Þjóðviljinn - 03.07.1964, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 03.07.1964, Qupperneq 3
Föstudagur 3. júlí 1964 ÞIÓÐVILJINN Dagsbrúnarsamningarnir -•%*' 4^' <v; í " % ■' ' Framhald af 1. síðu. eru tvímælalaust með allra stærstu þjóðfélagsvandamálum okkar. Ég vildi segja að þrátt fyrir þann mikla árangur sem nú náð- dst í þeim efnum séu þau mál þó enn ekki viðunandi, en vil þó undirstrika að um er að ræða mjög mikla bót frá því sem verið hefur. Almennar þjóðfélagsumbætur Þetta var um hina jákvæðu hlið samningsmálanna. En þar kemur líka annað til, sem öðru vísi er. Þar vildi ég fyrst nefna að verkalýðssamtökin hafa orðið að leggja sig fram og verja orku sinni í umbætur á almennum þjóðfélagsl. vandamálum. sem í eðli sínu ættu að leysast á öðrum vettvangi. Lausn þeirra mála, þó ég vilji engan veginn vanmeta þýðingu þeirra, takmarka síðan mögu- leika okkar á sviði hinna beinu kjaramála. Óviðunandi kaupmáttur Það er t.d. ekki nokkur efi á að fjáröflun eins og launa- skatturinn, sem atvinnurekend- um ber að greiða, takmarkar að sama skapi möguleikana til kaup- hækkunar. Kaupmáttur tímakaupsins er nú ekki fjarri því að vera í lág- marki þess sem hann hefur orð- ið eftir stríð. Slíkt er að sjálf- sögðu aigerlega óviðunandi á sama tíma og vitað er að þjóð- arframleiðslan og þjóðartekj- urnar hafa stóraukizt. Stytting raunverulegs vinnudags markmið Um hina svokölluðu styttingu vinnutímans sem nú var samið um vildi ég segja, að hugsunin sjálf sem að baki liggur er að mínum dómi rétt, en það var ailtof skammt farið, og er því allt undir þvf komið hvernig framhaldið verður. En í þessu sambandi vil ég mjög eindregið vara við þeirri tilhneygingu. sem víða kemur fram, að stytta dag- vinnutímabilið til þess að hægt sé að lengia yfirvinnuna. Mark okkar hlýtur að vera að stytta hinn raunverulega vinnudag og hækka dagvinnu- kaupið, svo við náum því að hægt sé að lifa af 8 stunda vinnudegi. Þetta er í stuttu máli það sem ég vildi segja um galla sam- komulagsins, og er í stórum dráttum það sama og ég sagði á Dagsbrúnarfundinum. Tákn um vopnahlé — En hvað er þá helzt að segja um viðhorfin og það sem koma skal? — Það hefur mikið verið tal- að á þessu sumri um friðar- samninga, og það einnig af ó- líklegustu mönnum. t.d. í út- varpsmessum og hinum og þess- um útvarpsþáttum! Ég vildi hins vegar miklu frekar telja þcnnan samning tákn um vopnahlé. Vinnufriður Síldaraflinn ramhald af 1. síðu. um síldar, og auk þess bíða bátar hér í höfninni með um 13 þúsund mál. Um miðnætíi tæmist ein þró og önnur upp úr hádegi á morgun. DlSARFELU sótti hingað 400 lestir af mjöli. og verið er að skipa upp 15 þús. tómum tunnum. Hertoginn Framhald af 12. síðu. mestan áhuga að skoða fugla- líf, með i förinni voru þeir Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur og Finnur Guðmundsson fuglafræðingur. Er komið var að Skútustöðum var lagt út á vatn- ið á litlum trillubát með Jóni bónda Sigtryggssyni á Syðri- Neslöndum. Trillubát þennan hefur Jón átt síðan 1930 og er hann enn með sömu vél og þá Þeir tóku land í Höfða og þar var borðað nesti sem haft var með í ferðinni, þaðan var farið í Dimmuborgir og átti að skoða þar fálkahreiður; ungamir voru famir úr hreiðrinu en samt komu menn auga á þá og hafði Filip af því mikla ánægju að skoða þá. Margt manna var við Mývatn og fylgdist með ferðum her- togans, þar voru lögreglumenn margir og blaðamenn og varð þar talsverður reipdráttur á milli eins og verða vill. blaðamenn sóttu á en lögreglumenn vörð- ust. Kl. 4.15 var svo flogið til Reykjavíkur að loknum ánægjj- legum degi við Mývatn og var haft eftir Ásgeiri Asgeirssyni for- seta að þessi dagur hefði verið hinn bezti í ferðinni. I gærkvöld hélt svo hertoginn kvöldverðarboð fyrir forseeta Is- lands og fléira stórmenni um borð í snekkju sinni í Reygjavík- urhöfn. 1 dag kl. 10 verður boð inni hjá brezka sendiherranum, kl. 10.35 verður ekið um bæinn í fylgd borgarstjóra, kl. 11.15 skoðar hertoginn Þjóðminja- safnið. Á hádegi lýkur svo heim- sókn hertogans hér á landi og heldur hann brott með föruneyti sínu kl. 12. á að vera tryggður í eitt ár, og er gott eitt um það að segja. Af okkar hálfu eru þessir samningar tilraun, tilraun sem við óskum af heilum hug að takist. En hún tekst því aðeins að atvinnurekendur og stjórnar- völd noti vel þennan dýrmæta frest til að búa í haginn hjá sér svo þeir geti orðið við kröf- um okkar að ári liðnu. Enginn þarf að Iáta sér til hugar koma að verkalýðshreyf- ingin geri aftur slíka samninga án kauphækkunar. Sameinað afl verka- lýðshreyfingarinnar Við í verkalýðshreyfingunni á hinn bóginn verðum að nota þennan tíma vel til að sameina afl verkalýðshreyfingarinnar svo hún verði fær um að leysa þau verkefni sem bíða okkar í næsta áfanga. Eins og nú horfir teldi ég kröfur okkar í næstu samningum aðallega verða þessar: I fyrsta lagi kauphækkun. 1 öðru lagi stytting vinnutímans. 1 þriðja lagi aukin hlunnindi. Varðandi síðasta atriðið ber að hafa það í huga að fólkið í hin- um almennu verkalýðsfélögum, verkamenn og verkakonur, er ekki einungis það fólkið sem lægst er launað og vinnur í flest- um tilvikum erfiðustu störfin, heldur er þetta einnig sú stétt í landinu sem minnst hlunnindi hefur. Mannréttindafrum- varpfö tekur gildi WASHINGTON 2/7 — Fulltrúa- deild bandaríska þingsins sam- þykkti að lokum á fimmtudag mannréttindafrumvarpið, sem mestar deilurnar hafa staðið um undanfarið. Þegar er mannréttindafrum- varpið hafði verið samþykkt. til- kynnti Johnson, Bandaríkjafor- seti, að hann myndi undirskrifa lögin við hátíðlega athöfn síðar um daginn. Þegar forsetinn hef- ur undirskrifað lögin öðlast þau gildi. Mannréttindalögin voru sam- þykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða, Áður höfðu full- trúar Suðurríkjanna reynt að tefja framgang þess með málþófi. Hafa þrír mánuðir liðið áður en bandaríska þingið gat afgreitt lögin. Blökkumenn í Bandaríkjunum hafa sem kunnugt er undanfarið ýmislegt gert til þess að skoða það, hver hugur fylgir máli hjá stjómarvöldum Bandarikjanna þegar talað er um aukin mánn- réttindi blökkumanna. f Atkvæði féllu þannig í Full- trúadeildinni, að 289 greiddvi at- kvæði með frumvarpinu, en 126 voru á móti. Stjórnmálamorð í Kongó Ekki alls fyrir löngu var Jean Sendwe, sem er þekktur stjórn- málamadur í Kongó, myrtur, og fer ýmsum sögum af því, hver sé valdur að dauða hans. Sendwe sést til hægri á mindinni, til vinstri er Tsjombe, „Koparkvislingurinn“ frægi. Enn aukast mögu- leikar Tsjombes ----------- . - -. SfiEkA 3 Dragnétaveiði fyrir norðan SAUÐÁRKRÓKI í gær - í vw var opnað nýtt dragnótaveiði- svæði á Skagafirði og Húnaflóa, :g hafa tveir bátar héðan og inn frá Hofsós stundað veiðar með dragnót að undanförnu. Afli hefur verið allsæmilegur 5 til 7 tonn í róðri, mestmegnis koli og ýsa, af þessu hefur skap- azt talsverð vinna hér í frysti- húsinu. Þetta er í fyrsta sinn í tuttugu ár sem ve'ðar með dragnót. eru leyfðar hér úti fyr- ir, víðast hvar er dragnótin eit- ur í beinum triilubátaeigenda, en þeir segja hér, að afli hafi verið svo rýr undanfarin ár að bað geti ekki versnað þótt drag- nótin sé leyfð. Tók bilsm traustat&ki 15 ára stráklingur tók Volks- wagenbíl traustataki í Reykjavík í gær. Um hálftíuleytið í gær- kvöld fann Hafnarfjarðarlög- reglan strákinn og veitti honum eftirför inn eftir Hafnarfjarðar- vegi. Hann ók þá eins og vit- leysingur og lét að sjálfsögðu allar umferðarreglur lönd og leið. Lögreglunni í Kópavogi tókst að komast fyrir hann og króa af. — Ekki urðu neinar skemmdir á bxlnum, og var strákur afhentur Reykjavíkurlög- reglunni. LEOPOLDVILLE 2/7 — Moise Tsjombe, sem áður var forseti Katangahéraðs í Kongó, hélt í dag áfram viðræðum sínum við stjórnmálamenn í Leopoldville til að rannsaka möguleika á stjórnarmyndun. Fréttamenn í Leopoldville telja að Tsjombe hafi góða mþguleika . á ,, þvý að, verða næsti forsætisráðherrann í Kongó. Það fylgir fréttinni, að Tsjombe muni innan tveggja. sólarhringa láta Kasavúbú for- seta í té skýrslu um viðræður Skipulagsmál rædd í borgarstjérn Hernámsand- stæéingar Framhald af 12. síðu. il og kostnaðarsöm. I sai,.- bandi við Keflavíkurgönguna safnaðist að vísu töluvert fé, en þar sem kostnaður við all- ar framkvæmdir er mjög mikill, eru Samtökin sífellt í fjárþröng. Þau sjá sér þvi ekki annað fært en efna til happdrættis til að standa straum af framkvæmdum a. m.k. næsta árið. Samtökin þurfa að halda opinni skrif- stofu allt árið um kring, gefa út dreifiblöð og bæklinga og væri mjög æskilegt að geta efnt til nýrrar menningar- viku. Því er óhjákvæmilegt. segja þeir félagar, að safna núna í sumar nokkrum hundruðum þúsunda. Þessi langvinna og erfiða barátta verður kák eitt nema við hemámsands+æðingar getum staðið fvrir fiölhreyttri starf- semi og séum þess megnugir að halda merkjnu hátt á lofti, Framhald af 1. síðu. lagsstjóri yrði að hafa sérþekk- ingu á skipulagsmálum. Lagði flutningsmaður áherzlu á nauð- syn þess að frá Samþykkt um skipulagsnefnd Reykjavíkur yrði þannig gengið í upphafi að reynt yrði að tryggja sem beztan á- rangur af starfi nefndarinnar með því að fela sérfróðum mönn- um nefndarstörfin þar eð að öðru jöfnu væru líkur til að þeir sem aflað hafa sér sérþekkingar á þessu sviði reyndust hæfari til að kveða upp úrskurði um þessi mál. Alfreð Gíslason, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins, tók undir ummæli og tillögu Guð- mundar og undirstrikaði nauð- syn skilnings stjómarvalda og í’étts mats á sérfræðiþekkingu á hvaða sviði sem væri. Nokkrar umræður urðu um þessi mál á fundinum en að þeim loknum vom breytingar- tillögur Guðfundar Vigfússonar felldar af borgarstjómaríhaldinu, greiddu 10 íhaldsmenn (í þeim hópi Óskar krati Hallgrímssonl atkvæði gegn tillögunum en samþykkir þeim vom borgar- fulltrúar Alþýðubandalagsins 3 og annar Framsóknarmaðurinn. Þó var varatillaga Guðmundar um að skipulagsstjóri verði að vera arkitekt samþykkt með 14 samhljóða atkvæðum (Auður Auðuns forseti borgarstjómar greiddi ekki atkvæði). Með því að hafna aðalbreyt- ingartillögum Guðmundar Vig- fússonar sló bargarstjómaríhald- ið enn skjaldborg sína um fúsk- ið en hafnaði sérfræðiþekking- unni. sínar. Þó eru ekki allir aðilar í höfuðborginni jafn hrifnir af þessum væntanlegu stjórnar- skiptum. AFP-fréttastofan skýr- ir svo frá í dag, að í Leopold- ville hafi verið dreift dreifi- miðum þar sem því sé lýst, að það muni þýða algera byltingu í Kongó. ef Tsjoombe,. verði ..nú forsætisráðherra. Ekkert er um það vitað, hver að þessum dreifibréfum stendur. Eins og kunnugt er, er Tsj.ombe . nýlega snúinn heim úr útlegð og hafa stjórnmálamenn í Leopoldville mjög fagnað komu hans. Tsjqmbe hefur undanfarið dval- izt í Madríd. Helander dœmdur í dag STOKKHÓLMI 2/7 — Það var tilkynnt í dag, að á morgun, 3. júlí, verði upp kveðinn dómur í máli Helanders biskups. Eins og kunnugt er var Helander dæmdur frá biskupstign fyrir meint níðskrif um hugsanlega keppinauta sína að embættinu. Þessu vildi Helander ekki una og krafðist þess ,að málið væri tekið upp að nýju. Varð Hæsti- réttur Svíþjóðar endanlega við þeirri kröfu, og nú er loks að vænta niðurstöðu þessa máls, sem verið hefur eitt mesta hita- mál lengi í Svíþjóð. 11 skip með um 8 þús. mál síldar RAUFARHÖFN i gærkvöld — Síðan kl. 7 í morgun hafa 11 skip tilkynnt síldarleitinni hér um afla sinn. flest halda þau vestur um með aflann. Skipin eru þessi: Jörundur III. 1100 mál, Náttfari 1000, Hannes Haf- stein 1150. Baldur 300, Súlan 750, Friðbert Guðmundsson 400, Steinunn 450, Jón Jónsson 350, Sigurður SI 900, Heimaskagi 150, og Sigurður Bjamason 1400. Sildin veiddist í Norðfjarðar- dýpi og á Tangaflaki. Tíu fulltrúar á verkalýðs- ráðstefnu I AÞýzkalandl Lýst eftir sjónarvottum 1 fyrrakvöld varð kona fyrir svörtum fólksbíl á móts við apó- tekið á Álfhólsvegi í Kópavogi. Ökumaðurinn talaði við hana og taldi hún þá ekkert að. Skömmu seinna kom þó í Ijós að hún haͧL marizt svo illa áð Kún verðúr að liggja í rúminu nokkra daga. Lögreglan í Kópavogi bið- ur því ökumanninn að hafa samband við sig, einnig þá sjónarvotta sem voru nærstadd- ir er þetta gerðist. Framhald af 1. síðu. Umboðsmenn happdrættisins eru beðnir að póstleggja skil til okkar eigi síðar en á sunnudagskvöld. — Notum þessa 3 daga vel. Vinnum að bættum hag Þjóðviljans. f morgun lögðu af stað héðan til Austur-Þýzkalands tíu félag- ar verklýðsfélaga víða af land- inu, Þeir taka þátt í 7. verk- lýðsráðstefnu Iandanna við Eystrasalt, Noregs og íslands. Það er austurþýzka verklýðssam- bandið sem gengst fyrir ráð- stefnu þessari og vcrður hún haldin í Rostock dagana 5.—12. júlí. Kjörorð ráðstefnunnar er „friður við Eystrasalt" og meg- intilgangur hennar er að ræða friðar- og afvopnunarmál, sér- staklega verða ræddar þær til- lögur, sem utanríkisráðherra Póllands, Rapecki, og síðar Kekkonen forseti Finnlands og Unden utanríkisráðherra Sví- þjóðar hafa sett fram um kjarn- orkuvopnalaus svæði í Mið- og Norður-Evrópu. Annar megin- tilgangur ráðstefnunnar er að að þátttakendur auki kynni sín á milli og ræði vandamál verk- lýðshreyfingarinnar í þeim lönd- um sem senda fulltrúa á ráð- stefnuna, og einnig að þeir kynnist af eigin raun kjörum og lifsháttum verkalýðsins í Aust- ur-Þýzkalandi. Hinir íslenzku þátttakendur á ráðstefnunni eru: Alfreð Guðna- son, Anney Jónsdóttir, Gísli Þ. Sigurðsson, Hallvarður !Guð- laugsson, Helgi Hóseasson, Jón Ásgeirsson, Margrét Guðmunds- dóttir, Óskar Garíbaldason, Stef- án Ögmundsson og Vilborg Sig- urðardóttir, Röð deildanna og lands- hlutanna er nú þannig; 1. 4a d. Þingholt 50% 2. 13 d. Herskólahv. 50% 3. 1 d. Vesturbær 45% 4. lOb d. Vogar 41% 5. 5 d. Norðurmýri 40% 6. 15 d. Smálönd 39% 7. 2 d. Skjólin 37% 8. 4b d. Skuggahv. 34% 9. 6 d. Hlíðar 33% 10. 3 d. Skerjafj. 32% 11. 7 d. Túnin 32% 12. 12 d. Sogamýri 30% 13. 8a d, Teigar 29% 14. 9 d. Kleppsholt 27% 15. Hafnarfj. 26% 16. 11 d. Háaleiti 25% 16. Kópavogur 25% 18. Reykjanes 21% 19. 8d d. Lækir 20% 20. lOa d. Heimar 14% 21, Suðurland 14% 22. Vestfirðir 14% 22. Vesturland 14% 24. 14 d. Blesugróf 13% 25. Austurland 11% 26. Norðurl. v. 10% 27. Norðurl. ey 6% 28. Vestm.eyjar 4% (

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.