Þjóðviljinn - 20.05.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.05.1964, Blaðsíða 7
Míðvikudagur 20. maí 1964 HtiMUflm sfi>A 7 Bandarískir heimsvaldasinnar a valdaráni afturhaldsins í Brasilí Joao Goulart forseti og kona hans. Uppi varð fótur og fit meðal viðstaddra blaðamanna frá stórblöðum ýmissa landa. er Joao Goulart. hinn landflótta forseti Brasilíu, gaf það í skyn á blaðamannafundi í Uruguay, að Bandaríkin hefðu staðið að baki uppreisn hersins gegn honum. Þetta gerðist þegar blaðamaður bar fram þessa spurningu: — Haldið þér að Bandaríkin séu samsek þeim sem steyptu stjórn yðar? Goul- art neitaði þessu ekki, heldur svaraði spurningunni óbeint með þessum orðum: — Ég vil hliðra mér hjá því að skýra frá öllum málsatriðum, þau munu koma á daginn, og þá getið þið gert ykkur grein fyr- ir því hvernig málinu er hátt- að. öllum virtist skýlaust hvað forsetinn ætti við. Kliður fór um salinn, og brátt heyrðist ekki mannsins mál fyrir mörg- um röddum, sem allar töluðu í einu. Símskeyti Johnsons forseta Goulard tók síðar bet'jr skar- ið af. I viðtali við blaðið En Marcha í Uruguay sagði hann svo um þau erlendu öfl. sem hann áleit að staðið hefðu að baki uppreisninni: „Um erlend afskipti af upp- reisninni get ég sagt það, að hið fyrsta, sem einn af blaða- mönnunum ræddi við mig í gær, var sú frétt, sem nú geng- ur manna á milli í Brasil- íti: Heillaóskaskeyti Johnsons Bandaríkjaforseta til uppreisn- armanna kom daginn áður en uppreisnin hófst. — Ég get ekki staðfest þetta, en það er altalað í Brasilíu. Þetta er skýringin á því. hvaða erlend öfl það eru, sem ég hef talað um". Hann bætti við: „Bandarikin hafa nú sem stendur tögl og hagldir í landi minu". Goulart hafði áður lýst því yfír: „að sterk erlend hag- munasambönd hafi léð undir- búningi uppreisnarmanna undir valdaránið stuðning". Þetta er sannlelkanum sam- kveemt. I nóvember síðastliðn- nm höfðu fulltrúar'hinna helztu stóriðjufyrirtækja í Brasilíu fnnrl með sér í Rió de Janeiro til undirbúnings uppreisninni, os var fundinum stjórnað af fulltrúa bandaríska utanrikis- ráðuneytisins i Bra«ilíu, L. Górdon ambassador Banda- rikjanna. Brasiliskir stóriðju- hölrfar voru lika viðstaddir. Fundarmenn voru sammála um, að Skipa slt.viclí bráðabirgða- forseta, þegar Goulart væri fall- Inn, og að styðja skyldi Carlos Lacerdás til valda við forseta- kjör haustið 1965. Lacerda er landstjóri í rikinu Guanabaras og var hann einn af forustu- mönnum byltingarinnar. Lacerda hafði fengið vopn frá Bandarikjunum til að hafa þeg- ar byltingin yrði gerð. Uppvíst varð um leynilegar birgðir af bandarískum hríðskotabyssum, útvarpssendistöðvum og skot- færum. 1 einni verksmiðju fundust ógrynni vopna. Þá verksmiðju á portúgalskur auð- kýfingur sem heitir Alberto Pereira da Silva. Hanri er fé- lagi Lacerdos. Þeir hafa stað- ið saman um gróðaþrall, sem hefur fært þeim miljónir af cruzeiros (mynt Brazilíu) í nóvember 1963 játaði Lacerda. að hann hefði fyrirskipað, að bandarísk vopn skyldu flutt til verksmiðjunnar. 1 október 1963 lét Lacerda svo ummælt í viðtali við hið bandaríska blað Miami Herald: „Að fáum mánuðum liðnum verður forseti Brazilíu fallinn. ......Fyrst á eftir verður ekki unnt að stjórna landinu sam- kvæmt stjórnskipunarlögum". Svona talaði sá maður, sem ambassador Bandaríkjanna og bandarískir stórkapítalistar í Brazilíu fólu stjórn verksins. Miljónir hafðar í mútufé Meðan undirbúningur vaida- ránsins var á döfinni, gerði stjórnin í Washington allt sem í hennar valdi stóð til að veikja stjórn Goularts. Efnahagshjálp Bandaríkjanna til Brasilíu var felld niður nokkra síðustu mán- uði á undan uppreisninni. Hversvegna tóku bandarískir einokunarhringar þátt í undir- búningnum að samsærinu gegn Goulart? Goulart hefur sjáifur gefið skýringu á þvf, bæði fyr- ir og eftir uppreisnina. Mjög skömmu áður ásakaði hann í valsað í Brasilíu, hart að þola. Með þessu var riðinn endahnút- urinn á langa og harða sam- keppni um olíu í Brasilíu. Að- alandstæðingar í samkeppni þessari voru forsetar Brasilíu og hið volduga bandaríska olíu- félag Standard Oil. Standard Oil, sem líka kall- ast Esso, hefur átt ítðk í Bras- ilíu í meira en 50 ár. Félagið fékk leyfi til að vinna olíu þar í landi. en notfærði sér ekki leyfið. Það var fljóttekn- ari og auðveldari aðferð til hagnaðar að flytja olíuna inn frá öðrum löndum og selja hana svo í Brasilíu. Esso hafði á- samt þremur ððrum bandarisk- um oliufélögum og einu brezku. einokunaraðstöðu um sölu á benzíni í Brasilíu. Arið 1958 höfðu þessi félög 99% af söl- unni á hendi. I október 1953 urðu þátta- skipti. Meðan Getulio Vargas var forseti, var olíufélag rík- isins, Petrobras, stofnað. Fé- lagið fékk einkaleyfi ttl að vinna olíu í Brasilíu. Um leið var hinum bandarísku félögum bægt frá. Esso varði miljón í mútrjr og áróður til að koma Petrobras fyrir kattarnef, en það tókst ekki. Ránfuglarnir Arið 1960 fékk Petrobras jarðfræðilegan ráðunaut, og var það enginn annar en varafor- seti Esso, Walter Link. Þetta var viðlíka viðsjárvert og vera mundi að fela tófu að gæta hænsna. eða, svo sem sagt er í BrasiHu að fá Lúther í hendur allt vald yfir kaþólsku kirkj- unni. Hann fullyrti, að hvergi nema í fylkinu Bahia væri nokkra olíu að finna, sem svara mundi kostnaði að vifma úr jörð. Þessu svaraði þingmað- ur nationalistaflokksins, Cli- briel Passos: „A meðan er- indrekar einokunarhringanna stjórna olíuleitinni, þarf eng- inn að ætla, að olía finnist í Brasilíu. Ef Petrobras fengi sér hinsvegar rúmenska eða franska rússneska eða þýzka sérfræð- inga til verksins, mundi brátt koma í ijós, að olía er til í Brasilíu, og það meira en litið". Þetta sannaðist. Haustið 1963 tilkynntu rússneskir tæknifræö- F Eftir byltinguna risu brasilískir bændur og landbúnaðarverkamenn upp gcgn cinræðisstjórn hersins. — Á myndinni sest foringi bændasveitanna, Francisco Juliao, með cinum liðsmanna sinna. bandarísku olíufélaga í voða. Tæpu ári síðar, í ágúst 1954. var honum steypt af stóli með tilstyrk Bandaríkjanna. Hern- aðaryfirvöld Brasiliu kröíðust þess með fullu samþykki Bandaríkjanna, að hann legði niður völd. Hann kaus að fyr- irfara sér. Eftir dauða hans voru stórkostlegar kröfugöngur gegn Bandaríkjunum haldnar víða um Brasilíu. Áður en forsetinn skaut sig, verði gerð samdi hann stjórnmálalega erfðaskrá, þar sem hann deilir hart á bandarísku einokunar- félögin: „Þessi erlendu samtök, sem hafa risið gegn stjórninni -----Erlend hagsmuna- og fjár- málasamtök hafa árum saman ráðið lögum og lofum í Brasil- hlutafélögum kleift að leggja fjármuni í olíulindir Brasilíu". Það var til þess, sem Banda- ríkin höfðu fellt forseta Brasil- íu, að bandarísk hlutafélög fengju hlutdeild í gróðanum af olíulindunum. Vargas kallaði þá ránfugla, og má það teljast réttnefni. Líklegt að bylting Frá mótmælaaðgerðum brasílísku sjóliðanna í Rio de Janciro um páskana. Það varð Vargas fyrst og fremst að falli, að hann stofn- aði Petrobras. En Goulart gekk feti framar. Hann jók starf- semi Petrobras á kostnað bandarísku olíufélaganna. I fe- brúar 1964 veitti hann Petro- bras einkaleyfi á innflutningi og sölu á olíu og benzíni í Brasilíu. 13. marz lét hann þjóðnýta hinar síðustu olíu- hreinsunarstöðvar í Brasilíu. sem enn voru í einkaeign, og iagði þær undir Petrobras. Hálfum mánuði síðar var hon- um steypt af stóli með aðstoð Bandaríkjanna. Goulart lýsti því yfiráblaða- mannafundinum í Uruguay, að ein af ástæðunum fyrir upp- reisninni gegn honum væri sú, að hann veitti Petrobras einka- leyfi til innflutnings á olíu. „Þá misstu ýmsir spón úr ask- inum sínum .... þó þess væri vandlega gætt, að allt færi fram lögum samkvæmt, ætluðu þeir sem töldu sig verða fyrir skakkaföllum. af göflum að ganga". Hið alþjóðlega tímarit Petro- leum Times birti þá yfirlýsingu 3. apríl 1964. að Goulart hefði þjóðnýtt allt það sem eftir var af olíuiðnaðarfyrirtækjum í einkaeign í Brasilíu. „Petrpbras sjónvarpi erlendu, og einkum bandarísku olíufélögin í Bras- ilíu um það að hafa veitt fjár- hagslegan stuðning til and- spyrnunnar gegn honum. vegna þess að stjórn hans hefði veitt olíufélagi landsins sjálfs, Pet- robras, einkaleyfi til olíuhreins- unar, innflutnings hráoliu og olíu- og benzínsölu í landinu. Þetta þótti þeim bandarísku olíufélögum, sem áður höfðu ingar eftir að þeir höfðu gert gagngerar athuganir, að Bras- ilía mundi geta ferfaldað olíu- framleiðslu sína á 5 til 7 ár- um. Tilraun bandarískra ein- okunarhringa til að hefta oiíu- framleiðslu Brasilíu hafði mis- tekizt þegar Vargas forseti stofnaði Petrobras, var litið á það sem glæp i Washington. Það var sagt að hann stofnaði hagsmunum hinna voldugu hefur jiú öll völd......E^cinn íu og haft hana að féþúfu..... vandi er að spá því hvað af Ef ránfuglarnir eru þyrstir í þessu muni hljótast, og líkleg- blóð. þá er það blóð þ.ióðar vorrar, sem þá þyrstir í, því ið það hafa þeir sogið". Þremur dögum eftir dauða "orsetans birti blaðið Wall Street Journal svolátandi gleði- boðskap: „Bandarískir kaup- sýslumenn þykjast mega spá því, að Café (riýi forsetinn) muni framvegis gera erlendum ast að bylting verði gerð. „Blað þetta vissi hvað það söng, því að það er í nánum tengslum við olíukóngana. Ekki var lokið við að prenta þetta, þegar bylt- ingin var skollin á og til lykta leidd. Goulart hafði gert nokkuð annað af sér. sem vakið hafði bræði f Washington og hjá auð- hringum Bandaríkjanria. 'T'lé- brúar 1964 var símakerfi það, sem International Telagraþh and Telephones stjórnáði -'LH fylkinu Rio Grande do Sul, þjóðnýtt og þær ástæður færð- ar fyrir þeirri ráðabreytni, að þjónusta þessa bandaríska fé- lags væri ófullnægjandi. Mikl- ar deilur risu um upphæð skaðabóta milli Washington og stjórnar Brasilíu. Utanríkis- málaráðuneyti Bandaríkjanna sagði þessa ráðstöfun marka afturför, en saksóknari ríkis- ins í Rio Grande do Sul svar- aði þessum ótilhlýðilegu af- skiptum með þessum orðum: „Stjórnarherrarnir í utanrikis- málaráðuneyti Bandaríkjanna láta sem þeir haldi að Brasilía sé nýlenda, en ekki ríki, sem hefur verið fyllilega sjálfstaett í 150 ár". 20.000% hagnaður Síðar voru svo allar raforku- stöðvar. sem hið bandáriska hlutafélag American and For- eign Power hagnýtti og átti o* voru 135 miljón dollara. virði, teknar til þióðnýtingar. Vargas forseti hafði á sinni tið átalið það, að bandarísk raforkufé- lög í Brasilíu létu landinu í té alltof lítið og alltof dýrt raf- magn. Hann benti á það, að þá upphæð, sem þau heföu lagt í rafvæðingu og rekstur raf- stöðva þar í landi, hefðu þau fengið aftur 200 falda. það er sama sem 20 000% hagnaðúr. Goulart sagði svo í viðtalinu í Uruguay, að ástæðurnar til þess. að honum var hrundið, hefðu verið þær, „að erlendum hagsmunasamtökum, sem töldu sig bíða sicarðan hlut við þaer ráðstafanir, að bannað værj að senda úr landi nema ákveðinn hluta af hagnaði þeirra, hefði þótt nærri sér höggvið". Gou- lart hafði tekizt að fá sam- þykkt þau lög, árið 1962. að er- lend auðfélög í Brasilíu mættu ekki flytja úr landi nema 10%' af hagnaði sínum. Þetta var mjög aðkallandi ákvæði. A að- eins fjórum árum, 1955-1958, höfðu erlendir stórgróðamenn í Brasilíu flutt 2020 milj. dollara Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.