Þjóðviljinn - 16.06.1964, Blaðsíða 10
10 SlÐA
ÞIÚÐVILJINN
Priðjudagur 16. júní 1964
Þið
stúdentsárín
æskuglöð
EFTIR HANS SCHERFIG
sem ekki hefur verið krufinn til
mergjar. Ekki einn einasti tals-
máti hefur komizt hjá umtali.
Ekki eitt einasta orð sleppur við
útskýringar. 1 útgáfu Dönsku-
kennarasambandsins er fjöldinn
allur af athugasemdum og skýr-
ingum og vangaveltum, svo að
hver stafkrókur í skáldverkinu
er skilinn til fullnustu og meira
til.
Dönskukennarasambandið hef-
ureinnig séð um ,.Ást án sokka“
eftir Wessel og það er einnig
hægt að fara í hvem stafkrók
í Wessel og útskýra hann og
yfirfara svo nákvæmlega að öll-
um dauðleiðist og trúa því statt
og stöðugt seinna á ævinni að
Wessel sé leiðinlegur.
— Og af hverju er þessi setn-
ing skemmtileg? — spyr herra
Olsen.
— Hún er ekki skemmtileg.
— Jú, víst er hún það. Hún
er öldungis bráðfyndin. I hverju
er fyndnin fólgin? Á hverju
hyggjast hin gamansömu áhrif?
Axel Nielsen getur sagt frá
því. Hann veit allt sem stendur
aftan til í bók Dönskukennara-
sambandsins. Hann veit allt um
gamansemina og . undirstöðu
hennar og veit að það er verk
»sem heitir Zaire, sem Wessel er
að skopast að. Hann getur út-
skýrt alla fyndnina á réttan hátt.
Hann getur bara ekki skemmt
sér yfir henni.
Og það geta- hinir ekki held-
ur.
Og Óður Ewalds til Moltke
er líka tekinn í gegn.
Og í hverju liggur fegurð
þessara Ijóðlína?
Þær þykja nú ekki sérlega
fagrar.
— Jú, víst eru þær fagrar,
segir herra Olsen. — Þær eru
dásamlega hljómfagrar. Og á
hverju byggist hinn einstaklega
HÁRGREIÐSLAN
Hárgrelðsln og
snyrtlstofa STETNTJ og DÖDÖ
Langavegi 18 m. h. (lyfta)
SIMI 84616.
P E R M A Garðscnda 81
SfMI 83968. Hárgreiðshi- og
snyrtistofa.
Dömnr* Hárgreiðsla «dB
allra hæfi.
TJARNARSTOFAN
Tjamargötn 10. Vonarstrætls-
megin. — SÍMI 14668.
hArgreiðslostofa
AOSTURBÆJAR
(Maria Guðmnndsdóttlr)
Laugavegi 13 — SÍMi 14656
— Nuddstofa á sama stað
fagri hljómur? Jú, það er rímið.
innrím. Og bókstafarím. Stuðlun.
Það er margt að skýra og hver
stafkrókur er athugaður og
skýrður í þaula.
Er svo nokkuð að undra, þótt
marga nemendur langi til að
yrkja sjálfa? Haraldur Hom hef-
ur lengi fengizt við rómantískt
leikrit í Ijóðum. Stórverk með
aríum og kór. Um nunnu, syst-
ur Rosauru og ofsafengna veiði-
menn og riddara og miskunn-
sama bræður. Það verður stór-
verk sem á ekki sinn líka og
upphaf þess fyllir nú þegar
margar stílabækur.
En Amsted hefur líka ort Ijóð.
Það er um fallega stúlku sem
afgreiðir í blaðatuminum á Silf-
urtorgi. Hann sýnir Mogensen
það. En þetta er óttalegt bull,
29
segir Mogensen, og það er illa
rímað. Hann yrkir ekki sjálfur.
Og hann verður ekki ástfang-
inn. Hann er kvenhatari.
Eiríkur Rold var það líka. En
það er liðið hjá, síðan hann
hitti Elsu.
Elsa — það er ekki neitt
venjulegt nafn. sem maður mælir
fram án þess að veita því at-
hygli. Það er alveg sérstakt og
óvenjulegt. Röddin verður jafn-
vel hikandi og undarleg. þegar
hún þarf að segja orðið Elsa.
Það er tilgangslaust að reyna að
segja það létt og kæruleysislega
eins og hvert annað nafn.
Elsa hæfir henni svo vel. Hún
"æti alls ekki heitið neitt annað.
Og ef einhverjar aðrar stúlkur
beita Elsa, þá er það óviðeigandi
og bær flekka nafnið. Hann er
búinn að grafa stórt E í skóla-
borðið og betmmbætir það stöð-
ugt. Á öllum bókunum hans
stendur Elsa, Elsa, Elsa ótal
sinnum, því að hann hugsar ekki
um annað en hana þfegar hann
er að lesa.
Hann hitti hana á Fjóni í sum-
ar. Hún kom með foreldrum sín-
um í heimsókn til föðurbróður
hans. Og þau voru að spjalla
saman úti í garði og leika krokk-
et. Og það var dæmalaust að
koma við krokketkúluna sem
hún hafði haldið á. Og hann
sagði henni gamansögur úr skól-
anum og hún hló svo fallega.
Hlátur hennar er! svo fallegur
að ekkert í líkingu við hann
fyrirfinnst í náttúmnni.
Hún er nokkra yngri en hann.
En hann er aðeins skóladrengur
og hún er alveg fullorðin og
frjáls og sjálfstæð. Hún er með
hár og augu og nef og munn og
handleggi og fætur eins og annað
fólk. En hún er engum öðrum
lík. Hún er einstök í sinni röð
og ótrúleg. Haxm geymir dálítið
brot úr krokketkúlunni sem hún
sló í. Og þessi litla tréflís er
heilög og verðmeiri en nokkuð
annað í heiminum.
— Finnst þér Elsa ekki lag-
leg stúlka? spurði frændi hans
hann.
— Jú, jú. hún er reglulega
lagleg, svaraði hann. Og það gat
hljómað kæruleysislega. En hann
var sárgramur við frænda sinn
fyrir að tala svona léttúðarlega
um Elsu.
Hann hefur heimsótt hana
nokkmm sinnum í Kaupmanna-
höfn, því að hún sagði sjálf:
Líttu inn til okkar. Og henni
hlýtur að vera alvara, fyrst hún
segir þetta svona afdráttarlaust.
Hún á heima við Strandból-
varðinn hjá foreldmm sínum.
Og húsið sem hún á heima í er
heilagt og dásamlegt. Honum líð-
ur undarlega þegar hann gengur
upp stigana, vegna þess að hún
hefur komið við handriðið og
stigið á þrepinn og gengið gegn-
um sama andrúmsloftið.
I eitt skiptið er hún alein
heima og það er unun og sæla
sem engin orð fá lýst. Hann
man hvert einasta orð sem hún
hefur sagt. Hvert einasta brot
úr samtölum þeirra. Einhverjum
gæti virzt þetta ósköp hversdags-
legt og ómerkilegt, en allt sem
hún segir hefur alveg sérstakt
innihald og þýðingu.
Hann er alltaf með henni.
Hann ímyndar sér að þau gangi
saman á götunni og hann snert.i
hana dálítið. Og á nætumar í-
myndar hann sér að hún liggi
við hlið hans og hann haldi fast
utanum hana.
En hún er þar ekki. Það er
ekki annað en loftið að halda
um. Hann þráir hana svo mjög
að hann verkjar í hálsinn. rétt
eins og þegar maður gleypir of
stóra brauðskorpu.
FERTUGASTI OG FIMMTI
KAFLI.
Heimurinn snýst. Með stjömu-
merkjum og táknum snýst hann
hægt um öxul sinn.
Og það er hreinþvegin og vel
snyrt hönd sem snýr honum.
Herra Lassen hefur lagt hönd
sína á Pólstjömuna og eins og
Drottinn sjálfur situr hann þama
og lætur allt snúast að eigin
geðþótta.
— En herra Lassen! segir einn
pilturinn og réttir upp höndina.
— Hvað þá?
— Þetta er hræðilegt.
— Hvað áttu við?
— Þetta verður óskaplegt
neyðarástand. Engin kornupp-
skera verður í ár. Vorið kemur
á eftir sumrinu. Og veturinn á
eftir vorinu. Þetta snýst allt við.
— Þú ert ekki með réttu ráði,
drengur. Við hvað áttu með
þessu bulli? Ertu að gabbast að
mér?
— Nei. En þér snúið himin-
geimnum í öfuga átt, herra Las-
sen. Það hefur hinar hræðileg-
ustu afleiðingar!
— Jæja, geri ég það? Nú já,
en ég geri það viljandi. Ég ætl-
aði að prófa ykkur. Það var gott
að athygli þín var vakandi,
Thorsen!
En augnaráð Lassens bendir
ekki til þess að athyglisgáfa
Thorsens muni koma honum að
gagni. — Og hættið þessum fífla-
hlátri! hrópar hann gremjulega
til nemendanna. — Þetta var
próf! Þið hefðuð allir saman átt
að taka eftir þessu. Það er slæmt
til þess að vita. að Thorsen einn
skuli ekki hafa verið sofandi.
Annars er Thorsen ekki vanur
að sýna sérstaka athygli eða iðni!
Svo snýr Drottinn aftur him-
ingeimnum í rétta átt. Og
stjömumerkin koma fram í réttri
röð. —p Sunt, aries, taurus,
geimini, cancer, leo. virgo —
hrúturinn, nautið, tvíburamir,
krabbinn, ljónið. jómfrúin o.s.frv.
Þegar himingeimnum sleppir,
tekur við enskur skáldskapur, —
God made the country and man
made town, er þá nokkuð undur
að þær dyggðir sem einar geta
mildað hinn beiska drykk sem
lífið ber öllum, finnist í ríkust-
um mæli og eyðist sízt í lundum
og á engjum? Haldið því, þið
sem bomir emð um í burðarstól-
um og skrautvögnum og þekkið
ekki aðra þreytu en iðjuleysisins.
haldið því ykkar umhverfi, að-
eins þar getið þið þrifizt, aðeins
þar geta sálir sem ykkar engu
tjóni valdið. Trjálundir okkar
spmttu til þess að hinn þreytti
ferðamaður mætti endumærast
í skugga þeirra hádegisbilið. Our
groves were planted to console
at noon the mutilated wanderer
with their shades.
Það er herra Olsen sem vísar
veginn gegnum hinn enska skáld-
skap. Þegar tími hans er liðinn,
kemur Apinn með sínus og kó-
sínus. Síðan er gleypt ryk hjá
herra Eyby í klukkutíma og stað-
ið í ótrúlegustu stellingum með
höfuðið neðst, áður en hægt er
að sökkva sér niður í rit Sal-
rasts um Catilinu, sem með hönd-
um, fótum og miklu meira
stundaði lesti af öllu tagi og
virtist vera eins konar sam-
nefnari allra mannlegra ódygða.
Það er Melas gamli sem leiðir
nú fyrrverandi nemendur Blomme
lektors fram til stúdentsprófs.
Hann er gamlaður og ósköp syfj-
aður. en hann man aliar reglur
Madvigs, h'ka þegar hann sefur.
Og utor, fmor, fucer,
Verzlunarbann sé
sett á S-Afríku
NEW YORK 1176 — Fjögur Asíu-
og Afríkuríki hvöttu í gærkvöld
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
eindregið til þess að beita sér
fyrir efnahagslegum þvingunum
gegn Suður-Afríku. Ríki þessi em
Indónesía, Túnis, Pakistan og
Madagaskar. Samtímis þessu
lögðu ríkin áherzlu á það, að
vesturveldin yrðu að taka þátt
í hugsanlegu verzlunarbanni.
Áður hafa Liberia, Indland og
Sierra Leone sett fram þá kröfu,
að ráðið fyrirskipi verzlunar-
bann. sem fengið geti stjórn S-
Afríku til þess að láta af apart-
heid-stefnunni. Bretland. Frakk-
land og Bandaríkin hafa hins-
vegar jafnan lýst sig mótfallin
slíkum aðgerðum.
Ofsaveður á
Norður-ltalíu
RÓM 10/6 — Að minnsta kosti
tuttugu menn biðu bana í óveðr-
inu sem gcisaði á Norður-ltalíu
í gær og fyrradag. Um 50 manns
slösuðust, og nokkurra cr sakn-
að.
Ofsarok samfara hagléli, úr-
hellisrigningu og skriðuföllum
gekk yfir alla Norður-ítalíu ofan
frá ölpum niður að Adríahafi.
Stormurinn braut niður hús, reif
upp tré með rótum, feykti bílum
af vegum og hvolfdi fiskibátum.
Flestir þeirra sem enn er sakn-
að vom fiskimenn sem voru að
veiðum úti á, Adríahafi þegar
veörið skall á. Leitað er að þeim
úr flugvélum. en óttazt er að sú
leit beri lítinn árangur.
SKOTTA
© King Fcaturcn Syndicate, Tnc„ 1063. World ristts rescrvcd.
Já en þetta er enska sem hann syngur.
FLUGSÝNhJ. simi 18823
FLUGSKÖLI
Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpróf.
Kennsla í NÆTURFLUGI
YFIRLANDSFLUGI
BLINDFLUGI,
Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar í nóvember
og er dagskóli.
Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf, vor og haust.
FLUGSYN h. f. sími 18823
Auglýsið í Þjóðviljanum
FERDABÍLAR
17 farþega Mercedes-Benz hópferðabílar af nýjustu gerð,
til leigu í lengri og skemmri ferðir. — Afgreiðsla á
Sendibilastöðinni í síma 24113, á kvöldin og um helgar
Siml 20969.
HARALDUR
EGGERTSSON,
Grettisgötu 52.
FERDIZT
MED
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
~TI Iir— • IIIII 111111 ■■ .II 111 ~ Hir~BT1TIITT
AND SYN Tr
/SGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX
TMBOÐ LOFTLEIÐA.