Þjóðviljinn - 08.07.1964, Síða 4
4 SlÐA
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 5 mánuði
,Svikin vara og itta nothæf'
pjeimsókn hertogans af Edinborg til forseta ís-
lands virðist hafa haft í för með sér miklar
truflanir á taugastarfsemi ýmissa framámanna
Sjálfstæðisflokksins. Ritstjóri Morgunblaðsins var
t.d. jafnan fremstur í flokki af blaðamannaskara,
sem vöktuðu nákvæmlega hvert fótmál hertog-
ans, eins og um opinbera heimsókn væri að ræða.
Og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, reynir
í Reykjavíkurbréfi sínu s.l. sunnudag að nota
heimsóknina sér til pólitísks framdráttar; hlýjar
móttökur, sem ges’t'urinn fékk, túlkar hann sem
kórónu á „vinsældum“ undansláttarsamnings rík-
isstjómarinnar í landhelgisdeilunni við Breta.
Hefði þó verið sæmst fyrir forsætisráðherra að
tengja þessi mál ekki saman, því það hefði verið
andstætt íslenzkri gestrisni að láta hertogann
gjalda þess í móttökum hér, þegar hann var per-
ónulegur gestur forseta íslands en ekki opinber
full’frúi brezkra stjómarvalda.
þó keyrir um þverbak, þegar Vignir Guðmunds-
son blaðamaður Morgunblaðsins er sendur með
slíka sagnfræði í ríkisútvarpið. Það er fáheyrð
ósvífni, að menn skuli leyfa sér að halda því fram,
að það hafi í raun og veru verið „fámenn stétt“
brezkra útgerðarmanna en ekki brezk stjórnar-
völd, sem bar ábyrgð á hernaðarofbeldi Breta gegn
íslendingum. Eða þá að aldrei hefði komið til
landhelgisdeilunnar 1959, ef „rauðliðar“ hefðu
ekki farið með þau mál þá, rétt eins og útfærsla
landhelginnar í 12 mílur hafi eingöngu verið á-
hugamál þeirra, sem Vignir Guðnyundsson kallar
„rauðliða“. En fróðlegt væri að heyra álit Morgun-
blaðsmanna á því, hvers vegna Bretar settu lönd-
unarbann á íslenzkan fisk, þegar íslendingar
færðu landhelgina út um eina mílu 1952, en þá fór
Bjarni Benediktsson með landhelgismál. Rökvís-
in er ekki alltaf hin sferka hlið Morgunblaðs-
manna, þegar þeir ráðast gegn pólitískum and-
stæðingum.
Jgn erindi Vignis Guðundssonar í útvarpið var þó
greinilega fyrst og fremst að hella rætnustu
persónulegum svívirðingum yfir stéttarbræður
sína og pólitíska andstæðinga. Góðlátlegt grín
Þjóðviljans um viðbrögð Morgunblaðsmanna,
meðan stóð á heimsókn drottningarmannsins
brezka hefur orðið taugum þeirra ofraun. Svo
langt var þessi píslarvottur hinnar konunglegu
brezku heimsóknar leiddur, að grín um Morgun-
blaðsmenn var orðið að hinni ferlegustu móðgun
við hertogann. Þetta er tvennt ólíkt, og er hér
með skorað á Morgunblaðið að færa sönnur á það,
að Þjóðviljinn hafi á einn eða annan hátt reynt
að óvirða þennan gest forseta íslands. — En það
var eftir öðru, að Morgunblaðsmaðurinn tók sér
síðan fyrir hendur að kasta hnútum að Norðmönn-
um fyrir þjónustu, sem hann hefði orðið aðnjót-
andi, er hann dvaldi þar í landi fyrir skemmstu.
Málflutningi Vignis Guðmundssonar í útvarpinu
verður bezt lýst með hans eigin orðum; það var
„svikin vara og illa nothæf“, — og allra sízt þó í
ríkisútvarpinu. Slíkur málflutningur er í hæsta
lagi „nothæfur“ á síðum Morgunblaðsins. — b.
--------- ÞJÓÐVILJINN
Fyrsta deildarkeppnin:
Valursigraði XR með
1 gegn 0 íjöfnum leik
□ Það var ekki fyrr en á 87. mín. sem mark-
ið kom, það sem gerði út um að bæði stigin lentu
hjá Val. En það var þá svo eftirminnilegt að
margir munu lengi minnast þess sem sérlega
glæsilegs marks, af um 30 m færi í bláhorn
marksins og markmaður KR fékk ekki við það
ráðið. Sá sem skoraði þetta skemmtilega mark
var Matthías Hjartarson framvörður vinstra meg-
in.
Annars var leikur þessi held-
ur dauíur og tilþrifalítill og
ekki mikið sem gerðist er gam-
an var að. en vera má að hinn
háli völlur og blauti hafi að
nokkru truflað ieikmenn. Send-
ingar þeirra voru satt að segja
ótrúlega ónákvæmar, og voru
Valsmenn þar heldur lakari.
Hvað það snertir er naumast
hægt að nota blautan völl sem
afsökun á ónákvæmni í send-
ingum, til þess eru leikmenn
þessara beggja liða orðnir það
vanir grasi.
Til að byrja með voru Vals-
menn heldur meira í sókn. en
---------------------æ>
Stökkqlaðar
mefstálkur
Norska stúlkan Berit Töien
bætti enn Nörðurlandamet sitt
í langstökki kvenna á brezka
meistaramótinu um síðustu
helgi. Hún stökk 6,45 metra,
en varð þó að láta sér nægja
annað sætið í keppninni. Enska
stúlkan Mary Bignal-Rand
stökk 6,58, sem er brezkt met
og 12 sm. skemmra en heims-
metið, sem Tatjana Tsjelka-
nova, Sovétrikin, setti fyrir fá-
einum dögum í Moskvu.
Ákveðið er að dómarinn á
landsleiknum Island—Skot-
land, sem fram á að fara í
Reykjavík 27. júlí n.k. verð-
ur Erling Rolf Olsen frá Osló.
Línuverðir á leiknum verða
síðar skipaðir af dómnefnd
K.S.I., en nefndina skipa þeir
Guðmundur Guðmundsson.
sem er formaður, Halldór Sig-
urðsson og Ingi Eyvinds,
annars var leikurinn mög jafn;
áttu bæði liðin sín tækifæri
og það opnasta hafði Sveinn
Jónsson innherji KR. þegar
hann var kominn innfyrir vörn
Vals á 85. mínútu, en skotið
fór langt fyrir utan markið.
Nokkru áður var Hermann
nærri búinn að skora en skot-
ið lenti í liggjandi markmanni
KR. KR-ingar skutu heldur
meira og þá sérstaklega Ellert
Schram, sem átti nokkur ágæt
skot, en þau fóru flest fram-
hjá. Bæði liðin náðu við og við
laglegum samleik en í honum
var ekki sá hraði sem verulega
ógnaði eða skapaði hættu.
Og þegar upp að marki kom
var sem framherjarnir ættu
erfitt með að átta sig á því
hvar þeir ættu að vera og
fóru Valsmenn þar oft illa með
endirinn á áhlaupum sínum.
Útherjar KR voru heldur
virkari en Vals og opnaði það
oft leiðina að marki Vals, en
vöm Vals var nokkuð þétt.
Nokkrar breytingar á liði KR
voru í þessum leik, þar sem
Gunnar Felixson var ekki með
og í hans stað iék Theodór
Guðmundsson, og örn Stein-
sen var heldur ekki með, en í
hans stað lék Hörður Markan,
ungur leikmaður. sem minnir
mjög á Gunnar Guðmannsson,
bæði hvað hreyfingar, knatt-
meðferð og stærð snertir. Er
þar vafalaust efni á ferðinni.
Sveinn Jónsson var innherji og
féll ekki sem skyldi inn í iín-
una. 1 heild náði framlína KR
ekki eins saman og oft áður
og satt að segja hefur hún
missti töluvert af sóknarmætti
sínum við fjarveru Sigurþórs.
Gunnar Guðmannsson var lang-
bezti maður sóknarinnar.
Vöm KR var allgóð. með
Þorgeir sem bezta mann og
stöðugt vaxandi.
Framlínu Vals gengur enn
illa að ná saman, og kemur
Miðvikudagur 8. júlí 1961
þar tvennt til sérstaklega. I
fyrsta lagi of rækil hneigð til
einleiks, sem allir meira og
minna eru haldnir af, Her-
mann og Reynir þó lakastit
hvað það snertir, og í öðru
lagi voru sendingar þeirra allt-
of ónákvæmar.
Gylfi Hjálmarsson í marki
varð að yfirgefa völlinn eftir
að hafa tognað í viðbragði, en
Björgvin Hermannsson kom í
hans stað og stóð sig með mik-
illi prýði, en þetta skeði á 17.
mínútu síðari hálfleiks.
Þetta voru dýrmæt stig fyr-
ir Val sem nú ætti að vera
búinn að bjarga sér úr mestu
fallhættunni.
Dómari var Hannes Þ. Sig-
urðsson og dæmdi mjög vel.
Áhorfendur voru margir.
þótt veðrið væri heldur leiðin-
legt. — Frímann.
L
Kemur Bonlieu hingað?
Heyrzt hefur að hinn heimskunni skíðagarpur Francois Bonlie
komi hingað í sumar á vegum ÍR. Ekki mun ennþá fullvíst hvoi
Bonlieu geti komið hingað, en það er lofsvcrt framtak að reyn
að fá slíkan afreksmann hingað til eflingar skíðaíþróttinn
Francois Bonlieu sigraði í stórsvigi á vetrar-olympíuleikunui
í Innsbruck í vetur, og hann hefur unnið marga glæsilega sigr
á alþjóðamótum. í sumar er ráðgert að halda skiðamót í Ker
ingafjöllum, en þar er nú nægur snjór og ágætt skíðafæri. -
Myndin er af Bonlieu í keppni.
Loksins höfum við
eignazt mann . . .
Það hcfur einhver vanstill-
ing hlaupið i ritstjóra Vísis.
Leiðarar hans undanfarið hafa
verifj samsafn fúkyrða um
pólitíska andstæðinga, en all-
ar málefnalegar staðreyndir
látnar lönd og Ieið. T.d. hefur
hann varið drjúgu plássi und-
anfarið til þess að fjasa um
gagnsleysi Framsóknarflokks-
ins í íslenzkum stjórnmálum.
Sá flokkur er með öllu óþarf-
ur að dómi ritstjóra Vísis;
hann á að hverfa! Og eftir
mikinn fúkyrðaflaum í leiðara
blaðsins 6. júlí, Iýsir ritstjór-
inn því yfir, að nú verði
„kommúnistar þurrkaðir út úr
íslenzkum stjórnmálum“ áður
en langt um Iíður. Já, þinn er
mátturinn og dýrðin, ritstjóri
góður; það tekur þig sannar-
lega ekki Iangan tíma að
hreinsa til í íslenzkum stjórn-
málum. Og mikið má þjóðin
vera þakklát fyrir að hafa nú
Ioksins eignazt slikan mann!
■ Öfug áhrif
Annars má það heita undar-
leg árátta hjá svo miklum
„Iýðræðissinna“ að vilja endi-
lega losa, sig við alla pólitíska
andstæðinga, Og ekki ^r það
nú öldungis áreiðanlegt, að
stjórnarandstaðan á íslandi
„þurrkist út“, þótt einhver van-
stilling grípi ritstjóra Vísis um
sinn, og hann sé að reyna að
hugga sig við þess háttar
vangavcltur. Að minnsta kosti
cru skrif hans þannig, að þau
munu síður en svo stuðla að
þróun í þá áttina, — sem bct-
ur fer munu flestir segja.
■ Margsinnis flutt á
alþingi
En það sem hefur valdið
þessu útþurrkunaræði hjá Vísi,
eru skrif Þjóðviljans um sam-
komulag verkalýðssamtakanna
við ríkisstjórnina um leiðir til
þess að stöðva verðbólguna.
Þjóðviljinn hefur nefnilega
bent á þá staðreynd, að það
voru verkalýðssamtökin, sem
knúðu ríkisstjórnina til að
undirrita loforð um allveruleg-
ar endurbætur á sviði húsnæö-
ismála, orlofslöggjafar og lof-
orð um verðtryggingu kaup-
gjalds. Allt eru þetta mál, sem
í eðli sinu heyra fremur undir
stjórnarvöld og löggjafa en
bcina kjarasamninga verka-
lýðssamtakanna. En ríkisstjórn-
in hafði ekkert frumkvæði um
nein þessara mála á alþingi;
öll meginatriði samkomulagsins
snerta mál, sem margsinnis
hafa verið flutt á alþingi af
þingmönnum Alþýðubandalags.
ins. Þar hafa þessi mál ýmist
vcrið felld af þingmeirihluta
rikisstjórnarinnar eða séð til
þess á annan hátt, að þau
næðu ckki fram að ganga. En
það er raunar ekki nýtt hér
á Iandi, að verkalýðshreyfing-
in verði að knýja fram á samn-
ingum við ríkisvald eðp. at-
vinnurekendur þau hagsmuna-
mál, sem fulltrúar hennar á
þingi hafa borið þar fram en
ekki fengið samþykkt.
■ Og samt — hún á
þakkir skilið
En það er broslegast af öllu,
þegar málgögn ríkisstjórnar-
innar ætla að fara að eigna
henni mál, sem hún hefur bar-
izt gegn allt frá því að hún
kom til valda; hrósa henni af
samningum, sem hún átti ekki
cinu sinni frumkvæðið að. Það
er hins vegar alveg hárrétt
hjá Vísi, að það er ríkisstjórn-
in sem gefur formlega út
bráðabirgðalögin um 1% launa-
skattinn, afnám banns við
visitölutryggingu kaups o.fl.,
enda segir ritstjóri Vísis af
mikilli þykkju: „Það er ríkis-
stjórnin, sem á þær þakkir,
en ekki þeir‘-. (En þesslr
„þeir“ eru kommúnistar á
máli ritstjóras, og gefur hann
það heiti öllum þeim sem
stóðu að samningunum fyrir
hönd verkalýðssamtakanna, —
vafalaust í virðingarskynl). Já,
sé það orðið sérstaklega þakk-
arvert að dómi Vísis, að ríkis-
stjórnin standi við loforð. sem
hún hefur hátiðlega gefið og
staðfest með undirskrift for-
sætisráðherra, bá skal fyllilega
undir það tekið: Ríkissfcjórnin
á þakkir skilið.
■ Bæta gráu ofan á
svart
Vanstilling Vísis stafar af
þeirri einföldu ástæðu, að
hann finnur, að rikisstjórnin
var ekki vaxin þeim vanda,
sem hún átti að ráða fram úr.
En það bætir einungis gráu
ofan á svart og auglýsir þá
staðreynd cnn frekar fyrir al-
þjóð, þegar Vísir hyggst bjarga
stjórninni úr þeirri klípu með
skrifum sínum. — Skafti.