Þjóðviljinn - 25.06.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.06.1964, Blaðsíða 7
Fímmtudagur 25. júní 1964 ÞJ6ÐV1UINN SlÐA 7 Landkynningarstarf FR á þriðja áratug ■ Á fundi með fréttamönnum fyrir skömmu komst Þorleifur Þórðarson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, þannig að orði, að skrifstofan stæði nú á einskonar vegamótum, nokkur þáttaskil yrðu í starfsemi hennar með tilkomu laga þeirra um ferðamál, skipan þeirra o. fl., sem samþykkt voru á síðasta Alþingi. fl Ferðaskrifstofa ríkisins var stofnuð árið 1936. Á ár- um heimsstyrjaldarinnar síðari lá starfsemi skrifstofunn- ar af eðlilegum ástæðum niðri, en 1947 tók Ferðaskrif- stofan að nýju til starfa. B Meginverkefni Ferðaskrifstofu ríkisins hafa frá upphafi verið þau, að vinna að landkynningarmálum og skipuleggja ferðir einstaklinga og hópa, innanlands og utan. Skrifstofan hefur alla tíð notið lítilla fjárframlaga af opinberri hálfu til landkynningarstarfsins, sem er f jár- frekt mjög. og þessvegna hefur verið gripið til „hliðar- ráðstafana" til fjáröflunar: minjagripaverzlunar, útgáfu- starfsemi, gistihúsareksturs og bifreiðaafgreiðslu. Þorleifur Þórðarson veitti margvíslegar upplýsingar um starf Ferðaskrifstofu ríkisins á umræddum blaðamannafundi. Hefur áður verið getið ýmis- legs þess hér í blaðinu sem þá kom fram, en til viðbótar verður hér á eftir getið land- kynningarstarfs Ferðaskrifstof- unnar, fyrirgreiðslu ýmiskon- ar o. fl. Upplýsingarit Landkynningarstarfið ' hefur frá upphafi verið eitt af aðal- viðfangsefnum Ferðaskrifstofu ríkisins. Er það unnið á marg- víslegan hátt, með úfgáfu upp- lýsingarita. með því að greiða fyrir rithöfundum, blaðamönn- um, kvikmyndatökumönnum og Ijósmyndurum, með þátt- töku í sýningum og aðild að upplýsingaskrifstofum erlendis og svo framvegis. Ferðaskrifstofan hefur gefið út upplýsingarit um landið á ensku, dönsku. sænsku. frönsku, þýzku og ítölsku. Eru bæklingar sendir einstakling- um, ferðaskrifstofum og öðr- um stofnunum erlendis, og einnig hafa sendiráð og sendi- fulltrúar Islands fengið þá senda í þúsunda tali. Auk bæklinganna sendir ferðaskrif- stofan erlendum ferðaskrifstof- um mikið af fjölrituðum upp- lýsingum og tilkynningum. Þá greiðir Ferðaskrifstofan árlega fyrir fjölda erlendra gesta, sem hingað koma í því skyni að kynna land okkar og þjóð í heimalöndum sínum. Kvikmyndir Kynning rithöfunda, blaða- og útvarpsmannaa, sem Ferða- skrifstofan hefur styrkt og kostað hér, hefur náð til milj- óna manna í ýmsum löndum heims. Blaðamennirnir hafa bæði komið frá stórblöðum með miljónum kaupenda og smærri blöðum, svo og frá viku- og mánaðarritum, sem helguð hafa verið Islandi að öllu eða einhverju leyti. Góð kvikmynd er sennilega bezta kynningartækið sem völ er á. Ferðaskrifstofan hefur því gert sér far um að greiða fyrir því, að hingað kæmu góðir kvikmyndatökumenn frá þekktum fyrirtækjum. Hafa myndir þessara gesta skrifstof- unnar verið sýndar í kvik- myndahúsum, sjónvarpi og LAUGARASBlÖ Njósnarinn *** Hér er á ferðinni njósna- mynd af bezta taginu og vel eyðandi á hana kvöldstund. Myndin, sem að talsverðu leyti mun byggð á sannsögu- legum atburðum. fjallar um sænskan verzlunarmann, sem neyddur er til þess að njósna fyrir Englendinga á striðsár- unum. Þegar frá eru skilin þjóðareinkenni bandarískra „stórmynda" — óþarfa lengd og óþarfa væmni — er að myndinni góð skemmtun. William Holden og Lilli Palmer fara slétt-þokkalega með aðalhlutverkin. J. Xh. H AUSTURBÆJARBÍÓ Hershöfðinginn ***** Buster Keaton var á þriðja áratug einn af fyndn- ustu gamanleikurum þöglu myndanna ásamt Charlie Chaplin og Harold Lloyd og þótti ofangreind kvikmynd ein af beztu myndum hans á sínum tíma. víðar í fjölda landa viðsvegar um heim. Meðal þessara land- kynningarmanna er Hal Link- er, sem haldið hefur uppi við- tækri og árangursríkri kynn- ingu í Vesturheimi og víðar. Þá má og geta þess, að Ferða- skrifstofan beitti sér á sínum tíma fyrir töku góðrar land- kynningarmyndar, „Gimsteins norðursins” (Jewel of the North), sem skrifstofan hefur látið gera í mörgum eintökum og lánað til sýninga erlendis. Samstarf Auk þess sem Ferðaskrifctof- an hefur keypt mikið af ljós- myndum af Islendingum hefur hún greitt mikið, fyrir erlend- um myndatökumönnum og stuðlað að útgáfu myndabóka. Má þar minna á bækur frú Helgu Fietz „Island” og ,,Hest- ar”. Vann skrifstofan að und- irbúningi og útgáfu þeirra og hafa þær selzt í tugþúsunda tali og þykja sérlega fallegar og ágæt landkynning. Póstkort og veggspjöld hefur Ferða- skrifstofan látið prenta í stór- um upplögum, svo og lit- skuggamyndir. Þá hefur Ferða- skrifstofan stutt að útgáfu ferðahandbóka um Island og tek'ð bseði sjálfstætt þátt í sýningum erlendis og í sam- starfi við aðra aðila. Á árinu 1961 gekk Ferða- skrifstofa ríkisins til samvinnu v:ð önnur Norðurlönd um rekstur upplýsinga- og kynn- ingarskrifstofa í Frankfurt í Vestur-Þýzkalandi og Zúrich í Sviss. 1954 gerðist skrifstofan aðili að upplýsingaskrifstofu i London, ásamt Fiugfélagi Ts- lands og Eimskipafélagi Is- lands, og þá var Ferðaskrif- stofan á sínum tíma í sam- starfi við Loftleiðir í New York. Vegna fjárskorts hefur Ferðaskrifstofan orðið að hætta þessu samstarfi við flugfélög- in að sinni. Vonast þó Þorleif- ur Þórðarson t'l að hægt verði að taka þetta safctarf upp að nýju. Samivel, franski rithöfundurinn og myndasmiðurinn, ræðir við Halldór Laxness. Góðir gestir Til merkra atburða á sviði landkynningar á s.l. ári má nefna eftirfarandi: I júnímánuði kom til lands- ins hinn þekkti franski rit- höfundur, kvikmyndagerðar- maður og fyrirlesari Samivel. ^ Hann hafði heimsótt Island á árinu áður og lagt drög að bók og kvikmynd um Island. Að þessu sinni dvaldist hann hér á landi fram í ágústmánuð og lauk samningu bókar um Island, sem þegar er komin út. Hefur þók þessi verið sérstak- lega valin af útgefendum til sýningar á alþjóðlegri bóka- sýningu, sem haldin var 1 Frankfurt s.l. haust. Mjög hef- ur verið vandað til bókarinnar, og er hún skreytt myndum, sem höfundurinn og aðstoðar- maður hans tóku hér. Þá tók Samivel hér kvikmynd, sem byrjað var að sýr.a í Frakk- landi i febrúar s.l. Er ástæða til að vænta mjög góðs árang- urs af heimsókn og starfi Sam- ivel, þar eð hér er um að .ræða þekktan og vinsælan höfund og fyrirlesara, sem hefur getið sér orðstír með bókum sínum og kvikmyndum víða um lönd. Mun fyrirhugað að bók Sami- vel verði gefin út á þremur tungumálum, þ. e. frönsku, ensku og þýzku. Af öðrum gestum Ferða- skrifstofu ríkisins á liðnu sumri má nefna hóp brezkra sjónvarpsmanna. Mynd sú, er þeir tóku hér fyrir brezka sjónvarpið var tilbúin til sýn- inga í desember s.l. Sömu menn tóku hér einnig litkvik- mynd, sem skrifstofan mun fá til eignar og afnota. Frá Bret- landi kom einnig brezki út- varpsmaðurinn Bridson, en hann tók hér saman framhalds- þætti um Island: „I fótspor William Morris’. en Morris Framhald á 9. síðu. Háalvarlegur svipur Buster Keaton er skemmtileg and- stæða við grínfullar aðstæður í atburðarás myndarinnar og er svo elskulegt og græsku- laust eins og tíðkanlegt var á þeim tímum. Atburðarás er spennandi og gerist á tímum þrælastríðsins í Bandarikjunum. — e. TÖNABÍÓ Konan er sjálfri sér lík *** Angeia og Em.ile heita ung skötuhjú f París og hafa til þessa lifað í lukkunnar velstandi. Þar til einn góðan veðurdag að Angela fær þá hugmynd að hún vilji endi- lega eignast barn. en eins og venjulega í slikum tilvikum. þá er Émile ekkert sérlega hrifinn af þessu áformi. Henni dettur þá jafnvel í hug að stríða Ernile með því að kalla á heimilisvininn sér til að- stoðar og komast mál þeirra skötuhjúa fljótlega í mikinn hnút. Myndin er bölvuð endileysa en Frakkar hafa lag á því a^ bjarga málum með lipurð og fjöri og tekur leikstjórinn, Godard, efnið heldur skemmti- legum tökum og hreint ekki venjulegum. Anna Karina leikur líka ágætlega. — A. B. HASKÖLABÍÓ Whistle down the wind **** Morðingi nokkur hefur leitað hælis í hlöðu á bónda- bæ í Norður-Englandi. Elzta dóttir bónda kemíir að honum og spyr í skelfingu hver þar sé. Og morðinginn. lang- þreyttur og soltinn, svarar í feginleik þegar hann sér, að hér er aðeins barn á ferð: ..Jesús Kristur” — og líður 1 ómegin um leið. Saklaus bömin taka manninn á orð- inu, epda hefur hjálpræðis- hersstúlka nýlega sagt syn- inum á heimilinu, að Jesús Kristur muni gæta kettlings hans. sem hann hefur nýverið bjargað frá drukknun. Böm- in geyma svo morðingjann nokkra daga í hlöðunni unz allt kemst upn. Meðan þessu fer fram, hefur morðinginr, smitart af bamslegu trúnað- ai'trausti þessara ungu vinr sinna, og þegar að skuldadö'* unum kemur. kýs hann hpv ur að gefast upp en vinn" beim e.t.v. mein !eða öll,- heldur svipta þau ..bam-, tninni" Eins og sjá má af þessu, er þetta ekki ýkja sennilegur söguþráður og að jafnaði munu böm vera trúlausari en svo, að slíkt gæti átt sér stað. En svo er myndin vel gerð. að slíkar efasemdir gleymast. Ot myndina er haldið drama- tískri spennu og. hvergi slak- að á. Bömin eru öll prýðis- vel leikin, Hayley Mills er öllum að góðu kunn og sér- stakur fengur er að Alan Bames, sem leikur yngri bróður hennar. Alan Bates leikur ágætlega morðingjann. sem skyndilega skiptir um hlutverk og leyfir bömunum að koma til sin. Hinn enski t.itill myndar- innar er vandbýddur. en það er þó naumast nokkur afcök- un fyrir því að reyna ekki að gefa mypdinni fslenzkt nafn. ☆ ☆ ☆ Ekki verður annað séð. en að kvikmyndahússeieendur séu ein nízkasti þjóðflokkur heims. Það er g.iðrsamlega ó- bolandi spamaðarráðstöfun hjá þessum herrum að tima tæpast að segia haus eða mnrð á mvndum sfnum f aug- 'Vroipgum — nema þá I Morg- •-Klaðinu. Það em vinsamVo ’mæli að beir tileinki við- Viptavimmum svo sem ffu mfnútur af dýrmætum um hugsunartfma sínum og at- hugi, hvort °kki megi kirma bessu f lae. — .T. Th. H Annað opið bréí til #7tstjóra „freys vv Herra ritstjóri, Gísli Kristj- ánsson! Þakka kvittun þína og svar- bréf. Einnig þakka ég loforð stjórnar Áburðarverksmiðjunn- ar um lagfæringu á kornastærð „kjarnans” og framlag hennar til rannsóknarstarfa virði ég og þakka. Þeirri miljón ætti að vera vel varið og nú á dög- um dettur vonandi engum i hug að „syndga upp á náðina”. Ég er ánægð með þær um- ræður, sem skapazt hafa. um þessi mál á opinberum vett- vangi. Við þær hefur ýmis- legt komið fram og skýrzt og ályktanir verið gerðar sem vafalaust veröa teknar til greina. Það var einmitt það sem ég ætlaðist til, er ég sendi þér þetta bréf um daginn. Þvf, þó að mér hafi líkað vel við þig í gegnum útvarpsþætti þína og skrif, þá hefur mér vitan- lega aldrei dottið f hug að á- líta þig almáttugan, svo Iangt nær enginn dauðlegur maður. Og að ætla þér einum að kippa í lag öllu því er vanrækt hef- ur verið í áburðarmálum okk- ar, hefur aldrei hvarflað að mér, En áróður er sterkt vopn sé því rétt beitt, og blaðið okkar „Freyr” á þó að vera málgagn bænda. Það var ekki ætlun mín að koma þér persónulega í nokk- urn vanda út af þessum skrif- um mínum, vona aðeins að enginn hafi misskilið afctöðu þína, þvl „vant er að vera beggja vin og báðum trúr” Þetta eru því mín lokaskrif til þín, og þakka ég enn og aftur aðstoð þfna við að koma málum þessum á framfæri. Það var samt eitt atriði í svarbréfi þínu sem ég staldraði við sérstaklega og voru þó mörg athyglisverð. Það var þessi kafli úr bréfi fram- kvæmdastjóra Áburðarverk- | smiðjunnar, sem þú tilfærir orðrétt. þar sem hann þvær hendur sínar og' fullyrðir að Áburðarverksmiðjan afgreiði nákvæmlega þær pantanir sem ' erast og sakar mig um gffur- vrði. Þær ásakanir ui’ðu tilefn j bessa bréfs, því það veit ég I af persónulegri reynslu og það vita bændur, hver fyrir sig hvað þeir hafa pantað og hvað þeir hafa fengið afgreitt. Og því til sönnunar get ég leitt fjölmörg vitni að bændur hafa fengið afgreidda allt aðra vöru en þeir báðu um. Hvers vegna er það ef Áburðarverksmiðjan er sýkn saka? Og hvar urðu þá skipti á pöntunum? Sumarið 1963 fengum við hér í Austurhlíð nokkra poka af norskum köfnunarefnisá- burði. Hann var borinn á sam- hliða spildu í sömu sléttu og í sömu hlutföllum og kalí og þrífosfat og íslenzki kjarninn. Spildan með norska áburðinum spratt miklum mun betur en nærliggjandi spildur og sam- bærilegar. Þar af leiðandi pant- aði bóndi minn norskan köfn- unarefnisáburð síðastliðinn vetur. Hann fékk afgreiddan ís- lenzka kjarnann! Ásamt mörg- um fleirum hér um slóðir. Hvers vegna? Er mönnum þá ekki frjálst að nota þær á- burðartegundir sem reynast þeim bezt? Og hver skammtar? Og hver skammtaði Sunnlend- ingum? Um blöndun áburðarins er ég þér sammála, að því leyti, að það verða jarðvegsrann- sóknir á hverjum stað að sýna hvaða blöndun hæfir. Það er verkefni okkar ágætu vísinda- manna að vinna úr og Aburð- arverksmiðjunnar að vinna í samráði við þá. Þó finnst mér, sem leikmanni, að veita maetti bændum þá þjónustu að hafa á boðstólum fleiri en eina tegund köfnunarefnisáburðar, blandaða f mismunandi prós- entvfs þeim efnum sem jarð- vegurinn þarfnast mest. Þá gæti hver og einn valið þá blöndu, sem bezt hæfði stað- háttum. En meðan beðið er eftir full- komnari þjónustu viðvíkjandi rannsóknarstörfum, tel ég sjálfsagt að bændur fái að nýta sína eigin reynslu og bekkingu. Með kærum kveðjum. 14. júní, 1964. Gu'ðríður B. Austurhlið. HelgadótHr. i i \ \ ♦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.