Þjóðviljinn - 20.05.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.05.1964, Blaðsíða 12
SKRÍLSLÆTI f HELGADAL Eins og frá er sagt hér á öðr- um stað í blaðinu áttu sér stað mikil unglingaskrilslæti að Hreðavatni um hvítasunnuna og stóðu að þcim unglingar héðan úr Jteykjavík og nágrenni, Kópa- vogi, Hafnarfirði og Keflavík. Töluverð brögð urðu einnig að ölvun og ólátum í Helgadal ofan við Hafnarfjörð. Söfnuðust þar saman á annað hundrað ungling- ar á laugardagskvöldið og slógu upp tjöldum. Kom lögreglan í Hafnarfirði á vettvang og hafði vörð þar um nóttina og einnig gerði hún leit að áfengi í bílum og lagði hald á um 30 flöskur af áfengi. Loks má þess geta að lögreglan í Reykjavík lét gera leit í bílum er voru á leið úr borginni á laugardag og sunnu- dag og tók alls um 60 flöskur er fundust í þeim. Hafa það því alls verið hátt í 200 flöskur af áfengi sem lögreglan í Reykjavík, Hafnarfirði og Borgarfirði tóku af unglingunum um þessa helgi. Mikil ölvun og óspektir unglinga að Hreðavatni ■ Um hvítasunnuna lögðu um 400—500 unglingar úr Reykjavík og nágrenni leið sína að Hreðavatni og var mikið um ölvun og skrílslæti þar á staðnum helgardag- ana. Engin meiriháttar slys urðu þó á mönnum en lög- regluliðið sem á staðinn var sent átti fullt í fangi með að_ hafa hemil á unglingunum og afstýra spjöllum og slysum. Tók lögreglan mikið magn af áfengi er ungling- arnir voru með í sína vörzlu og nokkra þá er verst létu varð að taka úr umferð og geima í lögreglubílum eða flytja til Borgarness. Voru 12 lögregluþjónar þarna að störfum er flest var. Þjóðviljinn átti í gær tal við .Ásgeir Pétursson sýslumann í Borgarnesi og innti hann frétta af atburðum þarna efra en hann fór sjálfur á vettvang. Sagði sýslumaður að síðara hluta laugardags hefðu ungling- arnir farið að drífa að á Hreða- vatni og slógu þeir upp tjald- borg í dalverpinu austan við Hreðavatn. Tjölduðu flestir þeirra þárna án þess að fá til Kolsýrlingseitrun Aðfaranótt hvitasunnudags varð það slys í Borgarnesi að maður beið bana af kolsýrlings- eitrun. Hann hét Magnús Star- dal og var starfsmaður Vega- gerðar ríkisins. \ Magnús heitinn hafði á laug- ardagskvöldið gengið til svefns í skúr sem vegagerðin á og stendur efst i landi Borgarness- kauptúns. f skúrnum var oliu- ófn til upphitunar en hann mun hafa bilað um nóttina og eitrað andrúmsloftið í skúrnum. Fannst Magnús örendur um morguninn og taldi héraðslækn- irinn í Borgarnesi að hann hefði látizt fyrir 6—7 stundum. Magn- ús var 44 ára, ókvæntur. þess leyfi. Var ölvun mikil og háttsemi unglinganna flestra mjög slæm, þótt auðvitað væru heiðarlegar undantekningar. Talsvert var um áflog og ill- indi og hlutu nokkrir minni háttar meiðsli. Nokkrir unglingar gerðu m. a. aðsúg að öðrum bóndanum á Hreðavatni er hann kom á vett- vang og hentu grjóti í bíl sem hann var á. Einnig hlaut bíl- stjóri úr Borgarnesi meiðsli í viðskiptum við lýð þennan. Þá brutust unglingarnir inn í pen- ingshús og heyhlöðu á Hreða- vatni á laugardagskvöldið og er mikið lán að þeir skyldu ekki kveikja í heyinu í hlöðunni með logandi vindlingum. Hræddu unglingarnir fé bændanna er var þarna við fjárhúsið og í nágrenninu og voru okkur brögð að þvi að ær létu lömbum vegna þessa ónæðis. Þá tóku nokkrir unglingar upp á því að vaða út í vatnið og einnig reyndu þeir að setja á flot tvo báta, plastbát og gúmmíbát, en lögreglunni tókst að koma í veg fyrir það hættu- lega tiltæki. Lögreglan gerði allsherjarieit i bílum sem þarna ' voru að áfengi og tók milli 40 og 5ö flöskur, mest pottflöskur. Á einum stað kveiktu ungling- arnir eld í mosa en það bjarg- aði hvað mosinn var blautur og var eldurinn fljótt slökktur. Þjóðviljinn átti einnig stutt tal við Hörð Jóhannesson yfir- lögreglirþjón í Borgarnesi er stjórnaði lögregluaðgerðum á staðnum. Sagði hann að þarna hefði verið hörmungarástand og hefði lögreglan einkum reynt að koma í veg fyrir slys; tekið úr umferð þá er verst létu. Sagði hann að unglingarnir hefðu flestir verið á aldrinum 16—19 ára og fremur fátt af stúlkum í hópnum. Umferð að Hreðavatni var stöðvuð alveg á sunnudagskvöld og eftir það tóku unglingarnir að tínast í burtu. Hörður sagði að það hefðu greinilega verið samtök hjá unglingunum að fara að Hreða- vatni og hefðu þeir komið í smáhópum á stórum fólksbíl- um, „tryllitækjum“,. sagðist hann vonast til að héraðið fengi ekki svona sendingu aftur. Flest voru 12 lögreglumenn þarna starfandi, bæði lögregl- an frá Borgarnesi og úr hérað- inu svo og vegalögregla. Klemmdist og missti handlegg S. 1. laugardag varð það slys í Keflavík að stýrimaðurinn á mb. Viðey varð með handlegg á milli hvalbaks bátsins og ljósa- staurs á bryggjunni í Kefla- vík er báturinn var að leggja að og slasaðist hann svo mikið að taka varð af honum hand- legginn. <®NÚ UM HVÍTASUNNUNA fóru 12 ára bekkjardeildir úr Voga- skóla í skólaferðalag til Vest- mannaeyja og tóku þau Esj- una á leigu til ferðarinnar. I förinni voru 137 börn, 10 kennarar við skólann, skóla- stjórinn. Ragnar Júlíusson og Jónas B. Jónsson fræðslu- stjóri. Þótti förin takast mjög vel. LAGT VAR AF STAÐ að kvöldi hvítasunnudags og dvalið í Vestmannaeyjum á annan en haldið heimleiðis að kvöldi og komið aftur til Reykjavík- ur f gærmorgun. Var siglt að Surti á heimleiðinni og þrátt j fyrir fremur slæmt skyggni i sást nokkuð til eyjarinnar. Var fremur rólegt gos f gígn-j um og hraunrennsli frá hon- i um. FARIN VAR HRINGFERÐ um Heimaey i boði barnaskólans í i Vestmannaeyjum og skýrði i Karl Guðjónsson sögustaði fyrir börnunum. Þá sat hóp- urinn kaffiboð barnaskólans i í Eyjum og sá kvikmynd og - litskuggamyndir frá Eyjum. Myndin er tekin af börnun- um við brottförina á hvíta- sunnudag. — (Ljósm. Bj.Bj.) Ágæt aðsókn að sýningu Eiríks Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum opnaði Eiríkur Smith listmálari sýningu í Bogasaln- um 15. þ.m. Ágæt aðsókn hef- ur verið að sýningunni og nokkrar myndir selzt. Sýning- in er opin daglega kl. 2—10 til ----------------------------- Hin nýja flugvél Loftlei&a kemur tiingað í næstu viku Sjö sækja um tvö dómaraembætti I gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi fréttatilkynning frá dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu: Tvö dómaraembætti við Hæstarétt hafa verið auglýst laus til umsóknar og er um- sóknarfrestur útrunninn. Umsækjendur um embættin eru þessir: Benedikt Sigurjóns- son, hæstaréttarlögm.; Bjarni Bjarnason, fyrrv. bæjarfógeti; Egill Sigurgeirsson, hæstaréttar- lögmaður; Einar Arnalds, yfir- borgardómari; Erlendur Björns- son, bæjarfógeti; Logi Einars- son, yfirsakadómari; Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti. w Fáks á ansmn s hvstasunnu Kappreiðar hestamannafélags- ins Fáks fóru fram á annan í hvítasunnu á skeiðvelli félagsins við Elliðaár. Þrátt fyrir hrá- slagalegt veður sótti allmargt manna kapprciðarnar. Helztu úrslit ur(|u þessi. I skeiði, 250 m. sigraði Hroll- ur Sigurðar Ólafssonar á 26,0 sek. I folahlaupi, 250 m stökki, sigraði Stormur, Baldurs Berg- steinssonar á 20,9 sek. Jafnir í öðru og þriðja sæti urðu Pega- sus Karls Einarssonar og Grett- ir Tómasar G. Guðjónssonar á 21.0 sek. 1 stökki. 300 m, sigraði Logi Sigurðar Sigurðssonar á 24,1 sek., en Mósi Ólafs Þórarinsson- ar varð annar á sama tíma. 1 stökki, 350 m., sigraði Grá- mann, Sigurðar Sigurðssonar á 27.6 sek., annar varð Blesi Þor- geirs í Gufunesi á 27,7 sek og : þriðji Þröstur Ólafs Þórarins- sonar á 28,0 sek. Grámann og Logi eru báðir ættaðir úr Dalasýslu og eru þeir 9 og 8 vetra gamlir. Vöktu þeir báðir mikla athygli. Knapi á þeim báðum var hin kunna hestakona Kolbrún Kristjáns- dóttir. Á föstudaginn kemur hún | Með flugvélinni hingað á hingað með 80 — 90 bandaríska ' föstudaginn verður einnig hóp- boðsgesti Loftleiða og verða j ur íslenzkra blaðamanna. sem einkum í þeim hópi frétta- og Loftleiðir hafa boðið vestur um blaðamenn. Ætlunin er að þeir ! haf í tilefm af þessum tfmamó* dveljist hér í tvo daga. en farí ' um í sögu félagsms svo að þeí aftur með flugvé inni vestur á geti einnig orðið tii frásagna þ.m., en reglubundið áætlunar- sunnudaginn 31. og tveimur um h nn nýia farkost. Islenzku flug hennar hefst 2. júní frá dögum síðar hefst sem sagt á- blaðamennirnir munu dveljast í New York. ! ætlunarflug hennar. I New York í þrjá daga. iyndin er tckin á Kapprciðum Fáks og er hún af hinum gamalkunna gæðingi Þorgeirs í Gufu- nesi, Gnýfara, en hann hlaut ekki nein verðlaun að þessu sinni. Það er Þorgeir sem stendur við i hestinn. — (Ljósm. Þjóðviljans Ari Kárason). Gert er ráð fyrir að su fyrri af tveimur nýjum Rolls Royce 400 flugvélum (Canadair) sem Loftleiðir hafa fest kaup á komi hingað til lands föstudaginn 29. Börn ár Vogaskóla heimsækja Eyjar Miðvikudagur 20. maí 1964 — 29. árgangur — 110. tölublað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.