Þjóðviljinn - 03.07.1964, Blaðsíða 10
|0 6lÐA
ÞJðÐVILJINN
kærulaus, með sífelldar áhyggj-
ur og miður sín þegar hann upp-
götvar að hann er á meðal fólks
sem ekki er með sífelldar á-
hyggjur.
— Þvættingur, sagði Delaney,
en hann brosti.
— Hann gefur okkur alveg
einkennandi svar, sagði Despiére.
Og fyrst við erum að tala um
borgir: New York til dæmis. Ég
gæti vel lifað hamingiusömu lífi
í New York. Enda þótt mér finn-
ist. að sérhver Bandaríkjamaður
sem þolir þar við, hiióti að enda
ævina sem andlegur krypnlingur.
Það sem við þurfum, sagði hann
með ákefð og stórri handsveiflu,
— eru borgaskipti. Það ætti að
líta á borg eins og háskóla —
bar sem alvarlega þenkiandi og
hugsandi námsmenn geta dvalizt
í fjögur til fimm ár til þess að
hægt væri að kynnast þeim —
og hverfa síðan til annarra staða
— en koma aftur öðru hverju
til að rifía upp og endurvekja
vmisiegt. 1 París, sagði hann og
brosti, — endurvek ég leiklist og
flækjur og feluieik og örvænt-
ingu. 1 Rómáborg vin og ást og
hló glaðlega. — Eins dags bar-
dagar svo neyddust þeir til að
skammta benzín í heilt ár. Það
þarf alveg sérstaklega útvalda
náunga í stjóm, sem rekur svo
fullkomlega fráleita stjómar-
stefnu. Jafnvel vesælasti kóngur,
segjum til dæmis Lúðvík sext-
ándi. hefði aldrei þorað að leika
svo furðulegan leik. Eða er það
kannski bara í Frakklandi....
Hann yppti öxlum. Hann leit
með ánægjusvip á hina matar-
gestina. — Æjá, sagði hann. —
Þið getið hugsað ykkur hve dá-
samlegt það er að sitja á veit-
ingahúsi og vera nokkum veginn
öruggur um. að enginn komi ask-
vaðandi og fleygi sprengjum inn
um aðaldymar.
— Hvað eigið þér við með
því? spurði Delaney. Hann hafði
verið önugur og fámáll og setið
og dreypt á vi'ni sínu og rótað
dálítið i pastanu á diski sínum
og hálfviðutan nrrulið langbrauðin
niður á dúkin.
— Síðast liðin- fimm ár, sagði
Despiére og borðaði með, þeztu,
lysf/ — hef ég verið í Kóreu,
Indókína, Kýpur. Marokko. Algi-
er, Tunis, Israel, Egyptalandi. Ég
’er eins og slysalæknirw-Ég ‘ þýt
af stað bangað sem slysin verða.
— Það endar á því að þér
verðið sjálfur drepinn einn góð-
an veðurdag. sagði Delaney.
— Meistari. sagði Despiére,
mesta nrýði yðar er ruddaskap-
urinn. Hann brosti allra náðar-
samlegast og sýndi sterklegar,
breiðar og tóbaksblettaðar tenn-
ur bakvið þunnar varimar. —
Síðast var það f Philinpeville
fyrir svo sem hálfu ári. Þrfr Ar-
abar óku framhiá f opnum leigu-
bíl og skutu með vélbyssu á
tízkusýningu.
— Hvað þá? spurði Jack van-
trúaður.
— Tízkusýningu. Despiére hellti
f glasið sitt. — Atta falleear.
franskar stúlkur sem sýna
snlunkunýja, franska kjóla.
Þannig frelsar maður land sitt
nú til dags.
— Hvem fiandann voru þær
að gera í Philippeville? spurði
Delaney.
— Þær fluttu boð frá París til
landa okkar handan hafsins.
sagði Desniére. — Falleg föt við
bvert tækifæri. Tesamkvæmi:
HÁRGREIÐSLAN
Hárgre'ðslu og
snyrtistofa STETNU og DÓDO
Laueaveei 18. TTI h. (lyfta)
SÍMI 24616.
P E R M A Garðsenda 21
SÍMI: 33968. Hárgreiðslu- og
snyrtistofa.
Dömur! Hárgreiðsla við
allra hæfi
TJARNARSTOFAN
Tjamargötu 10 — Vonarstræt-
ismegin — SÍMT- 14662
HARGRETÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR
(María Guðmundsdóttiri
Laugavegi 13. — RfMT
— Nuddstofa á sama stað.
umsátur, kommúnistauppþot, —
launsátur, opinberar veizlur,
skrúðgöngur útlendingahersveit-
arinnar, móttökur bandarískra
stjómmálamanna .... og svo óku
þeir bara framhjá hótelinu og
skutu í líf og blóð. Hugsið ykk-
ur hvað sá maður er langt leidd-
ur sem getur hugsað sér að
skjóta átta fallegar stúlkur.
— Hittu þeir einhverja þeirra?
spurði Jack.
— Nei. En þeir drápu sex
manns sem sátu á næsta kaffi-
húsi.
— Hvað með yður? spurði Del-
aney. — Voruð þér þama í raun
og veru?
— Já, ég var það. A gólfinu.
Bakvið borð. sagði Despiére bros-
andi. — Ég er orðinn anzi slyng-
ur að fela mig bakvið borð. Það
kæmi mér ekki á ó^art, bótt ég
ætti heimsmet í því. Ég var
staddur í Casablanca. þegar
mannfjöidinn heliti benzíni yfir
tvo náunga sem voru honum ekki
að skapi, og kveikti í öllu sam-
an. Ég fæ stólpalaun, sagði hann,
— vegna þess að ég hef hæfi-
leika til að vera viðstaddur ein-
mitt. þegar nútímamenning okk-
ar sýnir á .sér. beztu hiiðarnár.
Hann lyfti glasi sínu og horfðr
rannsakandi á það. — Ég elska
ítölsk vín. Þau eru svo ómerki-
leg. Þau þykjast ekki vera silki-
mjúk eins og frönsk vín. Ég er
líka hrifin af ítölskum litum.
Þegar ég sá í fyrsta skipti litinn
á múrveggjunum í Róm á sum-
armorgni. vissi ég að ég hafði
þráð þessa borg alla mína ævi,
þótt ég væri ekki nema sautján
ára þá. Mér fannst ég nákunnug-
ur borginni frá fyrstu tíð. I
fyrsta skipti sem ég kom til
Rómar með pabba mínum. þegar
ég var strákur. komum við inn
um Flaminia hliðið áð Piazza del
Popolo. Hundruð manna voru um
allt torgið. Pabbi stöðvaði bílinn
og fór með mig í kaffihús á einu
hominu. Fallegasta stúlka í
heimi stóð bakvið borðið hjá
kassanum og seldi litlu miðana
sem maður afhendir manninum
við espress-vélina. Þama sat ég
bálskotinn f stúlkunni bakvið
borðið, og ég sagði strax við
sjálfan mig: — Mikið hlýtur að
vera gaman að eiga heima inn-
anum eintóma Itali. Ég ætla að
koma hingað og drekka kaffi það
sem ég á eftir ólifað. Ég er búinn
að finna mína borg. Sumar borg-
ir verða heimili manns við fyrstu
sýn. Er þetta ekki rétt hjá mér,
Dottóre? Hann sneri sér að
Jack.
— Jú, sagði Jack. Hann var
að hugsa um sjálfan sig og þeg-
ar hann sá París í fyrsta skipti
á stríðsárunum og hve borgin
hafði heillað hann — svo mjög.
að hann hafði setzt þar að mörg-
um árum seinna.
— Það er til fólk, sagði Despi-
ére, — sem nýtur ekki Iífsins
til fulls nema í höfuðborgum
annarra landa en föðurlandsins.
Ég er einn þeirra. Þér Dottóre,
eruð líka einn þeirra. Hinir sælu
flóttamenn. Meistarinn, nei. Hann
virti Delaney fyrir sér. en hann
var kominn í ögn betra skap.
meðan Despiére lét móðan mása.
— Maésti-o er öðru visi. Hann er
ósvikirm Bandaríkjamaður. Það
táknar að hann er fljótfær,
byggingarlist og guðleysi. Þegar
ég verð gamall, ætla ég að
setjast að á bóndabæ í nánd v:ð
Frascati til að drekka hvítvfn, og
í hvert sinn sem ég finn dauð-
ann nálgast. ætla ég að fara
jnn f borgina og drekka kaffi-
bolla við Piazza del Popolo. . .
Hann þagnaði og leit á Jack méð
9
áhyggjusvip. Hvað er að, Dott-
óre?
Jack sat álútur fram á diskinn
og hélt vasaklút upp að nefinu.
Hann riðaði fram og aftur á
stólnum og vasaklúturinn varð
smám saman rauður. — Ekki
neitt. Við sjáumst á morgun.
Hann reis á fætur og deplaði
augunum, því að hann sá ekki
skýrt. Hann reyndi að brosa. —
Fyrirgefið. Ég held það væri bezt
að ég kæmi mér heim.
Despiére spratt á fætur. —
Ég fer með þér, sagði hann.
Jack bandaði . frá sér með
hendinni. Kemur ekki til mála,
sagði hann. Hann gekk af stað
“útúr -veitmgahúsinu, honum var
óglatt og hann reyndi að komast
hjá þvf að kasta upp. Hann var
reikull f spori og fann hvemig
svitinn spratt fram á enni hans
og hann svaraði ekki, þegar yfir-
þjónninn sagði eitthvað við hann.
Fyrir utan hallaði hann sér upp
að húsinu og dró að sér kvöld-
loftið og fann blóðbragð í munn-
inum.
Ég fæ aldrei ógleði. hugsaði
hann næstum skelkaður. Mér er
aldrei óglatt, hvað gengur að
mér? Hann fékk þá óþægilegu
kennd að hann færðist á milli
tfmaskeiða, að nýr, kaldur
straumur rynni um hann allan,
að hann væri vamarlaus og op-
inn fyrir árásum. Meðan hann
stóð þama skjólfandi og fann
hnakkann upp við kaldan stein-
inn, fannst hcmum sem atburð-
ir liðu framhjá eins og í draumi.
orð, fólk, sem breyttust f núm-
er, óendanlega röð af tölum sem
ekki var hægt að stöðva. Bara
að ég væri dmkkinn, hugsaði
hann, þá gæti ég treyst því að
þetta væri liðið hjá á morgun.
En hann hafði ekki drukkið ann-
að en hálft glas af léttu víni.
Ekki silkimjúkt, hugsaði hann.
Ringulreiðin byrjar efst uppi.
Hvar er maðurinn sem barði
mig? — Arrívederci, Roma,
heyrði hann rödd mannsins
syngja, ölvaða og stríðnislega.
Þegar Doria sökk.
Hann hristi höfuðið og blæð-
ingin hætti jafnsnögglega oghún
hafði byrjað. Nú fann hann hve
svalt kvöldloftið var hressandi.
Hann fann ekki lengur til svima
og magnleysis, hann var aðeins
þr°v*i,,,- oc viðkvæmur, og hann
varð a3 ^nna augun upp á gátt
og anda hægt og djúpt til að
fullvissa sjálfan sig um að hann
stæði ekki á brautarpalli á rign-
ingarkvöldi og væri að kveðja.
Hann gekk af stað heim á
gistihúsið. hann gekk hægt. rak
siáifan sig til að stíga hvert
skrefið eftir annað og tók mikil-
vægar ákvarðanir um kantsteina
og hvort hættulaust væri að fara
yfir götu og hvort hann ætti að
kaupa dagblað í sölutuminum
á götuhomi.
Hann heyrði hælaglamur fyr-
ir aftan sig og kvenmaður gekk
framúr honum á gangstéttinni
og hann sá að það var þýzka
mellan af barnum. Hamborg,
mundi hann. og hann mundi eft-
ir stóru, rauðu höndunum. Hann
velti fyrir sér sem snöggvast
hvað rauðu hendurnar hefðu
verið að bjástra við þetta kvöld-
ið. Konan var í rauðum skóm.
Hún gekk hratt og það var eins
og hún væri gröm, rétt eins og
einhver hefði valdið henni von-
brigðum. Eitt númer í röðina.
Hann fór inn á gistihúsið. Frá
barnum af neðstu hæð hevrðist
hljómur í útvarpi sem lék lag
sem hann hafði ekki heyrt áð-
ur. Uppi voru gangamir langir
og hljóðir og dauflýstir og skór
gestanna fvrir utan dymar voru
eins og síðustu eigur fólk's sem
hafði verið tekið af lífi um
honastélsleytið í dag.
Hann gekk framhjá tuttugu
dyrum. Hvergi heyrðist nokkurt
hljóð. Gestimir sem vom læstir
inni, ömggir með sín umbreyt-
anlegu nöfn og reglubundna líf,
sváfu vært án þess að láta neitt
uppi um stellingamar. Það vom
engir rauðir skór fyrir utan
neinar af þessum tuttugu dymm.
Hann athugaði það vandlega.
Hann var búinn að gleyma her-
bergisnúmerinu sínu og sem
snöggvast stóð hann agndofa í
miðjum ganginum, yfirkominn af
hræðslu við að hann fyndi það
aldrei. Herbergið með blóð-
fiekkuðum jakka i fataskápnum.
Nei, mundi hann. stúlkan tók
hann í hreinsun. Per pulire, per
favore, Dottóre.
Svo fékk hann snjalla hug-
mynd. Hann leit á lykilinn sinn.
Við hann var festur stór plast-
miði og á miðanum stóð númer:
654. Hann var hreykinn af ráð-
snilld sinni og kaldri rökvísi.
Hann hélt áfram inn ganginn,
forðaðist veggina báðum megin,
og stanzaði fyrir utan númer 654.
Honum fannst sem hann hefði
aldrei komið þama fyrr. heldur
hefði hann verið við aðrar dyr
með sama númeri og þar h.efði
eitthvað merkilegt átt sér stað.
Hvar höfðu þær dyr verið? I
hvaða borg? New York. Los
Angeles, London? Það var ilmur
af lárviðarlaufi og eukalyptus,
hitabeltis og lyfjakenndur ilmur
i kringum 654. Beverly Hills,
mundi hann, og Delaney. helvíti
Delaneys, með þokunni frá
Kyrraihafinu og stúlka i bfl
síðla kvölds og í aftursætinu
hundur, sem gelti allan tímann
og sást í kalifomískar vígtennur.
Hann stakk lyklinum í skráar-
gatið og gekk inn f herbergið.
rétt eins og hann væri pipar-
sveinn, bamlaus. Herbergi, sem
hann var viss um að hann hefði
aldrei fyrr komið í, og hann
fann lárberja- og laukalyptusilm-
inn. Gierið yfir koparstungun-
um frá Rómaborg endurkastaði
ljósinu frá glerkrónunni og
skipti Rómaborg miðalda í
skringilega smábúta, tíglótt
brjóstrið og marghymda tuma,
sem smiðimir hefðu aldrei þekkt
aftur.
Hann fór inn í baðherbergið og
starði á andlit sitt, fyrst yfir
öðrum vaskinum. síðan hinum.
Einn handa mér og annar handa
hverjum sem er. Hann þekkti
næstum sjálfan sig aftur, rétt
eins og hersingin af draugum
sem kemur úr kvikmyndahúsun-
16250 VINNINGAR!
Fjórði hver miði vinnur að meðaltalil
Hæstu vínningar 1/2 milljón krónur.
Laegstu 1000 krónur.
Dregið 5. hvers mánaðar.
Föstudagur 3. jú-lí 1964
Blómasýningin
í Listamannaskálanum stendur til 5. júlí.
OPIN KL. 2—10.
Aðgöngumiði gildir tvisvar.
Flugsýn hJ. sími 18823
FLUGSKÖLI
Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpróf.
Kennsla í NÆTURFLUGI
VFIRLANDSFLUGI
BLINDFLUGI.
Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar í nóvember
og er dagskóli.
Bókleg námskeið fyrír einkaflugpróf, vor og haust.
FLUGSYN h. f. sími 18823.
Auglýsið i ÞjóBviljunum
FERÐABÍLAR
17 farþega Mercedes-Benz hópferðabílar af nýjustu gerð,
til leigu í lengri og skemmri ferðir. Afgreiðsla alia virka
daga, kvöld og um helgar í síma 20969.
HARALDUR
EGGERTSSON,
Grettisgötu 52.
FERÐIZT
MED
LANDSÝN
• SeJjum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsfuskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
L A IM □ S V N nr
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.