Þjóðviljinn - 16.05.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.05.1964, Blaðsíða 1
Laugardagur 16. maí 1964 — 29. árgangur — 109. tölublað. ? Það kemur líka til greina að sigla um Dóná frá Vín og svo til Jalta með viðkomu í sex lönd- um. ? Myndin er írá Búda- pest. — Sjá írétt um íerð- ir Landsýnar á 12. síðu. I DAG, laugardag, er ekki unnið í prentsmiðj- um og þessvegna koma engin blöð út á morgun, hvítasunnudag. Þjóðvilj- inn kemur næst út mið- vikudaginn 20. maí. — Sunnudagur, fylgirit Þjóð- viljans, fylgir blaðinu í dag, svo og barnablaðið, Óskastundin. AF FJÖLBREYXTU efni Sunnudags má m.a. nefna: Greinina: Landbúnaðar- bylting — Hvernig voru búnaðarhættir um alda- mótin? — Viðtal við Nic- olas Guillén forseta lista- mannasamtaka Kúbu um list og byltingu. Mótmæli — Sunnudagspistill eftir Á.B. — Kennslustund í smásagnagerð — sögu eftir A.B. Cox. Efling byggingasjóðs ríkisins, lán til 35 ára á 3% vöxtum D Á nýafstöðnu Alþingi lögðu þrír þingmenn^ Alþýðubandalagsins, Hannibal Valdimarsson, Ein- ar Olgeirsson og Geir Gunnarsson, fram frum- varp um breytingar á lögum um húsnæðismála- stofnun, byggingarsjóð ríkisins o.fl. Eru þar lagð- ar fram raunhæfar tillögur um eflingu byggingar- sjóðs ríkisins, og bent á nýjar tekjuöflunarleiðir fyrir hann upp á allt að 250 miljónir króna, og myndi útlánageta sjóðsins aukast upp í um 595 miljónir á næstu 20 árum. Byssurnar komnar á loft Stríð hefur brotízt út um Akrafþil Nú er liai'ið stríð milli lainl- eigenda að Akrafjalli og bæjar- fógetans á Akranesi og er bar- izt um hvorki meira né minna en heilt fjall og hvort leyfa skuli umferð manna um það. Þetta er gert með orðsins brandi svona fyrst i stað og hljóma viljayfirlýsingar fr áþess- um aðilum á víxl í útvarpinu. Landeigendur að Akrafjalli hafa stofnað með sér félag og ber það nafnið „Landeigenda- félagið Vörn". og hefur nú bannað alla umferð um Akra- fjall um sauðburðinn. Odda- maður fyrir landeigendum er Þorgrímur bóndi Jónsson á Kúludalsá. Landeigendur riðu á vaðið og tilkynntu bann sitt í útvarpinu í fyrradag og brá þá bæjarfógetinn á Akranesi hart við og tilkynnti um kvöld- ið í útvarpinu, að bann þetta væri að engu hafandi og ekki í samræmi við landslög. I gærdag brugðu landeigend- ur hart við og tilkynntu í út- varpinu, að tveir vopnaðir menn frá þeirra hálfu væra komnir á fjallið og var það látið svo heita, að þeir ættu að skjóta svartfugl. Menn væru varaðir við að vera mikið á flakki um fjallið og lásu Akurnesingar þarna á milli línanna sitthvað. Nú er það spurningin, hvort bæjarfógeti vopnar sitt lið og er þá komið heitt stríð á Akra- fjalli. Skagamenn eru skapmenn að upplagi og er ekki að vita hvað af hlýzt. Landeigendur hafa gefið út þá yfirlýsinga, að félagsstofnun þeirra eigi að vinna að eyðingu svartbaks og miklar mannaferð- ir um fjallið trufli sauðburðinn. Annað liggur þó þarna að baki segja Akurnesingar qg ætla landeigendur að leggja hundrað Framhald á 3. síðu. | | Þá er gert ráð fyrir að sjóðurinn veiti jafn- greiðslulán til 35 ára með 3% vöxtum, og mega þau lán nema allt að 75% af bygg- ingarkostnaði hjá bygging- arsamvinnufélögum, en allt að 67% af kostnaði annarra íbúða. Meginatriði í frumvarpi þing- manna Alþýðubandalagsins eru sem hér segir: 1) Verkefni húsnæðismála- stjórnar skal vera að gera grein fyrir raunverulegri þörf landsmanna fyrir íbúðabygg- ingar, og hvernig þeirri þörf verði fullnægt á sem hagkvæm- astan hátt. Einnig ákveður hús. næðismálastjórn skiptingu láns- fjár milli sveitarfélaga. Þá skal setja á stofn húsnæðisnefnd í hverjti sveitarfélagi og geri hún áætlanir um byggingaþörf, taki á móti umsóknum um íbúðalán, geri tillögur um í hvaða röð um- sækjendur fá lán úr byggingar- sjóði ríkisins og annist ýmsa aðra fyrirgreiðslu fyrir íbúða- byggjendur. 0\ Sett verði á stofn almennt «*/ byggingarsamvinnufélag í hverju sveitarfélagi og verði því gert kleift að annast verulegan Framhald á 3. síðu. MUNIÐ Surtseyjar- för ÆFR Frumsýning á annan A annan í hvítasunnu frumsýnir Þjóðleikhúsið óperettuna Sardas- furstinnuna eftir Kálman. Leikstjóri er István Szalatsy og er hann einnig hljómsveitarstjóri. Með aðalhlutverkið fer ungverska söng- konan Tatjana Dubnovszky en með aðalhlutverk karla Erlingur Vigfússon. Aðrir sem hafa með höndum meiriháttar hlutverk í óper- ettunni eru: Bessi Bjarnason, Lárus Pálsson, Valur Gislason, Guð- mundur Jónsson, Herdís Þorvaldsdóttir og Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir. Um 30 félagar þjóðleikhússkórsins taka þátt í sýningunni og auk þeirra kemur fram hópur dansmeyja úr bailettskóla Ieik- hússins. Óperettan verður sýnd í Þjóðleikhúsinu til loka þessa Ieikárs, 1. júlí. Myndin er af Erlingi og Tatjönu í hlutverkum sínum. Tilraunastöi fyrir skógrækt að Mógilsá á Kjalarnesi Veizluborði var slcgið upp í túnfætinum og stjórnaði Haukur Ragnarsson, tilraunastjóri veitingum og við borðsendann stendur Guðmundur 1. Guðmundsson, utanríkisráðherra. (Ljósm. Þjóðv. G.M.) ¦ í gærdag stakk utanríkisráðherra fyrstu skóflustung- una fyrir grunni tilraunastöðvar ávegum Skógræktar rík- isins að Mógilsá á Kjalarnesi og var það eina ærlega hand- takið þarna efra þann daginn. Þetta' var hátíðleg athöfn þarna í túnfætinum á Mógilsá og hafði veizluborði verið slegið upp á grænu túninu, og spóinn vall í hæðardragi skammt frá. Þá gekk fram Hákon Guð- ráð fyrir þvi, að tilraunastöð- mundsson, formaður Skógrækt- in sjálf búin nauðsynlegum arfélags Islands og skýrði þess- tækjum kosti uppkomin um ar framkvæmdir að nokkru: fjórar miljónir íslenzkra króna. „A sínum tíma gaf Ölafur V. Teikningar og uppdrætti að INToregskonungur Islendingum | byggingum hafa þeir Hörður i'ina miljón norskra króna og Bjarnason, húsameistari ríkisins. íkyldi gjöfinni varið til meiri og Gunnlaugur Pálsson, arki- háttar framkvæmda í skógrækt. tekt safið og gert í samráði Hefur nú verið ákveðið að verja | við Hauk Ragnarsson, tilrauna- , utanríkisráðherra. norski am- tveim þriðju hl. norsku þjóð- ; stjóra. Byggingu húsa mun , bassadorinn, húsmeistari ríkis- að mestu girt og friðað land jarðarinnar. en nánasta um- hverfi stöðvarinnar og græði- reitir hennar verða girtir skjól- beltum og limgirðingum. Lega jarðarinnar Mógilsár og margbreytileg hæð landsins yfir sjó gefur þessum stað sérstakt gildi vegna þeirra möguleika til fjölþættra tilrauna, sem stað- hættir veita. Fagurt umhverfi er verðug umgerð þeirrar starf- semi, sem þarna fer fram. Sæm- ir og vel að þetta er hér í .landnámi Ingólfs Arnarsonar, sem fyrstur hóf búsetu hér á landi og kom af norskri grund" Þarna voru viðstaddir auk Snarað úr konungs- SJOOf Bóndinn að Mógilsá heit- ir Jón Erlendsson og hef- ur setið jörðina síðan árið 1926. Þar bjuggu foreldr- ar hans áður, en þeir voru Skaftfellingar að kyni og hófu búskap á jörðinni ár- ið-1896. — Ekki reiknaði ég með því að halda svona fína veizlu hér í túnfætinum, sagði Jón bóndi, og eru hér mörg stórmenni saman komin. Þeir hafa þegar snarað út jarðarverðinu úr kon- ungssjóði. Ég seldi jörðina á eina miljón og sjö hundr- uð þúsund Qg er þetta eng- inn peningur á þessum tímum með hraðfallandi verðmæti krónunnar. Ég er hins vegar orðinn gam- all ínaður og fylgir aldur minn öldinni og er ég hættur að geta annast fimmtán kýr hér á búinu. Við sitjum líka ein hér gömlu hjónin. Krakkarnir flognir úr hreiðrinu. Tún- rækt er orðin hér tuttugu hektarar og liggur margt handarverkið í þessari ræktun. (Þess má geta að Jón bóndi hefur fengið verðlaun fyrir góða m.iólk og hefur hún ætíð verið í fyrsta flokki). — Þeir sóttu líka að mér frá fiskiræktinni í Kollafirði, sagði hann enn fremur. — Mér er það hinsveg- ar fagnaðarefni að vita jörðina skógi prýdda í framtíðinni og get þess- vegna horfið í gröfina ró- legur og sáttur við guð og menn. argjafarinnar til þess að 'ioma upp tilraunastöð í skógrækt að Mógilsá á Kjalarnesi. Gert er Hlóðver Ingvarsson, ur. annast. húsasmið- Skógrækt ríkisins hefur þega. ar hér á land íns, skógræktarstjóri ásamt helztu forystumönnum skógrækt- Jón Erlendsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.