Þjóðviljinn - 01.07.1964, Síða 5
Miðvikudagur 1. júlí 1964
ÞIÓÐVILIINN
SlÐA
MEISTA
I HANDKNATTLEIK
Glæsilegur sigur Noregs yfir Danmörku varð til þess að hinar ungu
og óreyndu handknattleikskonur íslands urðu Norðurlandameistarar 1964.
íslenzku stúlkurnar höfðu vel til þessa sigurs unnið eftir frammistöðuna
fyrsta kvöldið, er þær náðu jafntefli við Dani og sigruðu Svía, og síðast
en ekki sízt er þær unnu Noreg í gærkvöld í æsispennandi leik. Norð-
menn komu
fimmta sæti.
í annað sæti, Danir í þriðja, Svíar í fjórða og Finnar í
Aldrei hefur önnur eins
„stemmning" verið við lok eins
móts og í gærkvöld á Laugar-
dalsvellinum. Hinir yfirleitt
þöglu áhorfendur hér slitu af
sér öll bönd hins hljóðláta
borgara og tjáðu gleði sína með
langvarandi hrópum. Fyrst fyr-
ir hinum sigursælu norsku
stúlkum sem einnig fögnuðu
einlæglega sigri sínum yfir
Dönum, og ekki sízt þegar sjálf-
ir meistararnir — íslenzku
stúlkurnar hlupu inn á völlinn
með þjálfara sinn Pétur
Bjamason í broddi fylkingar.
Þetta var ógleymanleg stund
fyrir íslenzkan handknattleik
og íslenzkar íþróttir. og stærsti
íþróttaviðburður til þessa á
landi hér.
Island sneri 5:7 í 9:7
á 10 mínútum!
Það leyndi sér ekki þegar
ledkur Islands og Noregs byrj-
aði að nokkur taugaóstyrkur
var í stúlkunum og þá ekki
síður hjá þeim íslenzku. Fyrsta
markið kom á 1. mínútunni og
skoraði Sigríður það úr víta-
kasti, en á næstu mínútu jafn-
ar Astrid Skei fyrir Noreg. Enn
tekur Island forustuna með
hörkuskoti frá Sigríði, og nú
gera þær norsku þrjú mörk í
röð, og skoraði Astrid 2 og
Randy Huseby 1 og tóku þar
með forustuna. Sigrún Ingólfs-
dóttir jafnar sakimar með
prýðilegum skotum og leikar
standa 4:4.
Það gaf liðinu líka nokkurt
ðryggl að Rut varði vítakast,
en hún hafði til þessa ekki
sloppið bezt við taugaóstyrkinn,
og það gaf henni líka sjálfs-
traust, þannig að hún stóð sig
ágætlega eftir það.
Á 13. mínútu skorar Sigrð-
ur úr víti, en rétt fyrir leiks-
lok skorar Astrid fyrir Noreg
og jafnar, og í hálfleik stóðu
leikar 5:5.
Dómarinn Knud Knudsen
hafði í tvö skipti blístrað of
fljótt og hafði af Islandi tvö
mörk í hálfleiknum, og það
sama kom fyrir hann í síðari
hálfleik gegn Norðmönnum.
Síðari hálfleikur byrjaði hálf
illa, því fyrsta skotið sem þær
norsku skutu kom í vamar-
mann og stýrði hann knettin-
um í mark, svo Rut íékk ekki !
við neitt ráðið, og nokkru síðar
fá þær norsku vítakast sem
Astrid skorar úr. Ekki bætir
það úr skák, að á 7. og 10
mínútu er dæmt vítakast á
Noreg, en nú brást Sigríði
okkar bogalistin í bæði skipt
in, og skýtur framhjá og í
stöng.
<«>-
Leynivopnið
Almennt mun þetta haía
verið talið tapað með tvö mörk
und'r og síðari hálfleikur hálfn-
aður! En á varamannabekkjum
sat ung stúlka, ein sú yngsta
í liðinu, sem lítið hafði verið
höfð í frammi og því ókunnug
mótherjunum, Pétur tekur þá
þetta „leynivopn” sitt Sigrúnu
Guðmundsdóttir fram, og ekki
líður á löngu þar til hún hefur
skorað mjög skemmtilegt
mark, sem hafði mjög örfandi
áhrif á allt liðið. Enn fær Is-
land vítakast, og þrátt fyrir ó-
höpp Sigríðar rétt áður hefur
hún fullt traust Péturs sem
sendir hana fram til að taka
það, — nokkuð djarft — en
Sigríður brást ekki Pétri eða
okkur áhorfendum. Hún skor-
ar örugglega og jafnar. Þetta
þjappar stúlkunum saman.
gegn hinum sterku og hörðu
norsku stúlkum, sem ógna
hvað eftir annað, en bæði út-
hald og vörn ætla að halda.
Enn eru 5 mín. til leiksloka.
Á 17. mín. er það Sigrún enn,
sem gefur íslandi forustuna
með þrumuskoti, sem hinn á-
gæti markmaður Noregs ræður
ekki við.
Og rétt fyrir leikslok er það
Sigríður Sigurðardóttir sem
rekur endahnútinn á mörkin í
leiknum með glæsilegu skoti.
Höfðu þær norsku þá ekki
skorað í fimm mínútur, og seg-
ir það nokkuð um styrkleika
íslenzka liðsins.
Leikurinn einkenndist af
spennu úrslitaleiksins, þótt
hann væri það ekki nema að
vissu marki, og gekk það svo-
lítið út yfir hinn leikandi létta
handknattleik hjá báðum iið-
um. Síðari hálfieikur íslenzka
liðsins var mjög vel leikinn
miðað við aðstæður. Beztar
voru Sigríður Sigurðardóttir,
sem þó um stund var svolítið
miður sín af spennunni, en
það stóð ekki lengi, og verður
hún að teijast bezta leikkonan
í mótinu. Hún átti meiri hlut-
deild i þessum glæsilega sigri,
en nokkur ein stúlka og stóðu
þær sig þó allar vel.
Af þeim norsku var Astria
langbezt, og einnig markmað-
ur þeirra. sem oft varði af
mikilli prýði.
Dómari leiksins Knud Knud-
sen slapp enga veginn vel frá
starfinu, þrátt fyrir mikla
reynslu sem slíkur. og kom
nokkuð fram munur á túlk-
un hans og íslenzkra dómara,
sem er nær anda leiksins. Á-
horfendur voru 4000.
Taugar dönsku stúlknanna
réðu úrslitum er Noregur
vann — 8:4.
Yfirleitt var gert ráð fyrir
því að danska liðið myndi
sigra það norska, eftir frammi-
stöðu þess við Svía á sunnu-
daginn og sigri þess yfir Finn-
um fyrr í gærkvöld!
En það kom fljótt í ljós
að þéim tókst aldrei að ná
þessum hröðu og leikandi á-
hlaupum, sem einkenndi leik
þeirra undanfarið. Leikurinn
varð því jafn til að byrja með,
og skoruðu Danir fyrsta mark-
ið á 4. mín. Þeim norsku tekst
ekki að jafna fyrr en á 14.
mínútu og gerði Astrid það.
Þær fara að verða nærgöng-
ulli, og á 14. mín. skellur knött-
urinn í báðar stengur en ekki
innfyrir. Tveim mín. fyrir
Ieikslo:k er Astrid enn að verki
með góð skot, sem hinn ágæti
markmaður Dana réði ekki við
og hún bætir öðru marki við
lslenzku stúlkurnar, sem urðu Norðurlandamcistarar í handknattlcik kvcnna 1964. Myndin cr tekin
eftir sigur þeirra yfir norska landsliðinu í gærkvöld. Fremst er þjálfarinn, Pétur Bjarnason. Frcmri
röð frá vinstri: Sylvía Hallsteinsdóttir, Hrefna Pétursdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Jónína Jóns-
dóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Rut Guðmundsdóttir og Sigrún Ingólfsdóttir. Aftari röö frá vinstri:
Sigríður Kjartansdóttir Helga Emilsdóttir, Svana Jörgensdóttir, Siguriína Björgvinsdóttir, Díaua
Óskarsdóttir, Margrét Hjálmarsdóttir og Guðrún Helgadóttir. (Ljósm. Bj. Bj.).
rétt fyrir leikhlé og staðan er
3:1 fyrir Noreg. Óneitanlega
hækkar hagur og vonir íslands
því allt er undir því komið
að frændum vorum frá Nor-
egi takist að sigra eða gera
jafntefli við þær dönsku.
Þegar á fyrstu mínútu síð-
ari hálfleiks skorar Astrid
fjórða mark Noregs. En þá er
settur sérstakur vörður um
Astrid, en þá losnar um Jorun
Tveit, sem áður hafði sýnt að
þar var góð skytta, og skorar
hún tvö mörk í röð, og standa
leikar 6:1 og 5 mínútur af leik.
Á 6. mínútu tekst Toni Röscl-
er að skora annað mark Dan-
merkur og 3 min síðar skorar
Kirsten Nilsson þriðja mark
Dana, og þar hefði dómarinn
ÞVÍ EKKI í HEIMS-
MEISTARAKEPPNI?
segir Pétur Bjarnason, þjálfari íslenzka liðsins
f flFERÐIR
i VIKULEGA
IUtil^
BRETLANDS
Sagt eftir lcikinn
Sigríður Sigurðardóttir:
Þetta var dásamlegt. Við
börðumst eins og við gátum, og
sérstaklega var síðari hálfleik-
urinn sterkur af okkar hálfu
að ég held. Ég bjóst alltaf við
að við myndum vinna þótt illa
liti út ’jm stund, en baráttu-
viljinn í stelpunum var mikill
og það gerði gæfumuninn. Þetta
var langerfiðasti leikurinn okk-
ar, og að mínu áliti langbezti
leikur liðsins í mótinu. Annars
var þetta allt svo dásamlegt að
ég get varla sagt neitt, varla
búin að átta mig á þessu.
Dómarinn- Ekki góður, of
fljótur á sér. og vont að átta
sig á honum.
Pétur Bjarnason?
Ég bjóst ekki við þessum ár-
angri. þær voru betri en ég
bjóst við. Þær léku léttara og
meir leikandi en liðin hafa gert
áður, og léku meira eftir á-
kveðnu skipulagi. Sérstaklega
var ein leikaðferðin sem við
æfðum okkur notadrjúg. Ég
hafði engan samanburð við hin
liðin því kvennalið okkar hefur
ekki leikið landsleik síðan 1960.
Satt að segja hélt ég að út-
haldið myndi bila. og eins að
vörnin yrði ekki nógu þétt, en
hvortveggja þetta varð betra en
mig óraði fyrir.
Það átti vissulega sinn þátt
í þessum árangri að flokkurinn
var mjög samstilltur, og ég hef
aldrei haft með jafn skemmti-
lega samstillt kvennalið að gera
og þetta var.
Hvað er framundan?
Ég veit ekki af neinu á-
kveðnu fyrir landsliðið. en mér
fyndist rétt að fara að athuga
með þátttöku í Heimsmeistara-
keppni eftir þennan árangur.
En hvað sem um það verður
finnst mér sjálfsagt að þessi
samstillti hópur haldi saman
með séræfingum einu sinni í
viku. Mér finnst líka sjálfsagt
að kvennalindslið okkar fái
landsleiki við og við, ekki
sjaldnar en annað hvort ár,
þeim er nauðsynlegt að öðlast
vissa reynslu í stórum leikjum,
sagði Pétur að lokum.
Því má bæta hér við að það
voru glaðar og þakklátar stúlk-
ur sem gáfu þjálfara sínum
kossa á vangann, um leið og
hann baðst hálfgert afsökunar
á öllu nöldrinu og kröfunum
sem hann gerði til þeirra, en
þær hrópuðu einum munni:
munni: Það er allt gleymt Pét-
ur minn og staðfestu það með
kossi.
þó átt að telja skrefini
Þetta lítur ekki vel út, og
við þetta bætist að tveim
stúlkum norskum er vísað,,út
áf leikvelli með nokkru milli-
bili í 2 mín., en þeim tekst að
verjast mörkum á meðan.
Hálfleikurinn er vel hálfnaður
og leikar stánda 6:3 og allt get-
ur skeð. en þá sleppur Astrid
laus og skorar enn. Danska
liðið er alltaf heldur dauft og
eins og því hamli einhver
taugaspenna, sem það getur
ekki hrist af sér. Þær bæta
þó fjórða markinu við og skor-
aði Lise Lock það, og standa
þá leikar 7:4. Nokkrar mínút-
ur eru enn til leiksloka, en
varla getur það farið svo að
Norðurlandameisturunum tak-
ist að verja titil sinn, og
hindra Noreg í þvi að ná öðru
sæti, og að ísland verði meist-
ari að þessu sinni.
Dönsk stúlka verðu að víkja
af leikvelli í tvær mínútur.
Tíminn líður og örstutt til
leiksloka og enn hefur Astrid
ekki sagt sitt sfðasta orð, því
rétt fyrir leikslok skorar hún
8. mark Noregs og þannig lauk
þessum spennandi leik fyrir
Noreg, og Island sérstaklega,
og raunar ekki síður fyrir Dan-
mörk, en að þessu sinni urðu
þær að láta sér nægja þriðja
sætið.
Stemningin meðal áhorfenda
var sem Island væri að leika
en ekki erlendur flokkur, enda
má s.egja að þarna hafi komið
t;l norsk og íslenzk samvinna.
Leikur norsku stúlknanna
var mun samfelldari og á-
kveðnari, og þær voru ekki
eins taugaóstyrkar. Þær börð-
ust um sitt annað sæti og
sætan sigur yfir Dönum og það
segir ekki svo lít'ð fyrir norsk-
an handknattleik
Langbeztar í nöreka liðinu
voru Astrid og markmaðurinn,
sem varði af mikilli snilld.
1 danska liðinu voi*u beztar
Hélgá' Hansen í markinu og
Toni Röscler, en í heild náðu
þær ekki fram því sem í þeim
býr.
Dómari var Hans Carlsen og
dæmdi nokkuð sæmilega.
Danmörk — Finnland 19:1
Þetta var fyrsti leikur
kvöldsins, og það fór sem all-
ir voru sannfærðir um, að
Danir unnu stórsigur. í hléi
var staðan 7:1, og í seinni
hálfleik skoruðu þær dönsku
12 mörk, en finnsku stúlkum-
ar ekkert. Dönsku stúlkumar
lögðu áherzlu á að skora sem
flest mörk, og tryggja sér
þannig sigur á markamismun,
ef svo skyldi fara að Norð-
menn töpuðu bæði fyrir
danska og íslenzka liðinu. Þá
hefðu ísland og Danmörk orð-
ið jöfn að stigum, en danska
liðið staðið framar vegna stór-
sigra yfir Svíum og Finnum.
Þetta var mjög ójafn leik-
ur, og markatalan gefur nokk-
uð rétta hugmynd um yfir-
burði dönsku stúlknanna yfir
hinu veika finnska liði.
Karl Jóhannsson dæmdi
leikinn og dæmdi vel.
Svíþjóð — Finnland 9:2
Þetta var baráttan á botni
mótsins. Hvorugt liðið hafði
hlotið stig fyrir leikinn.
Það byrjaði að rigna þegar
leikurinn hófst. Knötturinn
varð háll og háði það stúlkun-
um nokkuð. Þær sænsku höfðu
greinilega yfirburði. I hléi var
staðan 4:1. Bæði liðin misnot-
uðu tvö vítaköst. Dómari var
Norðmaðurinn Bjöm Borgersen
og dæmdi vel.
I
i