Þjóðviljinn - 20.05.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.05.1964, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. maí 1964 ÞJðÐVILJINN Sveitir Pathet Lao í sókn á Krukkusléttu VIENTIANE og LONDON 19/5 — Hersveitir Pathet Lao hófu snögga sókn á Krukkusléttu í Laos um helgina og náðu allri þessari hernaðarlega mikilvægu sléttu á sitt vald, og hrökkluðust sveitir hægrimanna og hlutlausra undan. Sagt er að mikill hluti af liði hlutlausra hafi hlaupizt undan merkjum og snúizt á sveif með Pathet La.o. , Súvanna Fúma forsætisráð- herra skýrði frá því í Víentiane á mánudaginn, að ástandið væri alvarlegt og ættu hersveitir hlutlausra, sem Kong Le stjórn- ar. í vök að verjast enda hefðu aðalstöðvar þeirra fallið í hend- ur Pathet Lao. Hann sakaði vinstrimenn um að hafa ro-fið vitandi vits vopnahléssamning- inn sem gerður var i Genf 1962. Sannleikurinn er hins vegar sá að eftir uppreisn herforingja hægrimanna fyrir nokkru hefur Mannskæð hvítasunna LONDON 19/5 — Óvenju hlýtt var á Bretlandseyjum og við- ar í Evrópu um hvítasunnuna, og því mikil umferð á vegum úti og mikill manndauði í um- ferðarslysum. f Bretlandi hafa banaslys aldrei verið jafn mörg um hvítasunnuna og nú. 84 menn biðu bana, en flestir áður árið 1960, þá 74. f fyrra létu þar 47 lífið um þessa helgi. Þetta varð enn meiri mann- skaðahelgi í Frakklandi, og er vitað um 104 sem létu lífið. en 1565 slösuðust. f fyrra var manntjónið þó meira, 120 biðu bana, um 3.000 slösuðust þá. MOSKVU 19/5 — Þýzk-banda- ríska leikkonan Marlene Dietr- ich kom í dag til Moskvu og er það í fyrsta sinn sem hún kem- ur til Sovétríkjanna. Hún mun halda eina tuttugu hljómleika í Moskvu og Leníngrad. Súvanna Fúma verið gísl þeirra og orðið að hlýða boðum þeirra og banni. Hafnað hefur verið viðræðum við foringja Pathet Lao um framtíð samsteypustjórn. arinnar sem ákveðin var í Genf- arsamningnum, en á henni hef- ur Súvanna Fúma gert breyting- ar að fyrirmælum hægrimanna og án samþykkis Pathet Lao. Samningarnir frá 1962 höfðu því þegar verið rofnir, þegar vinstrimenn hófu sókn sína á Krukkusléttu. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði í dag að til mála kæmi að Bandaríki gerðu allar hugsanlegar ráðsta anir, einnig hernaðarlegar, t þess að varðveita hlutleysi oí sjálfstæði Laos. Talsmaðurinn hafði verið spurður hvort Banda- ríkin hefðu í hyggju að senda herlið til Thailands eins og þau gerðu þegar viðsjárnar voru sem mestar í Laos 1962. Hann tók þó fram að Bandaríkjastjórn væri nú að reyna að finna lausn á vandræðunum eftir diplómatískum leiðum. Leitað til Peking Brezka stjórnin hefur beðið stjórn Alþýðu-Kína ásjár í þessu máli. f orðsendingu sem sendi- fulltrúi Breta i Peking afhenti í dag er hún beðin að beita á- hrifum sínum í því skyni að haldinn verði Genfarsamningur- inn um hlutlaust og sjálfstætt Laos. Þeir Nasser forseti og Krústjoff forsætisráðherr a hal'a átt saman langar viðræður, Krústjoff hét Egyptum allri aðstoð ef í nauðirnar rekur Johnson fer fram á aukna fjárveitingu til S-Vietnam NEW YORK 19/5 — Johnson forseti hefur farið fram á við Bandaríkjaþing að það auki fjárveitingar til stríðsins í Suður-Vietnam og veiti nú stjórninni í Saigon 125 milj- ónir dollara til viðbótar þeim hálfa miljarði dollara sem Bandaríkin eyða árlega í Suður-Vietnam. Þessi málaleitan forsetans er runnin undan rifjum McNámara landvarnaráðherra- ■ sem var • ;í Saigon í síðustu viku og sagði við heimkomuna að hann myndi 'eggja til að Bandarikin bæði yk.iu og hröðöðú aðstoð 'si'nVii Við stjórnina í Sáigon. 70 milj- ónir dollara á hún að fá í eyðslufé, en henni hefur haldizt illa á þeim miklu fúlgum sem Bandaríkin hafa sóað í hana, en 55 miljónir á að nota til kaupa á hergögnum og skotfær- um. Er einkum talað um kaup á herflugvélum og kostnað við þjálíun manna til að fljúga þeim. Öryggisráð SÞ fjallaði i dag um kæru stjórnar Kambodja á hendur Bandaríkjunum fyrir að hafa staðið fyrir árásum yfir landamærin frá Suður-Vietnam, en slíkar árásir hafa sveitir úr her Suður-Vietnams undir stjórn bandarískra foringja gert hvað Viðbúnaður á Kúbu Framhald af 1. síðu. á ströndinni skyldi ekki vera varin. Skip af þeirri gerð sem notuð voru til árásarinnar við Fuerto Pilon eru auðþekkt. Þau voru í síðari heimsstyrjöldinni notuð til varna gegn kafbátum. 1 höfnum Flórída liggja að jafn- aði við akkeri tíu—tólf þeirra. og virðast heldur meinlaus, skráð sem sjómælingaskip, en í rauninni heyra þau undir leyni- þjónustuna CIA. sem notað hef- ur þau hvað eftir annað til að senda flugumenn sína til Kúbu. Flugumenn CIA 1 október s.l. haust voru hand- teknir fjórir flugumenn CIA sem sendir höfðu verið til Kúbu með slíku skipi og lýstu þá far- kostinum. Allt þar til komið er að strönd Kúbu, mætti halda að þessi skip væru saklaus kaupför. En þegar þau nálgast ströndina að næturlagi koma i Ijós 20 fallbyssur með 20 m m hlaupvídd, 8 vélbyssur með 15 mm, ein fallbyssa með 75 mm og tvær með 57 mm hlaupvídd. Hinir handteknu játuðu að vera í þjónustu CIA og hafði hver þeirra farið 5—6 ferðir til Kúbu á vegum leyniþjónustunnar und- anfarna 12 mánuði, eða síðan Kúbudeilan stóð sem hæst haust- ið 1962”. Fréttaritari „I’Unitá" heldur á- fram að lýsa þeim þráláta orð- rómi sem gangi á Kúbu um að hernaðaraðgerðir af hálfu gagn- byltingarmanna, sem kostaðir eru og þjáifaðir af Bandaríkjamönn- um. séu væntanlegar þá og þeg- ar. Hér muni þó ekki vera -um að ræða innrás eins og þá sem endaði svo sneypulega fyrir þremur árum, heldur fremur skemmdarverk, skæruhernað og undirróður í þeirri von að tæla fjölmenna hópa úr her Kúbu til að hlaupast undan merkjum. Fyrir þessum skæruliðum eigi Manuel Ray að vera, en hann var ráðherra í stjórn Kúbu skamma stund eftir byltinguna. Búizt sé við því að hann muni reyna að ganga á land ásamt örfáum félögum sínum og muni hann ætla að freista landgöng- unnar fyrir 20. maí. Skeyti- sínu lýkur Tutino með þessum orðum: „Sem stendur er aðeins það að segja til svars við rostanum í Manuel Ray að miljónir Kúbu- manna bíða hans og félaga hans, reiðubúnir að draga hann fyrir dómstólinn sem mun dæma hann til dauða. í þetta sinn mun á- rásarmönnunum engin miskunn sýnd“. Castro hafði daginn eftir árás- ina við Puerto Pilon minnt á að árásarmennimir væru úr hópi þeirra sem teknir voru höndum eftir innrásina 1 Svínaflóa og Kúbumenn sáu aumur á og létu lausa án refsingar. í þetta sinn mættu þeir vita að aftökusveit- in biði þeirra. ^iiósnaflugið Á sama tíma sem þessar árásir eru gerðar á Kúbu að undirlagi bandarískra stofnana, þvert ofan í hátíðleg loforð Bandaríkja- stjómar um að gera allt til að PORT SAID 19/5 — Krústjoff forsætisráðherra var ákaft fagnað af miklum mannfjölda í Port Said í Egyptalandi í dag þegar hann sagði að Egyptar ynnu nú meiri afrek en þeir hefðu nokkru sinni gert á dögum faraóanna, en hét þeim um leið allri þeirri aðstoð sem Sovétríkin gætu veitt þeim ef hætta væri á ferðum. Krústjoff • hafði’ komið um morguninn með lest frá Kaíró og beið hans mikill fjöldi fólks á „Píslarvottatorginu“ i Port Said, en það er svo nefnt eftir þeim sem féllu þar í borginni í árásum Breta, Frakka og ísra- elsmanna í Súezstríðinu haust- ið 1956. Hann hét Aröbum stuðningi Sovétríkjanna í réttlátri bar- áttu þeirra, en tók þó fram að hann teldi að finna mætti skyn_ samlega lausn á Palestínumál- inu sem allir gætu við unað. Hann varaði Bandaríkin við að gera alvöru úr fyrirætlunum sínum að senda Polariskafbáta til austurhluta Miðjarðarhafs að forspurðum þeim þjóðum sem eiga lönd þar að hafinu. Fréttaritarar segja að sjá megi á Krústjoff að dvölin í eftir annað að undanförnu. Sovézki fulltrúinn í ráðinu, Fédorénko., tók undir kæru Kambodja og kvað Bandarík- in fara með stríði á hendur íbú- um Suður-Víetnams og hafa þannig brugðizt þeim skuldbind- ingum sem Þau tóku á sig með samningnum sem gerður var um Indókína í Genf 1954. Egyptalandi sé honum erfið; enda myndi það erfitt hverjum manni á hans aldri að vera á stöðugum þeysingi í steikjandi' sólarhita sem oftast er 30—40 stig í skugganum. Dvalaráætlun- inni hefur því verið breytt og sum atriði hennar felld niður. í gær sat hann ásamt föru- neyti sínu veizlu í Kairó í boði Nassers. Veizlan var haldin í klúbb egypzka hersins eftir fyrstu formlegu viðræður þeirra þjóðaleiðtoganna. Þeir ræddu ýms alþjóðamál og fór vel á með þeim, sagði talsmaður Nassers. Gromiko utanríkisráð- herra, Grétsko varalandvama- ráðherra og Adsjúbei ritstjóri, tengdasonur Krústjoffs, voru viðstaddir viðræðurnar. LONDON 19/5 — Lokið er í London ráðstefnunni um full- veldi Norður-Ródesíu, og varð samkomulag um stjórnarskrá fyrir hið nýja fullvalda lýð- veldi, sem stofnað verður 24. október í haust og mun heita Zambia. varðveita friðinn á Karíbabafi og koma í veg fyrir hemaðaraðgerð- ir gegn Kúbu. halda bandarískar njósnaflugvélar áfram að rjúfa lofthelgi Kúbu dag hvem. Kúbustjórn getur vitaskuld ekki látið það afskiptalaust að fullveldi landsins sé þannig rof- ið, einkum þegar hættur steðja að úr öðrum áttum, og hún hef- ur því mælzt til þess við ÚÞant, framkvæmdastjóra SÞ. að hann beiti sér fyrir því að hætt sé þessu njósnaflugi sem gæti haft „alvarlegar afleiðingar fyrir frið- inn“ á Karíbahafi. Kúbustjóm hefur fyllilega gefið f skyn að verði njósnafluginu haldið áfram, muni hún neyðast til að verja land sitt og lofthelgi sína með þeim vopnum sem henni eru til- tæk. og þar á hún við loftvarna- flugskeyti þau sem Sovétríkin hafa látið henni f té, og ein eru fær um að granda jafn há- og hraðfleygum flugvélum og þeim sem njósnaflugið stunda. viðsiált ástand Kúbumenn munu nú sjálfir manna flugskeytastöðvamar. eft- ir að hinir sovézku sérfræðingar eru farnir heim, en talið er að Sovétríkin hafi haft hemil á að skeytin væru notuð. Tilmælum Kúbustjórnar um að njósnafluginu verði hætt hafa Bandaríkin svarað því einu, að því muni haldið áfram og snú- ist Kúbumenn til varnar gegn bví, muni flugskeytastöðvarnar evðílagðar með loftárásum. Sov- étríkin eru hins vegar skuld- aundin að koma Kúbu til aðstoð- ef slíkar árásir verða gerðar á land þeirra, — og því er ekki furða þótt mönnum þykir við- sjárverð þau tíðindi sem nú ber- ast frá Karíbahafi. Orðsendirtg til skip- stjóra, útgerðarmanna og netaverksfœða lÆ'' ■ Netagerð Jóhanns Klausen á Eskifirði hefir nú einkaumboð fyrir hið þekkta norska fyrirtæki CAMPBELL ANDERSENS ENKE A. S. í Bergen, sem í áratugi hefir selt til íslands margskonar veiðarfæri s. s. fiskilínur, net og nótaefni. Þeir sem reynt hafa telja gæðin fyrsta flokks og verðið hagstætt. ■ GERUM YÐUR TILBOÐ í nótaefni, bálka og heilar nætur, hvort sem er fyrir þorsk eða síld, samkvæmt teikningum yðar. Hafið sem fyrst samband við skrifstofurnar á Eskifirði eða í Reykjavík. ■ ÞIÐ SEM VEIÐIÐ SÍLD FYRIR AUSTUR- LANDI, athugið að netagerðin á Eskifirði er vel birg af hverskonar viðgerðarefni síldarnóta og ýmsum öðrum útgerðarvörum s.s. SNURPUVÍR, NÓTA- HRINGIR BLAKKIR ÝMISKONAR, HÁFLÁS- AR, SLEPPIKRÓKAR, VÍRKLEMMUR, LÁSAR AF FLESTUM STÆRÐUM, KAÐLAR, MANILLA, SÍSAL OG TERYLENE, VÍRAR Á BÓMUVINDUR OG MARGT FLEIRA. GERUM VIÐ SÍLDARNÆTUR Á ESKIFIRÐI OG REYÐARFIRÐI. Verkstæðið á Eskifirði sími 102; skrifstofan á Eskifirði sími 101; Skrifstofan Nökkvavog 41 Rvík sími 35822. NetagerS Jóhanns Klausen, EskifírSi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.