Þjóðviljinn - 14.05.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.05.1964, Blaðsíða 10
J0 SlÐA ÞiöÐmnira Fimmtudagur 14. maí 1964 Þið stúdentsárín æskuglöð EFTIR HANS SCHERFIG klukkunnar með augunum. Einhvers staðar svaf hann sjálfsagt á nætumar. En í raun- inni bjó hann á matsjofunni, og ef einhver vildi hitta hann, varð að leita hans þar. Og nú voru einmitt menn sem vildu hitta hann. Tveir menn með skjalatöskur, hluti af nefnd. birtust einn daginn á matstof- unni og nálguðust horn Mikaels Mogensens. — Þetta borð er upptekið, herrar mínir, — sagði Mogensen. — Maður kýs helzt að drekka kaffið sitt í friði, án þess að þurfa að hlusta á samtal ókunn- ugs fólks, jafnvel smjatt. — En við erum ekki ókunnugt fólk. Þekkirðu okkur ekki. Mog- ensen? Mogensen pírði á þá nærsýnum augum gegnum litlu blikkgler- augun. — Ég held mér veitist ekki sá heiður. Ég minnist þess ekki heldur að hafa drukkið dús við herrana og kysi heldur að notað væri hið vanalega fleir- töluávarp sem tíðkast meðal sið- aðs fólks, ef þetta þarf endilega að standa lengur. — Mennimir hlógu. — Þú ert kyndugur náungi. Þekkirðu okkur ekki í raun og veru? Þetta er Hom — Haraldur Hom — og Knútur Jörgensen. — Jæja, nú jæja, — sagði Mogensen. — Þá verður maður víst að biðja ykkur að fá ykkur sæti. Það er ekki auðvelt að þekkja herrana aftur. Maður er kominn með ístm, Jörgensen. Og menningarvitinn er að missa hárið? Maður les stundum bók- menntaframlag yðar í Morgun- blaðinu, Horn. Það er ósköp lé- lega skrifað. Það er danskur dúxastíll. En vandvirknislegt. Mjög vandvirknislegt. — Mennimir hlógu. Haraldur Horn dáh'tið þvingaður og rjóð- ur í andliti. — Og hvað hefst Jörgensen að? Það virðist ekki mikil á- HÁRGREIÐSLAN Hárgrelðsln og snyrtlstofa STFTNT7 og DÖDÖ Langaveel 18 III h. (lyfta) SlMT 2461 fi. P E R M A Garðsenda 21 SfMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömnr’ Hárgreiðsla <dð ailra hæfi. TJARNARSTOFAN Tjamargötn 10. Vonarstrætis- metrin — SfMT 14662 ____ HÁRGRETÐSLOSTOFA AOSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMi 14656. — Nuddstofa 4 sama stað — reynsla ef dæma má eftir fram- vindu magans. — — Ég stjórna ríkinu, — svar- aði Jörgensen. — Ég er í allri hógværð skrifstofustjóri í inn- anríkisráðuneytinu. — — Það er trúlega starf sem hæfileikar þínir ráða við. öðru máli gegnir um Hom. Mað- ur gluggaði dálítið í doktorsrit- gerðina hans — um atviksorð í pistlum Holbergs. Athyglisvert efni. Mikilvægt og þýðingarmik- ið. — 4 — Það hefur kannski sína þýð- ingu, þegar maður getur með því móti stuðlað að því að sanna hið danska þjóðemi Hol- bergs, sagði Horn. — Vitaskuld. Látum oss í drottins nafni vernda danska at- viksorðanotkun Holbergs til síð- asta blóðdropa! Bókmenntasaga er sjálfsagt bezt þegar hún er þjóðleg. Og trúlega borgar það sig betur að vera þjóðlegur menningarviti en skrifstofu- stjóri? — Áreiðanlega! — sagði skrif- stofustjórinn. — Má menningarvitinn ekki bjóða upp á kaffibolla eða öl? spurði Horn sáttfús. — Þökk fyrir. Helzt kaffi. — Nokkuð með? — Já, þakk. Köku. Helzt svo- nefnda medalíu. Það eru kringl- óttu kökumar með kremi á milli og ferhyrndum bita af rauðu sultutaui ofaná. Þær eru reyndar alltaf að minnka. — Veiztu það, Mogensen. að þú ert búinn að sitja hér í stóln- um þxnum í 25 ár? — sagði skrifstofustjórinn. — Já, þökk fyrir, manni er kunnugt um það. — Og Mogen- sen leit upp á klukkuna á St, Péturskirkjunni, sem hafði mælt honum tímann öll þessi ár. Hann gerði ráð fyrir að sitja þama að minnsta kosti 25 ár enn. Hann gat ekki vitað að eftir fjögur ár myndi hann deyja á undarlegan og óhugnanlegan hátt. En það er önnur saga. — Þú átt sem sé afmæli í ár, — hélt Jörgensen áfram. — Og við eigum afmæli allir saman. Sjáðu til, það er þess vegna sem við erum hingað komnir, — til að spjalla um það við þig. Okk- ur langar til að halda 25 ára stúdentsafmælið hátíðlegt. Og það væri leiðinlegt ef þú yrðir ekki með. — Manni finnst nú stúdents- prófið ekki svo merkilegt. að á- stæða sé til að halda það hátíð- legt með fyrirgangi. Og minn- ingin um skóladagana er ekki sérlega ánægjuleg. — Ojæja — jæja, það er nú þetta próf sem hefur veitt þér inngöngu hér á matstofuna. Og það væri skemmtilegt að hitta hina úr bekknum og sjá hvað orðið hefur úr þeim. — Það yrði sjálfsagt yfirmáta sorglegt að sjá hvað orðið hef- ur úr þeim. — Vertu nú sanngjam, Mogen- sen. Við xýljum endilega hafa þig með. Og þú færð ágætt tæki- færi til að skjóta eiturörvunum þínum. Mogensen stakk teskeiðinni sinni í medalíuna og bragðaði hugsi á ferhyrnda sultutausbit- anum. — Maður hefur ekki held- ur fjármuni til að standa í því- líkum bjánaskap og maður hef- ur ekki hugsað sér að klæðast þjónsbúningi. — Já, en sjáðu til, — sagði Jörgensen. — Það eru auðvitað fleiri sem — sem eru ekki sér- lega efnaðir — og einmitt þess vegna — höfum við stofnað eins konar sjóð — skilurðu — svo að þér er boðið. Þú mátt ekki móðgast af því. Við vildum — skilurðu? — Við erum allir gamlir félagar, ha? — Þetta er ósköp fallegt og borið fram af háttvx'si, sem sæmir vel embættismanni í ráðuneyti. Þið ætlið að borga matinn fyrir fátæklingana. Það er bara óheppilegt að þú skulir roðna og engjast af vandræðum. þegar þú berð fram hið göfuga tilboð. — Æ, vertu ekki að þessu! Jæja, við treystum því að þú takir þátt í samkomunni hjá okkur. — Maður getur athugað málið. — Nei. Það er enginn tími til þess. Það á að panta matinn í dag. Við viljum endilega hafa þig með, Mogensen! Við getum ekki án þín verið. — Maður hefur að minnsta kosti ekki í hyggju að íklæðast bjónsbúningi. Enda á maður ekki þess konar einkennisbúning. En kannski er Ix'ka til sjóður, sem borgar leigu fyrir kjólföt handa fátæklingunum? — Það er lafhægt. Ég ætlaði einmitt að fara að segja, að í Gothersgötu er fyrirtæki, þar sem hægt cr — — Þökk fyrir. En það vill ’maðúr ékki. Maður er ekki því- líkur auli að vilja fara í grímu- búning. Ef maður tekur þátt í hátíðinni, þá kemur maður í sín- um eigin fötum. — Það gerir lika ekkert til. Komdu bara eins og þú stendur. Bara að þú komir. — Jæja, þá kemur maður. Sækið mig hingað þegar lokað er. — Þú ratar liklega sjálfur. Það er — — Maður hefur ekki áhuga á rannsóknarleiðöngrum. — Jæja. þá verðurðu sóttur. Og herrarnir kvöddu og fóru út af matstofunni og Mogensen reis á fætur til að sækja sér nýjan kaffibolla að afgreiðslu- borðinu. 8. KAFLI Axel Nielsen undirkennari gat fremur en nokkur annar haldið hátíðlegt stúdentsafmæli. Hann var nú starfandi við sama skólann og hann hafði tek- ið stúdentspróf úr. Hann mætti ennþá á hverjum morgni klukk- an tæplega níu rétt eins og hann hafði gert fyrir hálfum manns- aldri. Og hann gætti þess enn jafnvandlega að koma ekki of seint, og hann bar enn jafnmikla virðingu fyrir rektor. Líf hans hafði verið nær óslit- in skólaganga. Mjög óljóst mundi hann að einu sinni hafði hann ekki verið í neinum skóla. Það var ógreinileg minning um óra- fjarlæga fortíð án skólagangs. Hann var að leika sér í porti á Norðurbrú. Og hann var að leika sér við önnur börn. Og þá vissi hann ekki að þau voru ekki eins fín og hann. Faðir hans var duglegur hand- verksmeistari, sem gat veitt syni sínum góða menntun. Hinir litlu leikfélagar Axels í portinu voru verkamannaböm. Að þarna var um stéttamismun að ræða kom ekki í Ijós fyrr en bömin fóm í skóla. Félagarnir fóm í bæjarskóla, Axel fór í einka- skóla með skólagjaldi. Og þar með var línan dregin milli þeirra. 1 12 ár var hann skólanem- andi. Og hann var iðinn og sam- vizkusamur í skólanum og fékk hrós og var foreldmm sínum til sóma. Fyrstu fimm árin var hann í undirbúningsskóla. Svo stóðst hann hið þunga inntökupróf i lærða skólann, sem hafði 4 ára gagnfræða- deild og þriggja ára lærdóms- deild. Og Axel var ennþá iðinn og samvizkusamur og honum tókst loks að fá heiðursverðlaun fyrir góða ástundun. En 12 ára skólaganga er lang- ur tími. Þegar jafnaldrar hans og leikfélagar úr portinu urðu sjálfstæðir og fóm að vinna fyr- ir sér, var hann ennþá skóla- drengur. Þegar þeir áttu frí og fóru í veitingahús, varð hann að sitja yfir lexíunum. Þegar þeir unnu fyrir peningum og buðu stúlkum með sér út og trúlofuð- ust, varð hann að sitja eftir fyr- ir áminningu. Þegar þeir vom að snúast í fundahöldum og verkföllum og stjórnmálaþrasi, skalf hann á beinunum yfir lé- legri einkunnarbók. sem faðir hans eða móðir þurftu að und- irskrifa. Þegar þeir fluttu til- vinkvenna sinna, varð hann að hlýða á náttúmfræðikennara lýsa frjóvgun blómanna og útskýra út frá því leyndardóma æxlun- arinnar fyrir nemendum þriðja bekkjar lærdómsdeildar. Og svo varð hann stúdent. Með góðri einkunn. Fagran sumar- dag eftir næturlestur og kvíða og magapínu. Og skólagangan hélt áfram í háskólanum. Hann varð enn að lesa lexíur undir eftirliti hinna góðu foreldra sinna sem fómuðu svo miklu hans vegna, til þess að eitthvað yrði úr honum og hann yrði menntaðri og vitrari en þau. Leikfélagar bernskunnar vom giftir verkamenn. Þeir áttu heimili og börn. Lífsbarátta. Stéttarfélög og kjarabarátta. Virk stjómmálaafskipti. Axel fékk leyfi til að fara í Stúdentafélagshúsið á laugar- dagskvöldi. Og elsku pabbi gaf honum tvær krónur til að skemmta sér fyrir, hvort sem hann vildi nú fá sér glas af öli eftir fyrirlesturinn eða bjóða stúlku upp á te. Og hann hafði fengið leyfi til að reykja. 1 háskólanum talaði prófessor í læknisfræði við nýja stúdenta. Um hreinleika og hreinlífi. Um að geyma ástargetu sína, þar til hin eina sanna kæmi inn í líf námsmannsins að loknu em- bættisprófi. Vinna og leikfimi voru góð ráð til að halda ásthneigðinni í skefjum. Sér í lagi leikfimi. Og dreymdi mann illa eða vafa- samar hugsanir ásæktu mann, sagði prófessorinn. þá væri gott ráð, þegar farið væri fram úr á nætumar, að þvo sér úr köldu vatni. Á hverju vori þegar sýringur og gullregn blómstruðu í görð- unum, var próflestur og próf- kvíði. Það þurfti að leggja ár- töl á minnið. Hvenær skáld Sjúkraþjálfari (FYSIOTERAPEUT) óskast að Borgarspítalanum í Heilsuverndarstöð- inni frá 1. ágúst n.k. Umsóknir sendist yfirlæknin- um fyrir 1. júní n.k. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Tilkynning frá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Athygli skal vakin á því, að Heyrnarstöð barna- deildarinnar verður lokuð frá 1. gúní til 1. sept. n.k. — Þeim foreldrum, sem ætla að fá skoðun á börnum innan skólaaldurs, er bent á að panta tíma sem fyrst. Reykjavík 12. maí 1964, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Málarasveinar Munið framhaldsaðalfundinn í kvöld, 14. maí. MÁLARAFÉLAG REYKJAVÍKUR. Kex - Lórelei - Kex T E K E X SMÁKEX VANILLEKEX KREMKEX KREMSNITTUR HEILH VEITIKEX MALTKEX ÍSKEX Söluumboð: Magnús Kjaran UMBOÐS- & HEILDVERZLUN Sími 24140. jf* VDHDUB II n fr f4V#«UB 1 Styaþórjónsson &co hmtnM k SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN húsgagnaverzlun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.