Þjóðviljinn - 14.05.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.05.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞlðÐVILIINN Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.). Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja. Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 línur) Askriftarverð kr. 90 á mánuði. Hvað gerír ríkisstjórnin? IJtvarpsumræðurnar frá Alþingi einkenndust af því sama og þinghaldið allt, að stjórnarliðið hef- ur gefizt upp á því að finna lausn á því vanda- máli sem nú ber hæst í íslenzku efnahagslífi, verð- bólgunni og afleiðingum hennar. Alþingi er sent heim án þess að taka nokkrar ákvarðanir um þau mál; það var ekki einusinni látið fella úr gildi það heimskulega bann við kauptryggingu sem er ein af ástæðunum fyrir verðbólguþróuninni. I staðinn viðurkenna stjórnarherrarnir opinskátt að þetta vandamál sé í höndum annarra, um það verði að taka ákvarðanir í samningurn við verk- Ivðssamtökin. "Þannig á að skera úr um veiga- mestu þætti efnahagsmála í samningum við „öfl utan Alþingis“, einnig um löggjafarákvæði eins og kauptryggingarmálið. og hyggst ríkisstjórnin væntanlega setia bráðabirgðalög um það atriði ef samningar takast. Eins og ræðumenn Alþýðu- bandalagsins bentu á í umræðunum hafa hér orð- ið alger umskioti síðan viðreisnarstjórnin tók við störfum og hafnaði öllum samningum við laun- þegasamtökin með belgingslegum hroka. Því fer þó fjarri að þetta sé rifiað upp í því skyni að hæl- ast um; stjórnarherrarnir eru menn að meiri ef þeir læra af revnslunni — en að vísu á maður enn eftir að sjá þann aukna þroska í verki. ^vo alger er uppgjöf stjórnarflokkanna að for- maður Alþýðuflokksins. Emil Jónsson, lauk út- varpsræðu sinni á því að ríkistjórnin myndi halda áfram óbreyttri stefnu, en verðbólguvandamálin væru í höndum stjórnarandstöðunnar! Þeir menn sem hafa tekið að sér það verkefni að stjórna mál- efnum þjóðarinnar. lýsa bannig vfir bvi. að þeir hafi engin tök á þvi vandamáli sem hæst ber og öll bióðin hefur áhyggjur af En þót't þessi um- mæli Emils Jnnssonar séu athvglisvert dæmi um sálarástand ráðherranna. fá þau engan veginn staðjzt Að visu verða efnahagsmálin ekki leyst án samninga við verklvðssamtökin. en ríkisstiórnin verður einnig að leggja fram sinn stóra skerf til beirra samninga Og þá er það einmitt meginat- riði að ríkisstiómin getur ekki haldið áfram ó- brovttri stefnu: samningar við verklvðssamtökin hliófa að setia mark sitt á alla þætti efnahagsmál- anna Eigi að stöðva verðbólguna og trvggja laun- hpgum raunverulegar kiarabætur verður að koma til nv og traust stjórn á efnahagsmálum og at- vinnumálum í stað verðbólguglundroðans. J^íkisstjómin kemst þannig ekki hjá því að koma sér upp stefnu: þótt hún sendi alþingi heim án úrræða verður hún að leggia tillögur sínar fyr- ir verklvðssamtökin. iafnt um kjaramálin sem ó- hiákvæmilegar aðgerðir i efnahagsmálum í heild. Samningarnir við verklvðshrevfinguna hafa allt til bessa gengið gráflega seint. og nú er orðinn naumur tími til stefnu. Reynist ríkisstjórnin enn sem fvrr engan vilja hafa til óhjákvæmilegrar stefnnhrevtingar verða verklvðssamtökin að ná rétti sínum með öðrum aðferðum. — m. Fimmtudagur 14. maí 1964 SkipulögÍ efling atvinnuveganna í stað hins óhefta peningavalds ÞINCSIÁ ÞjÓÐVILJANS Skammt er síðan útvarpsum- ræður fóru fram á Alþingi um utanríkismál, og mun ég því verða fáorður um þau stórmik- ilvægu mál. Þó er rétt að minna á. að í umræðum á dög- unum var ríkisstjómin beðin um að svara því. hvað gerzt hefði í samningunum við NATO um flotastöð í Hvalfirði. Þessari spumingu var ekki svar- að og engar upplýsingar feng- ust gefnar. Stiórnin enn að makka um Hval- fjörð Á þriðja degi þingsins á síð- ast liðnu hausti lögðum við Alþýðuþandalagsmenn fram til- lögu þess efnis, að enga samn- inga mætti gera um hemaðar- framkvæmdir í Hvalfirði án samþykkis Alþingis. Þessi til- laga var raunar undirstrikun á skýrum fyrirmælum stjómar- skrárinnar. bar sem segir. að enga samninga megi gera um kvaðir á landi, nema samþykki Albingis komi til. Báðir stjóm- arandstöðuflokkarnir studdu bessa tillögu eindregið. Það er hins vegar til marks um lýð- ræðisleg vinnubrögð stjómar- fiokkanna. að núna við bing- slit. sjö mánuðum síðar. hefur bessi tillaga ekki einu sinni verið afgreidd til nefndar. Það er aikunna úr sögu her- námsins á fslandi. að við nýia landvinriinga Bandaríkiamanna hafa leikreglur lýðræðisins ver- ið fótum troðnar. Albingi hefur verið hundsað og stiómarskrá Ivðveldisins bverbrotin hvað eftir annað. Bevnimakk ríkis- stiórnarinnar og furðuleg fram- koma gagnvart Alhingi gefur bióðinni fvllstu ástæðu til að vera vel á verði nú á næst- unni. ekki sfzt eftir að 3 hers- höfðingiar NATO ásamt fiota- máiaráðherra Bandaríkianna hafa verið hór f heimsókn með stuttn miilibili á aðeins einum mánuði. PorKflfrííng Síðan umræðumar um utan- ríkismál fóra fram. hefur sión- varpsáskorun sextíumenning- anna verið borið upp í tillögu- formi á Albingi. En bað er eins um bessa tiilögu. Stiómarflokk- amir misbeita valdi sínu til að klæða málið bögninni. Sextíu oddvitar bióðarinnar f féfags- og menningarmálum. studdir af hundruðum annarra. sem áður hafa látið skoðun sína f fiós. skora á Albingi að fhuga, hvílfk einokunaráhrif bandaríska siónvamið hefur f fslenzkri menningarhelgi, Svar ríkisstjómarinnar er hvorki fug] né fiskur. Hún snýr sér undan og neitar að láta ræða málið á Alhingi. Meiri for- herðingu og dólgshátt gagnvart menntamönnum bjóðarinnar var varia unnt að sýna. Sfæfna Kirtc nhefta r»pnin cavalds Lifi friálst framtak) er boð- skapur rikisstiómarinnar. Lifi verzlunarfrelsið! Efnahagsstefna rfkisstjómar- innar er mótuð af beirri kenn- ingu. að straumur fiármagnsins eigi að ráða sér sjálfur. Gróða- von einstaklinga á að vísa veg- inn og lögmál peninganna að ráða bvf, f hvaða atvinnuvegi fiármagnið leitar, hvað er byggt upp og hvað fær að biómstra f bjóðfélaginu. Nú um árabil hefur tilraun verið gerð með hessa stefnu hins óhefta peningavalds í ís- lenzku efnahagslífi. En þessi stefna hefur beðið skipbrot. Stjórnleysi er ríkjandi og óða- verðbólga meiri en dæmi eru til áður. Lífskjör almennings hafa staðið í stað og rýrna þó heldur, þrátt fyrir góðæri til lands og sjávar og einstök afla- brögð. Ef ekki væri almennt mjög langur vinnutími hjá verkafólki væri neyðarástand ríkjandi á fjölmörgum heimil- um. Stjórnarstefna peningagróð- ans getur aldrei blessazt í fs- landi. Það er fyrst og fremst samvinna en ekki innbyrðis átök og samkeppni, sem hér á heima. Islenzka þjóðfélagið er dvergvaxið í samanburði við önnur ríki og hér gilda því ekki sömu lögmál. Allir verka- menn á íslandi eru jafnmargir og hjá stærsta rafmagnsveri Svíþjóðar. ASEA, eða um 40 þúsund. Fyrirtæki stórþjóðanna steypa sér sgman og mynda voldugar peningablakkir. Þess vegna er óhugsandi að berjast á heimsmörkuðum við máttuga auðhringi, nema við stöndum sameinaðir, svo fáir sem við erum. undir skipulagðri heild- arstiórn þjóðarbúsins. Áætlunargerð og skipulega uppbyggingu atvinnuveganna er auðvelt að framkvæma, þó að haldið sé sama fyrirkomulaginu og áður með því að blanda saman einkarekstri, samvinnu- rekstri og ríkisrekstri. En h.ióð- félagið verður að starfa eins og lífræn heild. en ekki eins og tíu þúsund gerlar, sem éta hver annan f stjómleysi græðginnar. Það sem við höfum bezt gert. . . Helztu lærimeistarar og kennimenn stjómarstefnunnar hafa hvað eftir annað á undan- fömum árum boðað okkur Is- lendingum bann nýja sannleik. að bað borgi sig tæpast að halda uppi siálfstæðu hjóðríki. Þeir segia, að stóru skipin sigli niður litlu kænumar. Þess vegna vilja beir, að íslenzkir auðmenn fái tækifæri til að tengjast eriendu fjármagni og vænta bess jafnframt. að fyrr eða síðar verði tsland innlimað f stærri heild, Efnahagsbanda- lag Evrópu. Slíkar kenningar eru í fyllsta samrærui við bá trú, að gróð- inn sé eina hreyfiafl bjóðlífs- ins. Þessir kgnnimenn rikis- stjómarinnar gera sér bað ljóst. að í svo örsmáu bjóðfé- lagi er bað fásinna, að hver troði annan niður f innbyrðis efnahagssamkeppni. Þeir vilja hví fóma sjálfstæði hióðarinn- ar til þess að vfkka út mark- aðinn og stækka verulega leik- völl fjármagnsins. svo að kost- ir skipulagsins: hagsýni, verka- skipting og fiöidaframleiðsla fái notið sfn tii fulls. Þeir vita sem er. að Tsland er alitof lítill ieikvangur fyrir fiármálaspil auðvaidsstefnunnar. Andspænis bessum mönnum standa beir Tsiendingar. sem ekki hafa Tátið glepia sig af siónarmiðum eróðahvggiunnar og vita bvf. að Tsland barf engu að fóma af siálfstæði sfnu. ef við aðeins höfum vit og skvn- semi til að starfa saman ReynsTan kennir okkur að allt sem við höfum bezt gert á bessari öld. hefur verið unnið með sameiginlegu átaki. hvort sem um var að ræða stórfram- Ragnar Arnalds kvæmdir eða félagslegar um- bætur. Heildarstjórn þjóð- arbúskaparins er Iausnin Um árabil hefur Alþýðu- bandalagið og Sósíalistaflokk- urinn hamrað á nauðsyn þess, að gerð yrði áætlun um heild- arstjóm þjóðarbúsins og skipu- lega eflingu atvinnuveganna. Þessi sjálfsagða krafa hefur mætt skilningi meðal almenn- ings, en algjöru skilningsleysi ráðamanna. Svo gerðist það allt í einu fyrir seinustu alþingis- kosningar, að hæstvirt ríkis- st.ióm tók snöggan fjörkipp og tilkynnti, að nú hefði verið samin Þjóðhags- og Fram- kvæmdaáætlun fyrir næstu þrjú árin. Bumbur voru barð- ar og hin nýju tíðindi boðuð með áfergju bess manns, sem skyndilega er skírður til nýrrar trúarbragða. Nú skyldi tekin upp áætlunargerð og alhliða skipulagning. Þegar svo þessi mikla áætlun birtist f 76 síðna bók. kom í ljós, að bar voru aðeins örfá- ar framkvæmdir nefndar á nafn. Að vfsu skorti ekki á hagfræðijegar vangaveltur. skýrslur og talnarunur f löng- um bunum, og auðvitað var mikið rætt um hinn stórkost- lega framkvæmdahug ríkis- stjómarinnar. en þegar að þvf kom að nefna, hvað gera skyldi, var spekin uppurin. En hér var þó kominn vísir að á- ætlun, þótt mjór væri, og margir urðu til þess að fagna þessum boðskap. Meðal þeirra voru Siglfirðingar og Austur- Skagfirðingar, því að í þessari nýju áætlun ríkisstjómarinnar var eitt hið fáa. sem nefnt var, að byggður skyldi traustur vetrarvegur og grafin jarðgöng um Stráka til Siglufjarðar. Framkvæmdir skyldu hefjast fljótlega og vegurinn verða fullbúinn til umferðar í ágúst- mánuði 1965. Síónleikur sýndar- mennskunnar Síðan hetta var, er eitt ár Kð- ið. Hvað er nú að frétta af hinni merku framkvæmdaáætl- un? Er hún ekki grundvöllur helztu framkvæmda í landinu? Er hún ekki beinagrindin í stjómarstefnunni. Fáir munu kannast við það. Þessi áætlun virðist týnd með öllu og tröll- um gefin. En hvað er bá um Strákaveg, óskadraum Siglfirðinga? Jú, það er af honum að frétta. að rikisstjómin. hefur nú viður- kennt, að engin jarðgöng verði grafin um Sráka i bráð og eng- inn muni aka veginn til Siglu- fiarðar á næsta ári. TækniTeg- ur undirbúningur mun alls ekki vera fyrir hendi, og þvf miður veit enginn, hvar á að grafa gatið f gegnum fiallið, T meira en áratug hafa Sigl- firðingar beðið eftir veginum um Stráka. Á þessum tíu ár- um hefur aðeins einu sinni verið unnið af einhverjum krafti við þessa vegagerð. Þá var hamazt f nokkra mánuði og grafnir 30 metrar af 900 metra löngum jarðgöneum. Og hvenær skyldi betta hafa vgr- ið? Jú. Það var um sumarið 1959, mánuðina fyrir haust- kosnineamar. hað ár. Og þá var slíkur gangur í málinu. að enginn Siglfirðingur, sem gekk að kiörborðinu. gat leyft sér að efast um, að vegurinn vrði fullgeröur á næsta kjörtfma- hili. En þegar búið var að kiósa, bá var einnig hætt að grafa og framkvæmdir lögðust niður. T fiögur ár var ekki snert- við iarðgöngunum og engar áætl- anir uppi. Tíminn líður og loksins kemur aftur að kosn- ingum. Þá er aftur rokið upp til handa og fóta. Loforð eru gefin til hægri og vinstri og hau eru meira að segja prentuð f sjálfa framkvæmdaáætlun ríkisstjómarinnar. Og enn einu sinni er kosið. Svo er draum- urinn búinn. Núna tæpu ári eftir kosningar kemur loksins f Ijós. að tæknilegur undir- húningur hefur verið byggður á sandi. Framkvæmdum ér slegið á frest um óákveðinn tíma. Nú er Strákavegsmálið að Framhald á 9. síðu. Ræða Ragnars Arnalds í útvarpsumræðunum iTQiiöíöMft myniS&asuólinn í dae. fímmtudaginn 14. maí kl. 15 verður vorsýn- ing skólans opnuð í húsakynnum skólans að Skipholti 1. Sýningin verður opin til Hvítasunnu- dags. daglega frá kl. 15—22. Skólastjóri. Forstöðukonu vantar að barnaheimilinu í Grænuhlíð. Umsókn- ir sendist skrífstofu Sumargiafar, Fornhaga 8, fyr- ir 25 maí n.k Stiórn Sumaro'iítfar. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.