar sjónvarpssend- ingar 1966 Telur nefndin slík- an byriunarkostnað munu verða 1/2 mili Vr nú á þessu ári, 2.5 miii - 'TO'sta ári, 1 milj. árið 19R|! '« siðan 1/2 milj. árlega Þegar sjónvarpssending- ar hefjast er talið, að þörf sé á 3rj föstum starfsmönnum. Laun þeirra ásamt rekstri end- urvarpsstöðva, viðhaldi véla og öðrum rekstrarkostnaði, eru tal- in munu verða 9 milj. kr. á fyrsta starfsári sjónvarpsins eða 1966 og gerir nefndin síðan ráð fyrir 1,5 milj. kr. aukningu kostnaðar á ári Talið er, að meira en helmin.gur fastakostn- aðarins stafi beinlínis af undir- búningi dagskrár. sem krefjist mun meiri þátttöku fastra starfsmanna í - sjónvarpi en hljóðvarpi. Við þennan fasta- koSttfáff" rrfðn' 'Siffáh 'Bsetáát' 'ánn- ar nauðsynlegur kostaður við öflun og flutnina daaskrárefn- is. Gert er ráð fvrir þvi að veria 10 milj hr fyrsta starfs- árið til öflunar sjónvarpsefnis og fari sá kostnaður vaxandi um 2 milj kr. á ári á næstu árum. Gert er ráð fyrir bvi að leigja erlent sjónvarnsefni á kvikmyndum og kaupa frétta- myndir erlendis frá. Jafnframt er nauðsynlegt að verja veru- legu fé til þess að gera og kaupa íslenzkar kvikmyndir. 27 þúsund tæki Sjónvarpsnefndin hefur gert sýnishorn af fjögurra vikna sjónvarpsdagskrá, þar sem gert er ráð fyrir tveggja stunda dag- legri dagskrá auk síðdegissend- inga á laugardögum og sunnu- dögum. Er áætlunin um 10 milj. kr. dagskrárkostnað fyrsta ár- ið miðaður við þessar dagskrár- áætlanir. Áætlanir um reksturkostnað eru þannig, að í undirbúnings- kostnað er nauðsynlegt að verja 13.5 milj. kr. í ár og næsta ár. Síðan er heildarrekstrarkostn- aðurinn talinn munu verða 20 \nilj. kr fyrsta starfsárið en u.þ.b. tvöfaldast ó fyrstu sjö árunum. Tillögur sjónvarpsnefndarinn- ar um tekjuöflun til að standa straum af greiðslu stofnkostn- aðar og reksturskostnaðar ís- lenzks sjónvarps eru í stuttu máli þessar: Nú munu vera um 2,500 sjón- varpstæki í eigu íslendinga. Nefndin gerir ráð fyrir því, að kaup sjónvarpstækja muni vaxa ört ó næstu árum og muni tala þeirra vera komin upp i 27 þús. 1972. Nefndin gerir ráð fyrir því, að vegna hins mikla stofn- kostnaðar við dreifingarkerfi sjónvarps á íslandi sé eðlilegt að leggja sérstakt stofngjald á sjónvarpsnotendur. Yrði það 1000,00 kr. á hvert viðtæki og innheimt einu sinni með fyrsta afnotagjaldi. Á sjö ára tímabil- inu, 1966 — 1972. gerir nefnd- in ráð fyrir, að 27,0 milj. kr. fá'st með þessum hætti. Þá ger- ir nefndin ráð fyrir a.m.k. 15 hundruð króna árlegu afnota- gjaldi. Yrðu tekjur af því fyrsta starfsárið eða 1966 12 milj. kr.. en yrðu orðnar 40,5 milj. á ór- inu 1972. Þá gerir nefndin ráð fyrir tekjum af auglýsingum, 4,5 milj. kr. fyrsta árið eða 1966, en 13,5 milj. kr. ár;ð 1972. Þá leggur nefndin til, að a.m.k. fyrsta áratuginn séu ís- lenzku sjónvarpi fengnar tekjur af innflutningi sjónvarpstækja eða framleiðslu þeirra í landinu, enda hafi Ríkisútvarpið á sín- um tíma verið byggt upp með- al annars með þe'm hætti. Ger- ir nefndin ráð fyrir þvi, að sjónvarpið fái á einn eða ann- an hátt sem svarar 80% að- flutningsgjalda af sjónvarps- tækjum eða um 4.400,00 kr. á tæki. Gerir hún ráð fyrir frá 8,8 — 17,6 milj. kr. árlegum tekjum af þessu. eða samtals 116,6 milj. kr. tekjum handa sjónvarpinu á árunum 1064 — 1972. 2 stundir á dag Miðað við þessa tekjuöflun væri hægt að greiða þann ár- lega rekstrarkostnað, sem ég gat um áðan, fyrstu sjö starfsárin og allan stofnkostnaðinn sam- kvæmt sjö ára framkvæmdaá- ætluninni án nokkurrar láns- fjáröflunar. Ef framkvæmdirn- ar yrðu hafðar hraðari og þeim hagað eftir fimm ára fram- kvæmdaáætluninni yrði um nokkra lánsfjárþörf að rœða á árunum 1969 — 1971, mest 28,0 nr'lj. kr. órið 1970. Mér þykir rétt að fara nokkr- um fleiri orðum um það. sem segir í skýrslunni um hugsan- lega dagskrá íslenzks sjónvarps. Lögð er áherzla á, að nauðsyn- legt sé að dagskrá sé þegar í upphafi nægilega löng og góð til að hvetja almenning til tækjakaupa. Þess vegna er ekki talið hægt að byrja t.d. á 30 mínútna efni á dag og auka það smám saman. Er því gert ráð fyrir að byrja á 2 klst. daglegri sjónvarpsdagskrá, en gera ekki ráð fyrir stöðugri lengingu. heldur tveggja til þriggja stunda sjónvarpi fyrstu 5 — 10 árin. Að sjálfsögðu yrði ekkert því til fyrirstöðu að sjónvarpa mun lengur einstaka dag þegar sér- stakt tilefni gefst. Er gert ráð fyrir því að byrja dagskrá á- vallt kl. 20, en senda endurtek- ið efni sfðdegis á laugardögum og sunnudögum. Gert er ráð fjTÍr 15 mínútnum í fréttir og 15 mín. í auglýsingar, kl. 20,30 til 21. I dagskrársýnishornum er frumflutt íslenzkt efni 40 — 50% af heildartíma dagskrárinn- ar. Við þetta bætast síðan frétta- kvikmyndir og fræðslukvik- myndir, þar sem íslenzkt tal yrði flutt með myndunum og stærri kvikmyndir, þar sem ís- lenzkir textar yrðu með. Sem dæmi um sjónvarpsefni má nefna samtals- og spurninga- bætti ýmis konar. barnabætti, föld leikrit. þar sem ekki er krafizt umfangsm;killar s.viðs- gerðar, ýmsir atburðir, sem ger- ast á takmörkuðum bletti. er- indi, sem skýrð eru með ýmis konar mvndum og íslenzkar kvikmvndir. Erlent efni vrði fvrst í stað allt á kvikmyndum, °n síðar koma eflaust segulbönd t'l skjalana. Erlent efni Afla mundi verða langra kvik- mynda, sem upphaflega eru gerðar fyrir kvikmyndahús. og textar þá ýmist verða skrifleg- ir neðanmáls eða þulur læsi öðru hvoru efnisskýringar. I kvikmynd og leikrit, sem sér- staklega eru tekin fyrir sjón- varp. en f þessum flokki eru flestir vinsælustu sjónvarpsþætt- ir veraldar, vrði einnig að set.ia frummyndarinnar halda sér. Með erlendum fræðslumyndum yrði ávalt að flytja islenzkt tal. Eru slíkar myndir oft tengdar stórviðburðum samtíðarinnar, og þá gjarnan samfellt yfirlit, sem gert er úr beztu fréttamyndum. Gert er ráð f.yrir bví að gera fasta samninga við eitt eða fleiri alþjóðleg fvrirtæki um kaup fréttakvikmynda, sem þá myndu berast hingað með svo til hverri flugvél. Við slíkt efni

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.