Þjóðviljinn - 14.05.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.05.1964, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 14. maí 1964 0 SlÐA ÞíðÐVILJINN Straumurínn liggur nú tíl vinstrí í stjórnmálum Chile Hálfu ári fyrir forsetakosningarnar er stjórnar samstarfið í upplausn eftir mikinn vinstrisigur Heimsiss lengsta land, hið 4300 km langa Chile á vestur- 8trönd Suður-Ameríku. er sennilega það landið, sem með mestum ueg hefur litið und- anfarna attrmði í Brasilíu. öllum aetti nefnilega að vera það Ijóst, að upptökin að upp- reisn herforingjanna þar voru í Washington. Menn hljóta að spyrja sjálfa sig þess, hvort þeir aðilar, sem ekki gátu liðið 80,jmiljón- um Brasilíubúa að halda hæg- fara umbótastjóm, eins og stjóm Goularts, leyfi tíu sinn- um færri Chilebúum að velja sína eigin stjórn. Hagsmunir bandarískra auðhringa eru nefninlega sízt minni í Chile en í Brasilíu. Þar við bætist, að undan- farin ár hefur straumurinn legið til vinstri í Chile. Og það er eins og við manninn mælt, borgarablöð, hvort held- ur er í Bandarikjunum eða Evrópu, hrópa hátt og í hljóði um ,.kommúnisthættuna” i landinu, en þar er allt útlit fyrir það að marxistar komist til valda með atkvæðaseðilinn að vopni. Afturhaldsöfl lands- ins hafa vafalaust ekkert á móti því að gera, að banda- rísku frumkvæði. svipaða breytingu og hershöfðingjarn- ir gerðu í Brasilíu. En þar skilur á milli, að mikill hluti landsmanna er sameinaður í vamarhreyfingu, sem einmitt vill forða slíku. í þeirri hreyf- ingu er fólk með mismunandi afstöðu til stjómmáia og trú- mála; slík eining hefur ekki náðzt í neinu landi Suður-Am- eríku áður. Alþýðuhreyfingin Forsetakosningar verða háö- ar f landinu að tæpu hálfu ári Hðnu. Ömögulegt er að *pá neinu um úrslitin. Til vinstri stendur Alþýðufylkingin. Að sjálfsðgðu hrópa andstæðing- arnir hátt um það að hreyf- ingin *é kommúnistíak, eða að minnsta kosti stjórnað af kommúnistum, og hafi marx- istiska stefnuskrá. Sannleikur- ínn er hins vegar «á, að hreyf- ingin er bandalag sósíalista, sósíaldemókrata, kommúnista og annarra hópa, sem eru allt annað en marxistískir. Við siðustu forsetakosningar, 1958, hlaut Alþýðuhreyfingin 350,000 atkvæði. og skorti aðeins rúm- Iega 30,000 atkvæði til þess að forsetaefni hennar næði kosn- ingu. 1961 voru svo þingkosningar haldnar, og í þetta skipti fékk Alþýðufylkingin meir en 400 þúsund atkvæði. Við síðustu kosningar, sveitastjómarkosn- ingar á síðasta ári, var at- kvæðafjöldinn kominn upp í 689.000. Alþýðufylkingin ætti þannig að vera örugg um að forsetaefni hennar nái kosn- ingu — séu fleiri en tveir í framboði. Nýr kosninga- sigur En slfkt er hvergi nærri ör- uggt, ef dæma skal eftir auka- kosningum, sem fram fóru í Curico-héraðinu 15. marz, og atburðum þeim. er á eftir fylgdu. Curico er lftið hérað nokkur hundruð km fyrir sunnan höfuðborgina Santiago. Kosningarnar urðu mikill sigur fyrir Alþýðufylkinguna, sem jók atkvæðatölu sína úr 6784 í 9578. Bandalag stjórn- arflokkanna, sem nefnir sig Lýðræðisbandalagið og saman- stendur af íhaldsmönnum. frjálslyndum og róttækum, tapaði miklu atkvæðamagni, fékk nú 7955 í stað 11,042 áð- ur. Það eru stjórnarflokkam- ir, sem ábyrgðina bera á hraðversnandi cfnahagsþróun landsins í stjórnartíð Rodrigu- ez, núverandi forseta. Þriðji stóri flokkurinn, flokkur Kristilega dcmókrata, bætti við sig atkvæðum. hlaut nú 6619 atkvæði í stað 4974 áður. Hinn svonefndi Róttæki flokkur er stærsti stjómar- flokkurinn og honum féll því f hlut að útnefna forsetaefni Lýðræðisbandalagsins við kosn- ingamar í september. Flokk- urinn valdi Julio Duran. Fyrir kosningamar í Curico lýsti hann yfir því, að útnefningin jafngilti kosningu, svo viss var hann um sigur stjórnar- flokkanna. Duran gat ekki í- myndað sér annað, en þeir myndu sigra glæsilega í þessu kjördæmi, þar sem góðseigend- ur hafa fram til þessa ráðið lögum og lofum og stjómað atkvæðagreiðslu landbúnaðar- verkamannanna að vild sinni. Gefast upp Kosningaósigurinn var mik- ið áfall fyrir Duran, svo mikið, -að hann hætti einfaldlega við það að vera í framboði við forsetakosningamar. Fram- kvæmdastjóri flokksins ákvað síðan, fyrir áhrif óbreyttra flokksmanna, að hætta stjóm- arsamstarfinu. Allir embættis- menn flokksins í stjórn og ut- an voru hvattir til þess að segja stöðum sínum lausum. Ráðherrar flokksins drógu sig í hlé og á aukaþingi flokksins, sem staðið hefur yfir undan- farið, höfðu 12 af 39 þing- mönnum og 5 af 11 öldunga- deildarþingmönnum gengið Al- þýðufylkingunni á hönd. Eins og málin standa nú, eru því aðeins tvö forsetaefni. frambjóðandi Alþýðufylkingar- innar, Salvador AHende, og stofnandi Kristilega demó- krataflokksins, Eduardo Frei. Allt útlit er fyrir að íhalds- menn Lýðræðisbandalagsins veiti honum stuðning en fylg- ismenn Róttæka flokksins snú- ist á sveif með Allende. Úr- slit forsetakosninganna eru . undir því komin, hvernig at-" kvæði þessara flokka skiptast. Erlend jafnt sem innlend blöð hallast að því, að sigurhorfur Allende séu meiri. Bandaríska tímaritið ,,Ncws- week" telur þannig, að hinn „aristókratíski” læknir Allende hafi möguleika á því að verða næsti forseti Chile. Tímaritið lætur ekki hjá líða að minna á, að ,.á stefnuskrá hans sé þjóðnýting koparnámanna, sem tilheyri bandarísku félagi'. Ekki sósíalismi Kommúnistar í Chilc hafa cinnig trú á því, að Alþýðu- fylkingin vinni sigur. I hug- myndafræðimálgagni flokksins, ..Principios” *cgir einn af meðlimum flokksstjórnarinn- ar, Volodia Teitclboim, að Al- þýðufylkingin sé ckki ,.ncin marxistísk hreyfing, þar eð hún hafi skilyrðislaust innan sinna vcbanda marxista og andmarxista, sem sammála *éu um nauðsyn samstöðu í forsetakosningunum. En slikt er ckki sósíaiistisk stefnuskrá. enda þótt stefnt Sé gegn þrcnningunni, *em framar öðru hindrar frainfarir i Chile: Hcimsvaldastcfna, stórjarðir og auðhringar”. Forsetaefni Kristilegra demó- krata, Eduardo Frei. er snjall stjómmálamaður, sem sækist eftir auðfengnum vinsældum og í því augnamiði hefur hann tekið upp að heita má alla stefnuskrá Alþýðufylkingarinn- ar! Hann talar um nauðsyn byltingar, sem stefnt sé gegn „auðhringum, auðmannastjórn og heimsvaldastefnu.” Hann hefur brugðið sér til Moskvu og hrósað Sovétríkjunum há- stöfum. Forsetaefni USA 4-. — Eftir þvi sem sérfræðingar vorir scgja, hefur cinn maður með tvær byssur hleypt af þrem kúlum fjórum sinnum í fimm skotum . . . (Eccles í Daily Worker, London). SIM A R 1317? iim Lc/ndardómur PER50NNA tr %A, 08 mtS itöS- ■ugum fílrounum hofur ronnsóknarllSf PERSONNA taklzt o5 gera 4 flugbtlHar cgg{ar á hvtr|u blaSi. Bi6{l5 um PERSONNA blöBin. Hin fróbmru nýju PERSONNA rokblöS út „*1nin- lets slttt" tro nú toksin* fóanleg bít 6 tandi. SictnHi skrtfið I þróun rokbto5o fra þvl 08 frarp- ItiSslo þtirra hófsf. PERSONNA rokbloSÍS htldur fiugbffl frú fynfo fil siSosta = 15. roksturs. BLOÐIIM HMLDS0LUBIR0Ð1R AKUR En hik hans og ábyrgðar- leysi kemur hvergi betur i ljós en einmitt á kosninga- fundum. Eitt mikilvægasta hagsmunamál kjósenda er af- staðan til kopamámanna, hvort þjóðnýttar skuli eða vera á- fram í eign bandarískra auð- hringa. Frei hefur lofað auð- hringunum þvf, að þeir skuli fá að sitja í friði. Þess vegna kveðst hann á kosningafundum geta sætt sig við að þjóðnýta alla olíu, sem er hvort sem er ekki næg til þess að upp- fyila þarfir landsmanna. En hann er mótfallinn þjóðnýt- ingu koparnámanna á þeim forsendum, að Chile noti að- eins 12,000 tonn af þeim 600 Framhald á 9. síðu. Frá kosningunum í Chilc í apríl 1963. Kjörstaður í Santiago. Vill eyðileggja upp- skeruna í N- V/etnam öldungadeildarþingmaðurinn bandaríski, Barry Goldwater, sem þekktur er fyrir hvað öfgafyllstar skoðanir vestur- heimskra stjórnmálamanna, hefur enn vakið á sér vafa- sama athygli. 1 ræðu i San Fernando krafðist öldunga- deildarþingmaðurinn þess, að Bandaríkjamenn taki upp harðari stefnu i Suðaustur- Asíu og reyni að eyðileggja rís- og ópíumuppskeruna í Norður-Vietnam. Goldwater talaði á sjö þús- und manna fundi. Flutninga- leiðir hinna ..kommúnistísku árásarmanna” kvað hann nauðsyn bera til að eyðileggja. Ef Bandaríkjamenn vildu ekki „missa” Suður-Víetnam væri nauðsynlegt að grípa til að- gerða, sem raunverulega neyddu skæruliða Víetkong til þess að hætta baráttunni. „Þetta hefur það { för með sér”, hélt Goldwater áfram, „að flutningaleiðir frá Kína, Laos og Kambodsía verður að eyðileggja . . . Þetta hefur ekki það i för með sér að við eigum að varpa sprengjum á íbúa Víetnam eða bæi þeirra, heldur hitt að eyðileggja nokkra vegi og járnbrautir og hindra afhendingu nokkurra skipsfarma”. Hann bætti því Barry Goldwater við, að rís- og ópíumuppsker- una, sem mikið hafi að segja fyrir utanríkisverzlun Nprður- Víetnam. verði að eyðileggja. Bandaríkjamenn viija fá gui! Ekki alls fyrir löngu lýstu um eitt þúsund kaupsýslumenn í Verzlunarréði Bandarfkjanna yfir þvi, að þeir telji rétt að aukin sé verzlun milli Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna. Allt er þeitu gott og bless- að, en sá er galli á gjöf Njarð- ar, að ályktun Verzlunarráðs- ins er svo uppfull af skilyrð- um, að óhugsandi má telja að nokkur auknirg verði á næst- unni á verzlun milli þessara tveggja forystulanda. I Verzlunarráði Bandarikj- anna sitja kaupahéðnar, sem flestir eru taldir heldur aftur- haldssamir. Ekki vilja þeir að Bandaríkin kaupi vörur i Sov- étríkjunum, og ef Sovétríkin kaupi brátt fyrír það vörur að vestan skuli þær stað- greiddar og heízt með gulli. Þá fellst Verzluharráðið á það að flytja út vörur með þess- um umræddu skilyrðum til landa Austur-Evrópu, en ekki til annarra kommúnistarikja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.