Þjóðviljinn - 20.05.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.05.1964, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞlðÐVlLIINN Miðvikudagur 20. maí 1964 Ctgetandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaílokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Verðtrygginr kaupgjalds £it* helzta skrautblómið, og jafnframt sú jurtin, sem lofuð var hvað mest fyrir gagnsemi sína í jurtagarði viðreisnarinnar, var afnám vísitölu- uppbó’tar á kaup. Sérfræðingar ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum skrifuðu um það langt mál, og ráðherrar lögðu á sig ærið ómak til þess að sanna þjóðinni hvílíkur bölvaldur verðtrygging kaup- gjaldsins væri; þar átti að vera hin eina sanna undirrót verðbólgunnar, sem svo lengi hefur þjak- að íslenzk't’ efnahagslíf. Síðan var vísitöluuppbót á kaup afnumin samtímis því sem gefin voru há- tíðlegustu loforð um stöðvun verðbólgunnar. Raunar kom það einnig fram hjá málsvörum við- reisnarinnar, að þeir teldu að verðtryggingin á kaup væri einn helzti þrándur í götu „eðlilegrar gróðamyndunar“ vissra aðila í þjóðfélaginu. Þarf naumast að taka það fram, að ekki voru það vinn- andi stéttir, sem áttu að verða aðnjótandi þess gróða, enda var ’takmark viðreisnarinnar fvrst og fremst að hindra, að hin „eðlilega gróðamyndun" af vaxandi framleiðslu lenti hjá launþegum. Yerkalýðshreyfingin varaði þegar í upphafi við afleiðingunum af afnámi vísitölutryggingar kaupgjaldsins. Ríkisstjórninni og sérfræðingum hennar var margsinnis bent á þá augljósu stað- reynd, að vísitölutryggingin var ekki undirrót verðbólguþróunarinnar, heldur var hún sá eini varnargarður gegn holskeflum dýrtíðarinnar, sem launþegar gátu treyst á. Að vísu var sú vörn oft harla ófullnægjandi, en með afnámi vi'sitölu- tryggingarinnar var með öllu útilokað fyrir laun- þegasamtökin að gera kaupsamninga nema fil mjög skamms tíma í senn. Þau voru þannig knú- in til þess að hafa samninga sína lausa jafnvel meirihluta ársins til þess að geta verið reiðubúin að vernda hagsmuni meðlima sinna. Allt ástand á vinnumarkaðinum varð því mun ótryggara en ella. Jjómur reynslunnar um það, hvor aðilinn, ríkis- stjórnin og sérfræðingar hennar eða launþega- samtökin, hafði rétt fyrir sér er mjög ótvíræður. Verðbólgan hefur aldrei fyrr ætt fram með því- líkum risaskrefum sem undanfarið. Og nú er svo komið, að ríkisstjórnin hefur tekið upp samninga við verkalýðssamtökin um verðfryggingu kaup- gjalds, og í ræðu sem dr. Jóhannes Nordal banka- stjóri flutti á ársfundi Seðlabankans nýlega lét hann svo um mælt, að þar væri líklega um að ræða „einu færu leiðina, eins og komið er“. Þann- ig er verðtrygging kaupgjaldsins nú eina „færa leiðin“ til að hamla gegn vexti verðbólgunnar að áliti þessa sérfræðings ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum. Eftir stendur þá lögbann viðreisnar- laganna um verðtryggingu kaupsins og bíður þess að verða slitið upp sem hvert annað iilgresi og á eld kastað. Og vonandi verður hreinsun haldið áfram í iurcagar*- viðreisnarinnar, því þar er af nógu að taka. — b. Tillögur Alþýðubandalagsins í húsnœðismálununt Lausn húsnæðismála myndi draga úr vexti verðbólgu ÞINGSJA ÞJÓÐVILJANS □ Síðastliðinn laugardag birti Þjóðvilj- inn meginatriði frumvarps þingmanna Al- þýðubandalagsins um leiðir til úrbóta í hús- næðismálunum. Hér fer á eftir greinargerð sú sem frumvarpinu fylgdi, lítið eitt stytt. I upphafi greinargerðarinnar er á það minnt, að húsnæðis- málin séu tvímælalaust eitt erfiðasta vandamál almennings. Dregið hefur úr byggingarfram- Itvæmdum síðari ár vegna dýr- tíðarinnar, og hefur íbúðarhús- næði því jafnframt hækkað gíf- urlega í verði vegna aukinnar eftirspurnar. Þetta ástand hafa milliliðir óspart fært sér í nyt, og stórhækkað verð á íbúðum. Meginefni frumvarpsins er því tvíþætt: Að færa byggingar sem mest á félagslegan grundvöll og hindra þannig óeðlilegan gróða milliliða, og í annan stað að efla byggingarsjóð rikisins, svo að hann geti veitt lán allt að 75 prósent af byggingarkostnaði til þrjátíu ára á lágum vöxt- um. Því næst segir orðrétt í greinargerðinni: „Ýmsir telja, að réttasti mælikvarðinn á það, hvort byggingarstarfsemi fari vax- andi eða minnkandi, sé tala þeirra íbúða, sem verið sé að byggja á hverjum tíma. Flutningsmenn hafa athugað þetta á árunum 1957—1962 að því er Reykjavík varðar, og líta þær tölur þannig út: ar íbúðir eru fullgerðar ár hvert í Reykjavík og öðrum kaupstöðum. Lítum hér á tímabilið frá 1947 til 1962. Sú tala lítur þannig út: (í fremri dálki aðrir kaupst.; í aftari samt. Ár Rvk. í kaupst.) 1947 468 331 799 1948 491 223 714 1949 366 244 610 1950 410 145 555 1951 282 (lágmark) 116 398 1952 329 131 460 1953 349 229 573 1954 487 199 686 1955 564 338 902 1956 705 382 1087 1957 935 (hámark) 347 1282 1958 865 263 1128 1959 740 430 1170 1960 642 451 1093 1961 541 376 917 1962 598 389 987 Af töflunni er augljóst. að á- Ar Ibúðir í byp 1957 1598 1958 1243 1959 1145 1960 1000 1961 850 1962 844 Sé þessi mælikvarði réttur, gefur hann ekki glæsilega mynd af endurnýjun íbúðar- húsnæðis í höfuðborginni. Með tilliti til fólksfjölgunar þyrftu þessar tölur a.m.k. að hækka um 3% á ári. aðeins til þess að ástand húsnæðismál- anna færi ekki versnandi. En á þessu sex ára tímabili hefur tala íbúða í byggingu í Reykjavík hins vegar lækkað nálega um helming. Það er næsta ófögur saga. — En lát- um fleiri tölur tala. Opinberar skýrslur sýna all- greinilega þróunina í húsnæð- ismálum á ýmsum tímum. Til dæmis má í Fjármálatíðindum Landsbankans sjá, hve marg- standið í húsnæðismálunum á árabilinu 1947—1951 er ömur- legt. Fullgerðum íbúðum bæði í Reykjavík og hinum kaup- stöðunum fækkar ár frá ári. Á ármu 1951 er aðeins lokið við 282 íbúðir í Reykjavík og einar 116 í öllum hinum kaup- stöðunum til samans. Þetta eru samtals aðeins 398 íbúðir í öllum kaupstöðunum að Reykjavík meðtalinni, móti 799 árið 1947. Á þessum fimm ár- um fækkar fullgerðum íbúðum á ári um helming. Það er sem sé ljóst, að eftir gengisfellinguna 1950 lokast mönnum almennt allar leiðir i húsnæðismálum. Heita má, að bygging fbúðarhúsnæðis stöðvist með öllu eftir þá að- gerð í efnahagsmálum. Hér rofar nokkuð til á næstu fjórum árum. Fullgerð- um íbúðum fjölgar smátt og smátt bæði í Reykjavík og hin- um kaupstöðunum. Árið 1955 er lokið við 564 íbúðir í Reykjavík og 338 í öðrum kaupstöðum landsins. Samtals er lokið við 902 fbúðir f öllum kaupstöðunum að Reykjavík meðtalinni á árinu 1955. Á þessum árum eru líka sett lögin um lán til smáíbúða og <S>- á árinu 1955 lögin um hið al- menna veðlánakerfi. Vinstri stjórnin Rétt þykir hér að vekja sér- staka athygli á tölum Fjár- málatíðinda um fullgerðar i- búðir á árunum 1956. 57 og 58, þ.e. á árum vinstri stjómarinn- ar. Hefur því oft verið haldið fram af málgögnum og stuðn- ingsmönnum núverandi stjórn- arflokka að þau ár hafi á- standið verið hvað verst í hús- næðismálunum og lítið sem ekkert gert til úrbóta á því sviði. En hvað s,egja nú Fjár- málatíðindi um þetta? Árið 1956 er lokið við 705 í- búðir í Reykjavík móti 564 í- búðum árið áður, það ár er lok;ð við 382 íbúðir í öðmm kaupstöðum móti 338 árið 1955, eða fulllokið 1087 íbúðum i kaupstöðunum til samans. Er það í fyrsta sinn sem tala full- gerðra íbúða í kaupstöðunum á einu ári kemst yfir 1000. Næsta ár — árið 1957 — er lokið 935 íbúðum í Reykjavík á einu ári. — Þetta ár var tala fullgerðra íbúða í kaupstöðun- um öllum 1282, og er það einn- ig hæsta tala íbúða. sem byggðar hafa ver'ð í kaupstöð- unum á einu ári. Á árinu 1958 voru fullgerð- ar 865 íbúðir í Reykjavík, en alls í kaupstöðunum 1128 íbúð- ir. viðreisnin Síðan hafa þessar tölur farið lækkandi, þrátt fyrir verulega fjölgun íbúa í höfuðborginni. Árið 1959 var lokið við 740 í- búðir í Reykjavík, árið 1960 642, árið 1961 541 íbúð, og ár- ið 1962 var aðeins lokið við 598 íbúðir. Árið 1960 var lokið 1093 í- búðum í öllum kaupstöðum landsins, en bæði árin 1961 og 1962 fór sú tala aftur niður fyrir 1000 — var 917 fyrra ár- ið og 987 seinna árið. Hvaða ástæður liggja nú til þess, að bygging íbúðarhús- næðis örvast á árunum 1956 til 1958? Til þess liggja þær ástæður, að á árinu 1956 voru gerðar sérstakar ráðstafanir til að út- vega veðlánakerfinu nokkurt viðbótarfjármagn til útlána. Á árinu 1957 voru svo sett lögin um húsnæðismálastofn- un. byggingarsjóð ríkisins o.fl. Með þessum lögum má segja, að fyrst hafi verið lagð- ur gnmdvöllur að eigin tekju- uppbyggingu lánakerfis til lausnar húsnæðismálunum. Þá voru bygginarsjóði rikis- ins tryggðar fastar tekjur af skyldusparnaði, sem þá var al- gert nýmæli í lögum. gað var þá fordæmt af stjórnarandstöð- unni, en nú er hækkaður skylduspamaður orðinn við- reisnarb j argráð. Með þessari lagasetningu af- henti ríkissjóður líka allt það fé, sem hann hafði lagt fram til smáíbúðalánanna og til veð- lánakerfisins, sem eign bygg- ingarsjóðs ríkiSins. Þessi stofn- sjóður var fast við 100 milj. kr. Einnig fékk byggingarsjóður ríkisins nú árlegan hundraðs- hluta af tolltekjum ríkisins sem eigið framlag. Þá var byggingarsjóði rikis- ins einnig ætlað að fá til eign- ar 2/3 af stóreignaskatti, sem þá var á lagður með sérstakri löggjöf. , Hefur núverandi ríkisstjóm, sem kunnugt er, gengið slse- lega fram í því að innheimta s.katt þennan. en hann hefiði undir öllum kringumstæðum getað skilað nokkrum tugum miljóna í byggingarsjóðinn, óg hefði um það munað verulega sem eignaauka. — Þetta, sem nú var talið, jók byggingar- framkvæmdimar á árunum 1956—1958. (Siðari hluti greinargerðar- innar verður birtur í blaðinu á morgun). Málarameistarar Má/arameistarar Þeir, sem óska að taka að sér málun á spenni- stöðvarhúsum og götuljósastólpum, hafi samband við veitukerfisdeild Rafmagnsveitu Réykjavíkur, Hafnarhúsi, eigi síðar en á hádegi, fimmtudag 21. maí. Rafmagnsveita Reykjavíkur. ÚTGERÐARMENN ■ SKIPSTJÓRAR STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN Á I»ORS KANETASLÖNGUM. ■ Umbjóðendur okkar í Japan hafa beðið okkur að tilkynna 20% verðlækkun á þorskanetaslöngum og enn stórkostlegri lækkun á köðlum og gerfiefnum ■ Við biðjum viðskiptavini okkar að hafa samband við okkur hið allra fyrsta varðandi pantanir fyrir næstu vertíð. FRIÐRIK JORGENSEN UMBOÐSMENN FYRIR HIRATA SPINNING CO., YOKKAICHI, JAPAN. Ægisgala 7 — Reykjavík. Símar: 11020 — 11021.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.