Þjóðviljinn - 01.07.1964, Side 3

Þjóðviljinn - 01.07.1964, Side 3
Miðvikudagur 1. júlí 1964 --------------------------------— þJÓÐVILIINN -------------- " ■ —-- ..j.. „ ... „ ,, SlÐA 3 Krústjoff í fyrirlestri í Osló í gœr: Norðurlöndum myndi haldbezt vörn hlutleysi sem stórveldin ábyrgðust OSLÓ 30/6 —Haldbezta tryggingin fyrir öryggi Norðurlanda væri að okk- ar áliti hlutleysi þeirra sem bæði vesturveldin og sósíalistísku ríkin viður- kenndu og ábyrgðust. Hlutleysisstefnan myndi vera þjóðum Norður-Evr- Ópu trygging fyrir því að þær slyppu við tortímingu nútímavopna, ef stríð brytist út. Hlutleysi Norðurlanda sem viðurkennt væri á alþjóða- vettvangi myndi augljóslega vera þjóðum þeirra í hag og í þágu heims- friðarins. — Á þessa leið fórust Nikita Krústjoff, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, orð í fyrirlestri sem hann hélt í dag á vegum norsku utanríkis- málastofnunarinnar. Góður rómur var gerður að máli hans og var það fimm sinnum rofið af lófataki áheyr- enda, en meðal þeirra voru margir helztu forystumenn Norð- manna. Áður en Krúst.joff hélt fyrirlestur sinn hafði hann átt þriggja klukkustunda viðræður við Gerhardsen forsætisráðherra og voru utanríkisráðherrarnir Gromiko og Lange þar viðstadd- ir. I upphafi máls síns sagði Krústjoff að viðræður hans við norska ráðamenn hefðu leitt í ljós að stjómum beggja landa væri margt sameiginlegt. Báðar vildu lifa i friði við nágranna sina og allar aðrar þjóðir, auka samskipti við aðra, leita nýrra leiða til að draga úr viðsjám i heiminum. — Alkunna er að sovétstjóm- in er þeirrar skoðunar að eina skynsamlega og aðgengilega meginreglan í viðskiptum þjóða Liðsauki sendur tl Mississippi WASHINGTON 30/6 — Nú hafa tvö hundruð sjóliðar verið send- ir af stað til að leita mannanna þriggja, er hurfu i ríkinu Miss- issippi fyrra sunnudag. 200 sjóliðar höfðu áður verið lumsf .reuurje'irax m Jrpuas ríkislögreglunni FBI og lögreglu fylkisins. Pathet Lao fús til viðræðna VIENTIANE 30/6 — Pathet Lao-hreyfingin í Laos samþykkti í dag að taka þátt í ráðstefnu leiðtoga’ þriggja stærstu flokk- anna í landinu, að því er pólski talsmaðurinn í alþjóðlegu eftir- litsnefndinpi í Laos upplýsti í dag. eigi að vera friðsamleg sambúð rikja sem búa við ólík þjóðfé- lagskerfi. Hér er ekki aðeins um það að ræða að forða stríði, heldur einnig að bæta sambúð ríkja á friðsamlegum og réttlát- um grundvelli. Nú sem stendur er enginn meiriháttar ófriður milli landanna á hnetti okkar, en hver getur ábyrgzt að svo verði einnig síðar meir? Mörg mikilvæg vandamál eru enn ó- leyst og mætti t.d. nefna stríðið í S-Víetnam, í Laos, ástandið í S- Kóreu, baráttu Kýpurbúa fyrir fullveldi lands síns. þjóðfrelsis- baráttuna í Kongó og víða ann- ars staðar í Afríku, í Asíu og rómönsku Ameríku. — Og varla verður það talið eðlilegt ástand að fullveldi Kúbu skuli skert með árásaraðgerð- um frá Bandaríkjunum, sem vilja hlutast til um innanlands- mál Kúbu. Erlendar herstöðvar Krústjoff sagði að það kæmi fyrir að Sovétstjórnin væri sök- uð um óþolinmæði í viðleitni sinni til að tryggja friðinn. — En hver dagur sem líður án þess að eitthvað sé gert fyrir málstað friðarins er glataður dagur. Mál- staður friðarins mun ekki sigra ef honum er ekki unnið af ein- lægni og staðfestu, ef menn sýna þeim umburðarlyndi sem eru veikir í trúnni eða hinum sem vísvitandi vilja stríð. — Sovétstjórnin er því fylgj- andi að allt heflið á erlendri grund sé flutt heim. Vilji vest- urveldin ekki fallast á svo rót- tæka iausn þess máls myndi sovétstjómin fús til áð dregið yrði að minnsta kosti úr fjölda þeirra hermanna sem dveljastut- an heimalanda sinna, ef það gæti orðið til þess að síðarmeir væri hægt að leggja allar er- lendar herstöðvar niður. Krústjoff nefndi ýmis at- riði sem semja mætti um í því skyni að draga úr viðsjám í SHODR Lesið hinn athyglisverða dóm bílasérfræð- ingsins í „Vikunni“ 25. júní um Skoda „Combi‘ hinn stórglæsilega og ódýra stationbíl. TÉKKNESKA BIFREIÐA- UMBOÐIÐ H.F. Vonarsíræti 12 — Sími 2-1981. heiminum og bægja stríðshætt- unni frá. — Meðal þeirra eru griða- sáttmáli milli Atlanzhafsbanda- lagsins og Varsjárbandalagsins, samningar um kjarnavopnalaus svæði 1 ýmsum hlutum heims, bann við kjamasprengingum neð- anjarðar, stöðvun frekari dreif- ingar kjarnavopnanna, ráðstaf- anir til að hindra skyndiárásir. Og það er löngu orðið tíma- bært að höggva á þann hnút sem hindrar lausn þýzka vanda- málsins. Eigi að tryggja friðinn í Evrópu, eigi að stefna að al- mennri afvopnun, er óhjákvæmi- legt að saminn verði friður við bæði þýzku ríkin. Norðurlönd Um ástandið á Norðurlöndum sagði Krústjoff m.a.: — Það verður að viðurkennast að friðvænlegar horfir í þessum hluta heims en annars staðar. Mikilvægur þáttur til varnar friði í Norður-Evrópu er hin virka friðarpólitík sem Finnar fyigja og hlutleysisstefna Svía skiptir þar einnig verulegu máli. Við erum þeirrar skoðunar að sú afstaða Norðmanna og Dana að leyfa ekki staðsetningu kjarn- orkuvopna né setu erlendra her- manna í löndum sínum og taka ekki þátt í sameiginlegum kjarnavígbúnaði stuðli einnig að þessu. Allt þetta skapar raun- hæfar forsendur fyrir því að tryggja megi friðinn í þessum hluta heims. Við munum fagna hverjum þeim ráðstöfunum sem gerðar verða af stjómum Norð- urlanda til að tryggja friðinn. I því sambandi verður að nefna hinar svokölluðu Undén-tillögur og tillögu Kekkonens forseta um kjamavopnalaust svæði í Norð- ur-Evrópu. Heræfingar Krústjoff minntist þess að ný- lega voru haldnar heræfingar á vegum Atlanzhafsbandalagsins alveg við norsk-sovézku landa- mærin. Herforingjar NATO hefðu látið sem þeir væm. að verja Noreg fyrir árás úr austri. — Ég get trúað ykkur fyrir þvl að við erum ekki óstyrkir á taugum og kippum okkur ekki upp við hernaðarögranir NATO- foringjanna né raup þeirra um kunnáttu sína í vopnaburði. En ég get fullvissað ykkur um að Sovétríkin brugga Norðmönn- um engin launráð, eins og sum- ir vilja halda fram. Við viljum að landamæri okkar séu sönn friðarins landamæri og einmitt þess vegna viljum við auka sem mest samvinnu milli fólksins í Norður-Noregi og norðurhéruð- um okkar lands. Við leggjum okkur fram um að bæta ástandið í Norður-Evr- ópu, auka traustið milli þjóð- anna í þessum hluta heims og koma þannig í veg fyrir að nokkurs konar ófriður verði milli þeirra. Við erum að sjálf- sögðu þeirrar skoðunar að það myndi vera f þágu friðarins I Norður-Evrópu ef Noregur og Danmörk væru ekki bundin Heimsókn Krústjoffs í Svíþjóð er sögð hafa tekizt mjög vel, enda þótt nokkur ágreiningur kæmi á daginn í viðræðum hans við sænska ráðamenn, einkum vegna hins svonefnda Wallenbergsmáls. Enda þótt Svíar hafi orð fyrir að vera formfastir kunnu þeir vel að meta frjálslega og alþýðlega framkomu sovézka forsætisráðherrans. — MYNDIN er tekin þegar hann heimsótti fjölskyldu iðnað- armanns í nýju sambýlishúsi í Stokkhólmi. hernaðarskyldum gagnvart ríkj- um sem ekkert erindi eiga i þessum heimshluta. Við álítum að þátttaka slíkra landa sem Noregs og Danmerkur í hemaðar- bandalagi vesturveldanna stafi af tilviljun einni. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að Norðmenn vilja sem allar aðrar þjóðir eiga sér fullkomna trygg- ingu fyi’ir öryggi sínu, sagði Krústjoff og mælti síðan þau orð sem rakin voru í upphafi fréttarinnar. Heimskautahéruðin verkamenn reistu, en búið var rafölum og öðrum tækjum frá Leníngrad. Krústjoff nefndi að lokum ýms dæmi um að enn mætti auka þessa samvinnu Noregs og Sovétríkjanna og minntist þá sérstaklega á nýtingu þeirra auðlinda sem er að finna á Svalbarða. DEXI0N Síðast í fyrirlestri sínum ræddi Krústjoff um hagnýtt samstarf milli Noregs og Sovétríkjanna i löndunum fyrir norðan heim- skautsbauginn. Hann hóf þann kafla með því að minna á lýs- ingu Friðþjófs Nansens á ferð hans um Síberíu fyrir hálfri öld og rakti síðan hvílíkum stakka- skiptum norðurhéruð Sovétríkj- anna hefðu tekið á síðustu ára- tugum. Þaðan kemur nú þriðj- ungur af öllu timbri Sovétríkj- anna, fjórðungur af pappír og tréni og u.þ.b. þriðjungur af öllum fiskafla. — Á Barentshafi og Noregs- hafi, á Norður-Atlanzhafi og i rekísnum við Sválbarða og Nov- aja Semlja, alls staðar á hinum fjarlægu slóðum norðan heim- skautsbaugs liggja leiðir sov- ézkra og norskra fiskimanna saman. Ósjaldan standa þeir hlið við hlið í hamförum náttúr- unnar og veita af fórnfýsi lið hvorir öðrum. Við notfærum okkur mikla reynslu norskra skipasmiða. dugnað fiskimann- anna og hvalfangaranna og sjálfir erum við jafnan reiðu- búnir að miðla okkar grönnum af þekkingu okkar og reynslu. — En hin góða samvinna ‘þjóða okkar er ekki aðeins á sjónum, heldur einnig á landi. I mörg ár hafa bæirnir Múrm- ansk og Kirkenes verið tengdir sönnum vináttuböndum og fyrir ekki alllöngu var tekið í notk- un við Pasvikfljót raforkuver sem norskir verkfræðingar og Bezta fáanlega efnið í hilluinnréttingar, í geymslur, vörulagera, vinnuborð o.fl. o.fl. er DEXION-efnið. LEITIÐ UPPLÝSINGA Landsmiijan Sími 20-680.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.