Þjóðviljinn - 03.07.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.07.1964, Blaðsíða 1
Föstudagur 3. júlí 1964 — 29. árgangur — 146. tölublað. Keflavikurgöngumenn 1964 ■ Þátttakendum Keflavíkurgöngunnar 1964 er boðið til skemmtun- ar í Glaumbæ, uppi, í kvöld kl. 21. ■ Á dagskrá er: Ávarp: Einar Laxness kennari. — Upplestur: Jón frá Pálmholti skáld og Óskar Halldórsson kennari. — Sýndar myndir úr göngunni. — Dans til kl. 1 eftir miðnætti. Samtök hernámsandstæðinga. Ballettinum frábœrlega vel fagnað I fyrrakvöld frumsýndi Kíef- balletinn í Þjóðleikhúsinu við fádæma hrifningu áhorfenda og mun fáum eða engum flokkum erlends listafólks hafa verið fagnað betur enda sátu leikhús- gest:r eins og heillaðir meðan á sýningunni stóð en hún var mjög fjölbreytt að efni og glæsi- leg. Myndin sem hér fylgir er af einu atriði þjóðdansanna úkr- aínsku er sýndir voru. Dómur um sýninguna mun birtast hér í blaðinu á morgun. 3 dagar eftir Opii lil U. 10 í kvöld Nú eru aðeins 3 dagar eftir þar til dregið verður, því á sunnudaginn kemur drögum við um Trabantbílinn og 5 ferðavinninga í 2. fl. happ- drættis Þjóðviljans. >að er nauðsynlegt að allir sem feng- ið hafa senda miða verði búnir að skila fyrir sunnu- dagskvöld. Við komum til með að hafa opið bæði á morgun og sunnudag í af- greiðslu Þjóðviljans, en rnenn ættu ekki að geyma að gera skil fram til síðustu stundar, þvi ábyggilega verður þröngt á þingi siðustu klukkutím- ana. Allmikil spenna hefur verið hjá sumum deildum þessa dagana og ekki sýnt hver verður í fyrsta sætinu um það er lýkur. 4. deild a er nú komin í 1. sæti ásamt 13. deild og verður ábyggi- lega hörð viðureignar. Eru þá 2 deildir komnar í 50%, en betur má ef duga skal þvi helzt verðum við að fara með sem flestar deildirnar upp í 100% eða sem næst þvi. Þeir sem eru að starfa i deildunum eru beðnir að hafa sem allra bezt samband við skrifstofuna til þess að fylgjast með. Úti á landi geta menn annaðhvort gert skil heint til skrifstofu Happ- drættis Þjóðviljans Týsgötu 3 með bví að póstleggja and- virðið eða gert upp við um- boðsmenn okkar á þeim stöð- um sem þeir eru fyrir hendi. Framhald á 3. síðu. Viðtal við Eðvarð Sigurðsson, formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar Samningar sumarsins tákna vopnahlé ekki friðarsamning ■ 1 viðtali við Þjóðviljann í gær lagði Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, áherzlu á að veigamikill árangur hafi náðst með samningum í sumar. En verkalýðshreyf- ingin hefði orðið að verja miklu af orku sinni til lausn- ar almennra þjóðfélagsvandamála fremur en hinna betóiu kjaramála. ■ Hins vegar hljóti verkalýðshreyfingin að nota þeita ár til að treysta samheldni sína svo hún verði fær um að leysa þau verkefni sem bíða í næsta áfanga. Tilraunin með vopnahlé í ár takist því aðeins að samið verði um kauphækkun, styttingu vinnudags og aukin hlunnindi að ári. samið er um hverju sinni. Og í öðru lagi og ekki síður er verð- tryggingin aðhald fyrir stjórnar- völdin að halda verðlaginu í skefjum. Raunhæfar kjarabætur Lenging orlofsins er raunhæf kjarabót. Um greiðslu fyrir aukahelgidaga er sama að segja, og þar er einnig um verulegt réttindamál að ræða fyrir þá lægst launuðu. Þá ber og að nefna húsnæðis- málin, það sem samið var um varðandi þau. En húsnæðismálin Framhald á 3. síðu. Sólarhrings- aflinn um 80 þúsund mál NESKAUPSTAÐ f GÆK — Síld- veiðiskipin voru fengsæi síð- asta sólarhring, um 100 skip tilkynntu afla til taUtöðvar- innar á Dalatanga og höfðu innanborðs um 80 þúsund mál. Mun þetta vera mesti uppgripaafli á einum sólar- hring i sumar. FLESTUM þessara skipa var beint til Austfjaröahafna, að- eins 9 fóru til Raufarhafnar Hingað til Neskaupstaðar komu til viðbótar þeim sem sagt var frá í gær: Grund- firðingur II. SH 650, Stjarn- an RE 750, Mímir IS 300. Sigurvon AK 50, Reykjanes GK 300, Gullfaxi NK 1000. Þorbjörn II. GK 1000, Arn- firðingur RE 1400, Sæfari BA 550, Svanur RE 200, Sæfaxi NK 500, Sigurbjörg KE 750, Hávarður fS 100. AUK ÞESS komu hingað Lómur KE með 1300 mál og Glófaxi NK með 750 mál, en þeim var snúið norður með afl- ann. þar eð talsverð löndun- arbið cr hér. Um kl. 3 í dag var verið að Ianda úr Þráni NÍK, scm kom hingað í gær með 900 mál. NO HAFA verksmiðjurnar hér tekið á móti 73 þúsund mál- Framhald 3. síðu. Þjóðviljinn sneri sér i gær til Eðvarðs Sigurðssonar, formanns Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar, og bað hann að segja álit sitt á samningum verkalýðshreyf- ingarinnar á þessu sumri, hinu sérstæða ástandi sem nú væri og horfunum í kjaramálum. — Fara svör Eðvarðs hér á eftir: ASÍ lagði grunninn Með samþykkt miðstjórnar Al- þýðusambandsins í marz í vet- ur, þar sem ákveðið var að leita eftir viðræðum við ríkisstjórn- ina og atvinnurekendur um samningsgrundvöll sem hefði að höfuðmarkmiði að hefta þá miklu verðbólgu sem hér hefur verið. fá verðtryggingu á kaupið og aukningu kaupmáttar- launanna, styttingu vinnudagsins, lengingu orlofsins, var mörkuð sú stefna sem verkalýðsfélögin samþykktu síðan að gera að sinni. Þegar til viðræðna kom við ríkisstjómina á grundvelli þess- ara samþykkta var augljóst að samningar, ef tækjust, yrðu á annan veg en verið hefur und- anfarin ár. Verðtryggingin stærst Um samkomulagið við ríkis- stjómina, sem öllum er kunn- ugt. og þá samninga sem síðan hafa verið gerðir á grundvelli þess samkomulags, vildi ég segja þetta í sem stytztu máli: Ég tel að þctta samkomulag I heild stefni í rétta átt, það felur í sér veigamikla og já- kvæða árangra. Þar tel ég verðtryggingarmálið stærst. Verðtrygging á- kaupið hefur tvennan tilgang ef svo mætti segja. Þann fyrst að tryggja verkafólkinu óskertan kaupmátt þeirrar krónutölu sem Skipulagsmál rœdd i borgarsf]árn: SKJALDBORG SLEGID UM FÚSKID EN SÉRFRÆÐIÞEKKINGU HAFNAÐ Það er kominn tími til að leggja á hilluna það sjónarmið tilviljana og fúsks sem ríkt hefur löngum í skipulagsmálum hér á landi og ekki hvað sízt í skipulagsmálum Reykjavíkur Og frá þessu fúski verður ekki horfið nema viðurkennt sé að færustu mennimir, þeir sem aflað hafa sér sérþekkingar á skipulagsmálum, arkitektar eða húsameistarar, fjalli um þau og taki um þau ákvarðanir. Þannig mælti - Guðmundur j þýðubandalagsins, á borgar- kvöld er til umræðu var tillaga VigfúsSon borgarfulltrúi Ai- 1 stjórnarfundi Reykjavíkur í gær- ' að Samþykktum skipulagsnefnd- ar Reykjavíkur. Sérfræðiþekkingu ber að meta Flutti Guðmundur breytingar- tillögur þess efnis að arkitekt- ar skipuðu jafnan meirihluta skipulagsnefndar og' að skipu- Framhald á 3. siðu. Fyrsta síldin sö/tuð á Seyðisfirði Myndin hér að ofan er tek- in á Seyðisfirði í fyrradag er söltun hófst þar á staðnum. Var það Ströndin h.f. er fékk fyrstu síldina til söltunar. Var hún úr tveim bátum, Crundfirðingi II. SH 124, er var með 171 tunnu og Straumnesi ÍS 40 er var með 250 tunnur. I fyrra voru alls saltaðar 22400 tunnur hjá Strönd- inni. Söltun er ekki byrjuð hjá öðrum stöðvum á Seyðisfirði en þær eru alls 9 að tölu. — (Ljós- mynd GvSJþ 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.