Þjóðviljinn - 16.07.1964, Síða 2

Þjóðviljinn - 16.07.1964, Síða 2
2 SIÐA ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 16. júlí 1964 CREINARGERÐ FRÁ PÓST'■ OC SÍMAMÁLASTJÓRN Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi greinargerð frá póst- og símamálastjóminni varðandi talstöðvaþjónustu vegna síldarsaltenda og útvegs- manna: Þar sem talsverðrar óánægju og misskilnings hefur orðið vart, varðandi talstöðvaþjón- ustu vegna sildarsaltenda og útvegsmanna, þykir póst- og símamálastjórninni rétt að koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum: Hin almenna tilhögun um viðskipti milli lands og skipa v';ð strendur þess er sú, að símastjómir viðkomandi lands reka strandarstöðvar, sem annast þessa þjónustu. Vegna staðhátta hér á landi og að ýmsu leyti sérstæðrar aðstöðu, meðal annars vegna þess, að. símakerfi landsins er víða ekki opið til þjónustu talsverðan hluta sólarhringsins, hefur póst- og símamálastjórn- 1 in fallizt á að leyfa útvegs- mönnum og síldarstöðvum tak- markaða notkun talstöðva, vegna atvinnureksturs síns. Alþjöðareglur kveða skýrt á um skiptingu tíðnisviða milli hinna mismunandi greina fjar- skiptanna. Er lögð rik áherzia á, að ekki sé gengið framhjá þeirri skiptingu, svo komizt verði hjá truflunum, svo sem frekast er unnt. Vegna eindreg nna óska for- ráðarhanna bátaflotans, var þó fallizt á það hér að leyfa tal- stöðvum útgerðarmanna og síldarsaltenda viðskipti á tíðn- um, sem eingöngu eru ætlaðar til viðskipta milli skipa og þá þvi aðeins, að ekki væri not- uð meiri sendiorka en 20 wött. Skemmtilegt fordæmi Einn er sá staður á jörðinni þar sem friðsamleg sambúð gengur með hvað mestum á- gætum — enda er hann langt frá taugastrekkingi höfuðborg- anna. Þessi staður er Suður- póllinn. Eins og litla myndin sýnir kæra menn þar sig koll- ótta um opnibera viðurkenn- ingu á ríkisstjórnum og flagga á einni stöng með sovézka, tékkneska, bandaríska, aust- ur-þýzka og franska fánanum. Vísindamenn frá þessum löndum vinna þarna saman í bróðerni að ransóknum sem skipulagðar eru á alþjóðlegum vettvangi og fara fram m.a. vegna þess að sólin er víst mjög „róleg“ á þessu ári. — Stærri myndin sýnir flugvél koma með vistir til sovézku rannsóknarstöðvarinnar Vost- ok, sem staðsett er i 3500 metra hæð. skammt frá syðra segulpól jarðar og um leið kuldapól hennar. Það er hreint ekkert spaug að vinna þarna, því menn hljó'a að starfa í áttatíu gráða kulda og í ákaf- lega þunnu lofti. En hitt hafa menn fyrir satt, að fáir menn séu ánægðari með sitt hlut- skipti í tilvérunni en einmitt heimskautakönnuðir — enda leynist í okkur öllum dálitið af Kólumbusi, Einstein og Rób- inson Krúsó. Rekstur þessara talstöðva er og háður því skilyrði, að ekki berist kvartanir vegna þeirra. Þess má geta, að póst- og símamálastjóminni er ekki kunnugt um, að starfrœksla slíkra stöðva sem þessarra sé leyfð annarsstaðar en hér á landi, að minnta kosti er slíkt ekki leyft í nágrannalöndum okkar. Nú nýlega hafa komið fram háværar kröfur um meiri lang- drægi þessarra stöðva, ýmist vegna breyttra aflabragða eða dreifingu veiðisvæðanna og afstöðu þeirra til afskipunar- hafna. Hafa af þessu spunnizt nokkrir árekstrar milli póst- og símamálastjómar'nnar og útvegsmanna en á síðastliðn- um vetri náðist um það sam- komulag fyrir millgöngu síma- málaráðherra, að leyfðar yrðu langdrægari stöðvar, ef óskað yrði, en þeim aðeins leyfð af- not af send'tíðni á tíðnisviði. sem ætlað er strandarstöðvum, í samræmi við alþjóðareglur. Jafnframt er sömu aðilum heimilt að hafa, eftir sem áð- ur, aflminni stöðvar til v'ð- skipta á milliskiptatíðnunum. Reglur þessar gilda jafnt um alla, án undantekninga. Reynt hefur verið að ganga e:ns langt til móts við útvegs- menn og fært þykir í þessu atriði og eini sjáanlegi agnú- inn á því, að þessi tilhögun komi að notum er sá, að stjóm- endur skipanna hafi ekki áhuga á því að samband náist. Að lokum skal á það bent, að stöðvar þessar, sem um hefur verið rætt hér að fram- an. em eingöngu reknar með e'ginhagsmuni viðkomandi síld- arkaupenda og útvegsmanna fyrir augum. En þess misskiln- ings hefur einmitt gætt í sam- bandi við þessi mál, að hér væri um hina almennu radíó- þjónustu póst- og símamála- stjómarinnar milli sipa og lands að ræða. Póst- og símamálastjómin 'únnur stöðugt að því, að bæta ’iónus.tu strandarstöðva sinna, '->æði með endumýjun tækja stöðvanna, svo og með end- urbótum og aukningu síma- kerfisins í landinu. Vorið 1960 var tekin í notk- un fullkomin strandarstöð á Raufarhöfn, til þess að bæta þjónustuna við bátaflotann fyrir norðausturlandinu. Samskonar þjónusta við bátaflotann var opnuð á Norðfirði vorið 1963 og er nú verið að stórbæta allan tækjabúnað þeirrar stöðv- Þess má að lokum geta, að í Vestmannaeyjum annast strandarstöð póst- og síma- málastjómarinnar alla fyrir- greiðslu fyrir bátaflotann sam- kvæmt sérstökum reglum. Hef- ur það fyrirkomulag gefið á- gæta raun og hafa útvegsmenn víðar sýnt áhuga á því' og hafa það til athugunar. Póst- og símamálastjómin. Allur er varinn góður Það leynir sér ekki að skrif Morgunblaðsins um Barry Goldwater eru nú óð- um að breytast. í upphafi fór blaðið háðulegum orðum um baráttu hans fyrir framboði: það taldi hann auðsjáanlega vonlausan og þvi óþarft að votta honum hollustu. En eftir þvi sem honum hefur vaxið fiskur um hrygg heí- ur Morgunblaðið farið um hann mildari höndum. og i fyrradag birti blaðið for- ustugrein þar sem búið er í haginn fyrir algera kúvend- ingu. Það segir að menn megi ekki leggja mikið upp úr því þótt Goldwater sé talinn aft- urhaldssamur; „Hugtök eins og íhaldssamur og frjálslynd- ur eru hvergi nærri glögg. enda ekki furða þótt erfitt íé að skilgreina stefnur borg- araflokka. þegar höfð er hlið sjón af þeim umbyltingum os hraða sem við eigum við að búa, þar sem stöðugt er vi'ð ný viðfangsefni að fást. Þess vegna eru líka víðast sama" í flokkum menn, sem teljp 5ig ihaldssama og frjálslynda og það er siður en svo að alltaf sé auðvelt að greina í hverju frjálslyndi hinna síðamefndu birtist og ihalds- semi hinna fyrrnefndu. Engu að síður er líklegt, að það hafi hjálpað Goldwater og hans mönnum, að þeir hafa barizt undir þeim vígorðum, að þeir ætluðu ýmsu að breyta Qg hefðu nýmæli á stefnuskrá sinni.“ Þannig vill Morgunblaðið ekki lengur kveða upp dóm um það hvort Goldwater sé heldur íhaldssamur eða frjálslyndur og gefur raunar í skyn að hann sé framfara- maðurinn sem vilji breyta og taka upp nýmæli. Munu rit- stjórar Morgunblaðsins nú taka upp hin varkárustu skrif meðan þeir eru að átta sig á því hvorum muni betur vegna í forsetakosningunum. bví þeir eru drengir góðir n« ■’infastir Tíl- Klökkunarefpí Moreunblaðið birtir mynd- 'v af Goldwater dag eftir dag í hinum sérkennilegustu gerv- um. Á sunnudaginn var sýndi blaðið hanp í kúrekabúningi með heljarmikla byssu og sagði með aðdáun: „Barrv Goldwater hinn hvithærði. grannholda og skarpleiti öld- ungadeildarþingmaður frá Arizóna sómir sér vel í hlut- verki sínu sem vörður laga og réttar í vilta vestrinu". f gær birtist svo mynd af hon- um í Indíánabúningi þar sem hann er að dansa striðsdans og kyrja striðsöskur, Qg seg- ir Morgunblaðið að þetta geri hann „til að afla siálfum sér fylgis", erda sé það mjög til fyrirmyndar að „bandarískir stjórnmálamenn taka ekki sjálfa sig alltof hátíðlega". Takist Goldwater að afla sér nægilegs fvlgis með þess- um baráttuaðferðum verða bær eflaust einnie teknar upn hér. Það verður tilhlökkunar- efni að sjá Biama Benedikt.s- ■son í vikinesservi með kvr- horn á höfði og bitandi : skjaldarrendur, til að mynd= þegar hann þarf að vríio - cænska menntamenn. — Austri. A ðstoðariæknisstaða Staða aðstoðarlæknis II. við lyflæknisdeild Land- spítalans er laus til umsóknar frá 1. október 1964. Staðan veitist til 2ja ára. Laun samkvæmt kjara- samningum opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist til stjórnarnefndar ríkisspítalanna, Klapp- arstíg 29, fyrir 16. ágúst n.k. Reykjavík, 15. Ijúlí 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna. Stúlka óskast til skrifstofustarfa í skrifstofu borgarstjóra. Góð vélritunarkunnátta æskileg. Launakjör, > samkv. kjarasamningi borgarstarfsmanna. Umsóknum með upplýsingum um fyrri störf skal skilað í skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en 24. júlí n.k. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík, 15. júlí 1964. Fé/agsmá/aráðunautar í Kleppsspítalanum er laus staða félagsmálaráðu- nautar. Laun samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Ætlazt er til að umsækjandi hafi lokið sérnámi í umræddum störfum. Umsókn- ir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist til stjórnarnefndar ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 16. ágúst n.k. Reykjavík, 15. ijúlí 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna. Síldarstúlkur Nokkrar, yaflar. ,síldars|pjkur vantar á söltunarstöðina SÓKN á Seyðisfirði. Upplýsingar á skrifstofu Baldurs Guðmundssonar, Vesturgötu 5, Sími 16021. Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar nú þegar í eldhús Kleppsspítalans. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 38164. Skrifstofa ríkisspítalanna. Hjartkær eiginmaður minn SIGMUNDUR ÞORGRÍMSSON, Melgerði 19 andaðist aðfararnótt 15. júlí á Landakotsspítalanum. Catharine Þorgrímsson. Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa SIGURSTEINS JÚLÍUSSONAR Njálsgötu 86, * fyrrum bónda í Brakanda í Hörgárdal, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. þ.m. kl. 1,30 e.h. Lilja Sveinsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. )

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.