Þjóðviljinn - 14.05.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.05.1964, Blaðsíða 5
MÓÐVlUINN SlÐA g Fimmtudagur 14. maí 1964 Frímann Helgason skrifar um íþróttir í Tékkóslóvakíu Götulið stráka eru vísir að öfíugum knattspyrnuliðum Meðan heimsmeis't'arakeppnin í handknattleik fór fram í Bratislava, vildi svo til að þar fór fram leikur í Evrópubikarkeppni, milli skozka liðsins „Celtic“ og knattspyrnuliðsins „Slovan“ frá Bratislava, og hef ég áður sagt frá þeim leik. Auðvitað langaði alla Islend- ingana að sjá leikinn, og reyndist auðvelt að komast þangað inn. og íyrir þennan íslenzka flokk var það alveg sérstaklega auðvelt. Það vildi svo til að við vorum boðnir þangað af elzta núlifandi stofnanda Slovan-félagsins. Á- stæðan til þess að við kom- umst í kynni við hann var sú, að þegar hópurinn kom til Bratislava, var tilnefndur sér- stakur fylgdarmaður með hópn- um, auk túlksins og það var einmitt þessi aldni stofnandi Slovan, Jaroslav Sudek að nafni. Þetta var þreklegur maður. hvikur á fæti þótt hann væri kominn á eftirlaun fyrir ald- ur sakir. Það leyndi sér ekki að hann var vinsæll í borg- inni og kunnugur, og hafði eldlegan áhuga fyrir íþróttum og öllu er að þeim vék. Hann hafði verið mjög virk- ur sem íþróttamaður, og þá .ekki síður sem stjórnarmaður í félögum og samböndum hjá ýmsum íþróttagreinum Hann æfði mikið mótoi’hjóla- akstur. og keppti í þeirri grein, þar sem líka var tekið tillit til öryggis í akstri — eða eins og við nefnum það — „góð- akstri“. Var þetta kallaður ,.Sjömu- akstur", þar í landi. Hann starfaði mikið meðal sundfólks og var formaður Körfu-námskeið í Svíþjóð í sumar Körfuknattleikssamband Is- lands hefur fengið boð frá sænska körfuknattleikssamband inu um að senda menn á tvö námskeið í Svíþjóð í sumar. Einum manni er boðin kostn- aðarlaus dvöl á dómaranám- skeiði 18.-22. ágúst, og einum samskonar dvöl á þjálfaranám- skeiði 16.-22. :ágúst. Bæði nám- skeiðin verða haldin á Bosön í grennd við Stokkhólm. Þeir. sem hafa áhuga á að sækja þessi námskeið, ættu að senda umsóknir sínar til KKl fyrir 10. júní n.k. sundsambandsins í Slovakíu. I 7 ár var hann formaður ís- hockey-deildarinnar í Slovan, og árið 1947 fékk hann við- urkenningu sænska Ishockey s.ambandsins íyrir störf hans í sambandi við samstarf land- anna í íshockey. um langt ára- bil, en milli þeirra landa hef- ur alltaf verið mikil samvinna. Á árunum 1950 til 1958 var hann í allsherjarnefnd sem hafði með almenn íþróttamál að gera. Sá m.a. um viðskipti við útlönd. tók á móti flokk- um sem komu til dvalar í Bratislava. Nú er hann kominn á eft- irlaun eins og fyrr segir, og er enn stöðugt boðinn og bú- inn til að starfa fyrir íþrótt- irnar þegar hans er þörf, t.d. við móttökur íþróttaflokka. Okkur reyndist hann líka hinn ágætasti leiðsögumaður sem sýniiega var tekið mikið til- lit til. og þá ekki sízt í fé- lagi hans Slovan, enda vorum við allir Islendingarnir á sér- stökum áhorfendapöllum þar sem Slovanfélagar og gestum þeirra voru ætluð sæti. Ég tel því að íslenzka flokknum hafi verið sýnd viss virðing, að láta honum í té svona virðulegan leiðsogumann og vel séðan. Til gamans má geta þess, að leiðsögumaður Svíanna var kornungur mað- ur, lítill vexti. Honum þótti greinilega mikið til þess koma að vera túlkur og leiðsögu- maður hinna ágætu Svía og varð hann svo ,,sænskur“, að þegar hann talaði um sænsku leikmennina. átti hann það til að segja: „Við Svíarnir“! Sudek á tvo syni, sem urðu mjög kunnir körfuknattleiks- menn en eru nú hættir allri keppni. Þeir starfa nú sem áhugaþjálfarar í körfu- knattleik á milli þess sem þeir vinna að hagfræði- og verk- íræðistörfum sínum. 2 1 íþróttagrein Mér þótti hlýða að rabba svolítið við Sudek, og biðja hann að segja svolítið frá Slovan-félaginu, sem er það stærsta í Bratislava, og eins að greina frá íþróttalífinu í Bratislava og þá sérstaklega að því er varðar unga fólkið. Varð hann vel við þessu og fer það hér á eftir: Félagið var stofnað 1919 og hét þá SK-Bratislava en 1948 var nafninu breytt í ,,Slovan“. Félagið leikur i fyrstu deild í knattspyrnu, og árin 1949— ’50 og 1955 urðu þeir tékk- neskir meistarar í deildakeppn- inni. 1961—’62 og 1963 unnu þeir bikarkeppnina í Tékkó- slóvakíu. Félagið hefur lengi átt góða knattspyrnumenn og má geta þess, að 1929 unnu þeir „Newcastle United“ —8:1 í vináttuleik í Bratislava. Ár- ið 1946 unnu þeir ensku bik- armeistarana „Derby Country" — 3:1. Knattspyrnuflokkur félagsins hefur farið víða um lönd t.d. til Grikklands, Mexíkó, Banda- ríkjanna, og gert jafntefli eða unnið yfirleitt allstaðar, t.d. ,.Old Stars“ í Chicago — 8:1. Á sl. vetri fóru þeir til Suð- ur-Ameríku og léku þar marga leiki og unnu alla nema einn, sem varð jafntefli. Hver á íþróttavöllinn? Iþróttavöllinn á félagið sjálft, og var hann opnaður 1940 og þá fyrir 35 þúsund, en nú rúmast þar um 60 þúsund á- horfendur í einu. Þar eru hlaupabrautir fyrir 6 hlaupara. og allt sem varðar frjálsar í- þróttir. Þar er asfalt-völlur fyrir körfuknattleiki með 2000 áhorfendum, 10 tennisvellir og einn aðalvöllur sem tekur um 4000 manns. I félaginu eru um 4000 manns og iðka þeir 21 grein. Aðaltekjurnar fær félagið frá knattspymunni og íshockey- leiknum, og er tekjunum af þeim jafnað niður á hinar sitt af hverju Uobbie Brigthweil, fyrir- liöi enska frjálsíþróttalands- Iiðsins á olympíulcikunum, hljóp 800 m. í fyrsta sinn á vorinu í fyrri viku. Tíminn varð 1.50,1 mín., sem er gott því rigning var og erfiðar að- stæður til keppni. Unnusta Brigthwells. Mary Anne Packer, sigraði í 800 m. hl. kvenna á 2,11,0 mín. Keppn- in fór fram í Leyoon. Englendingar unnu Urug- uay-menn í frcmur lélegum landsleik i knattspyrnu á Wembley í London s.l. mið- vikudag. Crslitin urðu 2:1. Englendingar misnotuðu mörg gullin tækifæri til skor- ana í lciknum. Johnny Byrne skoraði bæði mörltin fyrir England, það fyrra 3 mín. áð- ur en fyrri hálfleik lauk, og það síðara 3 mín. eftir að síðari hálflcikur hófst. Bæði mörkin skoraði hann eftir góða fyrirgjöf frá Jimmy Greaves. Miðherji Uruguay. Alhcrto Spencer, skoraði fyr- ir Iið sitt á 31. mín. seinni hálfleiks. Þetta er í fyrsta sinn sem Englendingar vinna Uruguaymenn í landsleik í knattspyrnu. Uruguay tcfldi -v-í arann Pjotr Bolotnikov í gcysiharðri kcppni í 8 km. víðavangshlaupi i Moskvu s.l. sunnudag. Konov reyndist sterkari á ofsalegum enda- spretti hlauparanna og sigr- aði, en báðir fengu sama tímann — 23.21,8 mín. Á hæla þeirra kom Vassili AI- eksonia á 23,26,8 min. Bol- otnikov hafði forystuna í hlaupinu allan tímann, þar til Konov tók endasprettinn. 60 hlauparar tóku þátt í keppninni. Iþróttir 2 ic A laugardaginn setti GEORGI PROPKOPENKO heimsmethafi i 100 m bringu- sundi ckki fram bcztu knattspyrnu- mönnum sínum í þessum leik. ic Ungverjar hafa nú endan- lega tryggt sér þátttökurétt i knattspyrnukcppni olympíu- leikanna í Tokíó. 1 úrslita- leik við Spánverja um síð- ustu helgi sigruðu Ungverjar 3:0 í Budapest. Fyrri leik liðanna unnu Ungverjar einnig í Madrid — 2:1. ic Sovézki hlauparinn Alexis Konov sigraði olympíumeist- LUDVlK DANEK Evrópumethafi í kringlu- kasti Þetta er hið árangursríka knattspyrnulið „Slovan” í Bratislava. Standandi frá vinstri. Anton Urban, Ivan Hrdlicka, Ján Popluhár, Jozef Venglos og Jozef Obert. Fremri röð: Jozef Filo, Zdeno Velecký, Ludovít Cvetler^ Karol Jokl og Peter Molnár. Ýmsir þessara pilta hafa hlotið hemsfrægð fyrir íþrótt sína, sérstaklega þeir Popluhár og markvörðurinn Schpojf. Á myndinni sjást strákar úr skólaliði tékkncsks knattspyrnufé- lags. Yngstu knattspyrnumennirnir geta náð góðri Ieikni, ef vel er að þeim búið og ýtt undir áhugann, m.a. með því að leyfa þeim að spreyta sig í keppni og veita þeim tilsögn. greinarnar eftir því sem þörf krefur. Yfirleitt ber félagið sig ágætlega. Iþrótt sem land- kynning Geta allir flokkar farið í keppnisför til annarra landa? Við höfum það þannig í reglum okkar, að ef flokkur óskar eftir að fara í keppnis- ferðalag til annarra landa. verður flokkurinn að hafa, staðið sig vel, sýnt góðan ár- angur, og hann verður að vera ofarlega í keppniröðinni til þess að fá leyfi, þ.e. í 1.—6. sæti í öllum þeim flokkaíþrótt- um, sem við höíum á stefnu- skrá okkar, og þá sama í hvaða aldursflokki er. Við á- lítum þetta hyggilegt. 1 fyrsta lagi æfa flokkarnir af meiri ákafa og leggja meira að sár til að ná þeim árangri að verða í þessum efstu sætum, því alla langar til að fara til annarra landa. Auk þess er það meiri trygging fyrir tékknesk- ar íþróttir að slíkir flokkar sýni góða íþrótt, og geti orð- ið góðir fulltrúar okkar á er- lendri grund. Það dugar ekki að nægir peningar séu fyrir hendi til að annast ferðina. Það verður fyrst og fremst að tryggja það að sýnd sé góð íþrótt. Að vísu munu fyrstu deild- arliðin i knattspymu vera und- anþegin. enda er almennt tal- ið að lið, sem þar leika, sýni góða knattspymu. Zudek gat þess að Slovan Framhald á 9. síðu. Körfuknattleiks- þjálfari frá USA I haust kemur hingað til lands bandarískur körfuknatt- leiksþjálfari á vegum Körfu- knattleikssambands Islands. — Hann heitir James Gudger, og er yfirþjálfari skólaliðsins í ,.Western Carolina College". Gudger mun leiðbeina á þjálfaranámskeiði hér dagana 1.-7. september n.k. Verðrrr námskeiðið bæði fyrir íþrótta- kennara og fyrir áhugaþjálfara íþróttafélaganna. blökkumaðurinn Humphrey Kosi enn nýtt Suðurafríku- met í 880 jarda hlaupi — 1.48,7 mín.—í kcppni í Prct- oria. Annar varð landi hans blökkumaðurinn Bcnoni Mal- aka á 1,50,2 mín og þriðji Ylbmani frá Rhodesíu. ic Tékkneski kringlukastar- inn Danek setti nýtt Evrópu- met á móti í Prag á sunnu- daginn — 62,45. Eldra metið átti Vladimir Trusenjcv frá Sovétríkjunum — 61,64 m., sett 1962. Danek bætti met Trusenjevs tvisvar í keppn- inni. Kastsería hans var þessi: — 53,75 — 59.54 — 52,54 — 61,70 — 62,45 og 60,65 m. Bandaríkjamaður- inn A1 Orter setti fyrir skömmu nýtt heimsmet í kringlukasti — 62,94 m.. sem sagt aðeins 49 cm. lengra en nýja Evrópumetið. ir Hinn frægi hnefaleika- kappi Joe I.ouis, sem kallað- ur var ,.The Brown Bomb- er”, er fimmtugur í dag. Louis varð heimsmeistari í þungavigt 23 ára gamall. cr hann sigraði Jimmy Bredd- ock í rothöggi { 8. Iotu árið 1937. Hann varði titil sinn 25 sinnum, unz hann hætti keppni árið 1949. Þjóðverjinn Max Schmeling var sá eini JOE LOUIS í fullu fjöri fyrir 25 árum. sem tókst að sigra Joe Lou- is á rothöggi, en það var ár- ið 1936, áður en Louis varð heimsmeistari. Tveim árum síðar. þegar Louis var ný- bakaður hemsmeistari, hefndi hann sin rækilega meö því að sigra Schmcling á rot- höggi í fyrstu íatu. Joe Lou- is býr nú í Los Angeles og eina íþróttin sem hann stund- ar er golf. utan úr heimi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.