Þjóðviljinn - 30.06.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.06.1964, Blaðsíða 1
* Inönu i London og Papandreú í París Ennþá hafa samningar ekki tekizt við Sovétríkin. Leitarstöð KrabbameinsféL agsins verður opnuð í dag Krabbameinsfélag íslands hefur nýjan áfanga í baráttu sinni gegn krabbameini í dag, með opnun nýrrar krabba- meinsleitarstöðvar í húsakynnum félagsins að Suðurgötu 22. Áformað er að skoða allar konur í landinu á aldrinum 25—60 ára, til þess að kveða niður krabbamein í legi og leghálsi kvenna, en sá sjúkdómur færist í aukana hérlend- ;s. Rannsókn er framkvæmd konum að kostnaðarlausu. Sýna ís/enzka og sænska þjóðdansa SÆNSKUR þjóðdansaflokkur er hér í boði Þjóðdansafélags Reykjavíkur og ferðaðist víða um nágrenni Reykjavíkur núna um helgina ásamt ís- lenzkum þjóðdansaflokki og sýndu þjóðdansa. ÞESSI mynd er tckin að lokinni danssýningu í skrúðgarðinum í Borgarnesi á sunnudag og skarta hér bæði ísienzkar og sænskar stúlkur á þjóðbún- ingum. Fleiri myndir og frá- sögn eru á 12. siðu — (Ljósm Þjóðv. G.M.). Treg humarveiði Sautján humarbátar leggja nú upp í Hafnarfirði og hafa gæftir verið slæmar að undanförnu og afli frá 2 til 3 tonnum í róðri. Þó lagði Stefnir upp 5 lestir f gærmorgun. Krabbameinsfélag fslands skorar á allar konur á aldrinum 25—60 ára að bregðast vel við málaleitan félagsins, að þær komi til skoðunar i Krabba- meinsleitarstöð B., þar sem leit- að er að krabbameini í legi og leghálsi kvenna. Prófessor Niels Dungal gat þess í ræðu við opn- un stöðvarinnar í gær, að það væri hvað nærtækast að eiga við þessa tegund krabbameins, þar sem sigurhorfur væru einna beztar í baráttunni við hana. Skýrslur sýndu að þessi sjúk- dómur, sem er tiltölulega al- gengur víða i menningarlöndum hefði færzt ; aukana hérlendis fram eftir þessari öld, og nú þyrfti að stöðva þessa þróun og væru ríkar ástæður til að gera sér vonir um góðan árangur, og kæmi þar einkum til, að þetta ' krabbamein ætti sér langan að- draganda, skemmsti meðgöngu- tími væri 6 ár. Jafnvel 10—15 árum áður en sjúkdómurinn verður illkynjað æxli, sem ræðst á hvað sem fyrir er, má sjá fyrstu merki um hann og gera þá þegar smávægilega að- gerð, sem getur bjargað lífi kon- unnar. Prófessor Niels Dungal taldi góðan árangur, ef hægt væri að bjarga tíu mannslífum árlega og þá sérstaklega sem þessi líf væru öðrum dýrari, vegna þess að sjúkdóm þenn- an fengju helzt konur á bezta aldri og öðrum fremur margra barna mæður. Krabbameinsfélag fslands kostar allan rekstur stöðvarinn- ar, sem er áætlaður um miljón krónur á ári. Áætlað er að Framhald á 3. síðu. Næturdrottningin í Listamannaskála Blómasýningin i Listamanna- skálanum sem opnuð var á laugardag vckur almenna at- hygli í bænum vegna fjölbrcytni og failegrar uppsetningar. Um 3000 manns komu á sýninguna uai hélgina, og var hún svo heppin að fá til sýningar á sunnudagskvöld ágætt eintak af kaktusinum Næturdrottningunni, roeð fjórum stórum blómum. Kaktus þessi blómgast sjaldan og blómin standa ekki ncma eina nótt. Ingólfur Davíðsson grasafræð- mgur kynnir Næturdrottning- una þannig í bókinni Stofublóm: „Næturdrottningin (Seleniser- eus grandiflorus eða Cereus grandiflorus). Frœgur kaktus með langa strenda greinótta stöngla sem eru undnir eða hlykkjóttir og þymóttir, grænir með rauðleitum blæ og brún- loðnir í oddana. Er ekki drottn- ingarleg daglega. En blómin eru stór og fögur með sterkum ilm. Þau eru um 20 cm í þvermál. Blómblöðin fremur mjó, brún Framhald á 3. síðu. Opið til kl. 9 í kvöld Nú er aðeins tæp vika þar til dregið verður um Trabant bílinn og 5 ferðavinninga. Við komum til með að hafa skrifstofuna á Týsgötu 3 opna þessi kvöld sem eftir eru og í dag höfum við opið frá kl. 9 til 12 f.h. og i til 9 e.h. E>að eru vinsamleg tilmæli til allra þeirra sem ekki hafa litið inn til okkar að þeir noti tækifærið sem fyrst til þess að létta undir með okk- ur síðustu dagana. Röð deildanna hefur breytzt þó nokkuð síðan á sunnudag og eru flestar deildir sem hafa skilað einhverju, en efla þarf þessa sókn sem hafin er og sem flestar deildir þurfa að ná 100% fyrir helgi. Trúnaðarmenn happdrættis- ins í deildunum eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Sósialistafélagsins og happdrættisins þessa daga sem eftir eru sem oft- ast til þess að fylgjast með gangi mála. Röð deildanna er nú þann- ig: 1. 13 d. Herskólahv. 50% 2. 5. d. Norðurmýri 35% 3. 1 d. Vesturbær 33% 4. 3 d. Skerjafj. 32% 5. lOb d. Vogar 31% 6. 4a d. Þingholt 30% 7. 15 d. Smálönd 30% 8 4b d. Skuggahv. 26% Framhald á 3. síðu 6 dagar eftir LONDON, PARÍS, NIKOSÍA 29/6 — Forsætisráðherra Tyrk- lands, Ismet Inönu, lauk í dag viðræðum sínum við brezka for- sætisráðherrann, Douglas-Home. Hinn gríski starfsbróðir hans, Papandreú, ræddi í dag Kýpur- vandamálið við forseta Frakk- iands, de Gaulle, Opinber tilkynning var send út í London um viðræðurnar. Þar segir áð ráðherramir hafi rætt m.a. hvemig á beztan hátt sé unnt að tryggja frið og ein- ingu á Kýpur. Inönu og Pap- andreú virðast sammála um að nauðsynlegt sé að finna varan- lega lausn á Kýpur-vandamál- inu hið allra bráðasta. 1 Fadili Kutchuk, foringi tyrkn- eska þjóðarbrotsins á Kýpur, sagði að tillaga Grivasar, fyrr- verandi foringja EOKA-hreyf- ingarinnar, um friðsamlega sam- búð á eyjunni væri ekki í sam- ræmi við ræðu er hann hélt í Nicosiu síðdegis á sunnudag, þar sem hann sagði að baráttan myndi halda áfram. Brælunni lokið 143. tölublað. Síldarflotinn iét úr höfn fyrir hádegi í gær og hélt á miðin eftir Iandleguna um helgina, Mörg skip lágu í vari á Aust- fjarðarhöfnum svo scm á Seyð- isfirði, Loðmundarfirði og Norðfirði. Vitað var um nokkur skip í gærkvöldi, sem voru byrj- uð að kasta á Digranesgrunninu og norður undir Bakkaflóa. Fram — Valur 2:2 I gærkvöld fór fram úrslita- leikur Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu milli KR og Fram á Melavellinum. Úrslit náðust ekki og varð jafntefli 1:1 eft- ir venjulegan leiktima. Leikn- um var framlengt um finjmtán mínútur og brá svo við, að enn- þá varð jafntefli 1: 1 og verð- ur að hefja nýjan leik síðar. Umtalsveri verð- hækkun saitsíldar Hertoginn kemur í dag í dag kl. 5 síðdcgis er Filipp- us hertogi af Edinborg væntan- legur hingað til Reykjavikur í fjögurra daga heimsókn. Kemur hann hingað með konungssnekkj- unni Britannia og mun stiga á Iand á Loftsbryggju og aka það- an að Alþingishúsinu þar sem formleg móttaka fer fram. Á morgun fer hertoginn m.a. til Þingvalla og upp í Borgarfjörð en heldur síðdegis til Akureyrar og þaðan til Mývatns þar sem hann dvelst við fUglaskoðun á fimmtudag. Heimleiðis heldur hann svo fljúgandi á föstudag. SÍLDARSÖLTUN LEYFÐ FRÁ HÁDEGI í DAG ■ í gær barst Þjóðviljanum eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá Síldarútvegsnefnd um leyfi til síldarsöltunar á Norður- og Austurlandi: Síldarútvegsnefnd ákvað á ® fundi sínum 29. júní að heimila löggiltum sildarsaltendum norð- anlands og austan, söltun sildar frá kl. 12.00 á hádegi, þriðjudag- ínn 30. júní. Skilyrði fyrir sölt- un er, að síldin sé a.m.k. 20% feit og fullnægi einnig að öðru leyti stærðar- og gæðaákvæðum þegar gerðra samninga. □ Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað verð á síld til söltunar s.l. laugardag, og er það kr. 230 á hverja uppmælda tunnu og kr. 313 á hverja upp- saltaða tunnu. Er hér um nokkra hækkun að ræða írá því í fyrra, eða um 15 krónur á hverja upp- saltaða tunnu og um 10 krónur á hverja upp- mælda tunnu. (þ.e. verð uppmældrar tunnu). Það sem þá kemur út skal dreg- ið frá uppmældum tunnufjölda frá skipshlið og kemur þá út mismunur, sem er tunnufjöldi úrgangssíldar, sem bátnum ber að fá greiddar sem bræðslu- síld. Þeim tunnufjölda úrgangs- síldar skal breytt í mál með því að margfalda tunnufjöldann með 4 og deila í útkomuna með 5, og kemur þá úrgangssíld báts- ins út i málafjölda.” Hver uppmæld tunna (120 lítr- ar) kr. 230,00. Hver uppsöltuð tunna (með 3 lögum í hring) kr. 313,00. Verð þetta er miðað "við að seljendur skili síldinni í söltun- arkassa eins og venja hefur ver- ið á undanfömum árum. Þegar gerður er upp síldar- úrgangur frá söltunarstöðvum, sem kaupa sild uppsaltaða af veiðiskipi, skal viðhafa eftirfar- andi reglu: „Uppsaltaður tunnufjöldi margfaldist með kr. 313,00 og í þá útkomu deilt með kr. 230,00 Ofanrituð regla um uppgjör á úrgangssíld frá söltun byggist á, að úr hverri upppsaltaðri tunnu fáist 22,5 kg. hausar og slóg og 2,5 kg. síldarúrgangur eða sam- tals 25 kg. úr tunnu, sem er það sama og gert er ráð fyrir við verðlagningu á uppmældri síld. Síld til heilfrystingar: Hver uppmæld tunna (120 lítr- ar) kr. 230,00. Verðið er miðað við ógallaða vö'ru og að seljendur skili síld- inni í flutningstæki við skips- hlið.” Allverulegar hækkanir hafa orðið á síld á erlendum mörkuð- um undanfarið, og byggist hækk- un síldarverðsins að sjálfsögðu á því. Nú mun vera búið að semja um sölu á um 300 þúsund tunnum, en ósamið er enn við Sovétríkin um síldarkaup í ár. Fréttatilkynning Verðlagsráðs sjávarútvegsins um saltsíldar- verðið fer hér á eftir í heild: „Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins þann 27. þ.m. varð sam- komulag um . eftirfarandi lág- marksverð á fersksíld veiddri á Norður- og Austurlandssvæði, þ.e. frá Rit norður um að Hornafirði, er gildir á surriar- síldarvertíö 1964. Síld til söltunar: Þriðjudagur 30. júní 1964 29. árgangur t 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.