Þjóðviljinn - 14.05.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.05.1964, Blaðsíða 7
Ffanmtudagur 14. maí 1964 MðÐVILIINN SlÐA J BREF TIL RAGNARSISMARA Ragnar í Smára! Þar sem við erum aðeins málkunnugir, finn ég ekkert annað ávarp í hugskoti mínu. enda fullgilt. Undir þessu nafni hefur þú lifað og starfað, svo enginn tekur misgrip á þér og ððrum Ragnari, og undir þessu nafni munt þú lifa í fyllstu merkingu þess orðs. Engum finnst það sjálfsagt skrítnara en mér að ég skuli vera að skrifa þér opinbert bréf. En það er nú svo, að ég hef um langa daga brotið heilann um menn og mál- efni. Við höfum lifað á mestu breytingartímum í sögu Islands. Margir hafa brotizt upp úr fá- tækt og velt miijónum. Til þessa þarf vissan dugnað, stundum bara viss sambönd, enda kemur þetta fyrir með ó- breytta asna, en af þeim eigum við nóg og þeir hafa aldrei leitað á huga minn. Þú ert einn af þessum mönn- um sem sögur herma að byrjað hafi sem sendisveinar en endað sem forstjórar. Það sem mér hefur verið fhugunarefni er menningarstarf þitt og hvar það ætti sínar raunVerulegu rætur. Alltaf var maður að heyra satt og logið um stuðning þinn við rithðfunda, skáld og listamenn og ég hugsaði sem svo: Er þetta allt dulbúinn „business" eða blásönn alvara? Þetta var ekki hugsað af nein- um illvilja, heldur var þetta svo einstakt fyrirbrigði að fjár- málamaður væri að gera sér það ómak að leggja fé til ís- lenzkrar menningar. Eins og sagan ber með sér, er það aðal- hugsjón fjáraflamanna að auka sitt persónulega fjármagn eftir öllum hugsgnlegum leiðum, jafnvel þó þeir stefni í Stein- inn. Þetta fer fram í gegnum fyrirtæki sem byggð eru upp á svo margslunginn hátt að þjóð- félagsreglur hafa ekkert yfir þeim að segja. Um þjóðþrif er aldrei hugsað, peningamir leita eins og ósjálfrátt á þá staði þar sem þeir gefa mestan arð. Ræf- illinn af þeim fyrirtækjum sem minna gefa. ásamt skuldasúpu, er matreiddur sem spónamatur fyrir almenning. Enginn þarf þó að ætla að þeir sem fyrir þessu standa séu persónulega verri menn, en þar sem auð- magnið sezt í hásætið og tekur við stýrinu lýtur mennskan 1 lægra haldi. Margir þessara manna gefa fyrir sálu sinni sem kallað er minningargjafir og sjálfsagt i þeirri von að eftirlifendur ef- ist ekki um að Guð hafi skap- að þá í sinni mynd, því yfir- leitt eru þetta guðhræddir menn. Vopnakóngar og stríðs- framleiðendur gefa til hæla fyrir örkumla hermenn, sem tækin hafa klesst saman á þann hryllilegasta hátt sem mannleg augu fá litið og þetta er talið til göfugmennsku. Sem sagt flestir sem afla einkaauðs gera það sjálfum sér og öðrum til tjóns. Þannig virðist hæfni og dugnaður verka í öfuga átt. Jafnvel börn þessara manna ná vart hælum feðra sinna og gæti maður þó hugsað að þar væri ekkert til uppeldis sparað. Ekki er mér sýnilegt að þú hafir á neinn hátt þurft að gefa fyrir sálu þinni og því hefi ég sannfærzt um það betur og betur að starf þitt til stuðnings íslenzkri menningu hafi verið af höndum innt af innrl þörf. betur ættaðri en vanalegum hentigjöfum fylgir. Og mér til mikillar ánægju bendir þetta í þá átt sem ég hefi alltaf vonað að framtak. einstaklingsins beinist að, þó sú von hafi á sið- ustu árum jafnvei dalað. Framtak einstaklingsins er lffæð þjóðfélagsins hvað sem þjóðfélagsformið heitir. Og menn sem skara framúr, eiga að bera meira úr býtum. Aft- ur á móti vonast ég til að þetta svonefnda framtak beinist að því að menn setji metnað sinn í að gera nafn sitt gildandi á þjóðfélagsvisu. Þetta er ekki hægt með auðsöfnun einni. Héðinn Valdimarsson var auðmaður á þeirra tíma vísu, en á því tekur enginn mark eftir 100 ár, en verk hans í þágu verkalýðshreyfingarinnar og gjafir konu hans mást ekki út úr þjóðarsögunni. Heill sé þér og öðrum sem ieggja á þetta einstigi og breik.ka það. Listaverkagjöf þín til A.S.l. er varða sem vísar. Ayjýðan gerir mörg glappaskot en þangað er samt að leita þess verðmætis sem þjóðstofninn býr yfir. Flestir aðrir mundu hafa gefið rikinu eða háttvirt- um stoínunum, en þú vissir hvar grafa skyldi til gullsins. Alþýðan hefur hér sem ann- ars staðar alltaf verið hyrning- arsteinn þjóðlífsins. Allir þeztu synir fslands hafa lagt fátækt sína að veði fyrir frelsi okkar og menningu. Hinir sem betur voru settir hangdu flestir ofan í þrúgurunum, þó til séu heið- arl. undantekningar. Þú sett- ir ekki fátækt þína að veði heldur auðlegð en slíks eru enn fá dæmi og mætti með sanni segja að þín fórn væri einstæð- ari og sízt minni. Við eigum dæmi um slíkt úr heilagri ritningu. Lærisveinar Krists voru fátæklingar, nema sumir halda að Júdas hafi átt einhverja aura. Fylgd læri- sveinanna við meistarann var þeirra köllun. Aftur á móti kom maður til Jesú og spurði hvað hann ætti að gera til að verða sáluhólpinn. Svar- ið var: „Far og gef eigur þinar fátækum". Maður þessi gekk burt beygðu höfði því hann var mjög ríkur. Ég var ekki viss um þig fyrr en nú fyrir skemmstu viðvíkj- andi svonefndu dátasjónvarpi. Þar rakst þú endahnútinn á ef- ann. Þar ætluðu hinir síðbornu Kanar að reiða hátt til höggs, enda ekki ráðizt á lægsta hluta garðsins, sem alþýðan hefur um aldaraðir verið að skarð- bæta. Kannski hafa viss öfl treyst á það að þú mundir ekki opinberlega ganga á móti flokki þínum og kannski eigin hags- munum. Það liggur stundum í loftinu að bankarnir skrúfi fyr- ir vissa menn er þeir reynast ódælir. En dæmið kom ekki út eftir formúlunni. Frelsisþrá alþýðunnar er ómyrðandi, sag- an vitnar öll í þá átt. Það ber allt að sama brunni, hvort sem reiknimeistarar hafa verið hag- fræðingar eða hershöfðingjar, alltaf hefur komið fram veiia í dæminu, sem reikna átti af alþýðunni frelsið og það hef- ur verið hennar höfuðlausn. Kanasjónvarpið er. eins og þú tókst fram, algert sjólfstæð- ismál, menn geta verið, þar fyrir utan, með eða mpti sjón- varpi þó min skoðun sé sú að margt annað ætti að ganga fyrir og mundi ekki þar af hljótast menningari'veisa. Sök- in á þessum sjónvarpsrekstri er ríkisstjómarinnar, enda ala dagblöð hennar á því að gera okkur að einskonar gervikön- um. Þetta er ekkert last um Bandaríkjamenn. Þeir eiga sína kosti eins og aðrir, þó þar sé vart um þjóðmenningu að ræða, enda eru þeir samsteypa sem tekur ekki að verða það sem felst í hugtakinu þjóð. Til að breiða yfir þessa minnimátt- arkennd hafa þeir valið sér tæknina sem standpunkt og hún hefur aiið af sér bandóða fjármálastarfsemi ásamt mestu glæpamannasamtökum sem heimsbyggðin á. Fróðir menn hafa mælt að ekki fari fram sú kosning í Bandaríkjunum sem nokkru varðar að glæpa- hringirnir séu þar ekki stór ,,faktor“. Dollarinn er þeirra drottinn, og sjúklingur sem ekki á pening verður að geispa gol- unni, því sagt er að læknar líti ekki á þannig fólk. Það er í rauninni lítí skiljan- legt hvað ráðamenn okkar leggja sig fram til að gera okk- ur að einskonar eftirprentun af Ameríkönum. og til þess er sjónvarpið eitt aðaltækið, utan áhrifa frá Vellinum. Það er svo sem ekki nóg að blessaðar stúlkumar okkar skilji dável Ameríkanann nema þegar hann talar. Ekki er því heldur að heilsa að verið sé að ota að okkur því bezta í fari þessar- ar þjóðar heldur dreggjunum. Þetta sjáum við bezt á við- skiptalifinu hin síðari ár. Ein- staklingur sem ætlar á jrfir- borðinu að stæla annan verður aldrei annað en umskiptingur; sama gildir um þjóð. Aftur hefur það verið talið aðals- merki að vera sjálfum sér lfk- 'jr en ekki nógur. Það er sjálfsagt að hafa það handa á milli að menn geti lif- að menningarlífi, en ég held að það þurfi að vera takmörk fyr- ir þeirri hugsun að menn geti á einu bretti veitt sér allt sem hugurinn girnist. Ég klóra mér þar sem höfuðhárin voru einu- sinni, þegar ég fer fram hjá húsum sem hafa verið í bygg- ingu í þrjú til fjögur ár og eru þó ekki nema sem sagt vel fok- held. En þarna er búið og sjón- varpsstöngin gnæfir sem menn- ingarviti. Mér finnst það táknrænt þeg- ar stillt er inn á hina miklu spumingaöldu útvarpsins, hvað yngri kynslóðin veit lítið úr sögu þjóðarinnar. Aftur á móti er hún vel heima í nöfnum á djössurum viða um heim og mörgu svo góðu. Sjálfsagt er þetta ágæt vitneskja en kölski sagði einu sinni um faðirvorið að það væri ágætt en ekki vert að tönnlast á því. Einhvers staðar stendur skrifað: „Hvað gagnar það manninum að eignast allan heiminn ef hann bíður tjón á sálu sinni?" Verður annars nokkuð gaman að teljast Is- lendingur, ef bókmenntir okk- ar rykfaila á söfnum eða hill- um í heimahúsum? Jafnvel þó maður gangi með tékkahefti uppá vasann? Getur slík þjóð taiizt sjálfstæð? Ég segi nei. Þú svaraðir þessu með neii í við- talinu við blaðamennina í út- varpssal, þó orðin séu ekki þau sömu. Sjálfstæði einnar þjóðar getur aldrei byggzt á öðru en sögu hennar og bókmenntaarfi og mér varð heitt í hamsi við að heyra hvað þú tengdir þetta traustiega saman. Þú gerðir meira en skrifa nafnið þitt á skjal, þú fylgdir allur eftir. Þú taiaðir um hvolpana sem væru að gelta með sjónvarpinu og gafst í skyn að aðrir kynnu að geta bitið, og heill því. Ég hefi heyrt þig taia um þig sem íhaidsmann og við því er náttúrlega ekkert að segja. En mér datt í hug að gaman hefði verið að vita hvaða vitamín Drottinn hefði haft við höndina þegar hann skóp þig sem slík- an. Með beztu kveðju og óskum Halldór Pétursson. Elztu lífverurnar? ESSEN 8/5 — Vesturþýzkir vís- indamenn hafa fundið bakteríur sem þeir telja að séu 250 milj- ón ára gamlar og vakið þær aft- ur til lifsins með því að setja þær í næringarvökva. Bakterí- urnar fundust á botni gamalla námugangna. Jarðskjálfti í Afríku DAR-ES-SALAAM 8/5 Hundruð manna misstu heimili sín vegna jarðhræringa í Tanaganíka og annars staðar í Austur-Afríku í gær. Eignatjónið varð verulegt, en ekki er vitað um manntjón. EFTIR HALLDÓR PÉTURSSON. V0LV0 - vanda&ur bíll VOLVO PV544 Aðeins nokkur orð um Volvo PV544 og Amazon Sport. Þetta eru bílarnir sem mörg- um Islendingum finnst að standi sér næst að kaupa, og það er nokkuð sem víst er, að þó þeir séu töluvert dýrir miðað við aðra þá bíla sem hér fás'f, þá fær kaupandinn heilmikið fyr- ir peningana sína. — (Hraðaprófanirnar sem um er getið fóru fram á reynslubraut í Dan- mörku). I vetur sem leið voru uppi sögusagnir um að von væri é nýjum endurbættum Volvo í ár. Þetta hefur ekki verið staðfest svo ég viti, en hvort sem við fáum að sjá nýjan Volvo eða ekki. þá er vafa- samt að miklar breytingar verði gerðar á hinu hefð- bundna útliti og byggingu Volvo. Báðar gerðirnar af Volvo eru í það miklu uppáhaldi hjá kaupendum á Norður- löndum, að vafasamt er að framleiðendur telji sér hag í því að leggja niður fram- leiðslu PV544 eða Amazon. Volvo-eigendur eru ekki í vafa um hvers vegna. en við hinir erum stundum dálítið undrandi, sérstaklega í sam- bandi við PV544, sem sann- arlega er orðinn dálítið gam- aldags í útliti og plássið f bílnum ótrúlega illa notað. Af þessum ástæðum skulum við athuga dálítið hvað það er sem Volvo-eigendur sjá við bílana sína. Það þarf hvorugan þeirra að keyra langa leið áður en maður finnur þennan sterka. BÍLAÞÁTTUR kraftmikla bíl ieika i hönd- unum á sér, það er eins og maður finni á sér að ekki hefur verið kastað höndun- um til smfðinnar, eins og bíllinn hafi örugglega verið settur saman af stakri sam- vizkusemi og natni. Bíla- smiðir geta sjálfsagt sett út é tæknilegar hliðar bygging- arinnar en tæplega er sann- gjart að halda því fram. að framleiðsla bílhlutanna og samansetning sé ekki fram- kvæmd af stökustu kostgæfni. Það þarf áreiðanlega að leita lengi og reyna marga Volvo- bíla áður en fundinn verður nýr bíll sem skröltir í eða brakar á okkar vondu veg- um. En fyrir utan vandaðan frágang er margt mjög ólíkt með þeim PV544 og Amazon. Amazon Sport hefur 90 ha. vél og hefur þann vinsæla eiginleika að ..gleypa’’ hundr- uð kílómetra án þess að hafa nokkurn hlut fyrir því. 1 hinum almenna PV544 hefur maður það á tilfinningunni að fáar eða engar ófærur geti hindrað hann i að kom- ast á leiðarenda. Við skulum lfta örlítið á kosti og galla við fljótlega athugun á þe'm bræðrum PV544 og Amazon: PV - 544 Áberandi hljóðlaus og styrkur undirvagn á ójöfn- um og vondum vegum. Gam- aldags afturrúða og slæmt út- sýni til hægra frambrettis, en þar á mót kemur hinn krappi snúningsradius, mjög þægi- legur í umferðinni, og lipurt og létt stýri. Ekillinn situr hátt en þægilega og það er rúmt um hann við stýrið. Endurbætur á stýrisútbún- aði gefa betri og stöðugri stýringu en áður, en ef hvasst er þá er PV544 við- kvæmur fyrir hliðarvindi, næstum þvf eins viðkvæmur og margir bflar sem hafa vél- ina afturf. Stýrisútbúnaður er óþægilega ónákvæmur þegar ekið er beint áfram. en góð- ur og hlýðinn í beygjum. Það þarf að aka mjög hratt og ó- varlega á beygjum til þess að nokkur hætta sé á þvf að vagninn kastist til og hann hefur ósvikna hæfileika til hraðaksturs á krókóttum veg- um. Fjöðrunin er stíf án þess þó að vera hörð. Girskipting- in er ein sú skemmtileg- asta, sem hugsazt getur, og hemlunin vel fyrir ofan með- allag. Vélin. sem er einn af betri kostum bílsins, gengur mjög hljóð, sérstaklega á þeim hraða sem ekið er á þjóðveg- unum. Þá vill bera á eins konar bergmáli f yfirbygg- ingunni þegar komið er á drjúgan hraða t.d. á 80 km. , og á 120 til 130 km., en það er í sjálfu sér ekki vélinni að kenna. Amazon 90 ha. Hressilegt urr á miklum snúningshraða gefur til kynna að vélin er sérstaklega unn- in fyrir hraðakstur. Hún vinnur mjúklega og létt og fer titringslaust upp í 6000 snúninga á mínútu. Það vek- ur sérstaklega athygli hvað Amazon er hávaðalítill. Yf- irgírinn veitir áreynslulaus- an akstur upp á hámarks- hraða bílsins, en er þó ekki eins hár og í mörgum öðrum bílum. Fjórði gírinn dregur upp i 140 km hraða og er á- gætur við framúrakstur úti á vegunum þar sem ekið er hratt. Stýrisútbúnaður er örugg- ur og traustur, einnig á hröðum akstri og gefur öryggistilfinningu. Það er þó líklegt að kvenfólki finnist Amazon nokkuð þungur f stýrinu, en Amazon Sport er einn af þeim fáu bílum sem eftir eru handa karlmönnum. Margir aðrir bílar eru þægilegri á vondum vegum, en þó er fjöðrunin notaleg. og eftir á að hyggjá, þá er hún bezt á miklum hraða, og einmitt það fer Amazon Sport bezt. Ég vildi að pabbi keyrði svona vel. Paul Frere, einn af þekkt- ustu kappaksturshetjunum f dag, hefur nýlega skrifað á- gæta bók um aksturstækni, og f þeirri bók segir hann m.a. þessa ágætu dæmisögu: Það er hægt að deila lengi um það hver sé góður bíl- stjóri og hver ekki. Fjölskyld- an er ef til vill ekkert hrif- in af því að fara með heim- ilisföðumum út í sveit, þeg- ar hann keyrir alla leiðina eins og hann væri í kapp- akstri. Eitt sinn er ég þeytt- ist um á einhverri kappakst- ursbrautinni erlendis. voru konan min og börn flutt heim úr fjölskylduheimsókn í stórum amerískum bfl. Sá sem ók var prúður eldri maður. Þegar þau voru komin heim. sögðu krakkarnir, „Mamma, fannst þér mað- urinn ekki keyra dásamlega vel? Mikið er leiðinlegt að pabbi skuli ekki geta lært að keyra svona ...” ★ Lísa litla, fjögurra ára gömul, þurfti að fara í af- mæli til frænku sinnar sem átti heima fyrir utan borg- ina. og þar sem mamma var búin að fá ökuskírteinið, þá keyrði hún Lísu til frænk- unnar. Um kvöldið spurði pabbi Lisu af miklum áhuga. hvernig ferðin hefði gengið og hvernig mamma hennar hefði keyrt, og Lísa svaraði: „Henni gekk ágætlega, og veiztu hvað pabbi, við mætt- um engum ..bölvuðum svin- um, ösnum og fífl er hann þessi”, eins og þú mætir svo oft".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.