Þjóðviljinn - 09.07.1964, Page 4

Þjóðviljinn - 09.07.1964, Page 4
4 SIÐA Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 5 mánuði Sfgur Kúbu fyjorgunblaðið fagnar því í gær í forustugrein að Kúbubúar eigi við erfiðleika að stríða. Víst er það rétt að íbúar Kúbu hafa orðið að heyja harða lífsbaráttu á undanförnum árum, en þau vandkvæði eru einvörðungu afleiðing af linnu- lausu ofbeldi Bandaríkjanna við smáríkið í Kar- íbahafi. Alla tíð síðan Bandaríkjaleppnum Batista var steypt af stóli hefur hið vestræna stórveldi beitt öllum' tiltækum ráðum til þess að reyna að undiroka Kúbu á nýjan leik. Reynt hefur verið að svelta íbúana til hlýðni með viðskiptabanni, skipulögð hafa verið hermdarverk og glæpir, reynt hefur verið að undiroka landið með vopnaðri innrás á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, og haustið 1962 munaði minnstu að Bandaríkin leiddu ógnir nýrrar styrjaldar yfir mannkynið með ofbeldi sínu á Karíbahafi. En Bandaríkin hafa beðið einn ósigurinn af öðrum í þessari of- stækisfullu styrjöld; þau hafa að vísu valdið Kúbu- mönnum miklum efnahagslegum örðugleikum og neytt þá til að búa við hernaðarástand árum sam- an og þær skerðingar á persónulegu frelsi sem því fylgja, en smáþjóðin hefur stælzt við hverja raun og náð undraverðum árangri á mörgum sviðum. gigur Kúbu í átökunum við Bandaríkin er ein- hver mikilvægasti atburður sem gerzt hefur á alþjóðavettvangi síðustu árin og sönnun þess hve sterk þjóðfrelsishreyfingin er orðin. Fyrir nokkr- um áratugum hefði það verið óhugsandi að sós- íalistískt þjóðfélag kæmist á legg í næsta nábýli við voldugasta auðvaldsríki heims, en nú fá jafn- vel helsprengjuhótanir engu um þokað. Og Kúbu- búar hafa að bakhjarli 200 miljónir manna um gervalla Rómönsku Ameríku sem bíða færis til að léfta af sér oki bandarískrar yfirdrottnunar og munu finna leiðir til þess. Staöreyndir Jjað hefur orðið mörgum holl kennsla í stjórn- málum að hugleiða samkomulag það sem verk- lýðshreyfingin gerði við ríkisstjórnina í fyrra mánuði. Þar var hagsmunasamtökum verkafólks beitt sem áhrifamiklu tæki til þess að knýja fram þjóðfélagslegar breytingar sem mikill meirihluti þjóðarinnar nýtur og fagnar. En auðséð er að þessi árangur verklýðshreyfingarinnar blæðir íhalds- blöðunum í augum; þannig reynir Vísir dag eftir dag að halda því fram að með samkomulaginu hafi ríkisstjórnin aðeins verið að framkvæma sína eigin stefnu, líkt og hún hefi knúið sjálfa sig til samninga! jjjn sfaðreyndirnar verða ekki umflúnar. Það hef- ur kostað verklýðshreyfinguna harðvítuga bar- áftu í fjögur ár að neyða ríkisstjórnina til þess að falla frá óðaverðbólgustefnu sinni. Og alþýðusam- tökin þurftu að hóta enn einu allsherjarverkfalli til þesc ",?t '"kisstjórnin féllist á að tryggja stór- aukið " :búðarhúsabygginga, aukið orlof og aðrar þ. - ^evtingar sem um var samið. — m. ÞJ6ÐVILIINN Fimmtudagur 9. júlí 1964 Stóru bátarnir og tæ — spjall við fínnboga Magnússon, aflakóng Við náðum stuttu spjalli af Finnboga Magnússyni á mánu- dagsnótt norður á Raufarhöfn og var þessi vestfirzki afla- kóngur hress í fasi í brúnni á hinu nýja skipi sínu Helgu Guðmundsdóttur frá Patreks- firði. — Þetta nýja skip hefur reynzt mér vel fram að þessu, og er ég að verða hagvanur hér um borð, segir Finnbogi. Margir hafa látið í Ijós við mig furðu sína á hinni öru endumýjun flotans og eru hneykslaðir yfir hinum mörgu bátum, sem keyptir eru inn i landið um þessar mundir. Þetta kalla ég hugsunarvillu. Litlu bátamir eru orðnir úr- eltir við síldveiðar og hvers- vegna þurfum við að láta þessa atvinnugrein hanga á horrim- inni, eins og var á síldarleys- issumrum á sjötta áratuginum? Verksmiðjukosturinn í landi er hins végar orðinn úreltur fyrir þessa nýju og stóru báta og kemur bezt í ljós þessa dagana. þegar aðeins þriðjung- urinn af flotanum er virkur að veiðum vegna þess hvað Tlla gengur að losna við aflann í landi. Þessar litlu verksmiður eru miðaðar við bátakostinn kring- um 1940 og þarf að verða breyting í þeim efnum. Lönd- unarbið er allt að fjórum sól- arhringum á Austfjarðahöfn- um. Hvað meina þeir að birta ekki sfldveiðiskýrslurnar viku- lega eins og áður? Það er mik- il óánægja hjá sjómönnum út af þessu atferli. Ég hef aldrei heyrt skrýtnari rök heldur en sjóslysanefndin ber fram í þessum málum. Þetta er móðgun við skipstjór- ana. Það er eins og við séum með þessar skýrslur fyrir framan okkur í brúnni á með- an við erum að kasta og bæt- um á skipin eftir tölum keppi- nautana. Það mætti alveg eins snúa þessu við og keppinautamir verði fleiri með leyndinni og spennan vaxi eftir því. Það eru hinsvegar margir aðstandendur sjómanna í landi og vilja þeir fylgjast með hvernig þeim gengur. Þetta er mér óskiljanlegt. Við erum búnir að afla 12300 mál og tunnur og er há- setahlutur hjá mér orðinn ríf- lega sjötíu þúsund krónur. Okkur hefur þó gengið illa Þessi torfa kom inn á astikið hjá Finnboga síðastliðið laugar- dagskvöld. Mun þetta vera þúsund mála torfa á Seyðisfjarð- ardýpi og köstuðu þeir á hana. Þeir lönduðu aflanum í salt hjá Borgum á Raufarhöfn og reyndist hann 992 tunnur uppmældar og 576 tunnur saltaðar. Úrkast nálægt fjörutíu prósent. (Ljósm. Þjóðv. G.M.). síðustu viku. Reyndist nótin hjá okkur vitlaust uppmæid og á ég von á henni aftur úr viðgerð frá Siglufirði í-nótt. Annars biðjum við allir að heilsa heim. — g.m. Hérna kemur bilaða nótin frá Siglufirði, og höfðu þeir lánsnót á meðan viðgerð fór fram. Það voru snör handtök hjá strákunum, en þeir hcita, taiið frá vinstri: Eggert Skúlason frá Patreks- firði, Gestur Guðjónsson frá Patrcksfirði, Kristinn Guðjónsson frá Tálknafirði, Ólafur Magnús- son frá Patreksfirði og Birgir Pétursson frá Patreksfirði. Öllum Iíður vel um borð og biðja þeir fyrir kveðju heim. bokmenntfr Ládauður sjór Böðvar Guðmundsson: Austan Elivoga, Almenna bókafélagið, Rvík, 1964. I nýlega útkominni ljóðabók Böðvars Guðmundssonar, Aust- an Elivoga, standa þessar hend- ingar, sem staðið gætu sem á- lyktunarorð fyrir kvæðunum: „En marga nótt ég hrópaði, hrópaði og bað um hávaðarok, um storma og þrumuveður, og hlaut að svari lygnan, Ijósan dag og ládauðan sjó, eða myrka, andvana þoku.” og niðurlag kvæðisins eru þessar línur. sem þó skulu ekki heimfærðar upp á Böðv- ar: „unz farkostur minn varð fúa og maðki að bráð”, Böðvar Guðmundsson er ungur maður, sonur Guðmund- ar skálds Böðvarssonar. A kápusíðu ljóðabókarinnar seg- ir, að Böðvar stundi nú nám í íslenzkum fræðum vð Há- skóla Islands, og að í ljóðum hans gæti athyglisverðrar við- leitni til að sameina forn og ný skáldskaparverðmæti. Ekki skal það í efa dregið. en þó ber hins að minnast, að góð meining enga gjörir stoð, gild- ir ei nema drottins boð. Böðvar Guðmundsson sann- ar það fyllilega og stundum prýðilega í þessari bók, að hann getur ort. Hann virðist hafa næman og mjög góðan málsmekk og — mirabile dictu nú á dögum — óbrigðult brag- eyra. Þó er Böðvar sizt af öllu bundinn á klafa fornrar ljóðhefðar. Um rím hirðir hann ekki sérstaklega. hins- vegar fylgja kvæði hans ís- lenzkri hrynjandí. Sannast hér enn einu sinni, að til þess að geta leyft sér bann munað að leika sér að hinu förna Ijóð- formi eða jafnvel hafna því með öllu, þurfa menn að minnsta kosti að vita, hvað við er átt, Böðvar nýtur hér vafa- laust sérþekkingar sinnar á Í3- 'enzkri tungu og bókmenntum. Og eins og á kápusíðunni sagði, tekur hann þaðan oft- lega yrkisefni sín. Eitt kvæðið heitir t.d. Síðasta heilræði Njáls og lýkur á þessum hend- ingum, sem eru þær einu, sem uridirritaður mundi eftir fyrsta léstur bókarinnar: uppskeran verður tíðast sem til var sáð, tæpast er nokkurs misst, þótt í hús við göngum. Biblíunni bregður fyrir i bókinni, í kvæðinu Endurminn- ing Pílatusar, vel gert kvæði þótt ósjálfrátt hvarfli að manni, hvort höfundur hefði ort það eins og hann gerir, hefði hann lesið smásögu eftir Anatole France um sama efni I einu kvæðinu leggur Týr að veði hönd sína til þess að binda megi Fenrisúlf; snotur- lega gert kvæði eins og allt, sem Böðvar gerir, en þó get- ur ekki hjá því farið, að manni þyki „vor egen Snorre” eins og Norðmenn eru vanir að kalla hann, komast öllu betur frá sinni frásögn: ,.Þá hlógu allir nema Týr, hann lét hönd sína”. Og enn verður fyr- ir okkur ný útgáfa af þjóð- sögunni um vermenn í helli, sem ým!st kveða Andrarímur eða Hallgrímsljóð. Allt er þetta vel gert og snoturlega hjá Böðvari, hverju íslenzku skáldi er hollt að þekkja Is- lendingasögur, Eddur og þjóð- sögur. en ekki fær undirritað- ur varizt þeirri tilhugsun, a* hér sé Böðvar kominn fuHlaní' á þeirri braut að láta sér nægja að yrkja þær upp. Þó ber ekki að skilja þessi orð mín svo, að hér sé um ein- hverja „magisterpoesi” að ræða. Böðvar heyr sér orð- fjöld úr íslenzkum bókmennt- um og er gott eitt til þess að vita, hann talar um „glapvís- in jarteikn” og sér ..forlaga- símu fléttast”, en enginn Is- lendingur ætti þó að þurfa að lesa þessa ljóðabók með orða- bók sér við hönd. Eins o-g sjá má af þessu, telur undirritaður vönduð og smekkleg vinnubrögð höfúð- kost þessarar bókar, þótt hann sakni tilþrifa. Það er t.d. hljómur og hrynjandi í þess- um línum: ,,Hann kom scm gestur eitt kvöld um haust, þegar myrkrið flæddi „ um frostr.ar þekjur”. Og þannig mætti fleira telja vel kveðið, þótt herzlumun vanti. I ritdómi um þessa bók mun því hafa verið frcm haltí- ið, að Böðvar sé undir áhrifum frá Hannesi Péturssyni og vitnað í dauðadekur Hannesar 'því til sönnunar. Ekki getur undirritaður fallizt á þetta með ö'llu. Satt er það, að Böðvar kveðst glaður troða Helveg og mætti þó minnast þei-ra orða Goethes, að ,.doch i*t n e der 'r,od ein ganz wi1” Gast”. 'Tin<:vegar er baö' rígtum Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.