Þjóðviljinn - 25.06.1964, Side 6

Þjóðviljinn - 25.06.1964, Side 6
g SlÐA MÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. júní 1964 Nýjungar í Sovétríkjunum riSKVCIBAII MCB UOSUM, RAFSTRAUMI06 S06BÆLUU Sovétríkjunum að kynnast þessari nýstárlegu veiðiaðferð á Kaspíahafi. Undanfarið hafa verið gerð- ar velheppnaðar tilraunir í Sovétríkjunum með notkun rafstraums við fiskveiðar. Með rafstraumi niðri í sjónum er hægt að beina fiskinum í á- kveðnar áttir og á þessu bygg- ist þessi nýja veiðiaðferð, sem engin net eru notuð við. Aftantil á skipinu eru lát- in út sveigjanleg málmrör og rafstraumi hleypt á þau. Þar • er bakskautið (katóðuna) að finna, en forskautið (anóðan) er sogskálin sem hefur ein- angrað yfirborð. Fiskurinn er fyrst laðaður að með ljósgjafa og rafstrauminum síðan hleypt á. Kafsviðið dregur fiskinn að sogskálinni og þar er honum dælt upp í skipið. Þessi aðferð hefur einn höf- uðkost. Stórir fiskar lamast af rafstraumi með lágri spennu, en háa spennu þarf til að lama smáfiska. Það er þannig hægt að velja úr fullorðna fiska frá ungviðinu með því að hafa spennuna lága. Þessi aðferð er þó enn á til- raunastigi og bíður frekari fullkomnunar. Að henni er nú unnið og margar tilraunir hafa verið gerðar með hana á mið- um í Kyrrahafi og Eystrasalti. Veiöar meö dælum, ljósgjafa og rafstraumi. Nánari skýring í textanum. Fiskveiðar Sovétríkj'anna hafa tekið geysilégum fram- förum á undanförnum árum, segir í grein eftir fiskifræð- inginn Ivan Nikonoroff, sem er varaformaður vísinda- deildar fiskimálanefndar Sovétríkjanna, sem gerir grein fyrir ýmsum nýjum aðferðum .við fiskileit og fiskveiðar. Sjávaraflinn nam 1.755 þúsund lestum árið 1950, en í fyrra varð hann 4.670 þúsund lestir. Þetta er fyrst og fremst að þakka því að fiskiflotinn hef- ur verið stóraukinn, hann hef- ur þrefaldazt síðasta áratug, og þvi hversu vel hann er búinn öllum nauðsynlegum tækjum. o Megnið af flotanum er nú stór skip sem geta leitað á fjarlæg mið. Þau stunda nú vejðar um öll höf. Á Atlanz- hafi, Kyrrahafi, Indlandshafi og á miðum við S-heimskauts- landið. Um 85 prósent af afl- anum er veiddur á fjarlægum^ miðum. Enda þótt veiðamar séu að miklu leyti enn stundaðar með gamalreyndum aðferðum, hafa þegar orðið miklar framfarir i veiðitækninni og aðrar eru á döfinni. Margar vísinda- og tækninýjungar hafa komið að gagni við fiskveiðamar. Þannig hefur verið smíðað nýtt fiskileitartæki sem nefn- ist „Kalmar’! en með því má finna fisktorfur á allt að 800 metra dýpi. Fjöldaframleiðsla hefur nú verið hafin á þessu tæki. Þá hafa verið endurbætt bergmálsleitartæki sem em sérstaklega mikilvæg við tog- veiðar á miklu dýpi, 500 — 1000 metra, Á næstu árum mun það fær- ast stöðugt í vöxt að stunda fiskveiðar á annan hátt en með netum, með rafljósum sem laða fiskinn að, rafstraumi og sogdælum. Fiskirannsóknir í Sovétríkjunum munu á næstu ámm einkum miðast við að fullkomna slíkar veiði- aðferðir. Notkun rafljósa niðri í sjón- um í því skyni að laða fisk- inn að hefur þegar gefið góða raun. Þegar árið 1954 var tekin i notkun ný aðferð til að veiða ansjósuna í Kaspíahafi, makríl í Svartahafi og aðrar svipaðar fisktegundir. 1 stað neta var notuð dæla, sem sogar fiskinri úr sjónum og nú em ansjósu- veiðamar að mestu leyti stund- aðar á þennan hátt á stórum bátum sem ýmist hafa eina eða tvær dælur. Rafljós em jafn- framt notuð til að laða fiskinn að dælunum. Eftir að torfurn- ar hafa verið fundnar með leitartækjum er slöngum frá dælunum varpað niður í þær miðjar. kveikt á Ijósgjafanum við sogskálina og dælan sett i gang. Talið er að afköstin með þessari aðferð séu allt að þrisv- ar sinnum meiri en þegar veitt er með netum. Ýmsir erlend- ir fiskifræðingar hafa verið í Málaliðar landeigandans myrtu tuttugu leiguliða 1 Meconman í fylkinu Colima í Mexíkó hafa fundizt lík tutt- ugu leigúliða sem höfðu „horf- ið“ fyrir skömmu. Fréttastofan Prensa Latina segir að málaliðar stórjarðeig- andans Manuel Ribe Valencia hafi ráðið bænduma af dögum til að koma í veg fyrir að þeir fengju jarðarskika þá af landi hans sem þeim bar samkvæmt landslögum um skiptingu stór- jarða. Fréttastofan segir að jarðeigendumir hafi komið upp þessum sveitum málaliða með vitund og vilja fylkisstjórans í Colima. Röðin komin að prestum íBrazi/íu Afturhaldsöflin sem steyptu Goulart forseta af stóli í Brasil- íu hófu stjóm sína með of- sóknum á hendur kommúnist- um og öðrum vinstrimönnum, en þau hafa ekki látið þar við sitja. Nú bitna ofsóknimar á ka- þólskum klerkum og forystu- mönnum Kristilegra demókrata. 1 Rio de Janeiro hafa verið handteknir 22 leiðtogar æsku- lýðssamtaka þeirra og forseti samtakanna í Belo Horizonte, Henrique Novais. Biskupar landsins sem studdu valdaránið í fyrstu eru nú farnir að sjá að sér og hafa sent stjóminni mótmæli út af þessum síðustu handtökum. Norðmenn smiða skip Frá mörgum stöðum í Nor- egi berast nú umsóknir um lán til aukningar skipaistólsins og til rekstrar og endumýjun- ar á öðrum fyrirtækjum sjáv- arútvegsins. Er bjartsýni orðin svo mik- il vegna þessara uppgötvana, að norsk blöð telja ástæðu til að vara við slíku, en hingað til hefur rfkt svartsýni i Noregi vegna sildveiðanna' og nægir í því sambandi að minna á af- hroð það, sem Norðmenn biðu á Islandsmiðum í fyrrasumar. Jafnvel þó að jafnmikið síldarmagn fengist og var í Noregl fyrir öld lýtur vanda- málið ekki einungis að síld- inni sjálfri heldur einnig að útlánaaukningu svo mikilli að hætt er við sjóðþurrð, ef ekki verður bráður bugur undinn á, og útvegað fé. Hafa Sovétríkin og USA komið sér saman um njósnir úr gervitunglum? Hafa stjórnir Sovétríkjanna og Bandaríkjanna gert með sér leynisamning um að leyfa hvor annarri að stunda njósnir yfir löndunum í því skyni að auka öryggi þeirra og forða skyndiárás- um? Þetta er nú mjög rætt í bandarískum blöð- um og hallast mörg þeirra að því að svara þess- ari spumingu játandi. Tímaritið „The New Re- public“ fullyrðir þannig: — Án formlegra við- ræðna hafa Bandaríkin og Sovétríkin gert með sér þegjandi samkomulag um að leyfa eftirlit úr lofti, svo fremi sem þetta eftirlit sé fram- kvæmt úr gervitunglum. 1 frétt í norska „Dagbladet” segir að alllengi hafi leikið grunur á, að slíkt samkomu- lag hafi tekizt milli stjórna stórveldanna tveggja. Banda- ríkjastjóm hafi hvorki viljað staðfesta né bera til baka frétt- ir um þetta, en ýmsar sann-' anir liggi þegar fyrir. Helztar þeirra séu þessar: Fyrir þremur árum hóf flug- her Bandarikjanna að skjóta á loft svokölluðum Samos- gervitunglum frá Vandenberg- stöðinni í Kalifomíu. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessum geimskotum, en vitað er þó að árið 1963 voru 20 gervi- tungl af þessari gerð send á braut og haldið er áfram af sama kappi í ár. Fjórar gerðir Nýlega er komin út í Banda- ríkjunum bók um njósnakerfi Bandaríkjanna — „The Invis- ible Government” (,,Hin ósýni- lega stjórn”) — og í henni er sagt að Samostunglin séu af fjórum mismunandi gerðum, og hefur hver sínum sérstöku njósnaverkefnum að gegna: Gerð 1 sendir sjónvarps- myndir af Sovétríkjunum til móttökustöðva í Bandaríkjun- um og meðfram landamærum Sovétríkjanna. Skýrleiki mynd- anna er svo mikill að greina má einstaka menn úr 500 km hæð. Gerð 2 tekur l.iósmyndir af stöðum á jörðu niðri sem hafa sérstakt hernaðargildi, svo sem flugskeytastöðvum og loft- vamastæðum. Þegar boð eru send til gervitunglsins frá jörðu eru myndirnar sendar i fallhlífum til jarðar. Gcrð 3 hefur bæði sjón- varpstæki og venjuleg ljós- myndatæki. Sýni sjónvarps- myndimar sérstaklega athyglis- verða hluti er hægt að senda boð til gervitunglsins um að teknar verði nákvæmar ljós- myndir af þeim næst þegar gervitunglið fer yfir sama stað. Gerð 4 tekur upp á segul- band fjarskiptasendingar yfir Sovétríkjunum. Næmleiki upp- tökunnar er slíkur að fylgjast má með öllum útvarpsfjar- skiptum milli einstakra her- eininga, Láta þau eiga sig Bandariskir herforingjar gera sér vel Ijóst að Sovétrík- in ráði yfir flugskeytum sem gætu skotið Samos-tunglin niður. Ef þau kærðu sig um að verjast slíkum njósnum sem koma upp um hverja einustu flugskeytastöð, hvern flugvöll, hverja herstjómarstöð, þá væri þeim það leikur oinn að losna við njósnatunglin. Famt sem áður hafa Sovét- ríkin fram að þessu enga til- raun gert til þess. Kosmos til njósna? Bandarískir sérfræðingar fullyrða hins vegar að Sovét- ríkin hafi sjálf hafið að senda sams konar njósnatungl á loft í marz 1962. Sé þar um að ræða Kosmostunglin sem skot- ið hefur verið á braut á svo sem mánaðarfresti síðan. Svo sé látið heita að Kosmostungl- in eigi að afla upplýsinga um geislavirkni og aðrar aðstæður úti í geimnum, en hins vegar séu brautir þessara tungla slíkar að ekki geti verið um annað að ræða en að þau séu notuð í njósnaskyni. Myndir Krústjoffs Vitnað er í það að Krústj- ^ff forsætisráðherra hafi oftar i einu sinni upp á síðkastið gefið í skyn að Sovétríkin stundi slíkar njósnir yfir Bandaríkjunum og bandarísk- um herstöðvum. Haft er eftir honum að hann gæti. ef á- stæða væri til, sýnt Johnson forseta myndir sem teknar hefðu verið úr sovézkum njósnatunglum. Viðbrögðin í Bandaríkjunum við þessu hafi verið: —Við höfum ekkert á móti sovézku njósnatunglunum. Þau eru á sama hátt og okkar í þágu friðarins. Það er haft eftir talsmönn- um Bandaríkjastjórnar að höf- uðmáli skipti að stórveldin tvö geti fullvissað sig um að hvor- ugt þeirra sé að undirbúa hernaðarárás á laun. Með þessu móti sé bægt frá dyrum þeirri hættu að . skyndilegar breytingar á styrkleikahlut- föllum þeirra og því sé ekki lengur nein hætta á skyndiá- rásum. Tekið af dagskrá 1 fyrra hófust viðræður á af- vopnunarráðsstefnunni í Gení um að setja bann við hvers- konar njósnum úr lofti, hvort sem þær væru stundaðar úr flugvélum eða gervitunglum. En þetta mál var skyndúega tekið út af dagskrá og hefur ekki verið til umræðu síðan og er talið sennilegt að stjórn- ir Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna hafi á laun komið sér saman um það. ,,Ég njósna og þú mátt njósna líka — bað eru báðir ásáttir um”, segir ,,Tlie New Republic”. 180 miljárðar Það er til marks um hve nv’da áherzlu Bandaríkjastjórn leggur á hernaðamjósnimar að kunnugir telja að hú.i verji ár- lega í þcssu skyni um 4 milj- örðum dollara — uppundir 180 miijörðum fel. króna. \ i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.