Þjóðviljinn - 15.07.1964, Side 1
Sæmileg síldveiði var í fyrrinótt
1 fyrrinótt var sæmileij
veiði á svæðinu frá Hvalbak
norður á Tangaflak og fengu
53 skip (tar samtals 30.900
mál. I gærdag var Jioka á mið'-
unum og engin veiði en síð-
degis í gær voru skipin far-
in að kasta afitur.
Hjá verksmiðjunum á Aust-
urlandi eru nu allar þrær
fullar og löndunarbið sum-
staðar a.m.k. fram á fimmtu-
dag. Hins vegar eru flutn-
ingaskip stöðugt í síldarflutn-
ingum norður og hafa þeir
gengið vel.
Lokatilraun gerð tií að stöðva sigurgöngu
stríðsæsingamanna í
Repúblikanaflokknum
Christian Herter teflt gegn Goldwater.
sem enn er talinn alveg viss um sigur
SAN FRANCISCO 14/7 — Á morg'un, miðvikudag, verður gengið til at-
kvæða á flokksþingi Repúblikana í San Francisco til að velja forsetaefni
'•'Mri’a í kosningunum í haust. Hinir ráðsettari og skynsamari menn flokks-
ins reyna nú á síðustu stundu að koma í veg fyrir framboð Barry Gold-
waters öldungadeildarmanns og stöðva þannig sigurgöngu stríðsæsinga-
manna sem mótað hafa stefnuskrá flokksins og standa einhuga að bak'
Goldwater. Litlar sem engar líkur eru taldar til þess að þeim heppnist þ*
og ber öllum saman um að Goldwater muni hljóta útnefningu þegar
fyrstu atkvæðagreiðslu, og það með miklum meirihluta.
Síðasta örþrifaráð andstæðinga
Goldwaters og stuðningsmanna
helzta keppinautar hans, Scrant-
ons fylkisstjóra, var að tefla
fram Christian Herter, utanrík-
isráðherra í stjórn Eisenhowers.
Honum var falið að leggja til
við flokksþingið að það breytti
þeim kafla stefnuyfirlýsingar-
innar sem fjallar um í hvers
valdi það skuli vera að ákveða
að kjarnasprengjum skuli beitt,
en Goldwater hefur lýst því yf-
ir að hann teldi að herforingjar
á vígstöðvum ættu einir að ráða
því. Stefnuyfirlýsingin var sam-
þykkt með miklum meirihluta
í dagskrámefnd þingsins.
Þá var einnig ætlunin að
reyna að fá breytt þeim kafla
yfirlýsingarinnar sem fjallar um
kynþáttamálin.
Öruggir um sig
Fylgismenn Goldwaters voru
sagðir vissir um að þeir myridu
auðveldlega geta komið í veg
fyrir breytingar á stefnuyfirlýs-
ingunni. Samkvæmt síðustu
könnun hefur Goldwater tryggt
sér stuðning 714 af 1308 full-
trúum á Ðokksþinginu. Stuðn-
ingsmenn Scrantons voru sjálfir
sagðir vondaufir um að þeir
gætu komið nokkru máli fram á
þinginu.
Pólitískt nátttröll
Larigflest blöð í Bandaríkjun-
um fylgja Repúblikönum að
málum og enda þótt sum þeirra
séu óánægð með framboð Gold-
waters eru þau þó fleiri sem
styðja hann, leynt og ljóst.
önnur bandarísk blöð fara
ekki dult með ótta sinn við þá
þróun mála sem leitt hefur til
þess að maður á borð við Gold-
water virðist viss um að verða
í framboði fyrir annan aðal-
stjórnmálaflokk Bandaríkjanna.
„New York Times” segir í dag
að viðhorf Goldwaters geti orð-
ið ógnþrungin bæði fyrir banda-
rísku þjóðina og allan heiminn,
ef til þess skyldi koma að þau
mótuðu stjómarstefnu Banda-
ríkjanna. Blaðið kallar Gold-
water pólitískt nátttröll, sem
ekki eigi heima í þeirri veröld
sem við lifum í.
Hröktust sólarhríng
í gúmmíbát
Um kl. 6 síðdegis í gser bjargaði mb. Mjöll, RE 10,
tveim mönnum er hún fann á reki í gúmmíbát 18 sjó-
mílur norðviestur af Garðsbaga. Voru þeir búnir að
hrekjast í gúmmíbátnum í nær sólarhring eftir að þeir
urðu að yfirgefa bátinn sem þeir voru á, Brimil, RE
100, eftir að eldur kom upp í honum.
Brimill var átta tonna bátur
og voru mennirnir á handfæra-
veiðum. Kom skyndilega upp
eldur i lúkar bátsins er þeir
voru báðir að vinna aftur í bátn-
um og fengu þeir ekkert við eld-
inn xáðið. Er talið líklegt að
kviknað hafi í út frá olíukynd-
ingu sem. var í bátnum.
Þeir félagar sem heita Jón Ein-
ar Konráðsson og Guðlaugur
Jónsson, báðir til heimilis að
Höfönborg 52. fóru um borð í 10
manna gúmmíbát sem þeir höfðu
með sér. Reyndu þeir margsinn-
is að gera vart við sig með því
að skjóta neyðarblysum því að
þeir sáu marga báta nálægt sér
en það bar engan árangur. Þó
fóru þeír svo nálægt tveim bát-
um að þeir sáu menn að störf-
um um borð í þeim. Má það
íurðulegt heita að enginn skyldi
verða þeirra var þar sem gúmmí-
báturinn er stór og gulur að lit
og því alláberandi. Ekki varð
mönnunum neitt meint af volk-
inu í bátnum.
Stríðsyfirlýsing
Annað áhrifaríkt blað, ,,Wash-
ington Post”, segir að þeir kafl-
ar stefjiuskrár Repúblikana sem
um utanríkismál fjalla jafngildi
stríðsyfirlýsingu. — Flokkur og
frambjóðandi sem kosinn er á
grundvelli þessarar stefnuskrár
verður annaðhvort að lýsa sig
opinberlega andvígan henni, eða
þá að búa sig undir stríð, seg-
ir blaðið.
Stefnuskráin tekur af allan
vafa um það að þeir sem hana
sömdu og samþykktu eru reiðu-
búnir að hóta hervaldi eða beita
því til að ná settum markmið-
um. I þessu er fólgin sú hætta
að öll þjóðin farist í kjarnorku-
stríði, segir „Washington Post”
ennfremur og bætir við:
— Það er ekki furða þótt dag-
skrámefndin hafi jafnframt
samþykkt tillögu um breytingu
á stjórnarskránni til að ýta und-
ir almenna bænargerð þjóðar-
innar. Komist flokkur til valda
sem hefur bundið sig á slíkan
hátt eigum við ekki annars úr-
kosta en að leggjast á bæn.
Ráðizt á Johnson
Hatfield. fylkisstjóri í Oregon,
hélt á fundi flokksþingsins í gær
aðalframsöguræðu þess og réðst
af hörku á stjórn Johnsons for-
seta, sem hann sakaði um tví-
skinnung bæði í kynþáttamálun-
um og utanríkismálum. Johnson
Framhald á 3. síðu.
Goldwater fagnað við komuna til San Francisco
Vilja afnema takmörk
fiskiandana í Grimsby
Brezka blaðið „Fishing News“ segir frá því nýlega, að
fiskkaupmenn í Grimsby vilji takmarkanir á löndunum
færeyskra fiskiskipa í Englandi. Hafa samtök fiskikaup-
manna sent samtökum vinnuveitenda beiðni um að fá að
landa fiski úr færeyskum skipum og „öðrum erlendum
fiski, þegar nauðsyn krefur“.
Takmarkanir á löndun fisks
úr færeyskum fiskiskipum voru
settar, þegar Færeyingar stækk-
uðu landhelgi sína í 12 milur,
en þá var sett bann við að fær-
eyskir fiskimenn lönduðu meiri
fiski árlega en sem nemur and-
virði 850 þúsund sterlingspunda
á ári. Er árinu skiþt niður í
fjögur tímabil, og má ekki nota
,,yfirdrátt“ á milli þeirra, þótt
löndun nái ekki settu hámarki
á fyrri tímabilum ársins. Það
voru samtök togaraeigenda, yf-
irmanna á skipum og hafnar-
verkamarina, sem stóðu að á-
kvörðuninni um þær löndunar-
takmarkanir. er að ofan greinir.
„Til helvítis með kvótann"
En nú vilja fiskikaupmenn í
Grimsby fá þessum takmörkun-
um aflétt. Formaður samtaka
þeirra, George Coulbeck, lét
meðal annars hafa eftir sér í
vikublaði einu: „Til helvítis
með löndunarkvótann. Við ætl-
um okkur að landa fiski“!
Hafa samtök kaupmanna nú
leitað til atvinnurekenda í því
skyni að þeir beiti áhrifum sín-
um í þá átt, að landa megi fiski
Gylfi til Kína
■ Gylfi Þ. Gíslason mennta-
málaráðherra og kona hans
munu fara j opinbera heim-
sókn til Kínverska alþýðu-
lýðveldisins í - haust í boði
menntamálaráðuneytisins
SS Menntamálaráðherra
upphaflega boðið til Kína
sambandi vil heimsókn Pek-
íng-óperunrrT t'l íslands fyr-
ir nokkrum árum. Þáði hann
boðið en gat þá ekki komið
því við að fara vegna anna.
En nú hefur verið gengið frá
heimsókninni í haust; mun
menntamálaráðherra fara til
Kína frá Japan þar sem hann
■ækir þingmannafund. Munu
menntamálaráðherra og kona
hans koma til Kína snemma
! septembermánuði og dvelj-
ast þar eina til tvær vikur.
frá Færeyjum og „öðrum er-
lendum fiski“ eins og það er
orðað, þegar nauðsyn krefur.
Leggur G. Coulbeck áherzlu á, að
oft og tíðum sé færeyskur fisk-
ur og „annar erlendur fiskur“
stór hluti af þeim fiski sem
landað er í Grimsby. Þessar
landanir séu ekki síður nauð-
synlegar fyrir Grimsby-búa. Enn
fremur leggur hann áherzlu á,
Framhald á 3. síðu.
Skipverji ú
Uranusi slas-
ast illa
I gærmorgun kom tog&rinn
tjranus hingað til Reykjavíkur
með mann sem hafði slasazt
mikið um borð í togaranum er
hann var að veiðum út af Snæ-
fellsncsi um kl. 21,30 í fyrra-
kvöld. Var maðurinn illa slas-
aður í andliti. særður á auga,
kjálkabrotinn og meira meidd-
ur.
Maðurinn var að laga ventil
niðri í vélarrúmi er slysið vildi
til. Var hann að losa skrúfur
er ventilkúlan skyndilega losn-
aði og þeyttist framan í hann
af miklu afli.
Skipstjórinn á Oranusi, Sverr-
ir Erlendsson lét þegar taka
trollið inn og hélt til hafnar
með hinn slasaða mann. Kom
skipið til Reykjavíkur um kl. 7
í gærmorgun og var maðurinn
þegar í stað fluttur í Landspít-
alann þar sem gert var að
meiðslum hans.